Fréttablaðið - 26.07.2001, Síða 2

Fréttablaðið - 26.07.2001, Síða 2
FRÉTTABLAÐIÐ 26. júlí 2001 FIIVIMTUDACUR KJÖRKASSINN I FLOKKAR STANDI REIKNINCSSKIL Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda á Vísi.is telur að stjórnmálaflokkar eigi að opna bókhald sitt fyrir almenningi. Eiga stjórnmáiaflokkar að opinbera bókhald sitt? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is m._______________________jx% Spurning dagsins í dag: Finnst þér hús Kára Stefánssonar of stórt? Farðu inn á visi.is og segðu þína skoðun ____________________ GEIR HAARDE Afkoma ríkissjóðs varð verulega lakari en hann gerði ráð fyrir. Ríkissjóður: Útgjöldin vaxa um rúm 20 prósent RÍKISFJÁRMÁL Afkoma ríkissjóðs var 5,8 milljörðum lakari en áætl- anir gerðu sögðu til um, þrátt fyr- ir að tekjur væru hærri en ætlað var. Útgjöldin voru 6,8 milljarðar umfram það sem ráð var fyrir gert. Niðurstaða þessa 6 mánaða uppgjörs ríkisjóðs er því að hreinn tánsf járjöfnuður er neikvæður um tæpa 3,7 milljarða en í fyrra var staðan jákvæð um tæpa 13,7 millj- arða. Afkoma fyrir sömu mánuði undanfarin ár hefur verið jákvæð. Tekjuaukning ríkisins milli ár- anna 2000 og 2001 er um 7 millj- arðar, en útgjöldin aukast um 19 milljarða. 8 milljarðar af útgjalda- aukningunni skýrast að sögn fjár- málaráðuneytisins af sérstökum útgjöldum svo sem öryrkjadómi upp á 1,3 milljarða og eingreiðslu vegna uppkaupa á fullvirðisrétti bænda fyrir 780 milljónir. Útgjöld ríkisins hafa vaxið um 21,6% milli áranna 2000 og 2001. Dýrasti málaflokkurinn er Heilbrigðismál og hækka útgjöld til þess mála- flokks um rúma 4 milljarða eða um 19,4 %. ■ —*— Nýherji birtir uppgjör: Tapaði36 milljónum uppcjör Nýherji tapaði 36 milljón- um króna á fyrstu 6 mánuðum ársins samanborið við 185 milljón króna hagnað í fyrra, þar af var söluhagnaður að fjárhæð 178 millj- ónir vegna sölu eigna. Á fyrstu 6 mán- uðum ársins nam gengistap félágs- ins ásamt verðbót- um á tekjuskatts- skuldbindingu 51 milljónum auk þess sem tap dótt- ur- og hlutdeildar- félaga nam 8 millj- ónum. Að sögn Nýherja skýra þessir liðir að verulegum hluta lakari afkomu félagsins á tímabil- inu. Tekjuáætlun félagsins stóðst en afkoman er lakari en gert var ráð fyrir og verður áætlun félags- ins endurskoðuð í ágúst. ■ ÞÓRÐUR SVERRISSON, FORSTJÓRI NÝHERJA Tekjuáætlun Ný- herja stóðst, en afkoman var lak- ari en fyrirtækið gerði ráð fyrir í áætlunum sínum. 2 Hvalveiðiþjóðimar njóta stuðnings PETA: Hvalveiðar vernda líf ÍSLANDSVINIR Talsmaður PETA segir að hvalfriðunarþjóðir vilji banna hvalveiðar en drepi síðan ýmis önnur dýr í miklu meira magni. hvalveiðar Hvalveiðiþjóðum barst óvæntur stuðningur í vikunni þeg- ar dýraverndunarsamtökin Fólk fyrir siðlegri meðferð dýra (PETA) hóf herferðina „Borðum hvali“. Samtökin segja ályktanir Breta, Bandaríkjamanna og ann- arra hvalfriðunarþjóða vera byggðar á hroka þar sem slátra þurfi yfir 1200 svínum til þess að fá sama kjötmagn og í einum blá- hval. Þá segja samtökin að flest dýr sem ræktuð eru til manneldis þurfi að lifa við ömurlegar aðstæð- ur til slátrunardags en hvalir syndi frjálsir um heimshöfin og hafi það því fínt þar til þeir eru veiddir. „Með því að éta hvali væru menn að