Fréttablaðið - 02.05.2001, Síða 4

Fréttablaðið - 02.05.2001, Síða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 2. maí 2001 MIÐVIKUDAGUR SVONA ERUM VIÐ DVALARTÍMI BARNA f LEIKSKÓLUM Leikskólinn er að festast í sessi sem skólastig með sérstaka nám- skrá. Ekki eru mörg ár síðan algengast var að dvalartími barna á leikskóla væri 4 tímar og flestit leikskólar voru tvi- setnir. Undanfarin ár hefur dvalartími lengst og nú dvelst helmingur leik- skólabarna 8 tíma á dag eða meira í skólanum. HEIMILD: HAGSTOFA ISLANDS Fjöldaframleiðsla IBM Enn smærri tölvukubbar tækni Vísindamenn tölvurisans IBM hafa uppgötvaó aðferð til að framleiða enn minni og hraðvirkari tölvukubba en nú eru til, að því er Reuters segir frá. Eru þeir gerðir úr kolefnisatóm- um sem mynda svokallaðar nanó- leiðslur og verða um 500 sinnum minni en þeir sílikon-kubbar sem nú eru notaðir. Rafleiðni kolefnisatómanna er mun meiri en koparvíranna sem nú eru notaðir til að leiða rafmagn í tölvukubbum. Vitað hefur verið um þessa eiginleika kolefnisatóma en vís- indamennirnir telja uppgötvun sína gera fjöldaframleiðslu að möguleika. IBM vonast til að geta byrjað að nota tæknina á innan við þremur árum. ■ Netarallið: Niðurstöður ekki kynntar fiskveiðar. Hafrannsóknastofnunin mun ekki kynna niðurstöður úr net- arallinu að þessu sinni. Vegna verkfall sjómanna var ekki unnt að ljúka rall- inu. Það var aðeins einn bátur af fimm, Örvar SH frá Rifi, sem náði að ijúka sínu verkefni - aðrir ekki. Sjómannsam- bandið afturkallaði undanþágu vegna rallsins þegar lög voru sett um frestun verkfallsins. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunnar, segir óheppilegt að eitt ár vanti í rannsókn- irnar. „Það vantar alltaf þetta ár.“ ■ --^--- JÓHANN SIG- URJÓNSSON Það varitar alltaf eitt ár Þinglok óviss alþinci Halldór Blöndal, forseti Al- þingis, segir að óvissa sé um hvort hægt verði að ljúka þingstörfum 18. maí eins stefnt er að. „Það er óvíst hvað Landsímamálið tekur langan tíma,“ sagði Halldór. Stefnt er að eldhúsdagsumræðum 16. maí, en óvissa er með þær eins og þingslitin. ■ Vonbrigði vegna sölu SPH og SPV í Kaupþingi Félagið opnað meira en upphaflega stóð til viðskipti Skyndileg sala Sparisjóðs Hafnarfjaðar og vélstjóra á hlut sín- um í Kaupþingi hefur leitt huga stjórnenda sparisjóðanna að sam- starfi í framtíðinni. Margir stjórnar- menn eru óánægðir með þetta skyndi- lega úthlaup og að hlutur þessara sjóða hafi komist í hendur almennra fjárfesta án þess að sparisjóðirnir gætu notað forkaupsrétt sinn. „Það er alveg óhætt að segja að ég átti ekki von á því að það myndi ger- ast en það gerðist," segir Sveinn Árnason, sparisjóðsstjóri á Norð- firði, um sölu sparisjóóanna á hlut sínum. Hann segir sparisjóð Norð- fjarðar hafa aukið hlut sinn í Kaup- þing þegar þessar hræringar gengu yfir til að tryggja áframhaldandi ítök sparisjóðanna. Geirniundur Kristinsson, spari- sjóðsstjóri í Keflavík, segir rekstrar- formið ekki breyta samstarfi spari- sjóðanna heldur mennina sem starfa innan þeirra. „Ef einhver sparisjóður ákveður að draga sig út úr rekstri dótt- urfélaga sparisjóðanna þá er meiri hætta á að samstarfið splundrist." Geirmundur bendir þó á að aðstæður geti komið upp þar sem einstaka spari- sjóðir sjái hag sinn í því að draga sig út úr rekstri í ákveðnum félögum. Eiríkur Finnur Greipsson, spari- sjóðsstjóri á Önundarfirði, segir það af hinu góða að opna leið inn í Kaup- þing og það auki trúverðugleika fé- lagsins. Hann segir að sparisjóðirnir hafi haft forkaupsrétt á hlut hvors annars og áhugi margra var að auka LEIÐIN OPNUÐ Skyndileg sala eignarhluts Sparisjóðs Hafn- arfjarðar og vélstjóra í Kaupþingi opnaði leið inn í félagið hlut sinn. „Hins vegar tókst mönnum ekki að verja þennan hlut Sparisjóðs vélstjóra og Hafnarfjarðar." Með þessu var félagið opnað meira en upphaflega var lagt af stað með. - bjorgvin@frettabladid.is - TfflHBMilf BETLAÐ í PODGORICA Miklar