Fréttablaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 26. júlí 2001 FiMMTUDAGUR Hjúkrunarfræðingar: Þreiflngar hjá Sátta kjaramái Samninganefnd hjúkr- unarfræðinga hefur tvívegs fund- að með saminganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í Karphúsinu eftir að félagsmenn felldu ný- gerðan kjarasaming í atkvæða- greiðslu. Herdís Sveinsdóttir for- maður Félags íslenska hjúkrunar- fræðinga segir að menn séu að þreifa fyrir sér í von um að saman gangi. Hún bjóst við því í gær að fleiri samningafundir yrðu haldn- ir í vikunni. Hún segir að ef ekki semst fyrir byrjun næstu viku muni stjórn og samninganefnd fé- lagsins endurmeta stöðuna. ■ Stærsta olíumengunar- slys Danmerkur: Bilun í stýri- búnaði olli árekstri KAUPMANNAHÖFN. DANMÖRKU. AP. Bilun í stýrisbúnaði varð til þess að þýskt olíuflutningaskip beygði óvænt til hliðar og rakst á sykur- flutningaskip á fjölfarinni skipa- leið í Eystrasalti í marsmánuði með þeim afleiðingum að 2,9 milljónir lítra af olíu láku í hafið og ráku á strendur Danmerkur í stærsta olíumengunarslysi sem orðið hefur undan ströndum landsins. Þetta kemur fram í skýrslu dönsku haffræðistofnun- arinnar um slysið sem gerð hefur verið opinber. í skýrslunni er ein- nig sett út á það hversu skipin voru nálægt hvort öðru áður en ol- íuskipið beygði til hliðar og olli slysinu. Allt að 3000 endur, svanir og mávar dóu eftir að hafa verið þaktir olíu, sem síðan var skafin burt af ströndum Danmerkur á sex vikna tímabili. Dönsk yfirvöld íhuga nú hvort hefja skuli mál- sókn gegn þýska fyrirtækinu. ■ ■4- Geimskutlan Atlantis ekur eftir flugbraut- inni við Kennedy geimferðarstöðina sköm- mu eftir lendingu. Bandarísk geimferja: Atlantis komin heim eftir vel heppnaða för CANAVERALHÖFÐI. FLÓRÍDA. AP. Geim- ferjan Atlantis lenti í gær mjúklega á jörðinni eftir að hafa lokið upp- setningu lofthlera sem auðveldar mönnum geimgöngu í alþjóðlegu geimstöðinni. Geimferjan, með fimm geimfara innanborðs, lenti á flóðlýstri flugbrautinni við Kenn- edy geimferðastöðina eftir að eins dags töf hafði orðið á lendingunni vegna rigningar. Alls tók það geim- farana 13 daga að ferðast út í geim- inn og setja upp hlerann, sem kost- aði 164 milljónir dala. Næsta geimskutla til að fara út í geim er Discovery, sem áætlað er að fari á loft þann 9. ágúst. Hún mun flytja nýja áhöfn í alþjóðlegu geimstöðina og flytja síðan til baka þá tvo Bandaríkjamenn og einn Rússa sem hafa verið þar að störfum síð- an í mars. ■ Starfshópur um fjármögnun Reyðaráls: Engin viðskiptcdeg rök hjá LSR stóriðja „Ég hef ekki séð nokkur rök hjá Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins fyrir því að hafna þátttöku í starfshópi lífeyrissjóð- anna um Reyðarálsverkefnið," segir Halldór Björnsson, vara- forseti ASÍ, og bendir á að starfs- hópnum sé einmitt ætlað að gera aðilum kleift að átta sig á eðli mögulegrar fjárfestingar. Af- staða stjórnar LSR sé undarleg þar sem þátttaka í hópnum feli ekki í sér skuldbindingu. Fjár- málaráðherra, f.h. launagreið- enda, kynnti þá afstöðu sína á ný- legum stjórnarfundi í LSR að rétt væri fyrir sjóðinn að taka þátt í starfshópnum. „Ég lít þannig á málið að hjá LSR sé að koma fram pólitísk andstaða við framkvæmdina. Það hefur t.a.m. komið fram hjá ein- um stjórnarmanni þeirra, Ög- mundi Jónassyni, að hann er al- gerlega á móti framkvæmdinni," segir Halldór. Andstaðan byggist þannig ekki á viðskiptalegum rökum. „Það er verið að setja hæfa menn í að fjalla um málið og þegar það liggur fyrir þá er það í valdi stjórnar hvers lífeyr- issjóð fyrir sig að meta kostinn," segir Halldór og bendir á