Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.05.2001, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 11.05.2001, Qupperneq 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 11. maí 2001 FÖSTUDAGUR Garðabær: Kært og kosið á ný verkalvðsmAl Félagsmenn í Starfs- mannafélagi Garöabæjar munu þurfa að kjósa aftur um nýgerðan kjarasamning við Launanefnd sveit- arfélaga sem var felldur með eins at- kvæða meirihluta. Sú atkvæða- greiðsla hefur verið kærð vegna þess að félagsskrá var ekki borin saman við þá sem kusu að afloknum félags- fundi. Þetta er í annað sinn sem end- urtaka þarf atkvæðagreiðslu vegna formgalla í félagi opinberra starfs- manna. Áður hafði hið sama gerst hjá Starfsmannafélagi Akraness fyrir skömmu. ■ Veðurklúbburinn á Dalbæ um Eurovision: ísland í 10* eða 11. sæti eurovision „ísland lendir sennileg í tí- unda eða ellefta sæti. Það fer að vísu allt eftir veðri. Ef það verður skýjað og dimmt yfir hér á íslandi, lendum við í sautjánda sæti. Ef það verður hinsvegar sunnan átt, léttskýjað og sól, náum við sjöunda sæti,“ segir Júlíus Garðar Júlíusson, formaður Veðurklúbbsins á Dalbæ, Dalvík, um horfurnar í söngvakeppni sjónvarps- stöðva. Klúbburinn er þekktur fyrir veð- urspár sínar. Þeir ákváðu að bregða útaf vananum að beiðni Fréttablaðs- ins og spá fyrir um úrslitin í söng- vakeppni Evrópu sem fram fer í Parken Kaupmannahöfn á morgun. Þetta var einungis til gamans gert þar sem slík spá fellur ekki undir þeirra sérsvið. Júlíus segir að spáin sé byggð á tilfinningu sem og veður- fari. Klúbbfélagar voru sammála um að því betra sem veðrið yrði ætti að skapast betri andi hér heima sem á eftir að skila sér í hlýjum straumum til íslensku keppendanna í Two Tricky. Veðurklúbburinn hefur verið starfræktur í rúm fimm ár. í dag eru tólf virkir meðlimir en nýjir meðlim- ir bætast jafnt og þétt í hópinn. Júlíus vildi ekki gefa upp veður- spá næstu daga en samkvæmt veður- spá klúbbsins fyrir maí ætti mánuð- urinn að vera frekar kyrr og finnst félögum jafnvel að veðrið sé búið að vera óeðlilega kyrrt í allan vetur, miðað við venjulegt árferði. Þeir bú- ast þó við föl í kringum 23. maí þótt menn hafi ekki verið á eitt sáttir um það. Samkvæmt spá Veðurstofu ís- lands verður hæg breytileg átt og skýjað með köflum. Hiti á bilinu 7 til 15 stig og hlýjast inn til landsins. Það verður því úr vöndu að ráða ef marka má Eurovisionspá Veðurklúbbsins í Dalbæ, Dalvík. ■ ÞEKKTIR SPÁMENN Júlíus Júliusson formaður Veðurklúbbsins á Dalbæ, Dalvík. Samkvæmt spá klúbbsins ætti maí mánuður að vera frekar kyrr þó hann búist við föl seinni partinn. EKTA EÐA FALSAÐ? Pappírinn sem skýrslan er prentuð á bend- ir til þess að hún sé ekta. Skýrsla Gagaríns: Seld á 16 milljónir moskva. ap. Skýrsla rússneska geimfarans Júrí Gagarín sem seld var á uppboði fyrir 171.000 dollara, andvirði um 16 milljóna ísl. kr. virð- ist hafa verið stolið úr rússnesku skjalasafni. Skjalið, sem er prentað og undirritað af Júrí Gagarín, var selt Bandaríkjamanni á uppboði á hlutum er tengjast geimferðasög- unni. í skýrslunni er m.a. að finna lýsingu Gagaríns, sem var fyrsti geimfarinn, á geimferðinni sem varði í 108 