Fréttablaðið - 11.05.2001, Side 15

Fréttablaðið - 11.05.2001, Side 15
F FÖSTUDAGUR 11. maí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ is Alltaf gaman á eftirlaunum: Klaufinn Cantona klessir á konu strandknattspyrna Knattspyrnuhetj- an Eric Cantona, sem nú er fyrirliði franska landsliðsins í strandknatt- spyrnu, skemmtir sér þessa dagana í Tælandi. Þar keppa Frakkarnir við Tælendinga í fyrsta landsleiknum í strandknattspyrnu. Dvölin hefur ekki verið slysalaus. Þegar Cantona var að leika sér á sjóketti undan ströndum Pattaya, skammt frá Bang- kok, nú í vikunni gætti hann ekki að sér. Kappinn klessti beint á tælenska konu sem var einnig á sjóketti. Kon- an, sem sér um að hafa ofan af fyrir franska landsliðinu, slasaðist lítil- lega. Cantona slapp ómeiddur enda þaulvanur samstuðum. Umsjónar- maður franska landsliðsins, Praput Khamlangek, borgaði eiganda sjó- kattaleigunnar 9000 krónur vegna óhappsins. Cantona skammaðist sín fyrir óhappið og hótaði því að hætta við að leika landsleikinn í Tælandi ef slysið færi í fjölmiðla. Honum varð ekki að ósk sinni, daginn eftir voru forsíðumyndir af slysinu í stærstu dagblöðum landsins. ■ ORÐINN FEITUR Það er auðséð að Cantona er ekki í jafn góðu formi og forðum daga. Þannig er hann ef- laust svifaseinni eins og sannaðist á sjókettinum. FORMAÐURINN I GÓÐRA VINA HÓPI Eggert Magnússon þakkað fjölmiðlun fyrir að sinna knattspyrnunni og auka þar með al- mennan áhuga á íþróttinni. Ahorfendum fjölgar árlega KSI hélt kynningarfund í gær. KR á toppnum sam- kvæmt spá og Hugi.is er vefsvæði Símadeildarinnar. knattspyrna Knattspyrnusamband ís- lands efndi til blaðamannafundar í gær til að kynna Símadeildina í ár. Þar skrifuðu Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðs- sviðs Símans, Eggert Magnússon, formaður KSI, og formenn félaga í efstu deild undir samstarfssamning um stuðning Símans við deildina. Þetta er fjórða árið í röð sem Síminn styrkir úrvalsdeildina, en fyrirtækið styrkir einnig úrvalsdeild kvenna og veitir styrki til Hnátumóts KSÍ og Pollamóts KSÍ. SPÁ UM SÍMADEILD 2001 Sæti Stig 1. KR........................ 288 2. Grindavík................ 256 3. Fylkir___________________ 250 4. ÍBV_______________________ 173 5. ÍA________________________ 161 6. FH..................... 159 7. Keflavík__________________ 124 8. Breiðablik................. 98 9. Fram ...................... 81 10. Valur______________________ 60 Spána gerdu fyrirliðar, þjálfarar og formenn knattspyrnudeilda félaga I Slmadeildinni. SPÁIN MIKLA Á hverju ári bíða knattspyrnuáhugamenn spenntir eftir þvi að KSÍ gefi út spána fyrir úrslit komandi deildarkeppni. Síminn leggur til skilti, auglýs- ingadúka, fána, peysur og fleira fyrir félögin. Þá kostar fyrirtækið starfs- mann á skrifstofu KSÍ til að fara með málefni deildarinnar og greiðir um- talsverðar fjárhæðir til KSÍ. í ávarpi þakkaði Eggert Magnús- son fjölmiðlum fyrir útsendingar af leikjum og umfjallanir sem hann sagði hafa skilað sér með auknum áhuga á íþróttinni. Aukinn áhugi dregur að sér fleiri áhorfendur. Að- sóknin að leikjum hefur aukist tölu- vert síðastliðin ár en í fyrra var heildarfjöldi áhorfenda 80.937 eða 899 að meðaltali á leik. Á fundinum var kynnt vefsvæði Símadeildarinnar á vefnum Hugi.is. Þar verður komið upp sérstöku vef- svæði fyrir öll félög Símadeildarinn- ar þar sem hvert lið hefur sína um- sjónarmenn. Með þessu móti geta stuðningsmenn og liðsmenn átt í skoðanaskiptum á vefnum. Vefsvæði Símadeildarinnar á Hugi.is verður opið á meðan deildin er í gangi nú í sumar. Á fundinn mættu fyrirliðar, þjálf- arar og formenn allra félaga í deild- inni. Birtir voru allir leikmannalistar ársins, breytingar á dómgæslu kynntar auk þess sem hin sívinsæla spá um lokastöðu deildarinnar var kunngerð. ■ Blóðheitur knattspyrnubransi Ekvador: Lífshættulegt þjálfarastarf á lausu enn á ný knattspyrna Það er hægara sagt en gert að vera fótboltaþjálfari á Ekvador. Landsliðsþjálfari Ekvador, Hernan Gomez, liggur á spítala eftir skotárás sem hann lenti í á þriðju- dagskvöld. Gomez, sem er Kól- umbískur og kallaður Prófessorinn af leikmönnum, var staddur á veit- ingastað Hilton hótelsins í Guayaquil þegar hann var sleginn í andlitið með byssuskafti og skotinn þremur skot- um í fótinn. Árásarmaðurinn var einn af fjórum lífvörðum sem fylgdu Jos- elo Rodriguez, eiganda annarar deildar liðsins Santa Rita. Ástæða árásarinnar var vegna þess að Gomez valdi ekki Dalo Bucaram í U- 20 landsliðshópinn sem spilar á U-20 HM í Argentínu í júlí. Dalo er sonur Abdala Bucaram, fyrrum forseta Ekvador, og leikmaður Santa Rita. Fyrrum forsetinn Bucaram, sem var rekinn úr embætti 1997, sagði eftir árásina: „Auðvitað er þetta slæmt. En þetta snýst um fótbolta. Þá æsist fólk upp og vill hefna sín.“ Gomez sat og snæddi með fram- kvæmdastjóra knattspyrnusam- bands Ekvador þegar Rodriguez vík- ur sér að honum og húðskammar hann fyrir að velja leikmann sinn ekki í hópinn. Hann hætti fljótlega talinu og lét lífvörðinn sjá um af- ganginn. Rodrigez þessi var meðlim- ur stjórnmálaflokks Bucaran en var vísað úr embætti vegna geðveilu. Fyrir einungis mánuði síðan hætti fyrrum U-20 landsliðsþjálfari Ekvador, Hugo Gallego, einnig Kól- umbískur, eftir að hann var barinn af fótboltabullum fyrir lélegt val í liðið. ■ ÉG ER HÆTTUR Hernan Gomez segist ætla að fara heim til Kólumbíu við fyrsta tækifæri. • Að námi loknu ejga nemendur að geta starfað sjálfstætt á tölvuverkstæðum og séð um uppsetningu, viðhald tölvu og netkerfa fyrirtækja # Kennt verður 3x4 iklukkustundir á viku íí cglæsilegri kennsluaðstöðu */MM\ Takmarkaður'fjöldi nemenda H5fflimían®T:: (FtiiiðiilkSSaJteiSi, IHHpiuirSoœiiiliiffinpssm Itop <S.. Swaitia®6iti> iEingitijjalli 2C0D iKápawogur Sími: S54 7750 Errtaii: stolyuvicifarciir@tolyuvicigerciir.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.