Fréttablaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 15
FIIVIIVITUPflCUR 26. júlí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ Ánægðir andstæðingar: Ferrari ánægðir með Mika Hakkinen Þjálfaramál Leeds United: O'Leary verður kyrr knattspyrna Peter Ridsdale, stjórnarformaður Leeds, neitar því að hann hafi gefið David O’Le- ary þjálfara leyfi til að fara til Manchester United. Fjölmiðlar sögðu fyrir stuttu að stjórn Leeds væri sátt við að O’Leary gerðist arftaki Alex Fergusonar hjá ensku meisturunum en Skotinn hyggst hætta þjálfun eftir næsta tímabil. Ridsdale hefur hinsvegar dregið fréttirnar til baka. „Leyfið mér að koma einu máli á hreint,” sagði Ridsdale. „O’Leary verður kyrr og þetta er ákvörðun okkar beggja.” ■ kappakstur Michael Sehumacher, þýski ökuþórinn í Formúlu 1, segist vera ánægður með að Mika Hakkinen skildi fara með sigur af hólmi í Silverstone kappakstrinum, þótt hann hafi verið hans helsti keppinautur síðus.tu ár. Sömu sögu er að segja af Ross Brawn, tæ'knistjóra hjá Ferrari en Mika hefur gengið af- leitlega það sem af er keppnis- tímabilinu. Mika á ekki mögu- leika á heimsmeistaratitlinum í ár og er því engin ógn við Schumacher en hann varð heims- meistari fyrir tveimur árum. Að sögn Brawn sýndi Finninn það með sigrinum að hann þráir að keppa í Formúlu 1. „Hann hefur átt ömurlegt keppnistímabil. Áður en hann keppti í Silverstone hafði hann bara fengið níu stig og það eru vond hlutskipti fyrir fyrrum heimsmeistara,” sagði Brawn. „Fólk sér hvaða áhrif það hefur á hann. Hann keyrði illa í nokkrum keppnum en sýndi síðan á Silver- stone hversu megnugur hann er. Ég held að hann sé sá eini sem LOKSINS SIGUR Mika Hakkinen fagnar hér sigri í Silversto- ne kappakstrinum. Þetta var langþráður sigur hjá Finnanum fljúgandi. Schumacher líti á sem jafningja sinn í Formúlu 1 keppninni sem stendur.” ■ BESTUR? Allan Houston segist vera besti skotbak- vörður deildarinnar. NBA: Allan Houston fær milljarð körfuknattleikur Allan Houston, leikmaður New York Knicks, hef- ur framlengt samning sinn við lið- ið um sex ár. Samningurinn er metinn á einn milljarð króna og er Houston þar með orðinn launa- hæsti skotbakvörður deildarinn- ar. Hann er m.a. með betri samn- ing en Allen Iverson, Kobe Bryant, Ti-acy McGrady, Jerry Stackhouse og Vince Carter. Eftir undirritun samningsins sagði Houston að hann væri besti skotmaður deildarinnar og betri leikmaður en allir hinir ofan- greindu. Stoke City: Ekkert tilboð borist í Bjarna Guðjónsson knattspyrna Bjarni Guðjónsson hefur verið á sölulista hjá Stoke í mánuð en ekkert tilboð hefur enn borist í hann og ekkert lið spurst fyrir um hann. Guðjón Þórðarson, sem setti son sinn á sölulista þar sem honum þótt hann fá mun óvægari gagnrýni en aðrir leik- menn liðsins, telur þó enn líklegt að Bjarni verði seldur. „Það kemur mér nokkuð á óvart að enginn hafi spurst fyrir um hann,“ sagði Guðjón í samtali við dagbíaðið Sentinel í gær. „En ég veit að einhverjir ætla að fylgj- ast með honum í æfingaleikjunum gegn Leicester og Derby. Hann leikur stórt hlutverk hjá okkur á hægri kantinum, en ef hann fer mun ég þurfa að meta aðra val- kosti og prufa Dean Crowe í stöð- unni.“ Stoke er nú í æfingaferð í Aust- urríki og í gær lék liðið tvo 45 mínútna æfingaleiki við austur- ríska liðið Gratkorn og tyrkneska liðið Genclereirligi Ankara. Stoke gerði 0-0 jafntefli við Gratkorn en tapaði 1-0 fyrir tyrkneska liðinu. „Við vorum óheppnir að skora ekki í leikjunum," sagði Guðjón. „Þrátt fyrir að leikmennirnir væru þreyttir eftir stífar æfingar undanfarið lögðu þeir sig alla fram og reyndu að gera það sem fyrir þá var lagt.“ Framherjarnir Andy Cooke og Ríkharður Daðason voru ekki með í leikjunum vegna smávægi- legra meiðsla, en þeir ættu að verða tilbúnir í slaginn á morgun þegar Stoke mætir Gmunden. ÓSELDUR Þó ekkert lið hafi spurst fyrir um Bjarna Guðjónsson telur Guðjón Þórðarson enn líklegt að hann verði seldur. Stoke hefur gengið frá kaupum á Niel Cutler frá Aston Villa. Stoke þurfti ekkert að greiða fyrir Cutler, sem er 24 ára markvörður og er hann með liðinu í Austur- ríki. ■ Heimsmeistaramótið í Fukuoka: Islandsmet hjá Jakobi sunp Jakob Jóhann Sveinsson náði góðum árangri í 200 metra bringusundi á heimsmeistaramót- inu í Fukuoka í Japan í gær. Hann lenti í 13. sæti og bætti íslands- metið, sem hann setti í Sidney í fyrra um 1,2 sekúndur. Jakob Jóhann tvíbætti íslands- met sitt í greininni gær. Fyrst í undanrásum þegar hann synti á 2.17,09 mínútum og síðan í milli- riðli þejgar hann synti á 2.16,61. Gamla Islandsmetið var 2.17,86. ■ Heimsmeistaramótið í Fukuoka: Enn eitt heimsmet hjá Thorpe enda búist við einvígi á milli Thorpe og Pieter van den Hoogen- band Ólympíumeistara. Thorpe hafði mikla yfirburði í sundinu og kom í mark um 2 metrum á undan Hoogenband, sem synti á 1.45,81 mínútu. Með sigrinum hefndi Thorpe fyrir tapið í Sidney í fyrra. Ástralinn bætti sinn eigin árangur um 0,82 sekúndur í sundinu. ■ lÁUv' - LÁTTU FERSKA VINDA LEIKA UM ÞIG. Taktu flugiö á alvöru sportbíl. MR2 uppfyllir allar þínar óskir um kraft og ferska vinda. Þú færð MR2, með SMT gírskiptingu, frá aðeins 2.390.000 kr. www.toyota.is SUND Hinn 18 ára gamli Ástrali, Ian Thorpe, setti nýtt heimsmet í 200 metra skriðsundi í gær, þegar hann synti vegalengdina á 1.44,06 mínútum. Thorpe hefur þar með sett þrjú heimsmet á heimsmeist- aramótinu í Fukuoka í Jap- an, en fyrr hafði hann bætt metin í 400 og 800 metra skriðsundi. Beðið var eftir 200 metra skriðsundinu með nokkurri eftirvæntingu ÓSTÖÐVANDI lan Thorpe bætti heimsmetið í 200 metra skriðsundi um 0,82 sekúndur I gær. Kynntu þér klúbbinn • Bildshöfða 20 •110 Reykjavík 9 €> • simi 510 8020 *" • www.intersport.is MCKINLE'r THAIL SALOMON X-ADV 7 MCKINLEY ENGINA MCKINLEY SHORE

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.