Alþýðublaðið - 16.03.1960, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.03.1960, Blaðsíða 7
í jr söfnn ara ÓHÁÐI söfnuðurinn í Rvík minntist nýlega 10 ára afmæl- is síns með fjölmennum og á- nægjulegu samsæti. Yeizlu- stjóri var Sigurjón Guðmunds- son forstjóri og ræður fluttu Andrés Andrésson, sem verið hefur formaður safnaðar- stjórnar frá upphafi, Bogi Sig- urðsson kennari, sem er gjald- keri safnaðarins, séra Emil Björnsson safnaðarprestur, frú Álfheiður Guðmundsdóttir, sem verig hefur formaður kvenfé- lags safnaðarins frá stofnun þess, og Stefán Árnason, er tal- aði af hálfu Bræðrafélags safn- aðarins í forföllum Jóns Ara- sonar, sem verið hefur formað- ur þess félags frá upphafi. — Ennfremur töluðu Kristinn Ág. Eiríksson járnsmiður, Ásmund- ur Guðmundsson, fyrrverandi biskup íslands, séra Bjarni Jónsson vígslubiskup og fröken Jónas Guðmundsson. María Maack. Þuríður Páls- clóttir óperusöngkona söng með undirleik Fritz Weisshap- pel við fögnuð áheyrenda og sýnd var kvikmýnd af vígslu kirkju Óháða safnaðarins s.l. vor. Formaður og prestur safn- aðarins vottuðu þakkir öllum þeim f söfnuðinum, og utan vé- banda hans, sem lagt hafa mál- um safnaðarins og kirkjubygg- ingu lið á undanförnum árum. í afmælishófinu var skýrt frá veglegum gjöfum, sem kirkj- unni hafa nýlega borizt. Kven- félag safnaðarins hefur ákveð- ið að gefa altaristöflu, sem ís- lenzkur listmálari málar í sum- ar, Bræðrafélag safnaðarins gaí 5000 krónur til kirkjunnar að þessu sinni og Vestur-fslend- íngurinn Skúli Bjarnasori, sem nýlega dvaldist hérlendis, gaf 10 þúsund krónur til Kirkju ó- ráða Safnaðarins. Kvenfélag og Bræðrafélag safnaðarins hafa lagt ómentanlegan skerf til uppbyggingar safnaðarlífs- ins og byggingar kirkjunnar á undanförnum árum. I hinni nýju kirkju er í vetur sunnu- dasaskóli á hverjum sunnu- dagsmorgni' og sækja hann hverju sinni miklu fleiri börn en kirkjan rúmar í sæti. Prest- ur safnaðarins veitir þessu vin- sæla barnastarfi forstöðu. Óháði söfnuðurinn hefur bvgfft kirkiu og félagsheimili á óvenju skömmum tíma sem kunnugt er. Safnaðarstarfið og félagslífið hefur jafnan verið þróttmikið og aldrei með meiri blóma en nú. Má segja að þessi ungi söfn- uður hafi um flest verið til fyr- irmyndar í fórnfúsu og heilla- drjúgu starfi innán kirkjunnar. Nýr bátur til Úlafsvíkur Ólafsvík, 13. marz. HINGA© kom í morgun nýr bátur, Valafell, SH 157, eign Jónasar Guðmundssonar. út- gerðarmanns og Kf. Dagsbrún- ar, Ólafsvík. Báturinn, sem er eikarbátur, er smíðaður í Ryköbing Hors í Danmörku. Báturinn er 70 br. smál. að stærð, búinn tveim General Motor vélum með tveimur skrúfum og hinum ful'lkomnustu siglinga- og fiskileitartækjum. Ganghraði bátsins var í reynsluför 12 mílur, en á heim leið fór hann 10 mílur til jafn- aðar. Gunnar Valgeirsson skip- stjóri, Reykjavík, sigldi bátn- um frá Danmörku. Báturinn fer á veiðar í dag með þorska- imskipafélagið hefur ævinlega nóg verkefni net. Valafell er fjórði nýi bátur- inn, sem kemur til Ólafsvíkur frá vertíðarlokum í fyrra. Alls eru nú hér á Ólafsvík 13 vertíð- arbátar, og eru sex þeirra ný skip. Skipstjóri á ’ValafelIi mun verða Jónas Guðmundsson. Jónas er 29 ára gamall, og byrj aði sjómennsku á fermingar- aldri. Hann varð formaður 19 ára gamall á mb. Erlingi, 15 tonna báti, sem hann átti með föður sínum. Hann hefur síð- an verið útgerðarmaður og for maður. Jónas hefur verið hepp inn fiskimaður. Það er sérstök ástæða til að óska Jónasi til hamingju með þennan áfanga. O. Á. EIMSKi'II’AFÉI.AGI ÍS- LANDS hafa borizt óskir frá ýmsum aðilum um reglubundn ar áætlunarferðir frá ýmsum erlendum höfnum. Það hefur ekki treyst sér til að verða við slíkum óskum, þar sem það mundi útiloka þá góðu hagnýt- ingu skipsrúms, sem næst með því að beina skipunum með til- tölulega litlum fyrirvara þang- að sem flutningsþörfin er á hverjum tíma. Félagið mun reyna að hafa sem örastar siglingar til og frá viðskiptalöndum erlendis og jafnframt reyna að samræma þarfir