Alþýðublaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 9
ííssömisísss SJÖTTUBEKKINGAR Lærða skólans í Reykjavík eru að fara í upplestrarfrí. Krakkaormarnir, sem að- eins fyrir fjórum, litlum ár- um voru ómerkilegir busar; eru nú orðnir virðulegir dim éttandar, isem innan fárra dag-a verða kvaddir af und- irbekkingum sínum með ör- fáum tárum og miklum söng og reknir niður skólabrúna. Dimission, síðasta skóla- ballið, verður 'haldin. Síðan hefst upplestrarfríið með ölíu sínu samvizkubiti, — lestri, sjálfsásökunum, heit- strengingum og öllu því öðru, sem allir þekkja, sem nokkru sinni hafa lesið und ir próf. — Loks koma sjálf prófin, sem enda með því að kippa unglingunum undan verndarvæng skólans og kasta þeim út á lífsins ólgu- sjó. Áður en þetta allt saman gerist, er gefin út bók með teikningum af öllum þeim, sem þolað hafa saman súrt og sætt í sama bekk á und- anförnum árum auk þeirra kennara, sem reynt hafa að leiða þau síðasta spölinn að prófborðinu, klæddu dúk með hinum græna lit vonar- innar. Teiknibókin kallast Fauna — þ. e. a. s. Dýraríkið. Um helgina hittum við í NR. 1. er Ólafur Hansson, sögukennari. Hann er þjóð- frægur maður fyrir marga hluti. í skólanum ganga miklar sögur um alvizku Olafs. Hann er sagður vita allt inilli himins og jarðar •— og rúmlega það! NR. 2. er Valdimar Örn- ólfsson, leikfimikennari. — Hann er löngu landsfrægur fyrir frábæra frammistöðu við stjórn hinnar vinsælu útvarpsmorgunleikfimi. NR. 3. er ungmey, sem nefnist Elsa María Tómas- dóttir. Ekki kunnum við meira af henni að segja. En stúdentaliðið í ár verður skipað mörgum .konum. Frá Menntaskólanum í Reykja- vík útskrifast fleiri stúlkur en piltar og mun það eins- dæmi. Stúlkurnar eru tveim fleiri. NR. 4 er Ómar Ragnarson — sem skemmt hefur víða bæði í útvarpi og á leiksviði. Með mynd hans er þessi vísa eftir hann sjálfan: Ofboðslegt með sér elur’ann auðvaldsins brall. Fimmaurafyndnina selur ’ann á fimmhundruð kall. NR. 5 er svo annar teikn- arinn, Kristján Thorlacius. NR. 6. Hinn teiiknarinn, Gunnar Eyþórsson. piltana tvo, sem teiknað hafa myndirnar í bókinni. Að þessu sinni eru það þeir Gunnar Eyþórsson og Kristj án Thorlacius, báðir nem- endur í 6.-b. máladeild M.R. — Jafnan er leitast við að fá einhverja úr bekknum til að teikna Faunu, og var þessi sjötti bekkur svo heppinn að eiga tvo úrvals teiknara. Einstaka sinnum hefur verið neyðzt til að leita til listamanna í öðrum bekkj- um, en þá er árangurinn að jafnaði ekki alveg eins góð- ur, því að það þarf meira til en handlægni til þess að teikna Faunu svo vel fari. Myndirnar eru allar að sjálfsögðu ósviknar skop- myndir, og er kúnstin sú að reyna í hverri mynd að koma sem mestu að um við- komandi mann. Því verða teiknarar að gjörþekkja alla þá, sem þeir teikna, vita upp á hár hverju með~ nokkurri sanngirni má bauna á hvern og einn, og hvað -helzt mun síðar meir í framtíðinni lík- legt sem happasælt einkenni til þess að auðvelda endur- minningunum ferðina upp í vitundina, þegar þetta nú- verandi æskufólk er orðið gamalt og grátt og flettir Faunu í draumi um gamla daga og æskuár. oOo Sem sagt, við hittum Gunnar og Kristján, feng- um hjá þeim nokkrar mynd- ir til þess að birta, og spurð^ um þá fregna af útgáfunni. — Hvenær kemur Fauna í ár? — Strax upp úr mánaða- mótunum. Við þurfum að hraða þessu núna, því að við förum svo snemma í frí. —- Pásikafríinu verður skellt saman við upplestrarfríið. — Hvað eruð þið mörg í bekknum? — Við skulum sjá . . . þetta voru 125 myndir . . . þar af eru 17 kennarar . . . Æ, hvað verður það mikið ? (Blaðamanni og sjöttu- bekkingum reiknaðist til, að um 108 nemendur væri að ræða). — Það hefur líklega tekið dágóðan tímá að teikna allt þetta? — Auðvitað, en við höfum verið að dunda við þetta í allan vetur — eða svo til . . . allt frá því í nóvember. — Hverjir völdu vísurn- ar? Þið líka? ■— Nei, þau voru þrjú við það. — Þær eru auðvitað jafn svívirðilegar og skopmynd- irnar? — Líklega . . . -— Hefur enginn móðgast? — Það hefur enginn feng- ið tækifæri til þess enn, því að það hefur enginn séð þetta. En það móðgast sjálf- sagt margir . . . Og með þessi miskunnar- lausu orð á vörum fóru þeif, burt með Faunu undir hend- inni, — tilbúnir'tii þess -að skella sér út í upplestrarfrí- ið og alvöru lífsins! hinar margeftirspurðu hollenzku þvotta- vélar eru komnar. — Pantanir óskast sótfc- ar sem fyrst. RAFVIRKINN Skólavörðustíg 22 — Sími 15387 og 17642 Götuskór með kvart hælum, uælon sólar. Margar fallegar gerðir nýkomnar. ¥erS aðeins kr. 274.00. larfmannaskár - Drengjaskér - CMimkófafnaður h\\\ á gamla verðiny. ■ ... H B ■ Kaupið í dag. ■ «3% dýrara á morgun ■ m ■ HHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHBHBHHHBBBHBHKHHHHHHH Skóverzíun Péfurs Andréssonar Laugavegi 17 — Framnesvegi 2 Arnardafsæff Ein glæsilegasta afmælis- og fermingar- gjöf er Arnardalsætt. Selst enn" við gamla verðinu að Laugavegi 43 B. Simi 15-187. Víðimel 23, sími 10647 og VBS Þróttur. Útgefandi. Áskriftarsíminn er 14900 «----------------------------- Alþýðublaðið — 31. marz 4960 0$ ÍHH*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.