Fréttablaðið - 02.05.2001, Side 10

Fréttablaðið - 02.05.2001, Side 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 2. maí 2001 MIÐVIKUDAGUR Foreldrafélög í Garðabæ: Vilja göngubrú yfir Hafnarfj arðarveg FORSVARSMENN FORELDRAFÉLAGS HOFSSTAÐASKÓLA Staðsetning göngubrúar á Hraunsholti myndi vera í beinni göngulínu í grunnskóla og yrði til mikils öryggis fyrir skólabörn. | INNLENT | Afjölmennum borgarafundi í Olafsvík sl. sunnudag var skorað á stjórnvöld að afnema ákvæði laga um kvótasetningu á steinbít, ufsa og ýsu. Fundurinn telur að óbreytt lög yrðu skaðræði fyrir þá sem byggja afkomu-sína á veiðum krókabáta. Á fundinum vakti athygi að enginn stjórnarþingmaður sá ástæðu til að mæta. Hinsvegar mættu þingmenn- irnir Jón Bjarnason frá Vinstri græn- um, Gísli Einarsson og Jón Ársæls- son Samfylkingu og Guðjón A. Krist- jánsson úr Frjálslynda flokknum. Mikið var að gera hjá Iögreglunni í Reykjavík í fyrrinótt, en tals- verð ölvun var í miðborginni og margt fólk saman komið. Tólf manns gistu fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. uMFERÐARMÁi Foreldrafélög þriggja grunnskóla í Garðabæ, Flataskóla, Garaðskóla og Hofsstaðaskóla, hafa sent Vegagerð ríkisins og samgöngu- ráðherra, bréf þess efnis að byggð verði göngubrú yfir Hafnarfjarðar- veg á Hraunshoiti til þess að taka við aukinni umferð skólabarna yfir veg- inn. Þar kemur fram að þung umferð sé á álagstímum á Hafnarfjarðarvegi og því mikil slysahætta. í bréfinu seg- ir að úthlutað hafi verið um 400 nýjum íbúðum á Hraunsholti á síðustu miss- erum og að búast megi við að íbúða- fjöldi aukist á næstu misserum. í samtali við Halldóru Matthías- dóttur, formann foreldrafélags Hofs- staðaskóla, kom fram að bæjaryfir- völd í Garðabæ hafi sent í október og desember á síðasta ári bréf til vega- gerðarinnar með ósk um göngubrú á þessum stað. Enn hafi ekki borist neitt svar og því hafi foreldrafélögin ákveðið að fylgja því bréfi eftir og ít- reka beiðnina. Hún sagði ein undir- göng vera við veginn en að þau væru allt of langt í burtu til að koma að ein- hverju gagni. „Brýn nauðsyn er að fá þessa göngubrú sérstaklega í ljósi þessarar fjölgunar sem á og mun eiga sér stað í þessu svæði á næstu árum,“ sagði Halldóra. ■ Bandarísk genarannsókn ber árangur: Blindur hundur fær sjónina aftur new york. ap. Vísindamönnum hefur tekist að gefa blindum hundum sjón- ina aftur. Hundarnir heppnu höfðu af- brigði af arfgengum augnsjúkdómi sem blindar einnig fjölda nýbura árlega. Segja vísindamennirnir að uppgötvun þeirra gæti hjálpað til við lækningu á ýmiss- konar arfgengum augnsjúkdómum í fólki. Hingað til hef- ur sjúkdómurinn verið talinn ólæknanlegur, en hann byggist á að ákveðið gen sem nauðsyn- legt er til að taka á móti ljósi vantar í augað. Vísindamennirnir réðu bót á þessu með því að setja einfaldlega rétta genið inn í augu hundanna. „Niðurstöðurnar ættu að opna fyr- ir flóðgáttir," segir, Dr. Gerald Chader, yfirmaður rannsóknarstofn- unar fyrir augnsjúkdóma í Banda- ríkjunum. Vísindamennirnir vona að hægt verði að hefja tilraunir með lækningaraðferðina á mannfólki inn- an tveggja ára. ■ —»— Ibúaþróun í Bandaríkjunum: Minnihlutar ímeirihluta mannlíf. Nú er svo komið að hvítir eru í minnihluta í langflestum stærstu borgum Bandaríkjanna. Hinir hefð- bundnu minnihlutahópar, þ.e. þeldökkir, rómanskir og asískir íbúar borganna, eru orðnir að meirihluta þegar þeir eru taldir saman sem einn hópur. Þetta kemur fram