Fréttablaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 16
16 FRÉTTABLAÐIÐ 26. júlí 2001 FIMIVITUPAGUR íyrir alvöruferðalanga SOKKAR Bridgedale frá 990 NANOQ+ lífið er áskonm! ALFABAKKA 8, SIMI 587 8900 www.samfilm.is HACATORCI, SIMI 530 1919 Þar sem allir salir eru stórir HÁSKÓLABÍÓ Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15 Sýnd m/ensku tali kl. 4,6, 8 og 10 Sýnd m/íslensku tali kl. 4, 6 og 8 FILIVlUNDtiR LUÐRASVEIT OG BRU Sýnd kl. 4,6,8 og 10 vit 243 |SHREK (BLtal) KLAÁBoglílP'l Sýnd kl. 4,6,8 og 10 (enskt tal) vit ia4 jCROCODILE DUNDEE IN LA kL4og6Í|8B| IdRIVEN kl. 5.50,8 og 10.10 IH lEVOLUTION kl. a.ioog 10.10IH ITHE MUMMY RETURNS kL 3.50 og 6|H jPEARL HARBOR kLslH NÝIST1LUNN KHSARANS (ÉL taQ kl.3.45ÍH Katrina Bayonas, talsmaður Penelope Cruz, segir hana og Tom Cruise vera par. Bayonas sagði við dagblað- ið E1 Mundo að þau hefðu hist reglulega síðan Cruise fagnaði af- mæli sínu fyrr í þessum mánuði. Pat Kingsley, tals- maður Cruise, staðfestir þetta einnig en skötuhjúin reyndu að leyna sambandinu með litlum ár- angri. Cruise og Cruz hittust við tökur á Vanilla Sky, sem frum- sýnd verður á næsta ári. Kryddstelpan Victoria Beck- ham, Snobbkryddið, svaraði spurningum frá æstum aðdáend- um í beinni út- sendingu á heima- síðu sinni fyrir stuttu. Til þess notaði hún vef- myndavél. Aðdá- endurnir spurðu m.a. hvernig væri að vera móðir og að eiga tvo Rottweilerhunda. Himdarnir heita Puffy og Snoop eftir rappstjörn- unum Snoop Doggy Dog og Puff Daddy, sem ber nú nafnið P. Diddy. Hún sagðist vilja eignast fleiri börn en ætla að bíða með það í smá tíma. Hún sagðist vera ánægð með gott gengi vinkvenna sinna úr Spice Girls. „Það er frá- bært að sjá hvað þær hafa náð langt. Ég vona að þær hafi lært eitthvað af mér,“ sagði Victoria. Britney Spears hefur verið gagnrýnd af dýraverndunar- samtökunum RSPCA fyrir að láta hundana sína fylg- ja með húsinu í Louisiana sem hún er að selja. Húsið | kostar eina og hálfa milljón | punda og fylgir Terrier hundurinn Baby og tveir varðhundar með. Faðir Britneyjar segir að hund- arnir fylgi með því þau hyggist flytja í nýtt húsnæði, marga kíló- metra í burtu. Samtökin segja hinsvegar að táningsstjarnan gefi vont fordæmi með sölunni. r\\ UNGFRÚ SKANDINAVfA? Iris Björk Árnadóttir keppir I Ungfrú Skandinavla ásamt Svanhildi Björk Hermannsdóttur. Iris segist vera orðin spennt og er þegar byrjuð að undirbúa sig fyrir keppnina. Kominn tími á Island íris Björk Árnadóttir keppir fyrir íslands hönd í Ungfrú Skandinavía ásamt Svanhildi Björk Hermannsdóttur. Þær munu keppa í stað Ragnheiðar Guðfinnu sem kjörin var Ungfrú Island. fegurð Ragnheiður Guð- finna Guðnadóttir sem sigr- aði í Fegurðarsamkeppni Is- lands mun ekki verða full- trúi landsins í alþjóðlegum fegurðasamkeppnum þar sem hún er ólétt. Stúlkurnar sem lentu í næstu sætum á eftir munu hlaupa í skarðið í hennar stað. „Hún þarf hvorki að afsala sér titlinum né verður svipt honum,“ sagði Elín Gestsdóttir, skipuleggjandi Fegurðar- samkeppni íslands, þegar Fréttablaðið hafði samband við hana í gær. „Stúlkurnar sem lentu í sætunum fyrir neðan munu keppa í hennar stað. Þær hafa hingað til ekki staðið sig verr heldur en þær sem hafa lent í fyrsta sæti.“ „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Ég er orðin mjög spennt og er þegar farin að undirbúa mig fyrir hana,“ sagði íris Björk Árnadóttir, sem tekur þátt í keppninni Ungfrú Skandinavía sem fram fer í Finnlandi daganna 26. september til 5. októ- ber ásamt Svanhildi Björk Hermannsdóttur, Ungfrú Suðurnes. „Við munum ferðast um Finnland en keppnin sjálf fer fram á sveita- setri." íris Björk starfar í móttökunni hjá Securit- as og hyggur á rekstrar- og bókhaldsnám í Við- skipta- og tölvuskólanum. í und- irbúningi fyrir svona keppni þurfa stúlkurnar að stunda lík- amsrækt, trimmform og fara í förðun. „Svo þarf maður að lesa svolítið um ísland til að geta svarað ýmsum spurningum í keppninni sjálfri. Viðtalið í þess- ari keppni skiptir rosa miklu máli.“ ÓLÉTT Ragnheiður Guð- finna Guðnadóttir tekur ekki þátt í Miss International keppninni f Japan. íris Björk segist ekki vita hvað sigur í slíkri keppni þýðir. „En ég veit að þrjú fyrstu sætin þýða yfirleitt eitthvað. Þær sem lenda í þeim sætum verða að skuldbinda sig til að taka þátt í sýningum og svona. En við eigum eftir að ræða þetta betur við El- ínu framkvæmdastjóra. Það er nú kominn tími til að ísland fari að taka þetta,“ sagði íris en Dag- mar Ýr vann þess keppni síðust íslendinga árið 1998. Elín hefur komið að skipulagn- ingu keppninnar í sex ár. Hún segir keppendur geti ekki farið út í stærri keppnir ef þær séu ólétt- ar. „Það gefur náttulega augaleið. En Ragnheiður missir af þeim tækifærum sem hún hefði annars fengið, að fara til útlanda og vera fulltrúi okkar þar.“ íris Dögg Oddsdóttir, sem lenti í þriðja sæti í Fegurðarsamkeppni fslands, fer í Miss International í Japan í stað Ragnheiðar. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.