Fréttablaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ HRAÐSOÐIÐ 26. júli 2001 FIMMTUDACtlR GUÐJÓN GUÐMUNDSSON Einn helsti talsmaður hvalveiða á Alþingi. Höldum okkar striki HVAÐ finnst þér um afgreiðslu Al- þjóðahvalveiðiráðsins á umsókn Islands um aðild með fyrirvara við hvalveiðibann? „Ég er ekki hress með hvernig valt- að var yfir okkur af stóra bróður. Mér finnst leggjast lítið fyrir Banda- ríkjamenn og fleiri að koma svona fram við okkur. Það er auðvelt að sparka í þá sem eru litlir en ekki mjög stórmannlegt. Ég er ekki viss um að það hefði verið komið fram við Japani og Norðmenn á sama hátt og okkur. Það lýsir ekki mikilli karl- mennsku hjá Bandaríkjamönnum en ég held að við verðum að haida okk- ar striki sem sjálfstæð þjóð og ekki láta hræða okkur frá þvf. Auk þess er ég sammála Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra, og Árna Mathiesen, sjávarútvegsráð- herra, að þessi afgreiðsla stenst ekki. Við hljótum að halda okkar striki. TELURÐU að það hafi afleiðingar I samstarfi okkar við Norðurlandaþjóðir að Finnar og Svfar voru meðal þeirra sem lögð- ust gegn islensku rfkisstjórninni f atkvæða- greiðslunni? „Það voru auðvitað sérstök von- brigði að Svíar og Finnar fylgdu okkur ekki að málum. Það voru ekki góðar fréttir af þessum nágrönnum okkar sem hafa lýst því yfir á nor- rænum vettvangi að þeir vilji að stefnt sé að sjálfbærri nýtingu. Hvað varðar afleiðingarnar held ég að þegar frændur okkar sparka í okkur með þessum hætti þá sé það geymt en ekki gleymt." HVERNIG metur þú möguleika á að hefja hvalveiðar hér við land í framhaldi af þessu? „Ég met það þannig að þeir séu ágætir. Það er búið að samþykkja með afgerandi hætti á Alþingi að hjefja veiðar á ný. Ég held að við höldum okkar striki og gefum ekk- ert eftir. Það er eindreginn vilji bæði þings og þjóðar, sem margoft hefur komið fram í skoðanakönnun- um. Aðalatriðið er hvort markaðirn- ir séu í lag' og hvort Japanir vilji kaupa afurcirnar. Það virðist vera og það er mín skoðun að við eigum að hefja hvalveiðar á næsta ári.“ ER á það hættan <i vegna ótta um afleið- ingar af mótmælum o * refsiaðgerðum? „Já, ég held það. N írðmenn stóðu frammi fyrir því sana þegar þeir byrjuðu veiðar fyrir ó-7 árum og það gekk ekkert eftir þ í sem þeim hafði verið hótað. hv Id að það það muni ekki bitna á ír. ‘ Cuðjón Cuðmundsson, þingn 'vvðis- manna á Vesturlandi, var fyrst an'jr þingsályktunartillögu sem samþykkt var york 1999 með 37 atkvæðum gegn 7 um að islen ingar skuli hefja hvalveiðar að nýju. Meðan meðflutningsmanna hans voru Siv Friðleifsdótt- ir, umhverfisráðherra, og Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. Ár liðið frá brotlendingu Concorde-flugvélar: 113 fórnar- lamba minnst GONES5E, FRAKKLANDI. AP. íbúar bæj- arins Gonesse í Frakklandi minnst- ust þess í gær að ár er iiðið frá því að Concorde-farþegflugvél brot- lenti á hóteli í bænum með þeim afleiðingum að 113 manns fórust. Yfir 100 manns komu á autt svæð- ið þar sem hótelið var til húsa og vottuðu fórnarlömbunum samúð sína með því m.a. að leggja blómsveiga á jörðina. Að sögn bæjarstjóra Gonesse vill hann að fleiri spurningum verði svarað áður en Concorde-vél- arnar fái að fara aftur í loftið, en þær 12 Concord-flugvélar sem eru [ fréttir af