Fréttablaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 26. júlí 2001 FIMMTUPACUR Lewis og Rahman: Berjast í nóvember Eddie óánægður: Jordan rekur Frentzen formÚla i „Samningurinn fer samstundis úr gildi,“ sagði tals- maður Jordan liðsins í gær. Heinz-Harald Frentzen hefur ekki staðið sig sem skyldi í ár, hefur aðeins fengið sex stig og níu sinn- um orðið á eftir liðsmanni sínum í tíu kappökstrum. Eftir kappakst- urinn í Silverstone ræddu þeir Eddie Jordan saman og útkoman var þessi. „Ég mótmæli ástæðun- um sem mér hafa verið gefnar fyrir uppsögninni. Málið er hjá lögfræðingum," sagði Frentzen í fréttatilkynningu. Varaökumaður- inn Ricardo Zonta keppir fyrir hann í Þýskalandi. ■ hnefaleikar Þjálfari Lennox Lewis, Emanuel Steward, staðfesti í fyrrakvöld dagsetningu þess þeg- ar Lennox Lewis og Hasim Ra- hman mætast á ný. „Eg var að tala við Lennox áðan og þetta er neglt á 10. nóvember," sagði Steward. Þó svo að búið sé að samþykkja dagsetninguna af hálfu beggja að- ila viðurkenndi Steward að samn- ingurinn væri ekki í höfn. Það á enn eftir að hafa uppi á Rahman til að skrifa undir. „Við erum að reyna að ná í hann, finna hann. Þá er hægt að loka samningnum.“ Eins og margir muna sigraði Rahman Lewis óvænt í bardaga í Suður-Afríku í apríl sl. Fljótlega eftir það fór Lewis í mál við Ra- hman þar sem hann krafðist þess að berjast aftur við hann fyrstur manna. Rahman hafði áður sagt að hann ætlaði að berjast við aðra, jafnvel Mike lýson, áður en hann hleypti Lewis að. Don King gerðist umboðsmaður hans og ætlaði að láta hann berjast við Danann Brian Nielsen, sem ákveðið var að Mike Tyson mætir. Dómstólar í Bandaríkjunum kváðu síðan upp þann úrskurð að Ra- hman yrði að berjast fyrst við Lewis, ellegar að leggja hanskann á hilluna í 18 mánuði. ■ HASIM RAHMAN Heimsmeistarinn í þungavikt lætur ekki ná í sig til að skrifa undir samninginn. 1 IVIOLAR ~| Breskur banki hyggst kaupa meirihluta í ítalska knatt- spyrnufélaginu SS Napóli, sem Diego Armando Maradona spilaði eitt sin með. Liðið er sem stendur í annarri deild. Giorgio Corbelli, annar aðaleigandi liðsins, sagði að bankinn og einn ónefndur aðili hefðu sýnt liðinu mikinn áhuga og að fjárfestarnir hefður gert gott boð í liðið. „Við erum tilbúnir að selja og yfirgefa liðið,“ sagði Cor- belli. Tæp fimmtán ár eru liðin frá blómatíma liðsins þegar Maradona og Careca léku með því. Það sigr- aði ítölsku deildina 1987 og 1990 og vann UEFA bikarinn árið 1989. Fyrr í vikunni skoraði Ronaldo tvö mörk í vináttuleik Inter Milan og liðsins Bormio, sem er úr nágrenni Mílanó. Lokatölur voru 17- 0. Ronaldo spilaði aðeins í tuttugu mínútur. Þegar hann kom inn á fögnuðu áhorfend- ur ákaft. „Mér líð- ur aftur eins og leikmanni," sagði Ronaldo, sem var langt frá sínu besta. Christian Vieri skoraði ein- nig tvö mörk, Tyrkinn Hakan Suk- ur þrjú og nýliðinn Mohammed Kallon fimm. Næsti bardagi, Nasheem Hamed verður að öllum líkindum gegn Johnny Tapia. Þeir eiga þó enn eft- ir að semja um greiðslur. Tapia lýsti því yfir að hann vildi mæta prinsinum eftir að hann rotaði fyrr- um WBC heims- meistarann Cesar Soto í síðasta mán- uði. Umboðsmenn Tapia og Hamed voru byrjaðir að ræða hugsanlegan bardaga en þær umræður fóru út um þúfur þar sem Tapia fannst Prinsinn ekki sýna sér næga virðingu. „Prinsinn er góður hnefaleikakappi en bróðir hans á að sjá um kynningu á bar- daganum. Hvað fæ ég þá fyrir minn snúð? Ég á eftir að reka lest- ina og ég þarf ekki á Prinsinum að halda,“ sagði Taipa. VESPUR Seljum síðustu vespurnar á þessu sumri, verð frá kr. 130 þúsund. Lyftarar ehf. Sími: 585 2500 Schumacher í sögubækurnar? Tólfti kappakstur ársins fer fram í Hockenheim á sunnudaginn. Schumacher segist vera búinn að ná sér fullkomlega eftir óhappið í Monza í síðustu viku. Með sigri kemst hann upp að hlið Alain Prost, sem sigursælasti kappakstursmaður allra tíma. kappakstur Michael Schumacher, ökumaður Ferrari, vonast til að vinna sinn 51. sigur í Formúlu 1 í Hockenheim í Þýskalandi á sunnu- daginn og jafna þar með met Alain Prost, sem lauk einmitt ferlinum árið 1993 á Hockenheim-braut- inni. Schumacher segist hafa náð sér fullkomlega eftir óhappið á æfingunni í Monza í síðustu viku, en þá ók hann á tæplega 200 km/klst á grindverk með þeim af- leiðingum að Ferrari bíllinn skem- mdist mikið. Schumacher, sem var heppinn að sleppa lítið meiddur frá slys- inu, segist vera til í slaginn á sunnudaginn. Hann hyggst taka þátt