Fréttablaðið - 11.05.2001, Side 18

Fréttablaðið - 11.05.2001, Side 18
FRÉTTABLAÐIÐ 11. ma! 2001 FÖSTUDAGUR HVERJU MÆLIR ÞÚ MED? 18. Baldur Rafn hárgreiðslumeistari og eigandi Mojo og Monroe Ég mæli með þvi að i kvöld hafi fólk það „kósý" en föstudagskvöld eru draumakvöldin min því þá slaka ég á eftir erilsama viku. Ég slekk þá á öllum símum og læt ekkert trufla mig. I kvöld eftir vinnu ætla ég að byrja á því að fara í Ijós, fara síðan heim, elda góðan mat, kveikja á kertaljósum, fá mér rauðvín og osta og spjalla og spila. Einnig vil ég benda fólki á að kíkja inn um gluggann hjá mér á morgun á hárgreiðslustofuna Mojo, Vegamótastíg, en þar hefur breskur listamað- ur, Peter, sett upp málverk. Einn listamaður, eitt málverk. Svo mæli ég náttúrulega með þvi að fólk skelli sér í Eurovision-partý. Áfram ísland! TIC-kvöld: Stuðboltar á Gauknum skemmtun Umboðsskrifstofan T.I.C. heldur skemmtikvöld á Gauki á Stöng í kvöld og byrjar það kl. 22. Það eru þvílíkir stuðboltar sem fram koma um kvöldið og má þar nefna Helgu Braga, dj. Exos Fun og hljóm- sveitina Jagúar. Hljómsveitin Butt- ercup slær síðan botninn í kvöldið og er lofað brjáluðum dansleik. Okkar landsfrægu KAFFI alla sunnudaga SkíðaskáCinn í Hveradötum Sími. 567 2020 Fífl í hófi í Gamla bíói: Hver mætir með mesta fíflið í matarboðið? leikrit Leikritið Fífl í hófi eftir Franc- is Veber er sýnt í kvöld í Gamla bíói. Um er að ræða franskan gamanleik eftir Francis Veber í þýðingu Krist- jáns Þórðar Hrafnssonar. Leikritið heitir á frummálinu „Le Diner de Cons“.Leikstjóri er María Sigurðar- dóttir og í aðalhlutverkum eru Bald- ur Trausti Hreinsson, Þórhallur Sig- urðsson (Laddi), Laufey Brá Jóns- ÞÓRHALLUR SIGURÐSSON Matarboð, í líkingu við það sem í leikrtinu er, voru nokkuð vinsæl í París um tíma. dóttir, Elva Ósk Óiafsdóttir og Ari Matthíasson. Vinahópur Pierre heldur kvöld- verðarboð reglulega, þar sem hver meðlimur hópsins býður með sér að- ila sem hann telur vera sem „fíflaieg- astan“.. Hver og einn kappkostar við að koma með „mesta fíflið" og í lok kvöldsins er valinn „sigurvegari". Tilgangurinn með þessu er að gera grín að boðsgestunum allt kvöldið , en gestirnir eru fullkomlega grun- lausir um tilgang klúbbsins Það er fyrirtækið Sögn ehf. (Blueeyes prod- uctions) sem setur leikritið upp. Magi úr ull hangir í portinu PATRICK MAROLD VIÐ UPPSETNINGU Á VERKINU Þetta útilistaverk tekur við öllum sveiflum veðurs og umhverfis, og mun ásýnd þess breytast eftir því sem áhrif Ijóss, þyngdarafls og hreyfingar loftsins gefa tilefni til. Ungur Bandaríkjamað- ur vinnur að listsköpun með íslenskri ull. Segist hrifinn af íslensku menningarlífi. innsetning Bandaríkjamaðurinn Patrick Marold hefur breytt porti Hafnarhússins í hangandi maga úr ull og kallar sýninguna HUM. Sýn- ingin opnar formlega í dag kl. 17. Þetta útilistaverk tekur við öllum sveiflum veðurs og umhverfis, og mun ásýnd þess breytast eftir því sem áhrif ljóss, þyngdarafls og hreyfingar loftsins gefa tilefni til. „Ég valdi að vinna með íslensku ull- ina fyrst og fremst vegna hlutverks hennar í íslensku þjóðlífi fyrr og nú og einnig fyrir það hversu lifandi hún er.