Fréttablaðið - 02.05.2001, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 02.05.2001, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 2. maí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 11 Lífeyrissjóður Norðurlands kaupir í IV: íslensk verðbréf í kröggum ] innlenFT Ferðaskrifstofa BSÍ, Safariferðir og ís- lands- og Skandinavíuferðir hafa sam- einast í eina ferðaþjónustu undir heitinu ísland DMC. Fyrirtækið mun leggja höf- uðáherslu á þjónustu við erlenda ferða- menn, sérferðir, hvataferðir og ráðstefn- ur. Framkvæmdastjóri íslands DMC er Knútur Óskarsson en starfandi stjórnar- formaður er Halldór Bjarnason. —♦— Stjórn Stúdentaráðs fagnar því að sam- komulag hafi náðst í kjaradeilu há- skólakennara og ríkisins. „[Þjungu fargi er létt af tæplega sjö þúsund háskólastúd- entum sem nú geta þreytt próf sam- kvæmt próftöflu," segir í ályktun. „Stúd- entaráð hefur barist af fullum krafti fyrir því að samkomulag náist. Sú barátta hef- ur skilað árangri og þakkar ráðið stúdent- um fyrir öflugan stuðning í baráttunni og óskar þeim góðs gengis í prófunum.“ FjflRMÁLftMARKflÐOR. Fjármálaeftirlitið bannaði kaup Lífeyrissjóðs Norður- lands á 50% hlut í íslenskum verð- bréfum í enda mars s.l. íslensk verð- bréf voru rekin með 51 milljón króna tapi á síðasta ári og fóru forsvars- menn fyrirtækisins að leita leiða til að styrkja rekstrargrundvöllinn. Spari- sjóður Norðlendinga á meirihluta í fé- laginu en aðrir sparisjóðir á lands- byggðinni eiga um og yfir 10%. Jón Björnsson, sparisjóðsstjóri Norðlendinga, segir mikilvægt að halda úti fjármálastarfsemi á Norðu- landi. Hann segir Lífeyrissjóðinn geta nýtt þá þekkingu sem býr í starfsfólki ÍV til að efla eignastýringu. „Þetta er liður í því að mynda hér öflugt fjármálafyrirtæki fyrir norðan með samstarfi þessara aðila,“ segir Sveinn Torfi Pálsson, aðstoðarfram- kvæmdarstjóri ÍV, um kaup Lífeyris- sjóðs Norðurlands í fyrirtækinu. Jón Björnsson segir að viðræður LÍFEYRISSJÓÐUR NORÐURLANDS Áætluð kaup lífeyrissjóðsins á 50% eignar- hlut IÍV voru ekki heimi! samkvæmt lög- um um lífeyrissjóði hafi verið í gangi, verið sé að ganga frá formsatriðum og niðurstaðan verði kynnt á næstu dögum. Hann vildi ekki greina frekar frá hver nið- urstaða samningaviðræðanna er og hve stór eignarhlutur Lífeyrissjóðs Norðurlands verður. ■ Erlend próf ekki viður- kennd vegna þröngsýni Páll Pétursson félagsmálaráðherra telur að illu heilli fari fordómar í garð útlendinga vaxandi hér á landi. Hann telur þó ekki fordómum um að kenna að faglærðir nýbúar fái ekki störf í samræmi við menntun. nýbúar Fréttablaðið birti í síðustu viku viðtöl við fjóra nýbúa sem ekki hafa fengið störf við sitt hæfi hér á landi þrátt fyrir mikla leit. Meðal annars var rætt við tæknifræðing og þroskaþjálfa en fremur hefur verið skortur á mannafli í þeim greinum en hitt undanfarin ár. „Ég held að þetta sé ekki af fjandskap við einstaklinga. Við viljum halda standard og hafa sérfræð- inga með sem besta mennt- Það er alvarlegt mál ef íslenskt sam- félag er ekki tilbúið til að nýta menntun og hæfileika fólks sem hingað flytur frá öðrum löndum og var Páll Péturs- son félagsmálaráð- herra spurður hver- ju hann teldi það sæta að erlendu fólki gengi illa að fá — störf í samræmi vði menntun sína. Ráðherra sagði liggja ljóst fyrir að próf hvaðanæfa að úr heiminum væru ekki viðurkennd hér á landi. „Fagstéttir passa upp á að ekki sé verið að lækka standardinn í þeirra greinum,11 segir Páll og bætir við að iðnréttindi séu ekki einu sinni sam- bærileg á EES svæðinu. „Fólkið hefur væntaniega ekki fengið viðurkennd próf sem það hef- ur heiman að frá sér,“ segir Páll um hugsanlega ástæðu þess að faglærðir útlendingar fái ekki vinnu í starfs- greinum sínum. í sumum tilvikum gæti fólk einnig vantað skírteini upp á þau próf sem það segist hafa að mati Páls. Páll var spurður hvort ekki þyrfti að endurskoða afstöðu til þess hvern- ig litið væri á erlend starfsréttindi hér á landi. „Það er annarra ráðherra að fjalla um það,“ segir hann og bend- ir á að starfsréttindi heyri undir við- komandi