Sæmundur Fróði - 01.03.1874, Side 2

Sæmundur Fróði - 01.03.1874, Side 2
34 3. Stuðlabergssteinar (Basah); 4. Riðfjallasteinar (Trap); 5. Hrufuhellusteinar (Klingstone); 6. Dílagrjót (Porphyr); 7. DoJerif-grjót; 8. Leirsteinar; 9. Sandsteinar; 10. Hraun (Lava); 11. Sambland af j'msum eldsteinategundum, sem al- mennt eru kallaðar Tuffa. Jeg skal nú lýsa hverri af þessari steinategund út affyrir sig, að svo miklu leyti, sem almenningi er ætlandi að geta greint þessar tegundir hverja frá annari. I. Hrufugrjótssteinar. Hrufugrjót eða Trachyt-f'jöW eru mjög almenná fslandi, og hafa sumir af þeim jarðmyndunarfræðingum,er hjerhafa ferðaztum land- ið, ímyndað sjer, að kjarninn í mörgum af vorum stærstu fjöllum, þ. e. allmörgum jöklnm og eldfjöllum, mundivera hrufugrjót, enda eru mörg hin minnifjöllin að mestu leyti samsett af hrufugrjóti eða hrufugrjótskenndum steinum. Það, sem einkum einkennir hrufu- grjótsfjöll vor, er mynd þeirra og litur. Að því er mynd þeirra snertir, þá eru þau vanalega sykurtoppsmynduð eða keilumynduð, en litur þeirra er ýmist bleikhvítur, hvítgrár, rauðbleikur, eða nærfellt lifrauður. Hin helztu, er jeg þekki af þcssum fjöllum, eru þessi: a. Stóra og litla Baula í Borgaríirði; b. Skarðsheiði syðri; c. Drápuhlíðarfjall; d. Fjöllin norður af Miklaholtshreppi; e. Syðri hluti Esjufjalls; f. Rauðukambar; g. Tindastóll; h. Syðri hluti Balljökuls; i. Fjöllin langs með Hvalflrði að norðanverðu; k. Reynivallaháls vestan til;

x

Sæmundur Fróði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sæmundur Fróði
https://timarit.is/publication/103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.