Alþýðublaðið - 16.03.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.03.1960, Blaðsíða 3
KKA TOLLA SKATTA UM 96 M LUONR! i Það tvennt gerðist á al- þingi í gær, að Eysteinn Jónsson flutti tveggja klst. ofsafenginn reiðilestur um ef nahagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar — og Fram- sóknarmenn lögðu fram breytingaritillögur við f jár- lög, þar sem þeir gera ráð fyrir 96 milljón króna HÆRRI tollum, sköttum og gjöldum en stjórnin gerir tillögur um! Það eru framsóknarmenn í fjárveitinganefnd, sem lögðu fram þessar tillögur, þeir Halldór Sigurðsson, Halldór Ásgrímsson og Garðar Hall- dórsson. Þeir vilja HÆKKA VEBÍÐTOLL UM 55 milij. HÆKKA SÖLUSKATT UM 20 millj. HÆKKA INNFLUTNINGS- GJALD 21 millj. Að sjálfsögðú fylgja með tillögur um, hvernig verja beri þessu fé til ýmissa fram- kvæmda, hinn snotrasti óska- listi. Með þessari tillögu leggja framsóknarmenn í rauninni til að fjárlögin hækki ekki um 430 heldur 521 milljón króna. Þeir gera engar tillögur til lækkunar á tekjuliðum þeim, sem efnahagsráðstafanir stjórnarinnar byggjast á og þeir hafa fordæmt með gíf- uryrðum. Sömu dagana og þeir halda langar ræður um hversu ofboðslegur söluskatt- urinn sé, leggja þeir sjálfir til, að ríkið fái 20 milliónum meira af þeim skatti? Að sjálf- sögðu leggja framsóknarmenn ekki fram nána tillögu um sparnað í ríkisrekstrinum. Nefndarálit og tillögur meirihluta og tveggja minni- Sigga Vigga hluta á fjárveitinganefnd eru nú að koma fram. Að vanda er samkomulag um ýmsar hækk- anir og má búast við, að til- lögur meirihluta nefndarinnar nái samþykkl þingsins. Leggur meirihlutinn til, að útgjöld hækki um 24,9 milljónir kr. eða 1,8%. Á móti er lagt til, að tekjur hækki um 36,8 milljónir, þannig, að greiðslu- afgangur verði 11,8 millj. Gert er ráð fyrir nokkurri hækk- un á áfengi til að standa und- ir hluta af tekjuhækkuninni. Alþýðublaðið skýrði í gær frá nokkrum af tillögum meirihlutans, en þar á meðal er mikil hækkun til náms- manna, 4 milljóna hækkun á atvinnuaukningafé til vega- gerða, hækkun framlags til í- þróttasjóðs, iðnlánasjóðs, vís- indasjóði o. fl. Tóbak hækkar AFGREIÐSLU Tóbaks- einkasölu ríkisins var lokað í gær. Verður hún lokuð fram á föstudag í þessari viku og engar tóbaksvörur afgreiddar. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefur aflað sér, stafar þessi lokun af vænt- anlegri verðhækkun á tób- aki. Við vitum ekki, hve verð- ið hækkar mikið, en vænt- anlega ekki svo mikið, að við hættum að reykja! Collo á Röðli COLLO, austurríski fjöl- leikamaðurinn, sem sýndi list- ir sínar á miðnæturskemmtun- um Þróttar fyrir skemmstu, hefur nú verið ráðinn til að skemmta á veitingahúsinu „Röðli“ næstu daga. Unnar Stefánsson. Unnar Stefáns son tekur sæti á alþingi Á FUNDI Sameinaðs þings í gær voru afgreidd kjörbréf tveggja varaþingsmanna. Unn- ar Stefánsson, fyrsti varaupp- bótarmaður Alþýðuflokksins kemur inn fyrir Guðmund I. Guðmundsson utanríkisráð- herra