fólki Tillaga Ingu Jónu Þórðardótt- ur og minnihluta sjálfstæðis- manna í borgarstjórn um að banna ölvun og meðferð áfengis á Austurvelli frá klukkan átta að morgni til mið- nættis hefur ekki vakið ódeilda ánægju á Alþingi. Þannig varð ein- um alþingis- manna að orði: „Þetta er bein árás á persónufrelsi þingmanna. Þetta er einmitt tíminn sem við erum helst á ferli til og frá Al- þingishúsinu." að harðnar á dalnum hjá verðbréfafyrirtækjum um þessar mundir og í staðinn fyrir að ávöxtunarkúrfur og gróðatöl- ur séu á hraðri uppleið eins og var á góðærisárunum, eru öll línurit nú í mínusreitnum. Ekki er ólíklegt að þetta ástand leiði til uppsagna í verðbréfadeildum fjármálastofnana með haustinu, ef ekkert rætist úr. Þegar hefur sú breyting orðið á að engin spurn er nú eftir viðskiptafræð- ingum en lögfræðingar lifa gósentíma og eru eftirsóttari en um langt árabil. Þegar ekki er lengur hægt að friða óánægða með framvirkum samningum og loforðum um hlutdeild í væntum gróða eða gengishækkun bréfa, er nú helst rýnt í smáa letrið og deilt um skiptingu þess sem eft- ir er. Þá koma lögfræðingar að góðum notum. Innkaupastofnun Reykjavíkur- , borgar vantar nýjan forstjóra. Á borgarráðsfundi í fyrradag var lagt fram bréf Sigfúsar Jónssonar, for- stjóra, þar sem hann segir starf- inu lausu. Alfreð Þorsteinsson, for- maður stjórnar Innkaupastofnun- ar, og félagar hans hafa þannig nýjan bitling til ráðstöfunar. Islensk erfðagreining gengst fyrir símafundi á Netinu mið- vikudaginn 15. ágúst næstkom- andi, kl. 8:30, í tengslum við út- gáfu afkomutalna fyrir annan árs- fjórðung ársins 2001. Þar munu Kári Stefánsson forstjóri og Hannes Smára- son aðstoðarfor- stjóri tala um afkomutölurnar og svara spurningum um starfsemi fyrirtækisins á öðrum ársfjórð- ungi. deCODE genetics, Inc. móðurfélag íslenskrar erfða- greiningar ehf., mun gefa út fréttatilkynningu um afkomutöl- ur annars ársfjórðungs ársins 2001, miðvikudaginn 15. ágúst, fyrir opnun markaða í New York. Ekki er spurning um að mikill áhugi er fyrir þessum fundi. VIÐ SLYSSTAÐINN Lögreglukona stendur vaktina við staðinn þar sem flugvélin brotlenti á hótelinu. Blómsveigar hafa verið lagðir á jörðina til minningar um fórnarlömbin, sem flest voru af þýsku bergi brotin. af sömu tegund og sú sem fórst, hafa setið á jörðu niðri allt frá því slysið átti sér stað. Samgönguráð- herra Frakka, Jean-Claude Gays- sot, hefur hins vegar látið hafa eft- ir sér að „ef að allt gengur að ósk- um,“ muni Concorde-vélarnar fara aftur í loftið snemma í haust. ■ Helför veldur deilum hjá SÞ: Ráðstefna um kyn- þáttahatur í uppnámi LONPON.AP Deilur um hvort gera eigi greinarmun á ofsóknum nas- ista gegn gyðingum og öðrum þjóðarmorðum hamla undirbún- ingi ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna um kynþáttahatur en hún á að fara fram í Suður-Afríku í lok ágúst. Arabaríki berjast fyrir því að ekkki sé gerður greinarmunur á helför gyðinga og öðrum þjóð- armorðum. Amnesty International hefur, í tengslum við undirbúning ráð- stefnunnar, gefið út skýrslu um kynþáttahyggju í réttarkerfum nokkurra landa, þar á meðal Rú- anda, Tyrklandi, Bandaríkjun- um, Sádí-Arabíu og Bretlandi. „Rannsóknum ber saman um að, einkum í morðmálum, er kyn- þáttur lykilatriði þegar kemur að því að ákveða hvaða brotamenn eru dæmdir til dauða,“ segir þar um Bandaríkin. „Hvítir og svart- ir eru hlutfallslega jafnmargir meðal fórnarlamba morðingja en 80% þeirra sem teknir hafa ver- ið af lífi vegna morða höfðu ver- ið dæmdir fyrir morð á hvítu fólki.