hlífa ansi mörgum lífum - lífum bæði kúa, kjúklinga, kinda og annarra dýra væri fremur borgið með þessum hætti. Sem dýraverndunarsamtök trúum við á það að vernda skuli öll dýr. Það er mjög auðvelt að fetta fingur út í ís- land, Noreg og Japan og segja að þið ættuð ekki að veiða hvali, en vilji menn vera samkvæmir sjálf- um sér og draga úr þjáningum dýra ættu menn að neyta engra dýraafurða," sagði Bruce Friedrich, talsmaður PETA í London, við Fréttablaðið í gær. Hægt að kynna sér frekar herferð PETA á www.eatthewhales.com. ■ Skemmdarvargur: Rispaði fjölda bíla löcreclumál Fjölmargar tilkynn- ingar bárust lögreglunni í Reykja- vík í gær um rispaða bíla í Hóla- hverfinu. Strax um morgunin barst fyrsta tilkynningin og þær voru síðan að berast allt fram á kvöld. Að sögn lögreglu voru á bil- inu tíu til fimmtán bílar sem höfðu orðið fyrir barðinu á skemmdarvarginum þegar síðast fréttist. Allir bílarnir voru illa skemmdir, rispaðir á báðum hlið- um og að framan og aftan. Engin sökudólgur hafði náðst þegar síð- ast fréttist. ■ Krefjast stöðvun fram- kvæmda við hús Kára Verðandi nágrönnum Kára Stefánssonar í Skerjafirði ofbýður stærð fyrirhugaðs 536 fermetra einbýlishúss hans og kreíjast þess að framkvæmdir á lóðinni verði stöðvaðar. Þeir segja hús Kára á stærð við félagsheimili og að hús þeirra muni líta út eins og „smákofar" í samanburði. HIÐ LÍPARfTKLÆDDA HÚS KÁRA STEFÁNS- SONAR Byggingatreitur lóðar Kára Stefánssonar við Skelja- tanga var fyrst og fremst stækkaður til suðurs. Hér sést austurhlið hússins sem er á að giska 29 metrar að skjólgirðingunni frátalinni. Mesta hæð húss- ins á að vera 5,7 metrar sem er 2,1 metrum hærra en nokkurt annað hús við götuna. Arkitekt er Hjörleif- ur Stefánsson, bróðir Kára. m'isBVGGiNCAR Þrír væntanlegir nágrannar Kára Stefánssonar í Skerjafirðinum hafa krafist þess að nýhafnar framkvæmdir við fyrirhugað einbýlishús Kára við Skeljatanga verði stöðvaðar og að byggingarleyfi vegna hússins verði fellt úr gildi. Fjöldi annarra húseigenda gerði athugasemdir við húsið þegar það var kynnt í vor vegna hæðar og umfangs þess. Nágrannarnir kærðu upphaf- lega húsbygginguna til úrskurð- arnefndar bygginga- og skipu- lagsmála í lok maí því þeim þykir húsið vera alltof stórt fyrir lóð- ina. Við meðferð málsins hjá skipulagsyfirvöldum hefur upp- haflegur byggingarreitur lóðar- innar verið stækkaður verulega og deiliskipulaginu verið breytt fyrir þessa einu lóð til að koma til móts við óskir Kára. Þau sem kæra er Guðmundur Jónsson húsasmiður, sem býr ská- hallt ofan við Kára að Fáfnisnesi 4, og hjónin Herdís Hallvarðs- dóttir og Gísli Helgason sem búa við hlið lóðar Kára, vestan megin, en hús þeirra stendur að Skild- inganesi 6. Ekki náðist í Guðmund en Gísli sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þau Herdís vildu ekkert láta hafa eftir sér um kæruna. Hann tók þó fram að þau ættu ekki í ófriði við Kára þó þau vildu að kæra þeirra fengi eðlileg með- ferð. Búast við að áðurnefnd úr- skurðarnefnd taki afstöðu til kröfunnar um stöðvun fram- kvæmda í næstu viku. Nefndin þarf að meta hvort líklegt sé að húsbygging Kára falli ekki að ný- gerðu skipulagi og hvort það sé málefnaleg málsferð sem upp- fyllir