fagráðuneyti. „Ég held að þetta sé ekki af fjand- skap við einstaklinga. Við viljum halda standard og hafa sérfræðinga með sem besta menntun," segir Páll og telur ekki að fordómum sé um að kenna að fagmenntað fólk fái ekki vinnu við sitt hæfi. EKKI FJANDSKAPUR VIÐ EINSTAKLINGA Páll Pétursson félagsmálaráðherra telur ástæð- una fyrir því hversu erfiðlega mörgum nýbúum gengur að fá störf við hæfi vera á að fagstéttir gæti þess vel að standardinn i greínum þeirra lækki ekki. „Fagstéttir passa upp á að ekki sé verjð að lækka standardinn í þeirra greinum," se'gir Páll og bætir við að iðnréttindi séu ekki einu sinni sambærileg á EES svæðinu. „Mér finnst þó sem átt hafi sér stað viðhorfsbreyting til hins verra á síðustu mánuðum og menn líti með meiri tortryggni til útlendinga nú en fyrir nokkrum árum.“ Aðspurður um hvers vegna hann haldi að þróunin sé þessi svarar hann: „Þröngsýni og vit- leysisgangur," og segist hafa illan grun um að fordómar aukist með vaxandi fjölda útlendinga hér á landi. steinunn@frettabladid.is Helgi Hjörvar hjá Öryrkjabandalaginu: Sambýlum fjölgar öryrkjar Helgi Hjörvar, formaður Hússjóðs Öryrkjabandalags íslands, segir að segir að vel gangi að fylgja eftir áformum félagsins um uppbygg- ingu sambýla. „Það er búið að hanna nýtt sambýli á Barðastöðum í Grafary.pgi. þúið .er að hanna og bjóða út sámbýli í Hólma- sundi og unnið er að kaupum á þriðja sambýlinu." „Það var talað um að reisa 20 - 25 sambýli á fimm ára tímabili", segir Helgi um samkomulag sem gert var við félagsmálaráðuneyti um fjár- mögnun byggingar og kaupa á hús- næði fyrir sambýli sem eiga að full- nægja þörf allra þeirra sem nú eru á biðlistum. „Með þeim sambýlum sem við kaupum komast tvö í gagnið í ár og þgð er. byrjað að byggja tvö af þeim stóru sambýlum sem eru á dag- skrá. Svo eru eftir útfærslur á frek- ari atriðum." Auk þeirra fram- kvæmda sem Helgi greinir frá hér að framan hefur bæijarráð Hafnarfjarð- ar nýlega úthlutað Hússjóðnum ióð HELGI HJÖRVAR FORMAÐUR HÚSSJÓÐS ÖBÍ Þörf á sambýlum verður mætt. við Svöluás í Hafnarfirði þar sem stefnt er að því að byggja sambýli með sex íbúðum. ■ Njósnaflugvélin í Eana: Bandarískir sérfræðingar komnir beijinc. ap Hópur bandarískra sér- fræðinga kom á þriðjudag til kín- versku eyjunnar Hainan til þess að skoða bandarísku njósnaflugvélina sem þar er geymd, löskuð eftir árekstur við kínverska flugvél. Bandaríkjamennirnir ætla að fá botn í það hvernig unnt væri að koma vél- inni aftur til Bandaríkjanna, fáist til þess leyfi kínverskra stjórnvalda. ■ Árni Johnsen alþingismaður Ósk ráðherra skoðuð þincmál „Nei, nei. Hann segir okkur ekkert. Hann biður nefndina að vinna málið þannig að skilja að ákveðna þætti og það verður tekið til skoðunar," sagði Árni Johnsen, formaður sam- göngunefndar Al- þmgis, þegar hann var spurður hvort vegið væri að sjálf- stæði nefndarinnar. Sturla Böðvarsson hefur lagt til að nefndin felli úr frumvarpi ákvæði um fækkun sjómanna í áhöfnum fiskiskipa. Árni segir að hann hafi verið iát- inn vita áður en ráðherra sagði frá vilja sínum. ■ —-♦— Grétar Mar Jónsson: Ekkert tilboð í mönnunar- málum sjómannaverkfall. Ekkert hefur þok- ast í deilu sjómanna og útvegsmanna. Vélstjórafélag íslands hafði frum- kvæði að tilboði í mönnunarmálum þar sem gert var meðal annars ráð fyrir að fjöldi sjó- manna á skipi taki mið að því sem hef- ur verið síðustu ár, en miði ekki við eldri viðmiðanir. Farmanna- og fiski- mannasamband grétar MAR taldi tilboðið þess jónsson virði að skoða það - Hann segir þe meg þv{ skilyrði ekkert hafa gerst i að Sjómannasam- síðustudaga bandið samþykkti það einnig. Það varð ekki og því var til- boðið ekki lagt fram. Grétar Mar Jónsson segir enga hreyfingu vera á málinu og enginn fundur sé boðaður. ■ Herbalife Dermajestic-Colour 4ra ára starfsreynsla Visa - Euro - Póstkrafa Klara Guðmundsdóttir sjálfstæður dreifingaraðili Sími 866-1132 Herbalife Dermajestic Colour 3ja ára starfsreynsla Þekking þjónusta Edda Sigurjónsdóttir Sjálfstæður dreifingaraðili sími 861-7513

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.