Alþýðublaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 14
Ur dagbók aðstoðarmannsins MARGIR spáðu því fyrir ein- vígið, að sú baráttuaðferð Tals, að tefla á tæpasta vaðið, mvndi ekki leiðt til góðs í átökum hans við Botvinnik, „Það sem þér nægði gegn Fischer mun ekki duga á Botvinnik,“ sögðu kunningjarnir. En strax í 3. skákinni gerðust þeir atburðir, sem leiddu til þess að Tal varð að leika aðeins á einn streng eins og Paganini forðum, klóra af öllum mætti í bakkann í leit að björgun. Hugmyndaflugið og skarpskyggnin björguðu honum þó á þurrt land að lok- um. Þannig urðu atvik í skákinni. Hvítt: Tal. Svart Botvinnik. 1. e4 c6 2. Rc3 d5 3. Rf3 Bg4 4. h3 BXf3 5. gXf3?! Þetta kom Botvinnik algjör- lega á óvart. í fullar 18 mínút- ur hugsaði hann um svarleik- inn. Og þar sem hann eyddi einnig 20 mínútum á 7. leik- inn, þá verður ekki annað sagt, en Tal hafi unnið tíma með þessari tilraun sinni. Leikur- inn er að því leiti rökréttur, að hann styrkir miðborðið hjá Stöðuval Framhald af 2. síðu. I greiða málið orðalaust og var það þá afgreitt með öllum at- kvæðum þeirra. Ég held að alls staðar í heiminum hafi svona fulltrúum, sem láta segja sér að ráisbeita því valdi sem beim er trúað fyrir, verið sendir heim. Eru þetta ekki þær aðferðir sem þessir góðu menn hafa kennt við austrið? Það hljóta að vera einhver lög sem ná yfir þessa menn sem algjörlega bregðast svona því trausti, sem fólkið hefur veitt þeim og láta ættingja eða venzlafólk ganga fyrir heill Rey kj avíkurbæj ar. HafnsögumaSur. Knallspyrna. Framhald af 11. síðu. þegar honum er það Ijóst að hann hefur verið hafður að ginningarfífli. Leyndardómurinn við þessi leikbrögð, sem hér hafa lítil- Iega verið gert að umræðuefni, svo og aðrar slíkar aðferðir, byggjast allar á hraðri fram- kvæmd um leið og ljóst er að mótherjinn er kominn úr jafn- væpi. Æfðu bessi brögð rólega í fvrstu. Minnstu þess að þú get- ur ekki gert eitt einasta leik- b’agð svo vel fari. ef bú ert ckki öruggur í að framkvæma þau hægt. En bar kemur, að þau verður að framkyæma á broti úr sekúndu og má þá í engu skeika, eigi þau að bera tilætlaðan árangur. hvítum, en skuggahliðin er sú, að kóngsvængurinn veikist. 5. — e6 6. d4 Rd7 7. Bf4 Þessi leikur leiðir hvítan í ógöngur. 7. — Bb4! 8. h4 Rgf6 9. e5 Rh5 10. Bg5 Da5 11. Bd2 Db6 12. a3 Ekki dugar 12. f4, vegna D- Xd4 13. DXh5 BXc3 og svart- ur hótar De4t. 12. — Be7 13. Be3 g6 14. Ra4 Skarpleg tilraun til að grugga stöðuna. 14. _ Dd8 Lakara væri 14. — Dat 15. c3 og ef 15. — O-O-O, þá 16. b4, og hvítur hefur náð hættu- legu frumkvæði. 15. Dd2 Rg7 Skemmtilegar flækjur gætu komið fram eftir 15. — BXh4. Hugsanlegt framhald væri þá 16. HXh4 DXh4 17. Bg5 Dhl 18. Db4 f6 19. DXb7 Hb8 20. DXc6 fXg5 21. Rc5 og hvítur hefur sterka sókn. En í staðinn fyrir 16. Hh4 kemur 16. Bh6 til greina, og væri staðan.þá mjög flókin. 16. Bg5 h6 17. BXh6 Rf5 18. Bf4 HXh4 'Veikara væri 18. — g5 19. Be3! 19. HXh4 RXh4 20. 