Fréttablaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 11
FIMMTUPAGUR 26. júlí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 11 Skuldir heimilanna: Jukust um 50 til 88 milljarða í fyrra heimilin Skuldir heimila jukust um 50 milljarða og námu 415 milljörðum í árslok 2000 ef miðað er við uppgefnar tölur á skattframtölum landsmanna. Þetta kemur fram í Hagvísum Þjóð- hagsstofnunar. Samkvæmt tölum Seðlabankans jukust skuldir heimila við lánastofnanir um 88 milljarða á síð- asta ári og voru í árslok 599 milljarðar. Skýringin á þessum mismun liggur í mismunandi flokkun skulda milli fyrir- tækja og heimila, svo og að yfirdráttar- lán einstaklinga í bönkum kunna að vera vantalin á skattframtölum. Skuldir heimila sem hlutfall af eignum hafa staðið nokkurn veginn í stað á undanförnum árum, en heim- ilin skulda að meðaltali um 40% af eignum sínum. Hafa verður í huga að mat eigna á skattframtali er um margt ábótavant, til að mynda eru hlutabréf skráð á nafnvirði en ekki á markaðsvirði. Ef skuldirnar eru skoðaðar sem hlutfall af tekjum fyr- ir skatta, skulda heimilin um það bil 13 mánaðartekjur. Ef miðað er við ráðstöfunartekjur er sú tala mun hærri. ■ SKATTFRAMTALI SKILAÐ Skuldir heimilanna hafa stóraukist sam- kvæmt því sem fram kemur í skattframtöl- um landsmanna. Stríðsglæpadómstóll SÞ: Króati gef- ur sig fram haac. ap. Rahim Ademi, hershöfðingi í krótaíska hernum, gaf sig í gær fram við stríðsglæpadómsstólinn í Haag. Hann er fyrsti Króatinn sem kemur fyrir dómsstólinn en Ademi er sakað- ur um að hafa myrt serbneska borg- ara í stríðinu milli Serba og Króata 1991-1995. Ademi, sem er Kosovo-al- bani að uppruna, er álitinn stríðshetja í Króatíu. Hann segir ekkert hafa á samviskunni. í ákærunni á hendur honum er þó að finna hroðalegar lýs- ingar á morðum og pyntingum á Serbum sem hermenn undir hans stjórn frömdu. ■ ÓTTAST EKKI ÚRSKURÐINN. Ademi sagðist í gær búast við sanngjörn- um réttarhöldum og ekki óttast að verða sakfelldur fyrir stríðsglæpi. Ráðuneyti situr á gögn- um í skjóli saksóknara Osk um opinber gögn tengd byggingarnefnd Þjóðleikhússins synjað af menntamálaráðu- neyti vegna yfirvofandi rannsóknar. Kært til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTI Gögn um samskipti ráðuneytisins við byggingarnefnd Þjóðleikhússins fást ekki afhent vegna yfirlýsinga ríkissaksóknara i fjölmiðlum. spillinc Menntamálaráðuneytið lítur svo á að hugsanleg rannsókn ríkissak- sóknara á málum Arna Johnsen leiði til þess að því beri ekki að afhenda Frétta- blaðinu umbeðin gögn, sem geyma upplýsingar um samskipti ráðuneytis- ins við byggingarnefnd Þjóðleikhúss- ins. Fréttablaðið hefur kært synjun ráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, segist telja að ákvörðun ráðuneytisins standist ekki. „Þau gögn, sem hafa verið tiltæk al- menningi, samkvæmt upplýsingalög- um, verða það áfram þrátt fyrir að haf- in sé opinber rannsókn," segir Ragnar. Hann segir að þótt vera kunni að gögn- in muni með einhverjum hætti verða notuð við rannsóknina breytist ekki eðli þeirra við það eitt að þau kunni að koma að notum við opinbera rannsókn. Fréttablaðið hefur þegar skotið til úrskurðarnefndarinnar synjun þjóð- leikhússtjóra við því að láta af hendi fundargerðir byggingarnefndarinnar en þær er ekki að finna í skjalasafni ráðuneytisins. Synjun sína byggði þjóðleikhússtjóri á þeim tilmælum Ríkisendurskoðunar að láta ekki af hendi gögn vegna rannsóknar þeirrar stofnunar á málinu. Þá bíður blaðið svars ráðuneytisins við ósk um frekari gögn um það sem snýr að samskiptum þess og Fram- kvaemdasýslu ríkisins vegna málsins. í bréfi menntamálaráðuneytisins til Fréttablaðsins frá í gær er vísað til þess að í fjölmiðlum hafi verið haft eft- ir ríkissaksóknara að einungis væri tímaspursmál hvenær opinber rann- sókn hæfist vegna mála sem tengjast byggingarnefnd Þjóðleikhússins og telji ráðuneytið því ljóst að ákvörðun um að slík rannsókn fari fram hafi ver- ið tekin. Allar líkur séu á að óskað verði eftir þeim gögnum sem til eru í skjalasafni ráðuneytisins í þágu rann- sóknarinnar. Mat á því hvaða gögn tengist málinu sé í höndum lögreglu og ákæruvalds en ekki ráðuneytisins. Því hafnar ráðuneytið erindinu og vísar til þess ákvæðis upplýsingalaga að lögin gildi ekki um rannsókn eða saksókn í opinberu máli en að ákvörðn- in verði endurskoðuð þegar niðurstaða Ríkisendurskoðunar liggur fyrir eða þegar ákvörðun stjórnanda rannsókn- ar um gagnaöflun liggur fyrir. Eins og fyrr segir hefur Fréttablað- ið kært synjunina til úrskurðarnendar um upplýsingamál. ■ I s I c ti d í nýjm í j í % i Bókaóu feróina be»nt ó netinw Simi - 595-7977 LevtJBvts;! 26 - 101 Rtykjovík SORG Kista Giulianis var vafin í fána uppáhaldsliðs hans í fótbolta , AS Roma. Ítalía: Þúsundir fylgj a mótmælanda cenúa. ap, Þúsundir fylgdu Carlo Giuliani til grafar í Genúaborg í gær. Hinn 23 ára Giuliani var skotinn til bana af lögreglunni í óeirðunum sem urðu á meðan fundur leiðtoga iðnríkj- anna átta stóð yfir í borginni um síð- ustu helgi. Giuliani er sá fyrsti sem fellur í mótmælum andstæðinga al- þjóðavæðingar síðan þau hófust fyrir tveimur árum og fyrsti sem deyr í mótmælum á Ítalíu í 25 ár. Lát hans hefur vakið mikla reiði á Ítalíu. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.