Fréttablaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 7
FRÉTTABLAÐIÐ FIMMTUDACUR 26. júlí 2001 Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna um stóriðju á Austur- landi: Meiri áhættufjárfesting en lagt var upp með STÓRiDifl „Margt hefur komið í ljós að undanförnu sem bendir til þess að um meiri áhættufjárfestingu sé að ræða en lagt var upp með,“ segir Ögmund- ur Jónasson, stjórnarformaður Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins, og á þar meðal annars við yfirlýsingu Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar, um að til álita komi að orkan verði seld um streng til út- landa. Ekki séu því forsendur fyrir lífeyrissjóðinn til að taka þátt í sam- starfshóp sem ætlað er að kynna ál- versframkvæmdir á Austurlandi sem fjárfestingarkost fyrir sex lífeyris- sjóði. Ögmundur segir sjóðinn með þessu ekki vera að bakka út úr sam- komulagi þar sem engin formleg til- laga hafi komið upp innan stjórnar um þátttöku í samstarfshópnum. Hann staðfestir að ákvörðunin sé þvert á vilja launagreiðanda, það er fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, en fram hefur komið skýr vilji þaðan um að LSR taki þátt. „í fyrsta lagi bendum við á að ekki er enn vitað hvort framkvæmdirnar „Coðamenn eru ósvífnir og þeir neita að ræða við hluteigandi aðila. Okkar eina vörn er að sækja þetta mál með fullri hörku," sagði Sigurður Rúnar Friðjónsson, oddviti Dala- byggðar. Forsvarsmenn Coða segja að þegar hafi verið rætt við Dalamenn en ekkert samkomulag hafi náðst. að bændurnir í landinu yrðu að bera ábyrgð á sláturhúsum sínum - „ekki síst með tilliti til sjúk- dómsvarna." Oddvitinn í Dalabyggð segir að þetta hafi verið reynt; að óskað hafi verið eftir „friðsamlegum samn- ingum“ við Goða um að fá hús Af- urðarstöðvarinnar á Búðardal - sem rann inn í Norðvesturbanda- lagið og síðan Goða - til afnota og síðan myndi sveitarstjórnin semja við aðra sláturleyfishafa um slátr- un í húsinu. „Þetta neituðu þeir að ræða við okkur og það er vegna þess að þeir ætla sér að bændur skríði til þeirra á fjórum fótum á síðustu stundu," sagði Sigurður. Úlfar Reynisson, aðstoðarfram- kvæmdarstjóri Goða, segir það ósatt að ekki hafi verið rætt við Dalamenn. Hann staðfestir hins vegar að ekki sé í boði að kaupa eða leigja einstaka sláturhús - öll húsin eru til sölu eða leigu saman. Orð J Úlfars njóta stuðnings landbúnað- j arráðherra sem telur að á íslandi ; séu of mörg sláturhús að slátra fyr- j ir „allt of lítinn markað." „Þess vegna verður markaður- inn að þróa þessa atvinnugrein og bændurnir verða að gera sér grein f fyrir því að þeir bera ábyrgð á sín- ; um sláturhúsum," sagði ráðherr- ann og bætti því við að hann teldi í ekki að ógöngur Goða væri áfellis- dómur yfir sauðfjárrækt á íslandi. „Þetta er hins vegar áfellisdóm- j ur yfir þeim sem standa að slátur- iðnaðinum. Hingað til hafa menn ekki hugsað um þetta sem atvinnu- : veg sem stendur yfir í lengri tíma i og atvinnuveg sem þarf að fara \ fram í færri sláturhúsum en verið \ hefur,“ sagði Guðni. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Kristinn Þór Geirsson, • framkvæmdastjóra Goða, í gær. omarr@frettabladid.is MANNSHEILI Skyldi eigandi þessa heila hafa stamað? Stam: Öðruvísi heili orsök? vísindi Ný rannsókn bendir til þess að óreglulegur heili geti valdið stami. Það hefur löngum verið talið að stam eigi rætur sínar að rekja til tilfinn- ingalegra þátta eins og streitu. í nýrri rannsókn sem greint er frá á frétta- vef BBC komust vísindamenn hins vegar að þeirri niðurstöðu að heili fullorðins fólks sem stamar er óreglulegur á því svæði heilans sem stýrir tungumálum. Vísindamennirn- ir komust að þessu eftir að hafa mælt heila sextán manns sem stama og borið saman við heila sextán manns sem stama ekki. Anne Foundas, vís- indamaður viö'Iúlane háskóla í New Orleans, sem stýrði rannsókninni sagði í samtali við BBC að ef í ljós kæmi að vandamálið væri líffræði- legs eðlis væri hægt að þróa aðferðir sem beindust þeirri hlið vandans. Carolyn Cheasman, talmeinafræðing- ur í London, sagði hins vegar vanda- málið flókið, rannsóknin bætti við þær upplýsingar sem til væru fyrir en úreltu þær ekki. ■ ÖGMUNDUR JÓNASSON Það þjónar illa hagsmunum félaga I lífeyr- issjóðnum að fara út I viðræðum um