0-0-0 h5! Sterkasta svarið. Ef 20. — RXf3, þá gæti framhaldið orð- ið 21. De3 Rh4 22. Bh3 ásamt Hhl, og peðsmissirinn skiptir ekki miklu máli. 21. Rc5 Allt að því þvinguð peðsfórn, þar sem að eftir 21. Rc3 Rb6 og Rc4 yrði hvítur að gefa bisk- up sinn fyrir riddarann á c4, en þá yrði hinn riddari svarts að nær óvígu stórveldi á f5. 21. — RXc5 22. dXc5 BXc5 23. Be2 Be7 24. Kbl Dc7 25. Hhl 0-0-0 26. Bg3 Rf5 27. H- h7 Hf8 28. Bf4 Dd8 Vera má, að það sé hér, sem Botvinnik missti af sigtinum. Ekki lá á að þvinga fram að- gerðir, heldur mátti tryggja stöðuna með 28. — Bc5 og Kb7. Eftir leikinn í skákinni nær Tal frumkvæðinu. 29. Bd3 Hh8 30. HXh8 Ekki dugar að fórna skipta- mun, 30. HXf7 De8 31. Hf6 B Xf6 32. eXf6 e5! 30. — DXh8 31. Da5 Dhlt Ef 31. Kb7, þá nær hvítur jafntefli með 32. BXb5. 32. Ka2 DXf3 33. Da6t Kb8 34. DXc6 DXf4 35. BXb5 D Xe5 36. De8t Kb7 37. Dc6t - Jafntefli. Hvítur hefði getað revnt að notfæra sér tímaþröng and- stæðingsins með því að leika 37. Ba6t KXa6 38. Dc6t Ka5 39. c3, en eftir 39. — De2, hefði 'hvítur eftir sem áður orðið að taka jafntefli með þráskák, þar sem hann hefur ekki tök á að notfæra sér hina aðþrengdu stöðu svarta kóngsins. Baráttuskák! 4000 Volks- wagenbílar á degi hverjum ÁRIÐ 1959 framleiddu Volks • wagen verksmiðjurnar 697 þús. bifreiðar. Um 58% af fram- leiðslunni var flutt út eða 404 þús. bifreiðar. Fyrirtækið lagði á árinu 500 millj. marka til framleiðslur.nar, og framleiddi 1000—3000 bifreiðar á degi hverjum. Á þessu ári lagði fyrirtækið 500 millj. marka til framleiðsl- unnar og standa vonir til að í lok ársins 1960 nái framleiðsl- an 4000 bifreiðum á dag. Árið 1959 keyptu Svisslend- ingar flestar Volkswagen bif- reiðar af öllum þjóðum. Þeir keyptu 16.500 bifreiðir. Samsöngur amla bíó i KARLAKÓR REYKJAVÍKUR heldur samsöng í Gamla bíó n.k. mánudag undir stjórn Sig- urðar Þórðarsonar. Með kórn- Um syngja einsöng þeir Krist- inn Hallsson og Guðmundur Guðjónsson. Undirleik annast Fritz Weisshappel. Á efnisskránni eru mörg inn lend og erlönd lög. Kórinn svng ur m.a. Vikivaka eftir Pál ísólfs son, Inn milli fjalla úr óperett- unni „í álögum“ eftir Sigurð Þórðarson, Hestavísur eftir Jón Leifs, Höggin í smiðjunni eftir Hallgrím Helgason, íslands-lag eftir Björgvin Guðmundsson og Sunnudagur eftir Baldur Andr- ésson. Af erlendum lögum má nefna Veiðimannakór úr óperunni „Freischútz“ eftir C.M. Weber, Carol of the Rrum, tékkneskt þióðlag, Maríbæn eftir P. Mas- cagni, Ólaf Tryggvason eftir F.A. Reissinger og Glory and Love, sem er hermannakór úr óperunni ,,Faust“ eftir Gounod. Einnig syngur Kristinn Halls son 3 einsöngslög. Lögin, sem hann syngur, eru: Sortna bú, ský, íslenzkt þjóðlag, Söknuður eftir Pál ísólfsson og Hilla skal um eilífð alla eftir Þórarinn Jónsson. Með kórnum syngja nú 37 söngmenn. 1.4 *31. marz 1960 — Alþýðubláðið Veðrið: Sunnan gola; Slysavarðstofan er opin all an sólarhringinn. Læknavörð ur LR fyrri vitjanir er á sama stað frá kl. 18—8. Síxni 15030. -o- NÆTURVARZLU vikuna 25. —1. apríl hefur Vesturbæj- ar Apótek, Melhaga 20-22. -o- o---------------------o Gengin. Kaupgengi. 1 sterlingspund .... 106,65 1 Bandaríkjadollar . . 38,00 1 Kanadadollar .... 