þegar nýjust manntalsupplýsingar Banda- ríkjanna eru skoðaðar, en frá þessu var skýrt í New York Times á mánu- daginn. Þessi þróun stafar ekki síst af því að þeir sem ljósir eru á hörund hafa verið að flytja burt úr miðbæj- um til úthverfa og nágrannabæja stórborganna, en minnihlutahóparnir flytja í hina áttina - inn í miðbæina. ■ EKKERT HUNDALÍF Hundarnir geta nú gengið um og leikið sér óhultir. EKKI ERU ALLIR JAFN HRIFNIR AF ESB Sænskir sósíalistar mótmæltu hinu „kapitalíska ESB" og hvöttu til „þjóðlegrar samstöðu" í Lundi. Stjórnmálamenn fagna tillögum Schröders Vill ríkisstjórn Evrópu. Framkvæmdastjórn ESB verði breytt í ríkisstjórn. Evrópuþingið fái vald yfir smaeiginlegum fjárlögum 15 ríkja. berlín iapi Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hefur tekið hugmyndina um ríkisstjórn Evrópu upp á arma sína sögðu talsmenn flokks Jafnaðar- manna, flokks Schröder. Talsmaður flokksins sagði í sam- tali við vikuritið Der Spiegel að í drögunum sé lagt til að fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) verði breytt i ríkisstjórn og að Evrópuþinginu verði gefið vald yfir sameiginlegum fjárlögum ríkj- anna 15 sem nú eru í ESB. Nær helmingur fjárlaganna fer nú í styr- ki til landbúnaðarins. Einnig er lagt til að sett verði á fót önnur deild Evrópuþingsins þar sem ráðherrar aðildarríkja myndu sitja. Schröder leggur hins vegar til að á sumum sviðum verði ákvörðunarvald fært frá Brussel til ríkja eða héraða í Evrópu. Stefnumótun í Evrópumálum í Þýskalandi hefur hingað til að mestu verið í höndum Joschka Fischer, ut- anríkisráðherra, sem einnig er hlynntur því að ríkisstjórn Evrópu verði sett á laggirnar. Þýskir stjórn- málamenn fögnuðu tillögum Schröders. Á Ítalíu hefur einnig ver- ið víðtækur stuðningur fyrir sterkára ESB en nú er en Frakkar og sérstaklega Bretar vilja fara hægar í sakirnar. Þeir kjósa heldur bandalag sjálfstæðra ríkja en evrópskt „ofur- ríki“. ■ Nýir tímar í Bretlandi?: Krárnar opnar lengur opnunartImi Breytingar á opnunar- tíma enskra og velskra kráa standa fyrir dyrum. Breytingarnar, sem eru þær rótttækustu í 40 ár, verða kynnt- ar nánar síðar í vikunni. Að sögn ráð- herra Verkamannaflokksins, sem er við stjórnvölinn í Bretlandi, er talið að endalok ákveðins opnunartíma muni bæta drykkjuvenjur en sam- kvæmt núverandi lögum er krám gert að loka klukkan eljefu á kvöldin i Englandi og Wales. íhaldsflokkur- inn gagnrýnir tímasetningu breyting- arinnar harðlega og segir hana dæmigerð vinsældarkaup, rétt fyrir kosningar. ■ FYRIR DÓMSUPPKVAÐNINGU Tobin leiddur inn í sakborningsbúrið í réttinum í Voronesh. Háskólaneminn í Rússlandi Fangelsi fyrir fíkniefnasölu - ekki njósnir voronesh, ap. Bandaríski háskólanem- inn John Tobin hefur verið dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi fyrir fíkniefnasölu í Voronesh í Rússlandi. Tobin hafði einnig verið sakaður um njósnir en ekki kom fram ákæra á hendur honum. Eftir að dómur var kveðinn upp lýsti Tobin því yfir að hann væri sak- laus. „Ég kom ekki nálægt eiturlyfj- um, Ég er háskólanemi og kom hingað til að læra,“ sagði hann á rússnesku. Tobin var handtekinn á nætur- klúbbi í Voronesh í janúar sl. fyrir að hafa í fórum sínum kannabisefni sem lögregla sagðist hafa fundið í eld- spýtustokki sem hann bar á sér. Við leit í íbúð hans sagðist lögregla svo hafa fundið meira kannabis sem benti til þess að Tobin fengist við sölu. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.