Alþýðublaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 8
Djúpfrysfur þjóftir! TVEIR innbrotsþjófar brutust inn í veitingahús í Texas. Þeir stálu öllu steinl léttara, — en af einhverjum orsökurrj lentu þeir í rimmu sín á milli yfir öllu saman. Það endaði svo með því, að annar lokaði félaga sinn irin í ísskáþ veitingahússins, og þar fannst félaginn um morg uninn •— djúpfrystur! m — Æ, ég var svo glaður, að ég gleymdi því alveg, að þú værir til. TÁNINGADÍSIN Tuesday Weld er óþreytandi að hneyksla fólk. Hún lét fyr- ir skömmu hafa viðtal við sig í sjónvarpi, — í náttkjól einum klæða. innaininiiiiniiniiininniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinimniiiiiiiinnnfflnmDniniiniiiifflinnimiiiniiniiiminiiiiHniiiinnnmHmHimiiiiimmniiimnmg Einum of sein? ÞAÐ GETUR vel verið, að ykkur finnist hún Trýna dálítið á eftir tímanum að vera að æfa «ig í Húla-hoppi rúmlega ári eftir að það var í tízku. En þið verðið að taka það með í reikninginn, að hún var bara örlítill, klossaður hvolpur, þegar húlahoppsaldan gekk yfi'r — en þegar hún sá gjörð- ina úti í horni í bílskúrnum, gat hún ekki á sér setið að prófa leikni sína. Og henni gengur dansinn vel. R. C. TRENCH, sem um margra ára bil var erkibisk up mótmælenda í Dublin, var haldinn sífelldum ótta um, að hann lámaðist. f kvöldsamkvæmi heyrði kon an, sem sat við hlið hans við borðið, að hann tuldraði: — Vissi ég ekki að það kæmi að þessu! Ég er algjör lega tilfinningarlaus í hægri fætinum. — Yðar háæruverðugheit, sagði frúin, — það getur ver ið að það rói yður ef ég upp lýsi, að þér eruð að klípa í minn fót. ☆ NÚTÍMASÁLFRÆÐI seg ir okkur, að það sé slæmt að vera foreldralaus, hræðilegt að vera einbirni, niðurdrep- andi að vera yngstur, hörmu legt að vera í miðjunni, sál- arskemmandi að vera sá elzti. — Það er augsýnilega ekki um annað að ræða en fæðast fullorðinn. ☆ ÞÚ SAGÐIR mér, að þú værir hætt að vera með Nilla ,svo sá ég ykkur saman í bíó í gærkvöldi. Eruð þið farin að vera saman aftur? — Nei, nei. Við sömdum bara um mánaðar uppsagn- arfrest. ☆ OG SVO var það ritstjóri Lundúnarblaðsins, sem fékk svohljóðandi bréf frá Skot- landi: „Herra ritstjóri. Ef þér hættið ekki að birta skrýtl- mr um nízku Skota, hætti ég alveg að fá blaðið yðar lán- að“. Hún: — Ég sá ofurlítinn, sætan bíl í dag. Getum við ekki keypt hann? ' Hann: — Ég veit ekki, hvernig við ættum að geta borgað hann. Hún: — Alltaf ferðu að tala um eitthvað annað, þeg- ar ég tala við þig. EF enginn segði neitt án þess að vita um hvað hann væri að tala, mundi ó- hugnanleg þögn leggjast yf- ir heiminn. „DYRARIK <» S 31. marz. 1960 ,— Alþýðuþlaðjð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.