Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.05.2001, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 11.05.2001, Qupperneq 4
4 FRETTABLAÐIÐ 11. maí 2001 FÖSTUDAGUR SVONA ERUM VID ÚTSENDINGARTÍMI ÚTVARPS OG SJÓNVARPS Fjölmiðlaneysla eykst og breytist og mikill vöxtur er I framboði á út- sendu útvarps- og sjónvarpsefni. Hér má sjá útsendingartlma útvarps og sjónvarps I HEIMILD: HACSTOFA ISLANDS Þróunarríki: Geðsjúkdóm- ar á hakanum washington. ap. Þróunarríki þurfa að taka sig á í meðferð á sjúkdómum sem tengjast heilanum og viðurkenn- ingu á þeim er niðurstaða skýrslu Læknisfræðistofnunar Bandaríkj- anna. 250 milljón manns í þróunar- ríkjum líða af slíkum sjúkdómum sem taka til alls frá geðrænum vandamálum til flogaveiki. Efna þarf til heimsátaks til að taka á vandanum segir stofnunin og bendir á að heil- brigðisáætlanir í þróunarríkjum hafa lagt litla áherslu að þessa sjúkdóma hingað til. Þetta kemur illa niður á fórnarlömbunum sem mörg þjást af sjúkdómum sem eru til lyf við. ■ f KAPPHLAUPI Á Tobago er hefð fyrir veðhlaupi geita sem haldið hefur verið síðan 1925. Fornmenn: Geitur í uppáhaldi genarannsóknir Nýjar rannsóknir benda til þess að fyrir 10.000 árum hafi geitur verið það húsdýr sem menn stóluðu á. Menn ferðuðust þá um með geitur sem gáfu af sér mjólk auk þess sem þær nýttust í vöruvið- skiptum. Þannig lögðu geiturnar for- feðrum okkar lið við að sigrast á nýj- um landssvæðum og við þróun versl- unar. Gen í geitum nútímans bera sögunni vitni en vísindamenn hafa komist að því að genasaga geita er öðruvísi en annarra húsdýra eins og kúa og kinda. Genagreining á 400 geitum frá 44 löndum um heim allan j sýnir að geitastofninn er blandaðri j en stofnar annarra dýra sem þykir renna stoðum undir þá kenningu að bændur til forna hafi ferðast með geitur um heim allan. ■ Rússland: Sambandslaust við geiminn moskva. ap. Rússland missti í gær- morgun samband við fjóra gervi- hnetti sína vegna eldsvoða í einni af stjórnstöðvum hersins í Kaluga-hér- aðinu suður af Moskvu. Talið er að skammhlaup í rafkerfi stöðvarinnar hafi valdið eldinum sem breiddist fljótt út. Einn af yfirmönnum her- mála í landinu, Anatoly Perminov, sagði að öllum leynilegum skjölum hafi "verið bjargað og bjóst hann við að reynt yrði að ná sambandi við gervihnettina innan skamms. Atburðurinn varpar enn á ný fram spurningum um ástand tækjabúnað- ar sem snýr að geimáætlun Rússa, en mikil fjárþurrð er talin hamla nauð- synlegri endurnýjun. Sérfræðingur í hermálefnum Rússlands sagði í sam- tali við Reuters að líklega væri um 70% af 100-130 gervihnöttum þeirra að verða of gamlir. Ýmsir sérfræð- ingar óttast að endurteknar bilanir og slys kunni að hafa alvarlegar af- leiðingar í framtíðinni. Rússneskir embættismenn hafa vísað slíkum áhyggjum á bug. Hinir gömlu gervi- hnettir muni til dæmis ekki taka upp GEIMSTÖÐ Eldsvoði einni af gerfihnattastjómstöðum Rússa varparfram spurningum um al- mennt ástand tækjabúnaðar. á því að gefa rangar upplýsingar um eldflaugaárásir. ■ ISAFJÖRÐUR Mörgum kann að þykja að landsbyggðin standi nógu höllum fæti þótt borgaryfirvöld séu ekki að reyna að