Alþýðublaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 3
 Selfangari með brofinn skrúfuðxul ÞORLÁKSHÖFN, 30. marz. — Síðan á mánudaginn hefur ríkt óviðunandi ástand í samgöngu- málum Þorlákshafnar. Hefur horft til vandræða af þeim sök- um, þannig að minnstu hefur mátt muna að atvinnulíf hér stöðvaðist vegna saltsskorts og olíuskorts. Ástæðan til þessa er sú, að vegamálastjórnin hefur sett þær hömlur á umferð um veg- inn hingað, að banna umferð bifreiða, sem eru þyngri en 5 tonn á öxul. Bannið tók gildi á mánudaginn og eru verðir frá bifreiðaeftirliti og lögreglu við veginn. Vigta þeir hvern bíl, sem líklegur er til að vera þyngri en framangreind ákvæði leyfa, og gera þá afturreka, sem þyngri eru. Borið er við, að frost sé 1 Framhald á 10. síðu. \wwiwvwwvww%vtmmwwwwvw wwmwwwmwvwwwvwwwwvwm Föðurlaus flóttabörn FYRIR skömmu sagði Al- þýðutolaðið frá júgóslav- neskri flóttakonu, sem á í„ miklum erfiðleikum. Kona þessi, sem býr hér í Reykja- vík, missti mann sinn fyrir skömmu og stendur nú ein uppi með 3 ung börn. Konan hefur dvalið hér á landi í 10 mánuði Maður hennar veikt ist skyndilega 4 mánuðum eftir að þau komu hingað og lézt eftir 6 mánaða legu. Skömmu eftir að blaðið sagði frá þessum vandræð- um konunnar bárust því nokkrar peningagjafir til handa henni. Einnig hefur fólk hringt til blaðsins og spurzt fyrir um heimilisfang hennar í þeim tilgangi að færa henni föt og peninga. í fyrradag fór blaðamaður frá blaðinu ifleð peningana, sem safnazt höfðu, og færði henni. Konan býr í kjallara- í'búð, Akurgerð 24, og hefur þar eitt lítið herbergi og eld- hús fyrir sig og ‘börnin þrjú. Konan var peningunum mjög fegin, og er ekki að efa að þeir ihafa komið sér vel. Börn konunnar eru á aldrin- um 1—5 ára og heita Branko, Mario og María. Blaðið hvetur fólk til þess að rétta konunni hjálpar- hönd. Tekið verður á móti gjöfum til hennar á Alþýðu- blaðinu- AKUREYRI, 30. marz. í morg- un kom hingað norska eftirlits- og 'björgunarskipið Salvator, sem er norska selveiðiflotanum til aðstoðar meðan selveiðarn- ar standa yfir. Salvator var að koma með selfangarann Polar- tind, sem hafði brotið skrúfu- öxulinn. Polartind mun þurfa að vera hér um kyrrt, unz skrúfuöxull kemur, en hann verður sendur flugleiðis frá Noregi. SELYEIÐIN NÝBYRJUÐ. Selveiðarnar hófust 20. marz og munu standa yfir til 5. maí, en þá byrjar friðunartímabil. Um 40 norsk skip stunda veið- arnar. Er meðalafli þeirra um 2000 selir á tímabilinu. Flestir selfangararnir eru frá Troms og Sundmöre. Mikil þoka hefur verið á sel- veiðisvæðinu til þessa, lélegt skyggni og mikið frost. Eftir- litsskipið Salvator hefur haft lítið að gera það sem af er; aðeins þurft að sinna tvisvar beiðni um læknishjálp, Salva- tor er mjög vel útbúið skip til þessara starfa, m.a. hefur það þyrilvængju um borð. Skipið hefur gegnt eftirlits- störfum á selveiðisvæði Norð- manna síðan slysin miklu urðu hér um árið, er mörg norsk sel- veiðiskip fórust, og komið hing- að til Akureyrar á hverju ári. Skipstjóri á Salvator er Tryg- ve Gaasö. Eru framgreindar upplýsingar eftir samtali við hann og fulltrúa fiskimála- stjórnarinnar í Noregi, Fröland að nafni, sem er meðal skip- verja á eftirlitsskipinu. - G.St. Skreiðarfram- leiðslan eykst SKREIÐ ARFRAMLEIÐSLAN ♦ var heldur meiri í janúar þessa árs en janúar sl. árs. Hins vegar eru birgðir meiri af skreið nú en í fyrra og stafar það af því, að Norðmenn hafa sent meira af skreið á markaðinn í Nigeríu en um sama leyti í fyrra. Nórðmenn framleiddu mjög mikla skreið sþ ár og eiga því miklar birgðir og hafa því sent mjög mikið til Nigeríu undan- farið. Skreiðarframleiðslan hér á landi var meiri sl. ár en árið áður. Sl. ár nam framleiðslan 44 þús. lestum miðað við slægð- an fisk með haus, en árið 1958 nam framleiðslan 42 þús. lest- um. Útflutningur skreiðar nam 7673 lestum sl. ár og var það nokkru meira en árið áður. London, 30. marz. Brezka stjórnin hélt því fram í dkag, að árið 1960, mundi verða Bretum gott ár, ef að- eins væri hægt að halda verð lagi bg kostnaði yrði haldið í skikkanlegum skefjum þannig að útflutn'i'ngsatvinnuvegimir ! döfnuðu. FUJ-félagar FRAMHALDSSTOFNFUND- UR FUJ í KÓPAVOGI Framihaldsstofnfundur Félags ungra jafnaðarmanna í Kópa- vogi verður í félagsheimilinu að Freyjugötu 27 í kvöld kl. 8.30. Fjölmennið stundvíslega, því að strax á eftir verður farið á skemmtikvöld FUJ í Reykjavik á sama stað. FUJ-félagar í Reykjavík eru minntir á skemmtikvöldið að Freyjugötu 27 í kvöld kl. 8.15. Þar verður margt til skemmt- unar: Bingó, töfl, spil, leikir o. fl. Þriggja kvölda keppni í fé- lagsvist hefst. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. NÝTT Böglauppboð (margt eigulegra muna). FÖNDURANNAÐ KVÖLD 'Stúlkurnar á föndurnám- skeiði félagsins eru beðnar að mæta annað kvöld, föstudag, en ekki í kvöld, eins og fyrirhugað var. í kvöld er nefnilega skemmtikvöldið. SQB HB Alþýðuflokksfélags Reykja- víkur er á laugardag Tryggið ykkur miða tíma, á flokksskrifstaf' unni eða í Alþýðubrauð gerðinni. ■HHHHHKHHHHHHHHHHHHHBHHHHHHHHHHHHHBMHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHIHHHHHHBHHHHHHHHHMHHHHMHHHHHHHHHHHHHHH Alþýðublaðið — 31. marz 1960

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.