Fréttablaðið - 26.07.2001, Page 19

Fréttablaðið - 26.07.2001, Page 19
FIMMTUPAGUR 26. júli 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 19 Gönguferð um Þingvelli: Gengu um í leiðslu og sáu fornar hetjur söguferð í seinustu fimmtudags- kvöldgöngu sumarsins á vegum þjóðgarðsins á Þingvöllum mun Sumarliði ísleifsson fjalla um tilurð Þingvalla sem ferðamannastaðar. Rætt verður um komu fyrstu ferða- manna til Þingvalla undir lok 18. aldar, fjallað um það hvernig þeim smáfjölgaði og hvað vakti áhuga þeirra. í fyrstu var það einkum náttúra Þingvalla sem laðaði ferða- menn til sín en er líða tók á 19. öld varð menning og saga staðarins helsta aðdráttaraflið. Stóraukinn áhugi á norrænni menningu í Vestur-Evrópu og ekki síður á Bretlandseyjum varð til þess að töluverður fjöldi ferða- manna leitaði hingað til lands til þess að kanna söguslóðir og urðu Þingvellir þá vitaskuld helsti við- komustaðurinn. Þetta fólk gekk undir nafninu sögupílagrímar og leit nánast á staðinn sem mynd- skreytingu við íslendingasögurnar sem voru þýddar og gefnar út á ensku og þýsku, hver á fætur annarri, á ofanverðri 19. öld. Sumir sögupílagrímanna lýstu því hvern- ig þeir gengu um eins og í leiðslu og þóttust sjá fyrir sér fornar hetjur á gangi í Almannagjá. PRESTURINN A ÞINGVÖLLUM Myndin er teiknuð af J. Ross Browne sem ferðaðist um landið árið 1862 og hitti prestinn á Þingvöllum. Gangan hefst klukkan 20.00 og lagt verður af stað frá útsýnisskíf- unni á Hakinu. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Nánari upplýsingar um gönguna má fá í þjónustumiðstöð þjóðgarðsins og á heimasíðu þjóðgarðsins www.thing- vellir.is ■ DæmigerÖ bresk löggusaga Cold Is The Grave er ellefta bók Peters Robinson. Sögur hans um lögregluforingjann Alan Banks gerast í Yorkshire en oft berst leikurinn til nágranna- byggða. Söguþráðurinn spinnst hægt áfram, svona álíka hægt og rannsóknarvinna lögreglumanna gengur eflaust oft og tíðum. Það sem bjargar bókinni frá því að verða álíka spennandi og lög- regluskýrsla eru augljósir hæfi- leikar höfundarins. Hin hægfljót- andi frásögn verður aldrei leiðin- leg. Þegar lesandinn er um það bil að styggjast vegna smámuna PETER ROBINSON: Cold is the grave MacMillan 2000 (harðspjalda) 464 bls. eins og lýsinga á fatnaði, mat og víni og fortíðarpælinga söguper- sónanna gerist eitthvað áhuga- vert og hin hægfara frásögn gleypir athyglina á ný. Alan Banks er kannski ekki eins eftirminnilegur og Morse, Dal- gliesh, Wexford eða Rebus en hann ætti að falla sérlega vel í kramið hjá þeim sem eru á sama aldri og hann og voru unglingar í kringum 1970. Ingvi Þór Kormáksson Á efri hæð Hafnarborgar stendur Þjóð- minjasafn fslands fyrir sýningu á Ijós- myndum eftir Hans Malmberg frá því um 1950. Sýningin nefnist fsland 1951. Sýningin er opin alla daga nema þriðju- daga og henni lýkur 6. ágúst. í Sverrissal Hafnarborgar er sýning á vegum Þjóðminjasafns Islands á skotskíf- um úr fórum Det Kongelige Kjoben- havnske Skydeselskab og Danske Broderskab. Sýndar eru um 15 skotskífur frá árunum 1787-1928 með íslensku myndefni eða frá íslenskum félögum skotfélagsins. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga og henni lýkur 6. ágúst. í Árbæjarsafni standa yfir nokkrar sýn- ingar. í Lækjargötu 4 er sýningin Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar. í Kjöt- húsi er sýningin Saga byggingatækn- innar. í Likn er sýningin Minningar úr húsi. Sýningin í Suðurgötu 7 ber yfir- skriftina: Til fegurðarauka. Sýning á út- saumi og hannyrðum. l'Efstabæ má sjá hvernig tvær fjölskyldur bjuggu í húsinu um 1930. Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur stendur Ijósmyndasýning Henri Cartier-Bresson I Grófarsal, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Sýnd eru verk franska Ijósmyndarans sem nú er á tíræðisaldri. