Alþýðublaðið - 16.03.1960, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 16.03.1960, Blaðsíða 13
ÞEIR eru að teikna hluta af risaflug- vél í málmplötu. Stærð teikningarinn- ar er 130 fet á lengd og 17 fet og 17 þumlungar á breidd. Þetta er stærstá teikning, sem gerð hefur verið við flug- vélagerð hiá Bretum og vafalaust víð- ar. Flugvélin, sem smíða á eftir teikn- ingunni, er SC-5 Brilannic flutninga- vél fyrir herinn. Mar^rét Og 117111° ustirni MARGRÉT prinsessa ásamt unnusta sínum Antony Armstrong Jones, á hátíðadans- isýningu í Covent Garden í London. — Þau komu þang- að ásamt Elizabet drottningarmóður, og þetta var í fyrsta sinn, sem prinsessan kom opinberlega fram eftir að ' kunn- gerð varð hennar. Eftir E. V. St EFTIR að viðreinsaráform ríkisstjórnarinnar urðu alþjóð kunn, hefur að vonum um fátt verið meira skráð og skrafað. Fyrst í stað virLst gæta al- mennrar óánægju, og fannst mér það vera staðfesting á því, að engum væri mismunað. Kom mér þá í hug góð hús- móðir, sem reynir að skammta öllum jafnt og réttlátlega, en verður allt í einu að fara að spara, neyðist til um stundar- sakir að skammta ekki eins ríflega og oft áður, af brýn- ustu nauðsyn, sem veldur að vísu óánægju fyrst í stað, en börnin skilja brátt, að mamma reynir að skammta eins vel og geta hennar leyfir. Ég held einm'tt, að ríkisstjórnin okk- ar sé í mjög líkri aðstöðu. Það er líka þegar farið að gæta þess, að dregið hefur úr óá- nægjunni. Því allt heilbrigt fólk skilur, að það er ekki af illvilja að hlutur hvers eins mun minnka nokkuð, heldur af hinu, að þjóðarhagur leyf- ir ekki stærri hlut, því sívax- andi eyðsluskuldir gera ekki annað en fresta þeim ófarn- aði, sem bíður þeirra, er evða meiru en þeir afla. Og margt fleira kemur ríkisstjórninni til hjálpar. T.d. andúð almenn ings á uppbótakerfinu og öllu því braski, sem því fylgdi, og sem útheimti síaukna skatta og stöðugan innflutning ó- þarfa varnings, til að halda þessu grautfúna og hrynjandi bákni uppistandandi. Almenn- ingur finnur og skilur, að úr- bóta var þörf, og mátti ekki dragast lengur að framkvæma þær. Margir finna til þeirrar niðurlæg'ngar, sem við næsf- um einir allra þjóða verður .að þola, að eiga svo smáðann og fyrirlitinn gjaldevri, að hann hvergi fæst skráður. Margt ber á góma, þegar rætt er um áform ríkisstjórnarinn- ar. Til gamans má geta þess, að lausamenn og piparsveinar nefna hana barnavininn og mannfjölgunarstjórnina og skýrir nafngTtin sig sjálf. En að sjálfsögðu ættu þó útgerð- armenn að geta fagnað því, að það síðarnefnda yrði rétt- nefni. En þegar til alvörunnar kemur, þá held ég, að innst inni í hugarfylgsnum alþjóð- ar og einstaklinga, bærist sú kennd til úrbóta, að nær allir kjósi að vera með stjórninni, sem ekki eru blindaðir af póli- tísku hatri og moldviðri. Sívaxandi og stöðugur greiðsluhalli, og milljóna- greiðslur í rentur og afborg- anir, er mörgum áhyggjuefni. Og hve ört sígur þar á ógaefu- hlið mun greint frá í næstu línum. Benjamín Eiríksson bankastjóri hugðist í grein um daginn, að mér skildist, reyna að draga dulu yfir skuldavan- skapnað okkar, og sagði, að rentur og afborganir af lán- um okkar erlendis væru 5 mlllj. dollara. En árla morguns næsta dag kom Jóhannes Nordal hag- fræðingur og svifti dulunni Framhald á 14. síðu. MAÐUR er nefndur Benoný Benediktsson, af