í góðgerðarleik í knattspyrnu í dag, en æfingar á Hockenheim- brautinni hefjast á morgun. „Ég fór í líkamsrækt um helg- ina eins og venjulega og er í fínu formi,“ sagði Schumacher. „Óhappið mun ekki valda mér neinum vandræðum á Hocken- heim-brautinni, vegna þess að ég veit hvað olli því. Allt er því eins og það á að vera. Ég hlakka mikið til að keppa á heimavelli. Ég þekki brautina vel og hef ágætis reynslu í að keppa á henni. Bíllinn okkar hefur verið á meðal þeirra bestu í öllum keppnum ársins svo ég held að við getum vel verið bjartsýnir fyrir þessa keppni. Það væri frá- bært að fagna 51. sigrinum hérna í Hockenheim." Schumacher hefur 37 stiga for- skot á David Coulthard, hjá McL- aren, í keppni ökumanna og talið er að sigur í Hockenheim muni svo gott sem tryggja honum fjórða meistaratitilinn. Þýskir fjölmiðlar búast hins vegar við því að Ralf, yngri bróðir Schumacher sem ekur fyrir BMW Williams, muni veita Ferrari meiri keppni en McLaren. Hockenheim-brautin, sem er um 6,8 km á lengd er ein sú hrað- asta í Formúlu 1. Bílarnir ná allt að 330 km/klst og meðalhraðinn er um 250 km/klst. Brautin er því þekkt fyrir að reyna mikið á vélar kappakstursbílanna og hafa fram- leiðendur brautina iðulega til hlið- sjónar við hönnun véla. Ef vélarn- ar þola álagið á Hockenheim þola þær álagið á öllum öðrum braut- um. Nýlega gerðu eigendur Hoc- kenheim-brautarinnar nýjan sjö ára samning við skipuleggjendur Formúlu 1 og verður því keppt á henni allt þar til árið 2007. Sam- kvæmt samningnum á að leggja 4 milljarða í endurbætur á braut- inni á næstunni og miða þær helst að því að stytta brautina niður í 4,5 km, en styttri bautir henta bet; ur fyrir sjónvarpsútsendingar. í samningnum er einnig ákvæði um mögulega 5 ára framlengingu á samningnum frá 2008 til 2012. Keppnin í Hockenheim er sú 12 á árinu og að henni lokinni verða 5 eftir. Þann 19. ágúst verður keppt í Ungverjalandi, síðan taka við keppnir í Belgíu, á Ítalíu og í Bandaríkjunum, en síðasta keppn- in verður í Japan þann 14. októ- ber. trausti@frettabladid.is Arsenal losar tökin: Silvinho fer suður knattspyrna Brasilíski varnar- maðurinn Silvinho hefur fengið leyfi til að fara frá Arsenal. Hann er búinn að iða í skinninu í langan tíma þar sem hann missti stöðu sína að miklu leyti til hins tvítuga Ashley Cole seinni hluta síðasta tímabils, sem er að tryggja sér sæti í enska landsliðinu. Talið er að bæði Barcelona og Inter Milan séu á höttunum eftir Silvinho. Barcelona ætlaði að næla í Cole fyrir 20 milljónir punda en fyrst hann er ekki falur snýr það sér að Silvinho. Arsenal vill tólf milljónir punda fyrir hann. Silvinho, sem er 27 ára, segist vilja fá að spila almennilegan bolta þetta tímabilið þar sem hann sækist eftir því að komast í brasil- íska landsliðið í Heimsmeistara- SILVINHO Keppir um stöðu vinstri bakvarðar í brasil- íska landsliðinu við Roberto Carlos keppninni í Japan og Suður-Kóreu að ári. Hann þarf að keppa við Ro- berto Carlos um stöðu vinstri bak- varðar. „Færsla Silvinho er á byrj- unarstigi og við viljum ekki segja neitt sem gæti haft slæm áhrif á samningaviðræöur," sagði stjórn- arformaður Arsenal, David Dein. Silvinho gekk til liðs við Arsenal frá Corinthians árið 1999. ■ Leikmannakaup: Weah til Liverpool? KNATTSPYRNA Geor- ge Weah sagði í við- tali við bandaríska fjölmiðla á þriðju- daginn að hann hefði fengið tilboð frá Liverpool sem hann væri að meta. Hann myndi ákveða innan tveg- gja vikna hvort hann myndi leika með enska liðinu á komandi leiktíma- bili eða AS Mónakó. Samkvæmt BBC grennslaðist Liver- pool fyrir um Weah í lok síðasta tímabils, en A NÓC EFTIR Ceorge Weah er ekki að fara leggja skóna á hilluna og vonast til að vera með I lokakeppni Heimsmeistarakeppn- innar í knattspyrnu á næsta ári. þó er talið ólíklegt að liðið kaupi hann. Weah, sem var kjörinn besti knattspyrnumaður í heimi árið 1995, verður 35 ára í október. Hann sagðist þó enn eiga nóg eft- ir og að hann myndi ekki leg- gja skóna á hill- una fyrr en eftir þrjú ár. Svo gæti farið að Weah yrði með í næstu Heims- meistarakeppni, sem haldin verður í Japan og Kóreu á næsta ári. Hann leikur með landsliði Líber- íu, sem er í efsta sæti síns riðils í undankeppn- liðsins ráðast á inni, en örlög sunnudaginn þegar Nígería mætir Ghana á heimavelli. Ef Nígería tapar eða gerir jafntefli kemst Lí- bería í úrslitakeppnina í fyrsta skiptið í sögunni. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.