að ákvörðun LSR muni hugsanlega þyngja byrðina hjá þeim fimm sjóðum sem eftir eru. ■ HALLDÓR BJÖRNSSON LSR er einn stærsti sjóðurinn þannig að ákvörðun þeirra gæti komið sér illa fyrir þá sem eftir eru, segir varaformaður ASÍ. Við væntum mikils af Islcindssíma Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, bendir á að samið hafi verið frá upphafi um lán til Islandssíma með breytirétti i hlutafé við skráningu. LANDSBANKINN Vill með aðild að (slandssíma tryggja að Landsbankinn verði í forystu við að auðvelda viðskiptavinum aðgang að fjármálaþjónustu, m.a. með sjálfvirkum greiðslum og annarri þjónustu í samstarfi við framsækið fjarskiptafélag, hlutabréf ;,Við viljum með aðild okkar að Íslandssíma tryggja að Landsbankinn verði í forystu við að auðvelda viðskiptavinum að- gang að fjármálaþjónustu, m.a. með sjálfvirkum greiðslum og annarri þjónustu í samstarfi við framsækið fjarskiptafélag," sagði Halldór J. Kristjánsson banka- stjóri í samtali við blaðið í gær. Forsendur Landsbankans fyrir aðkomu að fjármögnun íslands- síma eru óbreyttar og koma skýrt fram í úboðslýsingu, að sögn Hall- dórs, það er að bankinn telur að tækniþróun í fjarskiptum verði hröð og að mikilvægir samstarfs- fletir séu milli fjármálafyrir- tækja og fjar- f skiptafyrir- tækja. „Þetta sjónarmið er óbreytt og við væntum mikils í samstarfinu til hagsbóta [ fyrir viðskipta- vini beggja fyr- irtækja." H a I 1 d ó r sagði að frétt á forsíðu blaðs- ins í gær um skipulagsbreyt- ingar hjá Íslandssíma hefði komið sér spánskt fyrir sjónir. Hann hefði í fyrsta lagi tekið skýrt fram að það væri vinnuregla Lands- bankams að fjalla ekki opinber- lega um samskipti við einstaka viðskiptavini. Fullkomin banka- leynd ríkti um öll slík samskipti. í öðru lagi hefði frá upphafi ver- ið samið um lán bankans til fé- lagsins á þann veg að það væri með breytirétti í hlutafé við skráningu. Eins og skýrt kæmi fram í útboðslýsingu hefði bank- inn nýtt þann rétt eins og til stóð síóastliðið vor í fullu samræmi við stefnumið sín. í fréttinni hafi síðan verið vikið að starfi Viðars Þorkelssonar, fjármálstjóra ís- landssíma. „I því sambandi vil ég taka fram að Viðar, sem er fyrrverandi svæðisstjóri Lands- bankans, tók við starfi hjá ís- landssímasamstæðunni fyrir tæpu ári og breyting á starfs- sviði hans hjá Íslandssíma nú í byrjun júlí éf alfarið ákvörðun félagsins.“ ■' Arkitektafélag Islands: Ekki fyrir fram á móti breytingum VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON BORGARFULLTRÚI Segir mjög sérkennilegt ef arkitektar ætla að þegja þunnu hljóði SKIPULAG Stefán Örn Stefánsson formaður Arkitektafélags íslands segir að félagið hafi ekkert f jallað um áformaða sameiningu Borgar- skipulags og embættis byggingar- fulltrúa. Hann segir að félagið sé hins vegar ekki fyrir fram á móti breytingum innan þessa stjórn- kerfis, auk þess sem ekkert sé heilagt í þeim efnum. Hann telur jafnframt að það sé margt í þess- um hugmyndum sem gæti horft til mikilla bóta og styrkt þessar stofnanir. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi sjálfstæðismanna segir að það sæti furðu og sé mjög sérkennilegt ef Arkitektafélag ís- lands ætlar að þegja þunnu hljóði yfir þessum áformuðum breyting- um. Hann telur með þeim sé verið að gera mikil mistök og það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar þegar verið sé að svipta Borgarskipulagi sjálfstæði sínu með þessari sameiningu. í því sambandi bendir hann á að á sín- um tíma hefði það verið mikið baráttumál arkitekta að efla sjálf- stæði Borgarskipulagsins. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.