Alþýðublaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 4
ÁRIÐ 1960, miðvikudaginn 23. marz, var í Hæstarétti í málinu nr. 165/1959: Ármann Sigurbjörnsson gegn Sementsverksmiðju rík- isiris og gagnsökn uppkveðinn svohljóðandi DÓMUR: Aðaláfrýjandi hefur skotið xnáli þessu til Hæstaréttar með stefnu 18. desember 1959. Krefst hann þess, að gagná- frýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 2199.02 ásamt 6% ársvöxtum frá 25. febrúar 1959 til greiðsludagá og máls- kostnað í héraði og hér fyrir dómi eftir mati Hæstaréttar. Gagnáf.ýjandi hefur áfrýj- að málinu með stefnu 30. des- ember 1959, að fengnu áfrýj- uarleyfi 21. s.m. Krefst hann sýknu af kröfum aðaláfrýj- anda og málskostnaðar úr hendi hans í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dóms- ins. í 4. gr. laga nr. 16/1958 seg- ir, að starfsmenn, sem rétt líafa öðlazt samkvæmt ákvæð um hennar, sbr. 1. gr. lagana, skuli „eigi missa neins í af launum sínum, í hverju sem þau eru greidd, fyrstu fjórtán dagana, eftir að þeir forfall- ast frá vinnu sökum sjúkdóms éða slysa“. Aðiljar máls þessa eru á- sáttir um það, að aðaláfrýj- andi, sem hóf starf hjá gagn- áfrýjanda i maímánuði 1956, hafi áunnið sér rétt til launa í veikindaforföllum sam- kvæmt ákvæðum 4. gr. laga nr. 16/1958. Hins vegar grein- ir þá á um, hvernig þeim rétti sá háttað. Telur aðaláfrýjandi, að lagaákvæðið veiti starfs- manni rétt til launa allt að 14 daga í hvert sinn, sem hann er frá verki vegna sjúkdóms eða slysa, en gagnáfrýjándi heldur fram þeirri koðun, að atvinnurekanda sé ekki skylt að greiða laun í slíkum tilfell— um fyrir lengri tíma en 14 daga samtals á ári. Rétt þykir að skýra fyrir- mæli nefndrar 4. gr. þannig, að þegar urn er að ræða end- urteknar fjarvistir frá verki vegna sama sjúkdóms eða sömu slysfara, þá eigi starfs- maður aðeins rétt til launa fyrstu 14 forfalladagana, enda er þá um að tefla framhald forfalla af sama tilefni. 'Yæri mjög óeðlilegt, að endurtekin eða jafnvel margítrekuð fjar- vist starfsmanns frá starfi vegna sama sjúkleika eða slyss veitti honum rétt til Iaunagreiðslu í hvert skipti, þó að hann hefði tekið upp vinnu fleiri eða færri daga, milli þess sem hann var fiar- verandi. Mundi og slík túlkun á greininni venjulegast aðeins leiða til uppsagnar viðkom- andi starfsmanns úr starfi. Hins vegar ber að skýra á- kvæði nefndrar 4. gr. þannig, að þegar um mismunandi sjúk dóma eða slys er að ræða, beri starfsmanni réttur til launa fyrstu 14 dagana í hvert sinn, sem slík forföll ber að höndnm. Orðalag grein arinnar levfir ekki þá skýr- ingu, sem gagnáfrýjandi held- ur fram, enda væri það að- eins á færi löggjafans, en ekki dómstóla, að einskorða greind an rétt starfsmanns við nokk- urt tiltekið tímabil, hvort heldur almanaksárið, 12 mán- aða tíma með tilfærslu milli almanaksára eða annað tíma- Jón Þorsteinsson flutti málið fyrir Ármann Sigurbjörnsson. bil. Ekki gefur undirbúning- ur laganna tilefni til að leggja annan skilnirig í lagaákvæðið en hér var gieindur. Þvert á móti hefur það komið fram í málinu, að meðan frumvarp að lögum nr. 16/1958 var til meðfeiðar á Alþingi, fór Vinnuveitendasamband ís- lands þess á leit við þing- nefnd þá í efri deild Alþing- is, sem um frumvarpið fjall- aði, að ákveðið yrði ótvírætt i 4. gr. þess, „að átt sé við 14 daga samtals á á.i“. Sams kon ar tilmæli kornu einnig frarn í bréfi Vinnumálasambands samvinnufélaganna til sömu þingnefndar. Ekki sinnti Al- þingi þessum málaleitunum. Á árinu 1958 var aðaláfrýj- andi tvisvar frá störfum vegna mismunandi sjúkleika, hið fyrra skipti frá 29. ágúst til 6. september, að báðum dögum meðtöldum, samtals 9 daga, og hið síðara skipti frá 27. september til 11. október, að báðum dögum meðtöldum, samtals 15 daga. Samkvæmt 4. gr. laga nr. 16/1958 átti hann þá rétt til fullra launa fyrir allt fyrra veikindatíma- bilið og 14 daga af hinu síð- ara. Aðiljar eru sammála um, að aðaláfrýjandi hafi sam- kvæmt samningi unnið hjá gagnáfrýjanda 2 klukkustund ir í eftirvinnu alla virka daga vikunnar nema laugardaga, og ber við það að miða, þegar honum eru ákveðin full laun fyrir veikindadagá. Samkvæmt útreikningi gagnáfrýjanda, sem ekki hef- ur verið hnekkt, mundu full laun aðaláfrýjanda (dagkaup og eftirvinnukaup fyrir fyrra veikindatímabilið og 14 fyrstu dagana af hinu síðara hafa nurnið kr. 4370,50. Aðaláfrýj- andi hefur þegar fengið greiddar kr. 2498,72 og standa þá eftir kr. 1781,78. Ber gagn- áfrýjanda að greiða bá fját- hæð ásamt 6% ársvöxtum frá 25. febrúar 1959 til greiðslu- dags. Eftir þessari niðurstöðu þykir rétt, að gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýj anda máls- kostnað í héraði og fvrir Hæstarétti, samta'ls krónur 4000,00. Dómsorð: Gagnáfrýjandi, Sements- verksmiðja ríkisins, greiði að- aláfrýjanda, Ármanni Sigur- björnssyni, kr. 1871,78 ásamt 6% ársvöxtum frá 25. febrú- ar 1959 til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samt. kr. 4000.00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. (MMMMMMWMIWmUMWV il Nýr iláS- | | bálur til | } Grafaroess | GRAFARNESI, 28. marz. Nýr stálbátur kom hingað í dag, Runólfur SH 135, byggður í Risör í Noregi. Báturinn er 115 smálestir að stærð, hinn vand- aðasti að öllum frágangi og út- búinn öilum nýtízku siglinga- tækjum, svo sem radar og miö- unarstöð. í bátnum eru tveir dýptar- mælar af Simrad-gerð. Er ann- ar þeirra með sjálfleitandi as- dicrtækjum en hinn er laus, svo að hægt er að fara með hann yfir í nótabátinn. Kælir er í lest, kraftblökk fylgir bátn um, og heitt og kalt vatn í hand, laugum í hverju heibergi. Bát- urinn er knúinn 300—340 ha. Vickmann vél, ljósavél er a£ Buch-gerð. Runólfur var fimm sólar- hringa á heimleið og gekk allt að IOV2 mílu. Er hann hið glæsi legasta og vandaðasta skip í hví vetna. * Eigendur bátsins eru: Guð- mundur Runólfsson, sem verð- ur formaður á honum, Guð- mundur Kristjánsson og Jón Kristjánsson. — S.H. íBUöntKi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.