“ Patrick Marold er ungur banda- rískur listamaður, sem hlotið hefur Fulbright-styrk til að dvelja og star- fa að list sinni hér á landi í vetur. Hann stundaði m.a. listnám í Rhode Island School of Design, og hefur undanfarin ár einkum starfað við Colorado Institute of Art. Eftir dvöl sína hér á landi mun hann snúa aftur til Colorado í Bandaríkjunum. Patrick sagðist hafa valið ísland m.a. vegna þessarar sérstæðu birtu sem í landinu er. „Ég sá þarna tæki- færi til að geta unnið með þessa sér- stöku birtu og tengja hana saman listsköpun minni. Einnig hafði ósnortið landslagið, sem mér finnst iða af lífi, mikið aðdráttarafl." Pat- rick sagðist hafa komið hingað til lands einu sinni áður og líkað vel við íslenskt menningarlíf og jafnframt fólkið hafa verið mjög vinsamlegt. HUM innsetningin er líkt og lif- andi verk og ber að nálgast hana sem slíka. Samstilling hinna fjölmörgu ullarstrengja við orku vindsins gerir verkinu mögulegt að ná fram við- kvæmri og jafnri hreyfingu, sem takmarkast þó af eiginleikum efnis- ins. Einstakir þræðir munu tengjast og flækjast til að finna stuðning hver í öðrum, þar til þeir verða að einni flækju, sem vindurinn tekur minna í. Þannig munu náttúruöflin ráða lok- um sýningarinnar. „Þegar mér finnst verkið hefur drukkið í sig það sem það getur af ytri náttúruöflum tek ég það niður og nota til að búa til nýtt verk sem inniheldur þá þessa orku náttúrunnar," sagði Patrick að lok- um. kolbrun@frettabladid.is FÖSTUDAGURINN 11. MÁI FUNDUR______________________________ 17.30 Málfundur um sjómannaverk- fallið, baráttu og kjör sjómanna og sjávarútveg í kapítalismanum verður haldinn föstudaginn 11. maí kl. 17.30 að Skólavörðustíg 6 b (bakvið). Framsaga og umræð- ur. Að fundinum standa Ungir sósíalistar og aðstandendur sós- íalíska vikublaðsins Militant LEIKLIST____________________________ 20.00 í Þjóðleikhúsinu er sýning á Syngjandi i rigningunní eftir Comden, Green, Brown og Fred. Á sýningunni er dansað, steppað og sungið af hjartans lyst. Við erum stödd í Hollywood þegar fyrsta talmyndin lítur dagsins Ijós. Þöglu myndirnar hverfa á auga- bragði og gömlu stjörnurnar fá skyndilega málið. 20.00 Píkusögur eftir Eve Ensler eru sýndar í kvöld í Borgarleikhús- inu. Leikritið er byggt á viðtöl- um leikskáldsins við konur, gamlar konur og ungar, um þeirra leyndustu parta, píkuna. Leikarar eru Halldóra Geirharðs- dóttir, Sóley Elíasdóttir og Jó- hanna Vigdís Arnardóttir. 20.00 Nemendaleikhúsið og Hafnar- fjarðarleikhúsið sýna í kvöld Platanof eftir Tsjekhov. Miðinn kostar 700 kr. 20.00 Leikritið Á sama tíma síðar verð- ur sýnt í kvöld klukkan 20 í Loft- kastalanum. Leikritið er sjálfstætt framhald af hinu geysivinsæla Á sama tíma að ári. (leikritinu tök- um við upp þráðinn (lífi Georgs og Dóru. Skin og skúrir skiptast á hjá ástvinunum sem deilt hafa súru og sætu í óhefðbundu sam- bandi sínu í aldarfjórðung. Með aðalhlutverk fara Tinna Gunn- laugsdóttir og Sigurður Sigur- jónsson. 20.00 Leikritið Kontrabassinn eftir Pat- rick Suskind verður sýnt í kvöld Litla sviði Borgarleikhússins. Líf kontrabassaleikara er ekkert sældarbrauð þrátt fyrir að kontra- bassinn sé lang mikilvægasta hljóðfæri hljómsveitar - sjálfur grunnurinn sem allt byggist á. Ell- ert A. Ingimundarson fer með hlutverk kontrabassaleikarans. