Fréttablaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 17
FIMIVITUDACUR 26. júlí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 17 Hliðarspor Boris Becker: Líkir ást- manninum við hraðlest SKYNDIKYNNI Angela Ermakova, rússneska módelið sem átti í fimm mínútna ástarsambandi við þýska tennisleikarann Boris Becker segir að það hafi verið rómantískasta stund lífs síns. Hún líkir Þjóðverjanum við hrað- lest. Ermakova, sem er 34 ára, sagði í viðtali við þýska tímaritið Bunte, að sú stutta stund sem þau eyddu saman inní kústaskáp hefðu verið sem draumi líkast og henni hefði liðið eins og Ösku- busku. Ermakova varð ólétt í kjölfarið og vann nýlega mál sem hún höfðaði gegn Becker, sem verður að borga henni og dóttur þeirra 3,300 pund á mánuði í framfærslu. Becker segist hafa gert mikil mistök með því að fara inní í kústaskápinn en Ermakova lítur ekki sömu augum á málið. „Boris dró mig inní kústaskáp- inn og varð æstari með hverri sekúndu. Það var ómögulegt að reyna að stoppa hann, því hann var orðinn svo æstur. Það hefði verið eins og að stöðva hraðlest," sagði Ermakova, í fyrsta skipti sem hún tjáir sig opinberlega um málið. „Mér leið eins og Ósku- busku í fallegum draumi. Boris var eins þýskur riddari." Ermakova vonast til að mynd- ir sem birtust af 16 mánaða gam- alli dóttur þeirra í þýska tímarit- inu verði til þess að hann muni hafa samband við þær. „Ég vona að þegar Boris sjái þessar mynd- ir af Önnu muni hjartað hans taka kipp. Fyrir hann verður það eins og að sjá sína eigin spegilmynd á unga aldri." Að sögn The Evening Standard er Becker að byggja hús handa mæðgunum í London. í upphafi neitaði hann þó að vera faðir Önnu og bar það fyrir sig að rúss- neska mafían hefði stolið sæði úr sér. Það var ekki fyrr en hann hafði gengist undir DNA próf að hann viðurkenndi að hafa verið með fyrirsætunni. Fyrr í þessum mánuði samþykkti hann að greiða þeim meðlag, í það minnsta næstu 17 ár. ■ HRAÐLESTIN Þýska tennisstjarnan Boris Becker fór mik- inn í kústaskápnum að sögn barnsmóður hans (innfelda myndin). Hann hefur loks gengist við barninu. E CROCODILE DUNDEEIN LA kt 6,8 og 10! "'Jj Ipeárl harbour kl.6og9.3Ö10 |SPOT |dr. DOOLITTLE 2 yjLiQ COLDPLAY ásamt sénstökum gestum Laugandalshöll 22. ágúst 2001 Miðasala hePst í SkíPunni Laugavegi & Kringlunni og á www.val.is mánudaginn 30. júlí kl. 10:00.18 ára aldunstakmank. IroBORa) " RAD 10X103.7 LAUGAVEGI 94, SIMI 551 6500 EVOLUTION Sýnd kl. 6, 8 og 10

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.