lokka fólk suður. „Enginn bróðir í viðskiptum“ Skólamenn kynnast samkeppni um vinnuafl. Hörð barátta skóla- og fræðsluyfirvalda um kennara. Borgin reynir að lokka kennara frá landsbyggð. Isfirðingum sárnar. grunnskólinn Mikil og hörð sam- keppni er á milli skóla- og fræðslu- yfirvalda um kennara fyrir næsta skólaár. í þeim efnum reyna menn að gylla sína staði eins og frekast er. Það fór því heldur betur fyrir brjóstið á Kristni Breiðfjörð skóla- stjóra grunnskólans í ísafjarðarbæ þegar Gerður Óskarsdóttir fræðslustjóri Reykjavíkur sendi fastráðnum kennurum skólans bækling Fræðslumiðstöðvar undir yfirskriftinni: „Veldu kennslu, veldu Reykjavík". Kristinn segist strax hafa hafl samband við Gerði og kvartað harðlega yfir þessari sendingu. Hann segir að hún hefði svarað að það „væri enginn bróðir í viðskiptum." Þar vestra vantar 7-8 kennara en hátt í 300 í borginni. Skólastjórinn segir að sér og fleirum þar vestra hefði sárnað þessi skilaboð frá fræðsluyfirvöld- um í borginni. Sérstaklega með til- liti til íbúaþróunarinnar á lands- byggðinni og þá einkum á Vest- fjörðum. Þessutan séu menn að reyna að halda í þá kennara sem fyrir eru og reyna að fá aðra í þær stöður sem losna. Það sé því nóg að gera í þeim efnum þótt fræðsluyfir- völd í borginni séu ekki einnig að reyna að lokka fólk frá landsbyggð inni og suður. Kristinn býst við það að verði á brattann að sækja í baráttunni við aðra skóla um kennara. Hinsvegar sé ekki lengur hægt að semja við kennara um viðbótarkjör umfram kennarasamninginn. Hann segir að í þeim efnum sé búið að drepa sveit- arfélög á landsbyggðinni í dróma. Hann segir að borgin og sveitarfé- lögin á höfuðborgarsvæðinu hafi gengið fram fyrir skjöldu að koma því til leiðar í síðustu samningum. Engu að síður reyna menn að koma til móts við nýja kennara og m.a. með því að bjóða þeim uppá ókeyp- is flutningskostnað og niður- greiðslu á húsnæðiskostnaði. f reynd þýðir það að aðfluttur kenn- ari á ísafirði þarf að greiða um 25 þúsund krónur í húsaleigu á mánuði og er þá meðtalið bæði hiti og raf- magn. -grh@frettabladid.is MARAÞON VÍTAMÍN FYRIR KRÖFUHARÐA (SLENDINGA Styrkjandi og uppbyggjandi vltamln ag steinefni fyrir nútlma athafnafólk. KAUPAUKI Frábært tilboð! Meðhverju keyptu Maraþon vftamíni fylgir C-vítamín 300 mg með ávaxta- bragði ókeypis! Gildir til 11. maí. BETRI LÍÐAN Lyf&heilsa Fj áramálaráðuneytið: Gengið á enn eftir að efnahagsmAl. Flestar efnahagslegar forsendur benda til að gengið eigi eftir að styrkjast enn frekar á næst- unni, samkvæmt vefriti fjármála- ráðuneytisins í gær. Þar segir að kröfur um sérstakar aðgerðir af hálfu stjórnvalda vegna gengisþró- unarinnar séu tímaskekkja við ríkj- andi aðstæður og endurhljómur frá liðinni tíð, þegar forsjárhyggja og af- skiptasemi stjórnvalda hefðu ráðið ríkjum. „Verulega hefur dregið úr inn- lendri eftirspurn að undanförnu og það hefur þegar birst í minni vöru- tyrkjast skiptahalla," segir í vefritinu. „Enn- fremur má gera ráð fyrir því að ákvarðanir um sölu Landssímans og ríkisbankanna sem nú eru til með- ferðar á Alþingi leiði til aukins inn- streymis erlends fjármagns og verði þannig til að styrkja gengið." Einnig er bent á að áform um frekari uppbyggingu stóriðju á næstu árum muni hafa jákvæð áhrif á gengið og einnig megi reikna með að lækkun fyrirtækjaskatta, jafnt tekju- sem eignarskatta, geti skapað skilyrði fyrir frekari hækkun gengis- ins og auknum hagvexti. ■ Akureyri: Ráðherra í línudansi menntun. Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðar- og tryggingaráðherra brá undir sig betri stígvélunum og setti upp kúrekahatt og kom í heimsókn í Menntaskólann á Akureyri í gær þar sem hún kenndi nemendum nokkur grundvallaratriði í Hnudansi fyrir svokallað „deitball“ í gærkvöldi. í fréttatilkynningu frá MA segir að Valgerður sé annálaður línudans- ari og hún hafi náð mjög vel til nem- endanna sem léku eftir henni listirn- ar vel og lengi. Samkvæmt upplýs- ingum frá MA var mikil þátttaka í dansinum. ■ Portúgal: 1,5 tonn af hassi upptæk ussABQN. ap. 1,5 tonn af hassi voru gerð upptæk undan ströndum Portú- gal á þriðjudag sögðu portúgalskir embættismenn í gær. Söluverðmæti hassins er talið vera 5,3 milljónir dollara, andvirði um 520 milljóna ísl. kr. Skipið var á leið frá Marakkó og var ætlunin að flytja hassið til Portú- gal og Spánar. Það var portúgalski sjóherinn sem stóð að aðgerðinni og sigu hermenn úr þyrlum í skipið og handtóku áhöfnina. Sex manns voru í áhöfn skipsins og er talið að þeir séu meðlimir alþjóðlegs glæpahrings. ■ .—+— Halló Norðurlönd: Hjálparlína gegn kerfinu búferlaflutningar „Halló Norður- lönd“ nefnist upplýsingaþjónusta fyrir fólk sem er að flytja búferlum milli Norðurlandanna og lenda kannski í strand í kerfinu. Þangað geta einstaklingar leitað annað hvort í síma eða á Netinu og fengið gagnlegar upplýsingar um reglur sem gilda í hverju landi um skattamál, sjúkra- tryggingar, náms- lán, lífeyrismál og fleira af því taginu. Miklir fólks- flutningar eiga sér stað á hverju ári milli Norðurland- anna. Nú eru fjórt- án þúsund íslend- ingar búsettir á öðrum Norðurlönd- um en íslandi og á árinu 1999 fluttu 2.300 íslendingar búferlum til ann- arra Norðurlanda. Jafnframt því að veita upplýsingar er ætlunin að greina þau vandamál sem helst koma upp hjá fóiki sem flytur á milli landa og koma þeim upplýsingum áfram til stjórnvalda svo hægt verði að bæta úr. Síminn hjá „Halló Norðurlönd" er 5111808 og netfangið er www.nor- den.org/hallonorden/is. ■ I STUTTAR I SITUR VIÐ SÍMANN Esther Sigurðar- dóttir svarar spurningum þeir- ra sem flytja á milli Norðurlanda. Igær var blíðskaparveður á Austur- og Suð-Austurlandi. Hitinn klukk- an 10 í gærmorgun var víða að nálg- ast 15 gráður og á Egilsstöðum var hitinn kominn í 16 til 17 gráður. Bú- ist var við 20 gráðu hita þar sem best lætur þennan fyrsta alvöru sumardag ársins á Austurlandi. —♦— Ríkisstjórn Brasilíu hefur tilkynnt áform um að bólusetja um 13 milljónir nautgripa gegn gin- og klaufaveiki. Þetta er gert til þess að reyna að koma í veg fyrir að gin- og klaufaveiki breiðist út í landinu en staðfest var um helgina að ellefu nautgripir væru sýktir af veikinni á bóndabæ nálægt landamærum Bras- ilíu og Úrúguay.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.