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson. 20.00 Gamanleikritið Fífl í hófi verður sýnt klukkan 20 í kvöld í Gamla bíóí (hús (slensku óperunnar). Leíkstjóri er María Sigurðardóttir. TÓNLEIKAR___________________________ 20.00 Skagfirska söngsveitin heldur tónleika i Selfosskirkju í kvöld. Söngsveitin fagnar 30 ára afmæli sínu í vetur og af því tilefni verða tónleikarnir með glæsilegasta móti. Á tónleikunum syngja ein- söng með Skagfirsku söngsveit- inni þau Ragna Bjarnadóttir sópran, Dóra Steinunn Ár- mannsdóttir sópran, Magnús Sigurjónsson tenór og Eiður Otto Guðlaugsson bariton. Stjórnandi Skagfirsku söngsveitar- innar er Björgvin Þ. Valdimars- son. Píanóundirleikur er í hönd- um Sigurðar Marteinssonar. Einnig mun Kammerkór Skag- firsku söngsveitarinnar koma fram. Á tónleikunum mun kórinn meðal annars flytja syrpu úr Leð- urblökunni eftir Jóhann Strauss og syrpu úr söngleikjum eftir þá Rodgers og Hammerstein. Einnig verður fluttur Sígaunakórinn (Coro di Zingarelle) úr óperunni La Traviata eftir Verdi. Auk þess eru á dagskránni verk eftir inn- lenda höfunda. 20.30 Jórukórinn og Karlakór Selfoss haida sameiginlega tónleika í kvöld í Ými, húsi Karlakórs Reykjavíkur við Skógarhlíð. Jórukórinn er skipaður 48 kon- um sem búa á Selfossi og í ná- grenni. Stjórnandi hans er Helena Káradóttir og undirleikari Þór- laug Bjarnadóttir. Kórin býður upp á fjölbreytta og skemmtilega efnisskrá; hefðbundin sönglög, djass og dægurlög, erlend og inn- lend. Karlakór Selfoss er skípað- ur rúmlega 50 körlum. Stjórnandi er Loftur Erlingsson og undirleik- ari Helena Káradóttir. Efnisskráin karlakórsins er fjölbreytt, bæði ný og eldri karlakórslög. Þess má geta að lag Eiriks Bjarnasonar frá Bóli, Ljósbrá, er á söngskránni. 20.00 í kvöld leika Kuai og Dust á föstudagsbræðingi Hins Hússins á Geysi Kakóbar. Hljómsveitin Kuai sem er fjögurra manna instrumental rokkhljómsveit er skipuð Sigurði Þór Rögnvalds- syni gítar, Guðmundi St. Gunn- arssyni gítar, Agli Antonssyni bassa og Baldri Ingvari Sigurðs- syni trommur. Hún hefur verið starfandi i u.þ.b. 2 ár og mun í júní gefa út breiðskifu sem þeir hafa unnið að frá því í september. (júní mun hún einnig hita upp fyrir bandarísku rokkhljómsveitina Blonde Redhead á upprisuhátið Hljómalindar. SKEMMTANIR_________________________ Á Broadway í kvöld verður sýningin "Country Show." Á sýningunni koma fram aragrúi af söngvurum sem syngja munu vinsæl kántrýlög og stiginn verður línudans. Eftir sýninguna leikur hljóm- sveit Geirmundar Valtýssonar fyrir dansi. T.I.C. kvöldið byrjar snemma á Gaukn- um í kvöld eða um kl. 22. Meðal þeirra sem koma fram eru Helga Braga, dj. Exos Fun, hljómsveitin Jagúar og siðan mun Buttercup slá botnin í kvöldið með brjáluðum dansleik. Útvarpskonan Andrea Jónsdóttir sér um gleðina og þeytir skífum fram undir fyrir alla fjölskylduna á sunnudögum frá kl. 18:00 ASKUR pr.mann, frítt fyrir börn yngri en 6 ára og 50% afsl. fyrir börn 6-12 ára SIWHfe

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.