mínútur. Ýmislegt er á huldu í sambandi við skýrsluna að sögn Vladimirs Kozlovs, þjóðskjalavörðs Rússlands. Hann segir sérfræðinga á hans veg- um hafa skoðað hana áður en hún var boðin upp í New York en ekki orðið miklu nær. Hann telur að skýrslunni hafi verið stolið vegna þess að lögum samkvæmt eigi slíkar heimildir að vera í ríkisskjalasöfnum. Ekkja Gagaríns, Valentína, efast um að skýrslan sé ekta. Kozlov held- ur því hins vegar fram að svo sé. Talið er að nokkur eintök hafi verið gerð af skýrslunni og sumir halda því fram að þetta eintak sé eintak sem Krútsjeff, þáverandi ieiðtogi Sovét- ríkjanna, hafi á sínum tíma gefið Fidel Castro, leiðtoga Kúbu. ■ SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Uppnám í tónlistarheiminum: Stjórnandi utan í fússi Aðalstjórnandi Sinfóníunnar er hlaupinn undan starfssamningi sínum við hljómsveitina í kjölfar þess að honum var tilkynnt að starfssamningur hans yrði ekki endurnýjaður að ári. tónlist. Aðalstjórnandi Sinfónóníu- hljómsveitar íslands, Rico Saccani, hefur yfirgefið Sinfóníuhljómsveit íslands, ári áður en starfssamningur hans segir til um. Saccani var til- kynnt í lok febrúar að tveggja ára samningur hans yrði ekki endurnýj- aður þegar hann rennur út að ári en sú ákvörðun var tekin í kjölfar skoð- anakönnunar meðal hljóðfæraleikar- anna þar sem þeir voru inntir eftir viðhorfi sínu til áframhaldandi sam- starfs við Saccani. Aðalstjórnandanum var gerð ^ grein fyrir þessu þegar æfingar voru að hefjast fyrir Ravel tón- leika sem hann síð- an stýrði 1. mars en rauk að því loknu úr húsi og hefur ekki sést síð- Hljóðfæraleikari segir að sam- bandið við Saccani hafi einmitt verið mjög gott í upphafi en að síðar hafi komið þreyta í sam- starfið og sífellt fleiri hafi ekki getað fellt sig við starfsaðferð- ir hans. an. Þorkell Helga- son, formaður stjórnar Sinfóní- unnar, sagði að unnið hefði verið að því að skýra málið á síðustu dögum en vildi að öðru leyti ekkert láta hafa eftir sér um málefni aðalstjórnandans. Þröst- ur Ólafsson, framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, sagðist heldur ekkert vilja segja um málið og neit- aði eins og Þorkell að staðfesta að Saccani hefði yfirgefið sinfóníuna. Skoðanakannanir meðal hljóð- færaleikara Sinfóníunar eru hefð- bundið tæki sem stjórnin hefur til að meta störf stjórnendanna. og sams- konar könnun um störf Saccanis var framkvæmd áður en nýr tveggja ára samningur var gerður við hann í fyrra. Niðurstöður kannannna eru trúnaðarmál og aðeins á vitneskju stjórnarmanna en einn ónefndur hljómsveitarmeðlima sagði líklegt að meirihluti hljóðfæraleikaranna hefðu hafnað Saccani í atkvæða- greiðslunni á dögunum. Hann hefði síðan tekið ákvörðun stjórnar hljóm- sveitarinnar persónulega en ekki faglega eins og efni stæðu og því lát- ið sig hverfa í fússi. Hljóðfæraleikaranir fréttu ekki af brotthvarfi Saccanis fyrr en um miðjan mars en þá var þeim tilkynnt að hann yrði ekki við stjórnvölinn á tvennum Carmen tónleikum í lok mánaðarins. Ástæðan sem gefin var upp fyrir fjarveru Saccinis mun hafa Saccani vilja vera eins lengi á íslandi og menn óska eftir honum.