fjár- festingu sem er jafn óviss og raun ber vitni, segir stjórnarformaðurinn. verði yfir höfuð leyfðar. Umhverfis- mat vegna virkjunar er enn hjá Skipulagsstofnun. í annan stað er ekki víst að verði af fjármögnuninni," segir Ögmundur. Þannig þyki meiri- hluta stjórnarmanna of mikil óvissa í málinu til að vænlegt sé að fara út í alvarlegar viðræður. ■ FLUTT í BURTU Makedónsíkt par ber föggur sínar fyrir framan þinghúsið I Makedóníu fyrradag, þar sem hund- ruð fólks hafði uppi mótmæli. Parið, ásamt fjöl- mörgum öðrum íbúum bæjarins Lesok, norð- vestur af Skjope, þurfti að yfirgefa heimili sitt vegna árása albanskra skæruliða. Atökin í Makedóníu: Uppreisnar- mönnum settir afar- kostir tetovo. makedóniu. flp. Þúsundir skelf- dra Makedóníubúa yfirgáfu borgina Tetovo í gær eftir að stjórnvöld í landinu settu albönskum uppreisnar- mönnum þá afarkosti að draga sig til baka frá borginni ellegar muni nýir hópar hermanna ráðast til atlögu gegn þeim. Að minnsta kosti 500 bílar og tugir rúta, yfirfullar af fólki sem pakkað hafði saman föggum sínum í miklum flýti, yfirgáfu Tetovo og stefndu í átt að Skopje, höfuðborg landsins. Miklir bardagar hafa átt sér stað undanfarna daga í Tetovo á milli upp- reisnarmanna og makedónískra her- manna og eru þetta mestu átök í land- inu í marga mánuði. í kjölfar átak- anna og um leið brots á vopnahléi sem samið hafði verið um, dró úr von- um manna um að friðarviðræður, sem mistókust í síðustu viku, gætu hafist að nýju. Robertson lávarður, aðalrit- ari NATO sagði í gær ástandið í land- inu vera „tvísýnt." Hann ætlar að fljúga í dag til Makedóníu ásamt Javier Solana, fulltrúa utanríkismála hjá Evrópusambandinu til nýrra samningaviðræðna til þess að koma í veg fyrir að borgarastríð brjótist út í landinu. NATO er nú með 3000 manna herlið í biðstöðu tilbúið að hjálpa til við að afvopna uppreisnarmenn í landinu, en segir þó að það muni ekk- ert aðhafst fyrr en pólitískt sam- komulag hefur náðst. ■ —*— Atvinnuhorfur: 39.000 verður sagt upp new york. ap. í bígerð er að segja alls um 39.000 manns upp hjá stórfyrir- tækjum á næstunni. Tilkynnt var um uppsagnirnar í fyrradag og eru frétt- irnar ekki til þess fallnar að auka á bjartsýni um efnahagsástandið. Lucent Technologies Inc. sagði að 15- 20.000 manns yrði sagt upp. Það þýð- ir að fjarskiptafyrirtækið hefur alls fækkað starfsfólki um 32% á árinu. ABB, tækni- og verkfræðifyrirtæki tilkynnti að 12.000 manns yrði sagt upp á næstu 18 mánuðum. Reuters sagði að 1100 manns, eða 6% starfs- krafta, fyrirtækisins yrði sagt upp fyrir árslok 2002. Breska fyrirtækið Invensys sagði að starfsfólki yrði fækkað um 6.000. ■ FRÉTTABLAÐIÐ tilkynnir: Fyrir langa löngu sameinaðist þjóðin við útvarpstækin til að hlusta á fréttir. Þá voru tilkynningar í útvarpi besta tækið til að ná athygli fólks. En nú eru breyttir tímar. Samkvæmt fjölmiðlakönnun PriceWaterhouseCoopers frá síðustu mánaðamótum hlusta aðeins 27 prósent höfuðborgarbúa á kvöldfréttir Ríkisútvarpsins að meðaltali á virkum dögum. Hlustunin er meiri meðal eldra fólks; rúmlega 48 prósent hjá fólki á aldrinum 50 til 67 ára. Hjá fólki á aldrinum 40 til 49 ára er meðalhlustun tæp 33 prósent, tæp 23 prósent hjá fólki á aldrinum 30 til 39 ára og tæp 13 prósent hjá fólki á aldrinum 25 til 29 ára. Því er hætt við að sá tími komi aldrei aftur að þjóðin öll hlusti á það sem tilkynnt er í Ríkisútvarpinu. í sömu könnun kom fram að 72,5 prósent höfuðborgarbúa á aldrinum 25 til 67 ára les hvert tölublað Fréttablaðsins að meðaltali - álíka af öllum aldurshópum. Það er hærra hlutfall en Ríkisútvarpið gat nokkru sinni státað af á velmektardögum sínum. Textinn hér að ofan er 161 orð. Samkvæmt gjaldskrá Ríkisútvarpsins myndi kosta 67.781,- kr. að iesa hann upp fyrir þessi 27 prósent íbúa á höfuðborgar- svæðinu sem hlusta á kvöldfréttir sam- tengdra rása Ríkisútvarpsins. Samkvæmt verðskrá auglýsinga í Fréttablaðinu kostar hálfsíðu auglýsing á þessari síðu 66.000,- kr. Þessi auglýsing sem þú ert að lesa kostar 52.800,- kr. Og hún ber fyrir augu rúmlega 70 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Ekki sætta þig við athygli fárra -þegarþú getur fangað athygli margra FRÉTTABLAÐIÐ Auglýsingadeild: Sími 515 7500

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.