kunnugum tíðum nefndur Ynoneb upp á rússnesku og fæst það heiti úr því íslenzka með því að lesa aftanfrá. Allt er þetta til- stand gert í virðingarskyni en Rússar eru sem kunnugt er manna öflugastir í skák. Einu sinni komu hingað til lands Rússar tveir, Tajman- off og Ilvítskí, tefldu þei'r við Benoný og stóðu lengst af hörmulega en Benoný líkn- aði þeim að lokum, lét þá hafa jafntefli. Fengu Rússar nú mikið dálæti á manninum og stóð til að sæma hann mann- úðarorðu Lenins eða Stalins en vegna þeirrar óvissu sem þá ríkti í stjórnmálum Sovét- ríkjanna varð Benoný af orðunni en fékk í þess stað leyfi til að snúa nafni sínu við sjálfum sér til upphafn- ingar og Rússum til dýrðar. En vegna þess að Benoný er rammíslenzk rjúpnaskytta hefur hann ekki notfært sér þessi hlunnindi sín sem skyldi. Því er þessi gamla saga rifjuð upp hér að mörgum mun þykja það með ólíkind- um að Benóný skuli eftir fjór- ar umferðir á Reykjavíkur- mótinu vera efstur ásamt þeim Friðriki og Inga R. með fjóra vinninga. Auk þess kynni þessi upprifjun að hlífa mörgum manninum við yfir- liði ef svo skemmtilega vildi til að Benoný yrði skákmeist- ari Reykjavíkur árið 1960. Vegna þess að Þjóðviljinn er búinn að birta alla helztu snilld Benonýs í Revkjavík- urmótinu verðum við að láta okkur nægja eina stutta skák teflda af stórmeistaranum og Halldóri Jónssyni. Aður en við hefjum skák- ina langar mig"að benda á að það er fleira sem skiptir máli í þessu móti en Reykjavíkur- meistaratitillinn. Baráttan um neðsta sætið er ekki síður hörð og talsverðar líkur á að sá sem það hreppir þurfti ekki að þreyta sig í landsliðskeppn inni um páskana. Þá hefjum við skákina. Spænskur leikur. Hvítt: Friðrik Ólafsson Svart: Halldór Jónsson 1. e4—e5 2. Rf3—Rcb 3. Bb5—a6 4. Ba4—Rf6 5. 0--0—Rxe4 (Þetta afbrigði er nú lítið teflt, en Halldór hefur líklega ætlað að koma stórmeistaran- um á óvart Það sýnir^ sig þó brátt að menn verða að dusta meira ryk til þess að tómir verði kofarnir á Stóra-Hóli). 6. d4—b5 7. Bb3—d5 8. dxe5—Be6 9. c3—Be7 10. Be3—0-0 11. Rbd2—Rc5? (Friðrik hefur bersýnilega ruglað Halldór með 10. leik sínum. Rétti leikurinn var 11. —Rxd2 og eðlilegt framhald: 12. Dxd2—Ra5 13. Bc2—-Rc4 14. Dd3—g6 15. Bh6—Rxb2 16. De2—He8 og svartur hef- ur trausta varnarstöðu). 12. Bc2—f6 (Þessi leikur veikir kóngs- stöðu svarts hættulega, en staða svarts er strax orðin snúin og erfitt að finna við- unandi framtíðaráætlun). 13. exf6—Hf6 14. 64—Rd7 15. Rg5—Rf8 16. Rxe6—Rxe6 17. Rf3—Bd6 .18. Bg5!:—Rxg5 19. Rxg5—Be5 (19. -—Bf4 svarar hvítur með 20. Bxh7t—Kh8 21. h4—) 20. Bxh71—Kf8 21. f4!Bxc3 22. Hcl—Bd4 23. Khl—Be3 24. Hc3—d4 25. Db3—Dd6? (Sjálfsagt var að taka hrók- inn, þá hefði hvítur átt tals- verðu verki ólokið en nú er staðan vita vonlaus. Fram- haldið hefði getað orðið: 25. —dxc3 26. Dg8t—Ke7 27. Dxg7t—Ke7 28. Dxg7t— Kd6 29. Hel—De7 30. Re4t— Ke6 31. f5—Ke5 32. Dg3t— Bf4 33. Dxc3t—Rd4 34. Rd6t —Kxd6 35. Dc5t—Kd7 36. Dxd7t, en möguleikarnir eru margir og þykir mér ótrúlegt að Friðrik hafi reiknað með þessum. Kannske hefur hann bara ætlað að leika 26. Re6t og taka hrókinn aftur). 26. Dg8t—Ke7 27. Dxg7t—Kd8 28. Hc5—d5 29. Hf5—Bd4 30. Dg8t—Kd7 31. Dxa8—d2 32. Hxf6—Bf6 og svartur féll á tíma. Ingvar Ásmundsson. Alþýðublaðið — 16. marz 1960

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.