og Bjarni Guðbjarnar- son, ísafirði, kemur inn fyrir Hermann Jónasson. Þá kemur Einar Sigurðsson einnig inn fyrir Jónas Pétursson, en þeir skipuðu efstu sætin á lista Sjálfstæðisflokksins á Aust- urlandi. Kjóssð A- listann í FRAMA í DAG heldur áfram stjórnar- kosning í bifreiðastjórafélaginu FRAMA. Kosning hefst kl. 1 og stendur til kl. 9 í kvöld og er þá lokið. Kosið er á skrifstofu fé- lagsins að Freyjugötu 26. Listi landstæðinga kommún- ista í Frama er A-listi. Eru bif- reiðastjórar eindregið hvattir til að kjósa A-listann! Eldur í vélskipi VARDSKIPIÐ Gautur kom í fyrrinótt með vélskipið Vís- und, sem draga þurfti til hafn- ar, þar sem eldur liafði komið upp í vélarrúmi. Skipverjum tókst að varna því að eldurinn breiddist út og var hann fljótlega slökktur af slökkviliðinu í Reykjavík, eftir að Vísundur hafði verið dreginn til hafnar. Vísundur er 90 tonna stál- skip, byggt 1875. Eigandi er Jón Franklín. Eldurinn kom upp í vélarrúmi skipsins um klukkan 2 síðdegis, er hann var staddur um 25 mílur SV af Akranesi. Ekki er fullkunnugt um skemmdir, sem eru að mestu í vélarrúmi og þiljum að lest- inni. V-sparisjóðurinn verður banki «NU FER HANN UR SfAKKNUM... NU FER HUN UR H SVUNTUNNI... NÚ BRETTIR. HANN NÆ>UR STÍGVÉL- IN... NÚ TEKUR MÚN AF SÉR VETLINGANA... NÚ GENGUR HANN AÐ HENNI... NÚ LOKAR HÚN * AUGUNUM... Oó- NÚ ÞURFTI HUND-KVIKINDIS- F0RST3ÓRA-ÁLFURINN Aí> ÁLPASr INN" Spilokvöld i Hafnarfirði Alþýðuflokksfélögin i Hafnarfirði efna til Bpila kvölds annað kvöld, fimmtu dagskvöld kl. 8,30 í Al- þýðuhúsinu við Strandgötu Verða þá veitt heildarverð- laun. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. áwWWWMWWWMtMW ALÞYÐUBLAÐIÐ hefur frétt, að ríkisstjórnin sé mjög hlynnt því að Verzlunarsparisjóðurinn í Reykjavík verði gerður að Verzlunarbanka. Mun vera í undirbúningi - frumvarp, sem gerir þessa breytingu mögu- lega. 'Verzlunarsparisjóðurinn hef- ur vaxið mjög ört á skammri ævi og nema innlög nú um 150 milljónum króna. Sparisjóður- inn hefur frá öndverðu starfað meira í anda banka en spari- sjóðs, t.d. lánað mikið af smá- lánum til skamms tíma en ekki föst lán’til langs tíma eins og sparisjóðum er aðallega ætlað. Af þessum sökum verður mjög lítil breyting á sjálfri starfsemi sjóðsins, þótt hann verði að banka, og reksturskostnaður eða mannahald ætti ekki að aukast neitt af þeim sökum. Verzlunarsparisjóðurinn hef- ur notið vinsælda í Reykjavík, þar sem hann hefur lagt sig fram við að hjálpa einstakling- um með smálán, sem oft er þörf á, auk þess sem hann hefur haft vaxandi þýðingu fyrir verzlun- ma. HLERAÐ Blaðið hefur hlerað Að utanríkismálanefnd al- þingis hafi síðastliðinn mánudag rætt beiðni Ny- asalandsmanna til ís- lenzkra yfirvalda varð- andi dr. Hastings Banda. Utanríkisráðherra mun hafa mætt á fundinum. Formaður nefndarinnar er Sigurður Bjarnasou alþingismaður. Aiþý.ðublaðið —7i 16. marz 1960 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.