jafnræðisreglu að borgin breytti deiluskipulagi þessarar einu lóðar. Reglur segja að jafnan eigi ekki að breyta deiliskipulagi fyrir smærri svæði enn eina götu. Herdís og Gísli segja í kæru sinni frá því í lok maí að þau furði sig á að samykkt hafi verið að stækka byggingarreitinn á lóð Kára og leyfa þar tvílyft hús því að borgaryfirvöld hefðu nokkrum vikum fyrr neitað eigendum hússins austan við Kára í Skelja- tanganum um að lengja bygging- areitinn og reisa tvílyfta viðbygg- ingu. Gísli og Herdís segja síðan í kæru sinni að þau telji freklega að sér vegið því að einbýlishús þeirra, sem mun vera um 200 fer- metrar, verði eins og „smákofi" við hlið húss Kára, sem þau reyndar segja vera „á stærð við lítið félagsheimili". gar@frettabladid.is Frægasta kona Indlands myrt í gær: Ræningjadrottning féll fyrir hendi morðingja RÆNINGJADROTTNINCIN SYRGÐ nýja pelhl AP. Phoolan Devi, betur þekkt sem ræningjadrottningin (Bandit Queen), var myrt fyrir utan heimili sitt í Nýju Delhi á Ind- landi í gærmorgun. Morðingjarnir þrír flúðu af vettvangi. Gert var hlé á störfum þingsins eftir að inn- anríkisráðherra Indlands, L.K. Adani hafði greint þingmönnum frá morðinu á Devi sem síðustu æviár sín var þingmaður Sama- jwadi-flokksins. Ótalmargar goðsögur hafa skapast um skrautlega ævi Devi og ýmislegt er, að sögn BBC og The Guardian, á huldu um ævi hennar, ekki síst vegna hennar eig- in missagna um ýmis æviatriði. Víst er þó talið að hún fæddist fyrir 43 árum í fátæka fjölskyldu sem tilheyrði lágstétt í hinu stran- ga stéttarkerfi hindúismans. Ell- efu ára gömul var hún gift manni, sem var þrisvar sinnum eldri en hún. Hjónabandið leystist upp ári síðar og Devi slóst í lið með stiga- mönnum og leiddi síðar hóp þeirra. Árið 1981 varð Devi fræg um ger- vallt Indland eftir að flokkur henn- ar var bendlaður við fjöldamorð á 22 mönnum, flestum úr æðri stétt- um hindúa, sem áttu sér stað í bænum Behmai á norður Indlandi. A LEIÐ 1 PINGIÐ Phootan Devi á leið til vinnu sl. mánudag. Sagt er að Devi hafi borið kennsl á tvo rnenn í þorpinu sem hafi áður nauðgað henni og myrt elskhuga hennar og hún því fyrirskipað fjöldamorðin. Devi var eftirlýst um allt Ind- land í kjölfar morðanna en slapp ávallt úr greipum lögreglunnar. Á þessum tíma var hún orðin mjög vinsæl meðal lágstétta á Indlandi vegna orðstýrs síns en sögur her- mdu að flokkur hennar rændi þá ríku og gæfi þeim fátæku. Ind- versk yfirvöld segja það hins veg- ar goðsögn eina. Hún gaf sig fram við lögreglu árið 1983 en þá voru flestir liðsmenn hennar fallnir í valin og hún sjálf veikburða. Eiginmaður Devi, Umedh Singh, (t.h. í gulri skyrtu) og ættingjar í kringum lík hennar á spítalanum í gær. Devi sat í fangelsi í ellefu ár, saklaus af fjöldamorðunum að eig- in sögn. Sama ár og hún var leyst úr haldi var frumsýnd mynd byggð á ævi hennar sem sló í gegn um heim allan. Hún var gerð án samráðs við Devi sem var ósátt við myndina. Devi sat á þingi í fimm ár, sem út af fyrir sig er talið ein- stakt afrek fyrir ómenntaða konu úr lágstétt. Sjálf sagðist hún full- trúi þeirra sem hefðu verið mis- notaðir af þeim sem hærra eru settir í samfélaginu. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.