39,93 lOOdanskar kr...551,40 100 norskar kr. 532,80 100 sænskar kr. 734,70 100 vestur-þýzk mörk 911,25 o---------------------o SxSSSSííKMO®- W' Millilandaflug: _ Gullfaxi er $ væntanlegur til lÉÉsmsglf Rvíkur kL 1610 •í' '.ij:; í dag frá Khöfn og Glasgow. — fer til Glasgow og K,- kl. 7 í 1 fyrramálið. Inn- anlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Kópa- skers, Vestmannaeyja og Þórs hafnar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Fag- urhólsmýrar, Hornafjarðar, Kirkjubæjarklausturs og Vestmananeyja. Loftleiðir. Hekla er væntanleg kl. 7.15 frá New York. Fer til Osló, Gautaborgar og Kaupmanna- hafnar kl. 8.45. Leiguvélin er væntanleg kl. 19 frá Ham- borg, Kaupmannahöfn, Gauta borg og Stavanger. Fer til New York kl. 20.30. Ríkisskip. Hekla kom til Ak ureyrar í gær á austurleið. Skjald breið er á Skaga- firði á leið til Ak ureyrar. Þyrill fór frá Raufarhöfn í gær á leið til Bergen. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum í dag til Hornafjarðar. Skipadeild SÍS. Hvassafell fór 29. þ. m. frá Siglufirði til Rieme og Sas van Gent. Arnarfell er á Húsa vík. Jökulfell er í New York, fer þaðan væntanlega 1. apríl til Reykjavíkur. Dísarfell fór 28. þ. m. frá Reyðarfirði til Rotterdam. Litlafell er í olíu- flutningum í Faxaflóa. Helga fell fór 28. þ. m. frá Rieme til Reykjavíkur. Hamrafell fór frá Aruba 22. þ. m. til íslands. Jöklar. Drangajökull fór frá Fred- rikstad í fyrradag á leið hing að til lands. Langjökull er í Keflavík. Vatnajökull er í Reykjavík. Hafskip. Laxá er á leið frá Vest- mannaeyjum til Lysekil og Gautaborgar. Eimskip. Dettifoss fór frá Rotterdam 28/3 til Rvíkur. Fjallfoss fór frá Reykjavík í gær til Kefla- víkur, Vestmannaeyja og Stöðvarfjarðar og þaðan til Grimsby, Rotterdam og Ham- borgar. Goðafoss fór frá K.- höfn 29/3 til Ventspils og Finnlands. Gúllfoss fór frá K- höfn 29/3 til Leith og Rvíkur. Lagarfoss fór frá Akranesi í gær til Vestmannaeyja, Kefla víkur og Rvíkur. Reykjafoss fór frá Vestm.eyjum í gær- kvöldi til Akraness og Hafn- arfjarðar. Selfoss fór frá Vent spils í gær til Gautaborgar og Rvíkur. Tröllafoss fór frá New York 28/3 til Rvíkur. Tungufoss fór frá Gdynia 28/3 til Hull, Rotterdam og Reykjavíkur. -o- 12.50—14.00 „Á frívaktinni“. —• 18.30 Fyrir yngstu hlustend urna. 20.30 Er- indi: Skriftlærð- ir og farísear (Benedikt Arn- kelsson cand. theol.). 20.55 Einsöngur: Guð- mundur Guð- jónsson. 21.15 Jón frá Pálm- holti les frum- ort ljóð. 21.25 Tónleikar: Þjóðdansar. 22.10 Passíusálmur (39). 22.20 Smá saga vikunnar: „Vængjað myrkur“ eftir William Heine sen í þýðingu Hannesar Sig- fússonar rithöfundar (þýð- andi les). 22.45 Sinfónískir tónleikar. -o- LAUSN HEILABRJÓTS: 10 3 8 5 7 9 G 11 4 HJ6IOA Fyrsta dags umslög, sem Rauði kross íslands gefur út í tilefni af al- þjóða flóttamannaárinu eru til sölu á skrifstofu RKÍ næstu daga frá kl. 1—5, enn fremur í blaðasöluturninum við Reykjavíkur apótek, Ritfangáverzluninni, — Laugav.12, og Frakka- stíg 30. iiiHTBi'nrwBnmi—

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.