Fréttablaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 6
SPURNING DAGSINS Hvað finnst þér um vatnsfæðingar? Mér finnst þær heillandi kostur. Konur eiga að fá að ráða því sjálfar, þær taka slíkar ákvarðanir aldrei að vanhugsuðu máli. Það er hinsvegar slæmt þegar menn eins og fltli Dagbjartsson koma fram með sleggjudóma sem eru til þess eins að leggja skoðanir upp i hendur þeirra kvenna sem geta ekki myndað sér sínar eigin. Sigrún Birna Norðfjörð er fiugfreyja og husmóðir Bandarísk yfirvöld: Neita að styð- ja bann við efnavopnum HERNflÐUR. Bandarísk yfirvöld hafa neitað að skrifa undir alþjóð- legt samkomulag um að koma á fót banni við notkum efnavopna í heiminum. Að sögn Donald Ma- hely, fulltrúa Bandaríkjanna sem sat fund á vegum Sameinuðu þjóð- anna í Genf, eru Bandaríkjamenn ekki í aðstöðu til að undirrita sam- komulagið. „Að okkar mati myndi samkomulag þetta stefna þjóðar- öryggi og leynilegum upplýsing- um um viðskipti okkar í hættu,“ sagði Mahley í viðtali á fréttavef BBC. Ekki er talið að þessi stefna Bandaríkjanna verði til þess að mýkja Evrópubúa í afstöðu sinni gegn landinu, en Bandaríkjamenn eru þegar litnir hornauga fyrir að hafa hunsað Kyoto-bókunina og neitað að styðja nýja tillögu um sölu handvopna. ■ LEGGJA BÖLVUN Stúdentar í Tævan bíða í langri biðröð eftir því að fá að leggja bölvun á óprúttna fíkni- efnasala landsins. Almenningur í Tævan: Bölvun á fíkniefnasala suphanburi. TÆVflN, ap. íbúar borg- arinnar Suphanburi í Tævan tóku í gær þátt í athöfn þar sem lögð var bölvun á fíknefnasala. Lög- reglumenn söfnuðust saman og báðu bænir auk þess sem stúdent- ar köstuðu chillí og salti í opinn eld sem hluta af athöfninni, sem á uppruna sinn að rekja til búd- dískra trúarbragða. Með athöfn- inni er ætlunin sú að hræða líftór- una úr þeim sem eru viðrinir fíkniefni á einhvern hátt auk þess sem reynt er að upplýsa tælensk- an almenning um hættur fíkni- efna. ■ FRETTABLAÐIÐ 26. júli 2001 FUVUVITUPAGUR Borgarfulltrúar sjálfstæðismanna: Borgarstarfsmenn til aðstoðar lögreglu miðborgin I tillögum sjálfstæðis- manna um úrbætur á meintum miðborgarvanda er m.a. lagt til að 8 - 10 borgarstarfsmenn verði til aðstoðar og til eftirlits með lög- reglunni um kvöld og nætur um helgar og á hátíðisdögum í sér- stakri Miðbæjardeild. í þessum efnum er horft til þeirrar reynslu sem fékkst á sínum með starfsemi Útideildarinnar. Árlegur kostnað- ur við rekstur þessarar nýju deild- ar er talin geta numið 10 -15 millj- ónum króna á ári. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi segir að þessi hópur gæti einnig haft með höndum ákveðið eftirlit með umhverfi vín- veitingarstaða, án þess að þó að þessir einstaklingar hefðu form- legt vald. Það verði jafnframt hlut- verk þessarar deildar að leiðbeina einstaklingum sem eru hjálpar þurfi í samvinnu við Rauða kross; inn, kirkjuna og Foreldrahúsið. í tillögum sjálfstæðismanna er ein- nig lagt til að ölvun verði bönnuð á Austurvelli frá morgni til mið- nættis og opnað verði fyrir umferð um Hafnarstræti til austurs. ■ NÆTURLÍF miðborgar Sjálfstæðismenn segjast vilja athafnir í stað orða til lausnar á meintum miðborgarvanda FRÉTTASKÝRING 11 Bændur skríði á fjórum fótum Dalabyggð lætur rannsaka sameiningu Goða og Norðvesturbandalagsins. Landbúnaðarráð- herra segir Goða samsettan fyrirtækjum sem ekki standa undir skuldum. Engir peningar fást frá ríkinu segir ráðherra. landbúnaður Sveitarfélagið Dala- byggð hefur falið lögfræðingi sín- A um og endurskoð- anda að athuga hvort staðið hafi verið að sameiningu Goða og Norðvesturbanda- lagsins með lögform- legum hætti. Þetta sagði Sigurður Rúnar Friðjónsson, oddviti Dalabyggðar í viðtali við Fréttablaðið í gær. Þetta staðfestir Haraldur L. Haralds- son, sveitarstjóri Dalabyggðar. „Ég held að mis- tökin sem eiga sér stað við Goða séu að það er verið að sam- eina fyrirtæki sem eru í þokkalegum rekstri við fyrirtæki sem eru í raun og veru gjaldþrota. Það sem virðist vera að koma upp úr þessu er að þegar menn sam- einuðu fyrirtækin voru þeir ekkert með reikningana á borðinu þannig að þeir vissu ekkert hvaða skuldir þeir voru að færa saman,“ sagði ,,Þetta er hins vegar áfellis- dómur yfir þeim sem standa að sláturiðnaðin- um. Hingað til hafa menn ekki hugsað um þetta sem atvinnuveg sem stendur yfir í lengri tíma og at- vinnuveg sem þarf að fara fram í færri sláturhúsum en verið hef- ur," sagði Guðni Ágústs — Haraldur og bætti því við að menn - bæði í Dölunum og á Hvammstanga - hafi „dregið mjög í efa þennan gjörning sem átti sér stað á milli Norðvesturbandalagsins og Goða.