Fréttablaðið - 02.05.2001, Side 23

Fréttablaðið - 02.05.2001, Side 23
MIÐVIKUPAGUR 2. mai 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 23 Tilbúinn að eyða 15 milljónum dollara í kosningabaráttuna Bloomberg borgarstjóri í New York? new york Michael Rubens Bloomberg, 59 ára auðjöfur, hefur tilkynnt að hann hyggist taka þátt í prófkjöri republikana í New York að fimm mánuðum liðnum með það fyr- ir augum að verða frambjóðandi flokksins til kjörs borgarstjóra. Þar á hann í höggi við Herman Badillo fyrrverandi þingmanns í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings. Bloomberg er sagður reiðubúinn að verja 15 milljón dollara af eigin fé í kosn- ingabaráttuna. Það heyrir til sögunni að Bloomberg hefur verið demókrati lengst af en skipti um flokk á síðasta ári. Hann nam verkfræði i John Hopkins háskólanum en útskrifaðist frá Harvard viðskiptaháskólanum. Ilann kom sér hjá þátttöku í Ví- etnamstríðinu vegna þess að hann var með plattfót. Hann vann hjá verðbréfafynrtækinu Salomon Brothers og gerðist meðeigandi í því. Þegar Salamon Brothers sam- einuðust Philbro Corp. árið 1981, missti Bloomberg stöðu sína en fékk 10 milljón dollara skaðabótatékka, sem hann notaði til þess að stofna Bloomber L.P. Fyrirtæki hans er nú einhver öflugasta upplýsingaþjón- usta sem um getur á fjármálamörk- uðum og er með 156.000 samninga um allan heim Það er og í margvís- legum tengslum við urmul fjölmiðla. Starfsmenn þess eru um 7.500. Bloomberg er harður húsbóndi sem krefst langra vinnudaga af starfs- fólki sínu en í höfuðstöðvunum í Princeton, New Jersey, situr hann meðal starfsmanna, þar sem einka- skrifstofur og einkaritarar eru bannaðir í fyrirtækinu. Þau pólitísku markmið sem hann hefur kynnt eru mjög keimlík áhugamálum keppinautanna úr Demókrataflokknum. Hann setur endurbætur á skólakerfi borgarinn- ar í forgang. Hann vill að borgarleg nefnd rannsaki lögreglulið borgar- innar og er á móti siðgæðisnefnd Giulianis borgarstjóra sem á að hafa eftirlit með list sem nýtur opinberra styrkja. ■ NÝTT BORGARSTJÓRAEFNi I NEW YORK „Ég hef dálæti á leikhúsi, góðum mat og eltingarleik við konur. Ég er ókvæntur, gagnkyn- hneigður milljarðamæringur á Manhattan. Hvað heldurðu? Það er blautur draumur", sagði Michael Bloomberg m.a. í viðtali við breska blaðið Guardian nýverið. Fjölmenni var á fundi sjómanna í Sjómannaskólanum og sam- staða virtist mikil. Á máli manna mátti heyra að margir vilja að sjómenn grípa til aðgerða komi til lagasetningar og menn hreinlega hundsi lög, verði þau sett. Sam- þykktar voru tvær tillögur, önnur um stuðning við samninganefndir sjó- manna og hin um að sjómannasam- tökin ráði sér blaðafulltrúa til að reyna að jafna metin í fjölmiðla- samkeppninni við útvegsmenn. Einn fundarmanna hafði á orði að ekki sé nema von að sjómenn eigi erfitt uppdráttar og til að rök- styðja sitt mál sagði ræðumaður- inn eitthvað á þessa leið; við erum í Reykjavfk, hér er Grandi, en hvað er Grandi? Grandi er stærsti hluthafinn í Haraldi Böðvarssyni, á stóran hlut í ÚA, Hraðfrystihúsi Eskifjarðar, Vinnslustöðinni í Eyj- um og mest allt í Þorlákshöfn. Hverjir eiga mest í Granda? Þeir sömu og eiga hluta af olíufélögun- um og Sjóvá-Almennum og Eim- skip. Hver er stjórnarformaður Eimskips og hver á Burðarás sem hefur fjárfest mest í sjávarútvegi? Hverjir eiga sölusamtökin? Við erum alltaf að tala um sömu menn- ina. Svo eru menn hissa á að við séum undir í einstaka orrustum. Afundi sjómanna í Reykjavík vegna verkfallsins benti einn fundarmanna á að íslenskir sjó- menn hafi alltaf fundið mikið til þeim rússnesku og þeim smánarlaun- um sem þeir eru á. Þessi fundarmað- ur, sem er vél- stjórr og beindi því ekki síst orðum sínum að Helga Laxdal, formanni Vélstjórafélags íslands, sagði Rússalaunin ekki svo slæm borin saman við laun ís- lenskra háseta. Rússarnir hafa um 1.000 dollara á mánuði sem er um tíu þúsund króna hærri trygging en íslenskir hásetar hafa og ef dollarinn heldur áfram