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-17 og um helgar kl. 13-17 og stendur til 29. júlí. Arí n/lagg sýnir Ijósmyndir á Atlantic í Austurstræti og er þetta er fyrsta einka- sýning Ara. Þema sýningarinnar á Atlant- ic er íslenski fáninn. Gengið er inn frá Austurvelli. i Byggðasafni Hafnarfjarðar standa yfir sýningarnar Blóðug vígaferli og Götulif víkinganna í York . Um er að ræða tvær sýningar, annars vegar endurgerð á götu í vikingaþorpi og hins vegar sýn- ingu þar sem má sjá beinagrind og hauskúpur víkinga sem féllu í bardög- um. Sýningarnar eru opnar alla daga frá 13 til 17 og standa til 1. október. Ljósmyndasýning grunnskólanema sem í vetur hafa unnið undir hand- leiðslu Marteins Sigurgeirssonar stendur yfir í Gerðubergi. Opnunartími sýningarinnar er virka daga frá 12 til 17 og stendur sýningin til 17. ágúst. MYNPLIST____________________________ Guðný Rósa Ingimarsdóttir heldur sýn- ingu á galleri@hlemmur.is. Þetta er hennar sjötta einkasýning. Sýningin ber yfirskriftina Tognuð tunga en þar ferðast listakonan á milli nokkurra augnablika með aðstoð verka frá þessu og síðasta ári. Opnunartími galleri@hlemmur.is er frá fimmtudegi til sunnudags, kl. 14-18. Sýningunni lýkur 12. ágúst. Ólöf Björk Bragadóttir, Lóa, hefur opnað myndlistarsýningu í sal félagsins Islensk grafík í Hafnarhúsinu,hafn- armegin. Á sýningunni eru Ijósmyndir í lit teknar á flóamarkaðnum í borginniMontpellier í Suður- Frakklandi. Á myndunum má finna hluti sem teknir eru úr sínu vanalega samhengi. Sýning franska myndlistarmannsins Paul-Armand Gette Mind the volcano! - What volcano? stendur nú i Ljósaklifi vestast í Hafnarfirði. Aðkoma að Ljósaklifi er frá Herjólfsbraut Sýningin stendur til 6. ágúst og er opin daglega frá kl. 14.00 til 18.00. I Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5, stendur sýning á teikningum eftir Erlu Reynisdóttur van Dyck. Erla notar auk blýants ýmis óhefðbundin áhöld eins og reyrstifti, fjaðrir og finguma Hún notai einnig báðar hendur jafnt í listsköpun sinni. Sýningin er opin á verslunartíma og stendur til 8. ágúst. Líf og dauði. Hvaðan komum við - hvert förum við? Helga Birgisdóttir og Olga Pálsdóttir sýna í listasalnum Man, Skólavörðustíg 14. Listakonurnar hafa nýlokið námi frá Listaháskóla íslands og tengist yfirskrift sýningarinnar þema sem þær unnu að í lokaverkefnum sínum. Sýndir eru leirskúlptúrar og grafísk verk. Sýningin er opin virka daga kl. 10 til 18 og kl. 14 til 18 um helgar. Henni lýkur 29. júlí. Ungur Norðmaður, Stian Rönning, sýnir nú í Gallerí Geysi við Ingólfstorg. Sýningin hefur yfirskriftina Sérð Þú það sem Eg sé. Hann sýnir Ijósmyndir sem eru teknar á Thailandi, Laos, Noregi og ísland á árunum 1999 til 2001. Sýningin stendur til loka ágúsL í Listasafni Reykjavíkur -Kjarvalsstöðum er sýning sem ber nafnið Flogið yfir Heklu. Sýningarstjóri er Einar Garibaldi Eiríksson myndlistarmaður og prófessor við Listaháskóla islands. Á sýningunni getur að líta mismunandi myndir Heklu sem sýndar eru hlið við hlið. Sýningin stendur til 2. september. í miðrými Kjarvalsstaða er sýning sem ber yfirskriftina 1461 dagur. Þar sýnir Grétar Reynisson vaxtarverkefni af þeirri tegund sem á ensku væri kallað „work in progress." Sýningin stendur til 19. ágúst. áw (^ardpíöntustödin /\ isaÆwcflosD ' ' Beygt 3 km austan viö Hverageröi Fallegar og harðgerðar plöntur í úrvali Tré og runnar ígarða, skógrœkt og skjólbelti. Einnig alparósir, klifurplöntur, berjarunnar, sígrœnir dvergrunnar og fjölœr blóm og sumarblóm. ??ÍZ.a\1« ?-f Sími: 483 4840 fra kl. 10 tll 19 Fax: 483 4802 Veffang: http://www.natthagi.is Netfang: natthagi@centrum.is ◄ReykjaviK Afsláttur allt að 70%! Útsalan í Byggt og búið er engri lík. Þar er fjöldi góðra muna fyrir heimilið á frábæru verði. Kringlunni Gagnlegir munir fýrír heimilið á útsölu! Utsala Utsala 20% aukaafsláttur íounn tískuverslun v/Nesvegi, Seltjarnarnesi, sími 561 1680 Kringlunni, 2. hæð, sími 5881680

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.