“ Styrr hefur staðið um rekstur Goða nánast frá stofnun hans í nú- verandi mynd í ágúst 2000. Fyrir- tækið varð til við sameiningu Borg- arness-kjötvara í Borgarnesi, Norð- vesturbandalagsins á Hvamms- tanga, Sláturhússins Þríhyrnings á Höfn, sláturhúss og kjötvinnslu Kaupfélags Iléraðsbúa á Egilsstöð- um og Kjötumboðsins í Reykjavík. Eftir töluverða rekstrarerfiðleika fór fyrirtækið fram á greiðslustöðv- un í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 23. júlí sl. Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra, segir að hans mat sé að Goði „sé samansettur af skuldugum fyrirtækjum sem núna standa ekki undir þeim skuldum sem til var stofnað og útkoma síðasta árs er hrikaleg hvað tap varðar." Ráðherr- ann segir að í síðustu sauðfjársamn- ingum hafi það verið mat bænda og ríkis að ekki ætti að leggja til opin- bert fé til hagræðingar í sláturhús- um, heldur yrði markaðurinn að bera ábyrgð á slátrun og afurðar- sölu sjálfur. Ráðherrann bætti því GUÐNI ÁGÚSTSSON Hann segir Goða ekki standa undir skuld- um og afkoma síðasta árs var hrikaleg. við að hann harmi það ef Goði ráði ekki við að borga viðmiðunarverð fyrir afurðir bænda í haust. „Það er mikilvægast núna fyrir bændurnar að nota tímann til þess að koma að málunum og reyna að endurmeta sláturiðnaðinn í landinu, með það að markmiði að reyna að tryggja að hver fá greitt það verð SIGURÐUR RÚNAR FRIÐJÓNSSON Hann segir þokkalega stæð fyrirtæki hafi verið sameinuð fyrirtæki sem í raun var gjaldþrota. fyrir sína vöru sem þeim ber, og að þeir geti, með skaplegum hætti og með sem lægstu verði, komið afurð- um sínum til neytenda," sagði ráð- herrann. Aðspurður um hvernig hægt væri að gera þetta sagði Guðni að við svona aðstæður þyrfti að koma til endurskipulagningar og IlögreglufréttirF Sautján létust og 3.000 manns urðu veðurtepptir í miklum snjóstormi sem gekk yfir suð- vesturhluta Argentínu í gær. Mjög tók að kólna í landinu síð- ustu helgi og var um 20 stiga frost í landinu og mikil snjó- koma með þeim afleiðingum að loka varð vegum og matarskort- ur gerði vart við sig í fimm hér- uðum. Útsala Mikil verðlæl<l<un Ríta Eddufelli 2 s. 557 1730 Bæjarlind 6 s. 554 7030 TISKUVERSLUN Opiö mán.-fös. frá kl. 10-18, laugardaga 10-14 Umhverfis- og heilbrigðisstofa: „Draumur R-lista að búa til fullt af litl- um borgarstjórum“ borgin Skiptar skoðanir eru inn- an heilbrigðis- og umhverfis- nefndar um þau áform borgaryf- irvalda að setja á fót Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Hrannar B. Arnarsson formaður nefndarinn- ar segir að með þessari nýju stjórnkerfisbreytingu verði til mjög öflug umhverfisstofnun með vel á annan milljarð króna í árlegri veltu, enda muni heyra undir stofnunina heilbrigðiseftir- lit, hreinsunardeild og garð- yrkjudeildin. Guðlaugur Þór Þórðarson fulltrúi sjálfstæðis- manna í nefndinni segir að þetta sé enn ein leiðin til að auka á báknið, enda sé það „draumur R- listans að búa til fullt að litlum borgarstjórum." Hann segir að málið hafi ekki verið rætt innan nefndarinnar. Formaður nefndarinnar segist ekki eiga von á öðru en að mikil sátt og ánægja verði með þessa skipulagsbreytingu í umhverfis- málum. Hann segir að þetta sé jafnframt eðlilegt framhald af aukinni áherslu borgarinnar í þessum málaflokki og líklegt að þetta muni styrkja það svið enn frekar. ■ GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSSON BORGARFULLTRÚI Enn eitt báknið hjá R-lista HRANNAR B. ARNARSSON BORGARFULLTRÚI Verið að búa til kraftmikla stofnun

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.