Alþýðublaðið - 16.03.1960, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 16.03.1960, Blaðsíða 16
Fjallagórilluungi handsamabur Fögur og fræg MARIANNE Benet heitir nýj- asta leikkona íra. Hún hefur nýlega verið ,,uppgötvuð“ og jþykir mikið stjörnuefni. Hún er aðeins 23 ára og hefur unn- ið í írlandi í eitt ár. Annars er hún fædd á Spáni, þótt hun sé albrezk. KAMPALA, (UPI). — Fjalla- górilluungi hefur náðst í Uganda, en fjalla-górillur eru einhverjar sjaldgæfustu gór- illur £ heimi. Unginn, sem gefið hefur verið nafnið Reuben, fannst vafrandi í hambusskógi í 10.000 feta hæð. Ekki langt í burtu fannst dauð karl-górilla, sem senni- lega hefur verið faðir Reubens. Hafði hann dáið úr garnaveiki, og telja dýra- fræðingar, að feðgarnir hafi verið gerðir útlægir úr gór- illu-fjölskyldu, þegar faðir- inn sýktist. Reuben er eitthvert verð- mætasta barn í heimi. Talið er, ag allir fjalla-górilluapar séu innan við 1000 að tölu. Og þeir eru svo sjaldgæfir í dýragörðum, að þeir eru ekki verðlagðir í verðlistum dýra- garða. r Górillur þessar búa aðeins í skógiklæddum hlíðum átta eldfjalla, 10.000 til 14.000 feta hárra, á landamærum Uganda og Belgíska Kongó. Reuben er hinn fyrsti þeirra sem nokkurn tíma hefur náðst í Uganda. — Honum ku líka vel við sig í aðalstöðvum veiðidýrastjórnar Uganda í Entebbe, þar sem hann er í girðingu með kven-sjimpansa. VWWWWWWWMfWWMMMMWtWWWMWWMWMWWWWt Auðugasti kven- Berst ÞESSI ameríska stúlka er ljónatemjari og heitir Evelyn Currie. Hún varð að ráðast á ■ >jA eitt af Ijónum sínum með „berum höndun- * * ^ um“, hérna um daginn, er það slapp út úr f • x- búrinu. Myndin sýnir hana í fangbrögðum IjOn við Ijónið. Fljótlega komu menn til hjálpar. —- 62. tbl. 9 • AGATHA Christie er vafa- laust auðugasti kvenrithöfund ur heimsins eftir að hún fyr- ir nokkrum dögum undirrit- aði samning við Metro-Gold- wyn-Mayer um kvikmynda- rétt á sögum hennar. Borgar kvikmyndafélagið henni rúm- lega 100.000.000 krónur fyrir réttinn til þess að kvikmynda sögur hennar og verða þær sendar út í sjónvarpi. Agatha Christie, sem kom- in er nálægt sjötugu, hefur sjálf einkarétt á sýningu.m á leikritum sínum og eitt þeirra, Músagildran, sem í vetur hef ar verið sýnt af Leikfélagi Kópavogs hér, hefur slegið öll met í leikhúsheiminum með því að vera sýnt stanz- laust í 3000 skipti. — Það gengur ennþá í London og víða um heim pg er búist við að svo verði næstu tvö til Framhald á 2 síðu. Niður Rín ÞARNA er Frarismaður nokkur, að nafni Louis Lourmais, að leggja af stað í sund niður Rín. Hann ætlar að synda frá Schaffenhausen til Rott- erdam. Hann er búinn sem froskmaður, er hann leggur af stað í hina köldu og löngu för. 41. árg. — MiðvikudagUr 16. marz 1960 HIÐ kunna danska blað „Politiken“ skýrir frá eftir- farandi „nýjungum í kirkju- lífi“ á Yestur-Englandi. í Cardiff hefur tómri bapt- istakirkju verið breytt í strípl ingaklúbb fyrir þreytta kaup- ‘ sýslumenn, sem í hann eru gengnir 200 að tölu. Altarinu hefur verið breytt í leiksvið „juke-box“ sett í staðinn fyr- ir orgelið, og skrúðhúsinu breytt í búningsherbergi fyrir nektardansmeyjar, sem flutt- ar eru beint frá Soho í Lon- don. Þótt kirkjunni hafi verið breytt þannig að innan, er' hún enn að utan rétt eins og hver önnur kirkja, og yfir kirkjudyrum er ritningarstað- ur höggvinn óafmáanlega í steininn. í Bristol er annað að gerast: Séra Ernest Marwin frum- sýndi nýlega nýtízku helgi- leik, „Maður deyr“, í kjall- arahvelfingu kirkjunnar. Þar ber Jesús, venjulegur ungur nútímamaður í gráum fötum, kross sinn gegnum mýgrút af rokk og ról-dansandi buxna- píum og leðurjökkum, en Júdas í gervi síðhærðs „beat- nik“ fer á undan. Presturinn hefur sjálfur samið helgileik- inn, og hann hefur stungið ritningartilvitnunum inn í tíu helztu og væmnustu dægurlög síðustu sex mánaða, auk þess sem hann samdi sjálfur eitt calypsólag, sem er eins konar stef í leiknum. Músíkin undir hinni heilögu kvöldmáltíð er jazzlagið „St. Louis Blues“. Ftt-amhald á 2 síðu. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.