“Það er yndislegt að stjórna tónlist með fólki sem þekkir mig vel og manni líður vel með. Á milli okkar hefur mynd- ast einstakt samband sem ég vona að fái tækifæri til þess að þróast áfram,“ sagði stjórnandinn. Saccani mun strax hafa verið afar vel liðinn af meðlimum Sinfóníunnar en hljóðfæraleikarinn, sem áður er sú að hann væri veikur en hann hef- ur átt við veikindi í raddböndum að stríða um skeið. Samstarf Saccanis og Sinfóníu- hljómsveitarinnar nær aftur til árs- ins 1992 en þá stýrði hann hljóm- sveitinni fyrst sem gestastjórnandi. Hann kom hingað reglulega eftir það og var loks ráðinn aðalstjórnandi til tveggja ára árið 1998. í viðtali á heimasíðu Sinfóníunnar sagðist Sumarbúðirnar Ævintýraland, Reykjum í Hrútafirði SUNDLAUG SKARTGRIPAGERÐ TRAMPÓLÍN BÁTAR FÖNDUR SMÍÐAR KASSABÍLAR FLUGDREKAGERÐ TILRAUNIR yv\ ------------------------------- Námskeið í kvikmyndagerð, leiklist, myndlist, grímugerð, tónlist og íþróttum. §típifl§ö$jrfiiir Æmtmmmé Ennþa eru orfa pláss laus 27/6-4/7 7-11 ára 4/7-11/7 7-12 ára 18/7-25/7 10-12 ára 25/7-1/8 10-12 ára 1/8-8/8 13-15 ára 8/8-15/8 13-15 ára Hetjan heiðruð Jón Gestur kom í veg fyrir stórbruna á Hótel Sögu með snarræði sínu. hetjupáð Jón Gestur Ófeigsson, 26 ára gamall næturvörður á Hótel Sögu, var í gær heiðraður fyrir hetju- lega framgöngu sína þegar bruni kom upp í Súlnasal Hótels Sögu að- faranótt 2. maí. Það var Hótel Saga og VÍS sem veittu Jóni viðurkenning- una í hófi sem haldin var honum til heiðurs. Auk Jóns hlutu nokkrir sam- starfsmenn hans viðurkenningu en þeir voru með Jóni á næturvakt þessa umrædda nótt. „Ég vil fyrst og fremst þakka samstarfsmönnum mínum sem voru með mér á vakt og má segja að þetta hafi verið alþjóð- Iegt samstarf en tveir þeirra eru út- lendingar," sagði Jón Gestur í stuttu spjalli við Fréttablaðið. Aðspurður um fyrstu viðbrögðin eftir að gestamóttakan hafði tilkynnt honum um brunann sagðist Jón Gestur strax hafa farið á vettvang. „Það lagði á móti mér mikinn reyk og gaf ég þá strax fyrirmæli um að hringja í slökkviliðið. Síðan flýtti ég mér að sækja tvö slökkvitæki sem ég vissi af í gestamóttökunni og tæmdi þau á eld- inn. Að því loknu sótti ég önnur tvö sem voru í eldhúsinu og tæmdi þau einnig." Jóni barst síðan liðsauki þjóns úr Skrúði og í sameiningu dældu þeir úr fimmta og sjötta slökkvitækinu sem réði niðurlögum eldsins. Jón fékk að launum fyrir hetjudáð sína gjafabréf frá Samvinnuferðum Landsýn og gistingu á Radison SAS hóteli að eigin vali. „Ég hef hugsað mér að verða mér úti um bækling sem sýnir hvar gististaðir Radison eru niðurkomnir og taka síðan ákvörðun um hvert leið liggur," sagði Jón að endingu en þess má geta að hann hefur verið starfsmaður Hótels Sögu síðan hann var 13 ára gamall. Að sögn Péturs Más Jónssonai', fi’amkvæmdastjóra atvinnutrygg- inga VÍS, er fyrii’hugað að gefa út bækling sem fjallar um hvað gera skuli ef eldsvoði kemur upp á hótel- um. Sagði hann viðbrögð Jóns Gests sanna það að hægt sé að koma í veg fyrir stórbruna með þvílíku snar- ræði. Um upptök eldsins er það að segja að þau eru enn ókunn en talið er að um íkveikju hafi verið að ræða. kolbrun@frettabladis.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.