Alþýðublaðið - 16.03.1960, Blaðsíða 11
Leicester. Leikurinn var mjög
jafn og öll þrjú mörkin skoruð
í fyrri hálfleik. Fyrra mark
Úlfanna skoraði Broadbent, en
hið síðara fengu þeir að gjöf
frá öðrum bakverði Leicester,
sem skoraði sjálfsmark.
Sheffield Wednesday var
einnig heppið gegn grönnum
sínum í Sheffield Utd., sem réð
lögum og lofum í fyrri hálfleik,
en Wednesday tókst að skjóta
tvívegis á mark og þau skot
gáfu þeim sigurinn. Síðari
hálfleikúr var mun jafnari, en
hvorugum tókst að skora.
Undanúrslit bikarkeppninn-
ar fara fram 26. rnarz og leika
þá» þessi lið saman:
Aston Villa—Wolverhampton
Blackburn eða Burnley —
'Sheffield Wednesday.
HÖGNA OG
HÖLMBERT
LÍKAR VEL
í LONDON
EINS OG blaðið hefur áður
skýrt frá, fóru tveir knatt-
spyrnumenn frá Keflavík utan
fyrir nokkru til æfinga með
Lundúnaliðinu Queen Park
Kangers. Það eru þeir Högni
Gunnlaugsson og Hólmbert
Friðjónsson og munu þeir dvelj
ast ytra í tvo mánuði.
Þeir hafa nú verið um tveggja
vikna skeið í Lundúnum og hafa
fregnir borizt hingað frá þeim
félögum. Fékk Hafsteinn Guð-
mundsson, formaður Í,B,K,, frá
þeim bréf um helgina.
Æfingar eru daglega með fé-
laginu. Láta þeir Högni og
Hólmbert mjög vel af dvölinni,
en þykir þó æfingar nokkuð
frábrugðnar því, sem þeir eiga
að venjast hér heima.
Bretarnir leggja miklu meiri
áherzlu á einstaklingsæfingar,
en leika knattspyrnu aftur á
móti lítið á æfingum.
Keflvíkingarnir áttu að leika
í Lundúnum á laugardaginn
með einhverju áhugamannaliði.
Ekki hafa borizt nánari fregnir
af þeim leik, en væntanlega get
ur blaðið sagt nánar frá honum
og dvöl knattspyrnumannanna
í Bretlandi síðar.
Körfuknatt-
leiksmótið
Á SUNNUDAGSMORGUNN
kl. 9,30, þegar margir Reykvík-
ingar voru enn í draumaland-
inu hófst keppni yngri flokk-
anna í íslandsmótinu í körfu-
knattleik. Leikir þessir voru
háðir í íþróttahúsi Háskólans.
Úrslit urðu sem hér segir:
4. fl. karla: ÍR (b)—KR 13:6
3. fl. karla: Á—KFR 24:5
3. fl. karla: ÍR—KR(a) 19:19
2. fl. kv. KR(a)—ÍR(b) 21:6
Frakkastíg 6
Salan er örugg hjá okkur.
Rúmgott sýningarsvæði
Bifreiðasalan
Frakkastíg 6.
Sími 19168.
m
Vinnufatnaður
og i
Hlifðarföt
H. s. Fjallfoss
fer frá Reykjavík mánudaginn
21. þ. m. til Vestur- og Norður-
lands.
Viðkomustaðir:
Isafjörður
Siglufjörður
Dalvík
Akureyri
Svalibarðseyri
Húsavík
Vörumóttaka á fimmtudag og
föstudaig.
HF. EIMSKIPAFÉL. ÍSLANDS.
Rafsuðu-
hjálrnar
(Hobart)
Rafsuðuþráður
Rafsuðutengur
Rafsuðuhanzkar
= HÉÐINN =
Vélaverzlun
simi 84860
Sjálfvirkar
VATNSDÆLUR
á lága verðinu
kr. 4637,00.
= HÉÐINN ==
Vélaverzlun
simi 84B60
Verkakonur, Hafnarfirði.
BAZAR
Verkakvennafélagsins Framtíðin verður
sunnudaginn 20. þ. m. 1 Verkamannaskýlinu.
Konur, sem vildu feoma tmunum á bazarinn,
eru hvattar til áð g:era það sem fyrst og koma
mununum til bazarnefndarinnar eða skrifstofu
félagsins. •— Sími 50307.
NEFNDIN.
AUs konar
Vinnublússur
Vinnujakkiar
Buxur, margs konar
Samfestingar
Sloppar, hvítir, brúnir
Peysur, margs konar
Nærföt, stutt og síð
Sokkar, ullar og nylon
Ullarhosur
Sokkahlífar
Húfur, margs konar
Vinnuskyrtur, margs konaí
Vinnuvettlingar,
margs konar
Gúmmístígvél
Snjóbomsur
Klossar 1
Olíukápur !
Sjóstakkar í
Vattteppi .
Kuldaúlpur
Ytrabyrði, allar stærðir i
ALLT MEÐ gamla verðinjs
GEYSIR HF.
FATADEILDIN
ábiaðið
Jarðarför
GUÐMUNDAR SIGURÐSSONAR,
Grjótagötu 12,
fer fram frá Fríkirkjunni fi'mmtud. 17. þ. m. kl. 3 e. h.
Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum.
F. h. aðstandenda.
Ólafur Jónsson.
SKEMMTIKVÖLD
ungra jafnaðarmanna í Reykjavík verður annað kvöld,
FIMMTUDAGSKVÖLD, í Félagsheimilinu Freyjugötu 27.
Fjölmargt til skemmtunar að venju. Fjölmennið og takið
gesti með. NEFNDIN.
í þróttafrétti r
í STUTTU MÁLI
CHICAGO, UPI. - John Thom-
as, sem nú er orðinn 19 ára,
setti nýtt heimsmet í hástökki
(innanhúss) um síðustu helgi,
hann stökk 2,197 m. og var vel
yfir, ca. 2—3 sm.
—O—
í Milwaukee setti O’Brien
innanhússmet í kúluvarpi með
19,02 m. kasti. — Aðalkeppni
mótsins var samt í stangar-
stökki milli Don Bragg og Gur-
ovvski, sem báðir flugu yfir 4,72
m. Næst var hækkað í 4,87 m.
og munaði sáralitlu að Bragg
færi yfir. Hinir 11 þús. áhorf-
endur stóðu á öndinni, en ráin
hékk uppi nokkur augnablik.
—O—-
Á sundmóti í Zurich setti
hin 18 ára skólastúlka Wiltrud
Urselmann heimsmet í 100 m.
bringusundi' á 1.19,1 mín. —
Gamla metið átti Karin Beyer,
1.19,6 mín.
—O—-
Tony Blue náði 1.48,9 mín.
í 880 yds um helgina, sem svar-
ar til 1.48,2 mín. í 800 m. Hann
var nýstaðinn upp úr inflúensu
og kom árangur hans á óvart.
—O—
Spánn sigraði Ítalíu í knatt-
spyrnu með 3—1 og England
írland 3—1 (áhugamenn) leik-
ur í undankeppni OL. Spánn
vann Ítalíu í unglingalandsleik.
Æskulýðs-
vikan,
Laugarneskirkju.
Föstuguðsiþjónusta í kvöld kl.
8.30. Séra Garðar Svavarsson
prédikar.
Alþýðublaðið — 16. marz 1960