Fréttablaðið - 11.05.2001, Side 9

Fréttablaðið - 11.05.2001, Side 9
FÖSTUDAGUR 11. maí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 9 | stuttar' Forsætisráðuneytið hefur greint starfsmönnum Þjóðhagsstofnun- ar frá því að til standi að leggja stofnunina niður fyrir áramót. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við spurningu starfsmannafélags Þjóð- hagsstofnunar. Ríkisútvarpið greindi frá. Songbird er nýtt leitarforrit sem tvítugur tölvuspekingur, Travis Hill, bjó til. Songbird gerir tónlistar- fólki kleift að fylgjast með afdrifum tónverka sinna á Netinu. Leitarfor- ritið beinist sérstaklega að notkun hins umdeilda Napster-forrits, og geta höfundar laga og flytjendur séð nákvæmlega hvað hver Napster-not- andi gerir við tónverkin. Hægt er að ná í Songbird á www.iapu.org. Eldflaugavarnaáætlun: Aætlunin kynnt Evrópubúum berlIn, kaupmannahöfn. ap. Að sögn þýskra embættismanna eru þeir sammála nefnd Bandaríkjaforseta sem nú ferðast um Evrópu um að breyttir tímar kalli á ný varnar- kerfi. Sendinefndinni er ætlað að vinna stuðning Evrópuríkja við eld- flaugavarnaáætlun Bush. Hún hélt til Þýskalands frá Danmörku en þar hefur áætlunin verið mjög um- deild vegna þess að ef hún verður framkvæmd þarf setja upp nýja ratsjárstöð í herstöðinni í Thule á Grænlandi. Málefni Thule voru hins vegar ekki rædd á fundinum. Mogens Lykketoft, utanríkisráð- herra Dana, sagði að málefni Thule væru ekki til umræðu fyrr en Bandaríkin legðu ákveðnar tillögur fram en „eldflaugavarnir mættu ekki hefja nýtt vígbúnaðarkapp- hlaup." ■ Markhópur: Allir. 120 tróðust undir á fótboltavelli í Ghana: Fjórði harmleikurinn á mánuði flccRA. ghana. flp Aðeins fimm mínútur voru eftir af leik tveggja stærstu fót- boltaliðanna í Ghana á fótboltavellin- um í Accra þegar stuðningsmenn ann- ars liðsins byrjuðu að henda flöskum og stólum inn á völlinn. Lögreglan brást við með því að beita táragasi með þeim afleiðingum að áhorfendur flúðu sem fætur toguðu, en þar sem vallarhliðið var lokað myndaðist gíf- urlegur troðningur og að minnsta kosti 123 létu þar lífið. Þetta er fjórði harmleikurinn og sá mannskæðasti sem á sér stað vegna troðnings eða óláta , fótboltavöllum í Afríku á undanfömum mánuði. Þann 11. apríl fórust 43 manns á fótbolta- velli í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. 29 manns tróðust undir í Lubumbashi í Kongó þann 29. apríl. Og þann 6. maí brutust út slagsmál á fótboltaleik á Fílabeinsströndinni með þeim afleið- ingum að einn maður lést og 39 slösuð- ust. Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) segir þessa hörmulegu atburði ekki vera tilefni til þess að útiloka Afríkuríki frá því að taka þátt í sam- keppni um staðsetningu heimsmeist- arakeppninnar í fótbolta árið 2010. „Sú staðreynd að slysum af þessu tagi hefur fjölgað í Afríku er auðvit- að áhyggjuefni," segir Andreas Her- ren, talsmaður FIFE. „En það þýðir ekki að Afríka verði útilokuð. Þangað til ættum við að sýna sóma okkar í að leyfa íbúum í Ghana að jarða hina látnu.“ Stjórnvöld í Ghana hafa boðað þriggja daga sorgartímabil í landinu. Mannfall hefur áður verið mikið þegar troðningur hefur myndast á fótboltavöllum, og það er ekki bundið við Afríkuríki. Mannskæðustu slysin urðu árið 1982 þegar 340 manns lét- ust á Evrópubikarleik í Moskvu þeg- ar öngþveiti myndaðist í áhorfenda- hópnum, og árið 1964 þegar 318 manns létust og 500 særðust þegar óeirðir brutust út á fótboltaleikvangi í Líma, höfuðborg Perú. ■ VEGSUMMERKI SLYSSINS Brotnir stólar sýna greinilega að eitthvað hefur gengið á á fótboltavellinum í Accra I gær. BORN I DAMASCUS Arabar veittu Palestínu stuðning í barátt- unni við israel I gær Sýrland: Mótmælaseta fyrir Palestínu damascus. flp. Leiðtogar ýmissa arabasamtaka í Sýrlandi sátu fyrir framan skrifstofu Sameinuðu þjóð- anna í Damascus hluta gærdags í mótmælaskyni vegna aðfara ísra- els gagnvart Palestínumönnum á hernumdu svæðunum. í bréfi sem mótmælendur skiluðu á skrifstofu Sameinuðu Þjóðanna fóru þeir fram á að „stefnt verði tafarlaust að því að stöðva kynþáttaútrým- ingar ísraelsmanna og öryggi Palestínumanna verði tryggt." Veifaði fólkið myndum af korna- barninu sem lést í árás ísraels- manna á flóttamannabúðir Palest: ínumanna í Gaza á mánudag. í bréfinu var kvartað yfir aðgerðar- leysi af hálfu S.Þ. sem sagt var stefna jafnvægi á svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs í hættu. ■ Fréttablaðið berst alltaf til 61.500 heimila á höfuðborgarsvæðinu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.