“ ■ Flestir eru hálfgerðir veðurfræðingar Þór Jakobsson veðurfræðingur segir að veður komi oftast einhverjum vel. ÞÓR JAKOBSSON Fólk er þegar farið að hringja á Veðurstofuna að spyrja um veðrið um verslunarmanna- helgina. veðurspár „Það sem ég hugsa um er að veður kemur oftast ein- hverjum vel. Þjóðfélagið er það fjölbreytt. Rigning getur komið sér vel fyrir gróðurinn og land- búnaðinn. Rigning hreinsar loft- ið. Það sem verður að vara sig á er að hugsa ekki til þeirra sem búa í öðrum landshlutum. Þegar er sunnanátt með rigningu hér er á sama tíma gott veður fyrir norðan. Þannig að oftast er það þannig að veðrið hentar ein- hverjum," sagði Þór Jakobsson veðurfræðingur, þegar hann var spurður hvort honum þyki hann bera ábyrgð á veðrinu. „Við vinnum þetta í samein- ingu hér á Veðurstofunni þannig það þetta er sameiginlegur boð- skapur. Mér þykir miður þegar búist er við ofsaveðri og þó sjó- menn fylgist vel með er nauð- synlegt að þeir fái spána tíman- lega. Eg veit að þeir eiga eftir að sigla í var og gæftir verða minni. Ekki er það svo að við séu alltaf með góð tíðindi.“ Þór hefur lengi spáð fyrir um veður. Getur verið að hann muni eftir einhverri sérstakri spá. „Það er þá helst á veturna þegar krappar lægðir myndast suður af Grænlandi. Þær geta valdið óvæntum usla hér. Það er helst þegar það gerist. Fæðingar- deildin er annars við Nýfundna- land.“ Nú styttist til verslunar- mannahelgarinnar. „Það er mik- ið hringt í spádeildina. Fólk er spennt - eins fyrir næstu helgi. Það er rigningarhelgi framund- an og vonandi verður hann bú- inn að rigna úr sér um verslun- armannahelgina. Það er ekki minna hringt í okkur á sumrin en veturna. Það er eitt sem er skemmtilegt við þetta að á ís- landi eru allir hálfgerðir veður- fræðingar." Nú er það þannig að í flestum öðrum löndum er nánast sama veðrið heilu árstíðarnar. Það hlýtur að vera léttara að vera veðurfræðingur við þær að- stæður en hér? „Það er enginn vafi á að við búum á einhverju breytingasamasta svæði á jörð- inni. Það er þá ekki bara mót hafsstrauma sem veldur því. Það eru einnig loftstraumar. Það er mikil blessun að við fáum hlýja loft- og hafstrauma. Þetta veldur miklum óróa í lofti. Það er eitt mesta vindasvæði á jörð- inni milli íslands og suðurhluta Grænlands." ■ Einar Rafn Haraldsson, sem þjóðkunnur er fyrir harða framgöngu sem talsmaður álvers í Reyðarfirði, hefur verið skip- aður ræðismaður Finnlands á Austurlandi með aðsetur á Eg- ilsstöðum. Við getum upplýst það hér að Einar Rafn var kall- aður Einar Haraldsson skárri á „dimmission" í Menntaskólanum á Akureyri til aðgreiningar frá nafna sínum Einari Karli, ritstjóra Frétta- blaðsins. Nýi ræðismaðurinn starfar sem framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austur- lands og tekur við ræðis- mennskunni eystra af Theodori Blöndal á Seyðisfirði. | ÞRÚÐA „Ég? Ég vissi ekki hvað hamingja var fvrr en ég kynntist Kalla. Þó var það of seint." (L Æ.fe. m ll! 'V-T-- +

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.