útflutnings- og inn- flutningsverzlunarinnar og dreifbýlisins, ávallt með það sjónarmið í huga að skipsrúm notist sem bezt. Alþýðublaðinu hefur borizt fyrirfarandi frá Eimskipafé- laginu um verkefni skipafélags ins um þessar mundir: H.S. „GULLFOSS“ er í föst- um þriggja vikna áætlunarferð um, Reykjavík — Hamborg — Kaupmannahöfn — Leith - Reykjavík. Hann fór frá Rvík 26. febrúar með fullfermi, eða um 1250 smálestir af frystum fiski og öðrum til Vestur- og Austur-Þýzkalands . og Dan- merkur. Hann kom til Rey&ja- víkur 14. marz með um 700 smálestir af stykkjavörum frá Danmörku og Bretlaridi, og fer frá Reykjavík 18. marz með 4—800 smálestir af skreið, fiskimjöli o. fl. þar á meðal 36 hesta til Hamborgar. MS. „SELFOSS“ fór frá FUJ-félagar í Reykjavík eru minntir á, að vegna óviðráðan- legra orsaka verður skeinmti kvöld félagsins í þessari viku á FIMMTUDAGSKVÖLD (ekki miðvikudagskvöld eins og vant er) í Félagsheimilinu að Freyju götu 27 og liefst kl. 8,15. landinu 10. marz með fullfermi af frystum fiski til Sovétríkj- anna og síðan til Austur-Þýzka lands. Samtals um 2.500 smá- lestir. Gert er ráð fyrir að skipið fermi í Ventspils um 23. marz um 2.000 smálestir og komi við í annarri höfn sam- kvæmt síðari ákvörðun, til þess að fylla það skipsrúm sem ó- notað er við brottför frá 'Vents pils. M.S. „FJALLFOSS“ kom til Reykjavíkur 13. marz, með um 2 000 smálestir af varningi frá Sovétríkjunum og Vestur- Þýzkalandi. Skipið fer í þess- ari viku í strandferð vestur og norður og mun síðan ferma fullfermi af skreið, saltfiski og lýsi o. fl. til Bretlands, Hol- lands og Vestur-Þýzkalánds. M.S. „REYKJAFOSS“ er væntanlegur til Reykjavíkur um 20. marz, með fullfermi af stykkjavöru frá Hollandi, Bel- j gíu og Bretlandi. Áætlað er að skipið fermi hrogn og aðrar út- flutningsafurðir til Svíþjcðar. M.S. TUNGUFOSS“ kom til landsins 7. marz með’fullfermi af Varningi frá Finnlandi, Au.- Þýzkalandi og Svíþjóð. Hann fór 15. marz fullfermdur af síld til Au.-Þýzkalands. Skipið mun síðan ferma stykkjavöru í Rostock og Gautaborg og ef til Vill víðar 20.—25. marz. M.S. „TRÖLLAFOSS“ kom til Reykjavík 29. febrúar, með vörur frá Hamborg, Antwerp- en og Rotterdam. ,,Tröllafoss“ átti að fylla upp ónotað skips- rúm í Hull, en varð að sigla þaðan án þess að ferma sökum verkfalls hafnarverkamanna. Skipið fór frá Reykjavík 9. marz áleiðis til New Yoirk, Þar mun m. a. „Tröllafoss ferma fullfermi af ýmsum varningi um 20. marz til íslands. _ M.S. „GOÐAFOSS“ kom til íslands 28. febrúar frá New York, fullfermdur af sekkja- vöru og stykkjavöru. Hann fer frá íslandi um 16. marz, full- fermdur af lýsi til Bergen og frystum fiski til Svíþjóðar cg Sovétríkjanna. M.s. „Goðafoss'® mun ferma í lok marz í Sovét ríkjunum, Finnlandi og ef til vill í fleiri löndum, eftir flutn ingsþörfinni. MS. „DETTIFOSS“ fór frá íslandi 27. febrúar með full- fermi af frystum fiski, hrogn- um, saltfiski o. fl. til Rret- lands, Hollands, Svíþjóðar og1 Austur-Þýzkalands. Skipií? mun ferma fullfermi a£ stykkjavöru í Rostock cg Hamborg um 22.-26. marz. M.S. „LAGARFOSS“ fór frá íslandi til New York 20. febrúar með 1600 smálestir af frystum fiski og öðrum vör- um. Skipið er væntanlegt til Reykjavíkur um 18. marz fullhlaðið af ýmsum varningi frá Ameríku. Myndin hér að ofan er af M.s. „Fjallfossi“. { afengi hækkar ÁFENGI hækkaði í verði í gær- morgun. Brennivín hækkaði t. d. úr 140 kr. í 170 kr. og áka- víti úr 145 kr. í 175 kr. Ódýrari tegundir af ensku ,gini hækkuðu úr 200 kr. í 240 kr. og whisky úr 265 kr. í 315 kr. Ödýrasta koníak hækkaði úr 220 kr. í 270 kr.; aðrar teg- undir úr 235 í 285 kr. og 390 í 435 kr. svo að dæmi séu nefnd. Hálfflöskur af rússneáku vodka hækkuðu úr 150 í 180 kr. en heilflöskur af pólsku vodka úr 195 í 235 kr. Genever hækkaði úr ,235 í 280 kr. lítrinn. Loks má nefria, að sherry hækkaði úr 90 í 116 kr., portvín úr 80 í 95 og hvít- vín úr 52 í 62 kr. Alþýðublaðið — 16. marz 1960

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.