andstæður eru i Svartfjalla- landi. Meirihlutinn lifir í fátækt en sumír græða á tá og fingri. „Hvar annars staðar í heiminum er hægt að kaupa nýjan Mercedes fyrir 10.000 dollara. VVissulega er hann stolinn, en eigandinn fékk hann sennilega bættan i tryggingum. Þannig að allir eru ánægðir: Rikisstjórnin sem fékk 1.000 dollara, upprunalegi eigandinn og ég." Efnahagur Svartíjallalands hvílir á svörtum markaði Ríkisstjórnin sögð hagnast á braskinu. Aðferð íbúanna til að lifa af refsiaðgerðir og harðstjórn. podgorica (AP> Efnahagslífið í Svart- fjallalandi hvilir fyrst og fremst á svartamarkaðsbraski segir í frétta- skýringu Dusan Stojanovic, blaða- manns AP. Svarta- markaðsbraskið hefur hjálpað íbú- um landsins til að lifa af refsiaðgerð- ir alþjóðasamfé- lagsins og harð- stjórnar Slobodans Milosevic, fyrrver- andi forseta Júgóslavíu. Lúxusbifreið, sérhönnuð jakka- Lúxusbifreið, sérhönnuð jakkaföt, farsími og ný byssa er það sem margir ungir íbúar Svartfjallalands sækjast öðru fremur eftir. föt, farsími og ný byssa er það sem margir ungir íbúar Svartfjallalands sækjast öðru fremur eftir. Þeir velta sér heldur ekki sérlega upp úr þeirri spurningu hvort að Svart- fjallaland eigi að stefna að sjálf- stæði úr ríkjasambandinu Júgó- slavíu en sú spurning var ofarlega á baugi fyrir og eftir kosningarnar í síðustu viku. Sjálfstæðisfylking, flokkur for- setans Milo Djukanovic, fór með nauman sigur af hólmi í kosningun- um. í augum margra íbúa snerust kosningarnar þó ekki um sjálf- stæði, heldur um að halda í lúx- uslífstíl. Þeir sem hafa hagnast á vafasömum viðskiptum líta á Djukanovic, sem hefur verið við völd síðan 1997, sem hetju. Aðrir kalla hann „mafíósa". Dejo Vukovic, einn stuðnings- manna forsetans, og einr. þeirra Svartfellinga sem lifa á svarta- markaðsbraski, hyllir Djukanovic sem hetju. „Hvar annars staðar í heiminum er hægt að kaupa nýjan Mercedes fyrir 10.000 dollara," spyr hann. „Vissulega er hann stol- inn, en eigandinn fékk hann senni- lega bættan í tryggingum. Þannig að allir eru ánægðir: Ríkisstjórnin sem fékk 1.000 dollara, upprunalegi eigandinn og ég.“ í Svartfjallalandi tíðkast það að ríkisstjérnin leggur „innflutnings- tolla“ á stolna bíla og smyglaðar sí- garettur. Tollarnir renna að hluta ti: í ríkisskassann en að hluta til í vasa embættismanna og bandamanna þeirra sem hafa grætt vel á fyrir- komulaginu. Svartfellingar eru vitaskuld mis- ánægðir með ástandið í landinu en hinir nýríku, sem raunar eru lítill hluti íbúa, kvarta ekki. Götui Podgorica eru fullar af merkjabúð- um. Farsímaeign er með því mesta í Evrópu. Það er helst að mikil um- ferð sé orðin vandamál, vegna fjöl- da stolinna bíla á götunum. ■ bensínið í dag? ALLTAF A VERÐl - FYRIR ÞIG Hagfræðingur Alþjóðabankans Iðnríki dragi úr viðskiptahindrunum WASHiNGTON (ap> Tekjur þróunarríkja heimsins gætu aukist um 200 millj- arða á ári ef iðnríki myndu draga úr viðskiptahindrunum sínum og auka þróunaraðstoð. Að sögn aðalhagfræð- ings Alþjóðabankans, Nicholas Stern, verða iðnríki að gera hvorutveggja eigi að ná því takmarki að fækka þeim íbúum heimsins sem lifa í sárri fátækt um helming fyrir 2015. Samkvæmt skilgreiningu bankans telst það að lifa í sárri fátækt vera að framfleyta sér á minna en dollara á dag. Fimmtungur jarðarbúa býr í dag við þær aðstæður. Að sögn Stern myndu tekjur þró- unarríkja aukast um 100 milljarða ef iðnríki hækkuðu framlag sitt til þró- unaraðstoðar úr 0,25 í 0,7% af vergri þjóðarframleiðslu eins og stefnt er að þau geri. Eingöngu fjögur ríki lögðu til svo háan hlut áriö 1999, Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Holland. Meðal „HJÁLPIÐ MÉR. ÉG VIL BORÐA" Fátækur drengur í Moskvu viðskiptahindrana sem koma þróunar- ríkjum illa eru styrkir til landbúnað- arins. Að sögn Stern greiða iðnríki 300 milljarða árlega í styrki til bænda. ■ AP/RISTO BQZQViC. AP/MAXIM EURMUk

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.