að styrkj- ast er ekki langt að bíða þess að rússneskir hásetar verði með hærri laun en kauptrygging ís- lenskra skipstjóra. Guðjón Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Stoke City er nú kominn með Stoke í sömu stöðu og í fyrravor. Gangi vel í leiknum á móti Swindon Town á heimavelli á laugardag, þá er framundan fjög- urra liða útsláttar- keppni um eitt sæti í 1. deild. Og nú er Guðjón hætt- ur að skammast og byrjaður að hrósa leikmönnum sínum og stuðn- ingsmönnum í hástert. í fyrra missti hann tvo leikmenn út af í úrslitakeppninni á örlagastundu á móti Gillingham og féll úr leik. En Guðjón gerir ekki sömu mistök tvisvar. Stoke kemst upp. Erlendir fjárfestar hafa nú aðgang að www.bonds.is Kynning á íslenskum skuldabréfamarkaði OPNUN Á BOND.IS Geir H. Haarde fjármálaráðherra opnaði nýja vefinn um islensk efnahagsmál og fjár- málamarkað við athöfn í Þingholti. skuldabréf íslenskt efnahagslíf er komið inn í ókyrra lendingu, en horfur til næstu missera benda til þess að staða krónunnar og þróun verðbólgunnar muni verða hag- stæðari en verið hefur að undan- förnu. Ýmiskonar misgengi getur þó ráðið því að lendingin dragist á langinn og þess vegna þurfa fjár- festar að sýna þolinmæði á næst- unni. Glíman við verðbólguna gæti orðið erfið á næstu mánuðum en þegar litið er til næstu missera má gera ráð fyrir að sjálfstæðari Seðlabanki muni skila sér i meiri áherslu á verðbólguhamlandi að- gerðir. Það ætti að leiða til stöðugra gengi krónunnar þegar fram í sæk- ir. Þetta er mat Jóns Óskars Sól- ness, fyrrum fréttamanns á sjón- varpinu, sem nú er einn af fjármála- greinendum Kaupþings, á vefsetr- inu bonds.is sem opnað var í 30. apr- íl sl. Þar gefa greinendur frá öllum íslensku bönkunum álit sitt á stöðu íslensks efnahagslífs og þróun fjár- málamarkaðarins. Tilgangurinn er að vekja áhuga erlendra fjárfesta á kaupum á íslenskum skuldabréfum og er vefurinn því á ensku. Á bak við vefinn standa stærstu útgefendur ríkisverðbréfa og öll fjármálafyrirtæki sem eru viður- kenndir viðskiptavakar á ríkis- skuldabréfamarkaði svo og Verð- bréfaþing íslands. Erlendir fjárfest- ar hafa ekki verið virkir á íslensk- um verðbréfamarkaði til þessa þó áhugi þeirra hafi verið að aukast hratt upp á síðkastið. Ein af forsend- unum fyrir aukinni þátttöku er að upplýsingar af markaðnum séu er- lendum fjárfestum jafnaðgengileg- ar og innlendum fjárfestum. Að baki www.bonds.is, sem er hluti af stær- ra samstarfsverkefni, standa Lána- sýsla ríkisins, íbúðalánasjóður, Bún- aðarbanki íslands, Landsbanki fs- lands, Íslandsbanki-FBA, Kaupþing, Sparisjóðabankinn og Verðbréfa- þing fslands. ■ Rektorskipan: Kennarar MR styðjaYngva stöðuveiting Kennarar í Menntaskól- anum í Reykjavík (MR) lýsa ein- dregnum stuðningi við umsókn Yngva Péturssonar um stöðu rektors við skólann. Yngvi er konrektor MR og auk hans sækir konrektorinn í Menntaskólanum við Sund (MS) ein- nig um rektorsstöðuna. Ályktun um stuðning við Yngva var samþykkt á almennum fundi Fé- lags kennara við MR og send skóla- nefnd. ■ —♦— Iðnnemar Fögnuðu 1. maí í Laugardal iðnnemar Iðnnemasamband íslands og fleiri stóðu fyrir sérstökum fjöl- skyldudegi í Laugardalnum í gær, 1. maí með tilheyrandi skemmtiatriðum og ræðum.Tilgangurinn með því var að reyna að rífa upp þátttöku ungs fólks í verkalýðshreyfingunni og glæða áhuga þess á gildi stéttarfé- laga. Meðal annars var efnt til Lands- móts iðnnema í Laugardalnum þar sem keppt var í ýmsum iðngreinum. Ekki er útilokað að þessi tilraun verði til þess að iðnnemar taki þátt í Ólympíuleikjum iðnnema sem er ár- leg keppni erlendis. ■ / u / 1 ITSAI FU LLUM LAN GANGI h^hhhhhhhhhhhhhhhhh HÚSGÖGN Á ÆVINTÝRALEGU VERÐI. 10% afsláttur gegti staðgreiðslu af þeim vörum sem ekki eru á útsölunni. I , M2 | SYNINGARSALUR mán. - fös. 10:00 - 18:00 • laugard. 11:00 - 16:00 • sunnud. 13:00 -16:00 TM - HUSGOGN SíSumúla 30 -Sími 568 6822 - œvintýri líkust

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.