Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.08.2001, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 27.08.2001, Qupperneq 1
FATÆKT Margir á barmi örvœntingar bls 7 LEIKHÚS Ein með draugum bls 22 HUSNÆÐI Mikill og vaxandi vandi FRETTAB . 87. tölublað - 1. árgangu^^ Þverholti 9, 105 Reykjavík - sími 515 7500 Mánudagurinn 27. ágúst 2001 MÁNUDAGUR Björk slær í gegn HUÓMPLATA Nýjasta plata Bjarkar kem- ur út í dag. Platan hefur þegar fengið góða dóma og ekki er búist við öðru en hún komi til með að seljast vel og auki enn á vegsemd Bjarkar. Ráðstefna Stígamóta kynferðisglæpir Ráðstefnu Stfga- móta um kynferðisglæpi og refs- ingar við þeim lýkur í dag. VEÐRIÐ í DAgI * » é REYKJAVÍK Norðvestan 3-5 m/s en vaxandi suðaustanátt og þykknar upp síðdegis. Hiti 7 til 13 stig. fsafjörður Akureyri Egilsstaðir VINDUR © 5-10 © 3-8 © 5-8 Vestmannaeyjar Q 8-13 ÚRKOMA Skýjað Bjart Skýjað Rigning HITI Qio 09 Qio 012 Land og landbrot í Reykjavík myndlist Árni Rúnar Sverrisson opnaði um helgina málverkasýn- ingu í Gallerí Reykjavík Skóla- vörðustíg 16. Yfirskrift sýningar- innar er Land og landbrot. Á sýn- ingunni eru olíumálvcrk, unnin á siðastliðnum tveimur árum. Spenna í Símadeildinni knattspyrna Tveir spemiandi leikir verða í Símadeild karla í dag og hefjast báðir leikirnir klukkan 18.00. Á Skaganum mætast heima- menn og Framarar. Fylkir fær Grindvíkinga í heimsókn. IKVÖLDIÐ í KVÖLOí Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 íþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hvaða blöð eru lesin af foreldrum yngri barna? Meðallestur á virkum dögum meðal foreldra barna 12 ára og yngri. HEIMILD: FJÖLMIÐLAKÖNNUN PWC JÚNl/JÚLl 2001 70.000 eintök 70% fólks les blaðið . 72,5% IBUA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS A ALDRINUM 25 TIL 67 ÁRA LESA FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI SAMKVÆMT KÖNNUN PRICEWATERHOUSECOOPERS FRÁ JÚU 2001. Súpum nú seyðið af gj aldþr otastefnunni Markaðsverðmæti fyrirtækja í úrvalsvísitölunni hrapað um 40 milljarða á árinu. Bankarnir allir hækkað framlög í afskriftasjóði til að mæta gjaldþrotahrinu vetrarins. Vaxtalækkun nú yrði frem- ur gleypt af þeim heldur en að skila sér til fyrirtækja og neytenda, segir Margeir Pétursson. Jafn- vel í uppsveiflunni fyrir tveimur árum hamlaði vaxtastigið fyrirtækjum. verðbréf „Vextir hafa verið alltof háir í svo langan tíma að Seðla- bankinn hefur í raun misst af lest- inni,“ segir Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP verðbréfa og fjárfestir, og tekur fram að horfur séu verulega slæmar hjá fyrirtækj- um vegna gjaldþrotastefnu bank- ans undanfarin ár. Hann er reyndar á þeirri skoðun að bankinn ætti að lækka vexti en efast samt sem áður um að hún myndi skila sér til al- mennings og fyrirtækja. Hann bendir á að viðskiptabankarnir myndu að líkindum nota hana til að skapa sér svigrúm fyrir komandi afskriftatíð. „Við höfum séð að þeir hafa verið að auka vaxta- mun, en með því eru þeir einfaldlega að búa í haginn til að mæta afskriftum næsta vetrar vegna vand- ræða í fyrirtækjum." Margeir segir ábyrgða- hlut Samkeppnisstofnunar einnig stóran. „Stofnunin hefur hamlað gegn nauðsyn- legri hagræðingu, t.a.m. með því að leggjast gegn sameiningu ríkisbankanna. Ef gjaldþrot eru eina leiðin til að hagræða í íslensku við- skiptalífi þá endar það með gjald- þrotum," segir hann. „Seðlabank- MARGEIR PÉTURSSON Seðlabankinn hefur misst af lestinni. stigs, ekki inn og Samkeppnisstofnun hafa með stefnu sinn ekki gert það auðveldara fyrir fyrirtæki í landinu að taka afleiðingum offjárfestingar á árunum 1998 og 1999,“ segir Margeir. Már Wolfgang Mixa, verðbréfamiðlari hjá SPH, segir að lengi hafi stefnt í óefni fyrir fyrirtæki. „Jafn- vel í uppsveiflunni fyrir tveimur árum voru þau ekki að græða sérstaklega mikið vegna hás vaxta- ‘ segir hann og bendir á að ef komi til vaxtalækkunar nú muni úrvalsvísitalan fara enn lengra niður. Hann efast einnig um að vextirnir slái jafnmikið á þenslu og Seðlabankinn vill vera láta og bendir á misnotkun vaxtabóta í því sambandi. „Það eru mörg dæmi um að fólk noti lífeyrissjóðslán til húsnæðis- kaupa til að fjármagna einka- neyslu. Þannig kemst fólk í aukn- um mæli framhjá vöxtunum. „Of hátt vaxtastig hefur fyrst og fremst lamandi áhrif á atvinnulíf. Fall úrvalsvístölunnar er til marks um að ástandið sé að komast á al- varlegt stig,“ segir Már. matti@frettabladid.is GUSMAO Á KOSN1NGAFUNDI í GÆR Eyjaskeggjum finnst flestum óhjákvæmilegt annað en að Gusmao verði næsti forseti Austur- Tímors, þótt hann sjálfur geri lítið ur hæfileikum sínum til þess að gegna því embætti og hafi hvað eftir annað sagst heldur vilja verða bóndi eða Ijósmyndari. Kosningarnar á A-Tímor: Gusmao hvet- ur til stillingar dili. austur-tímor. ap Xanana Gusmao hvatti alla íbúa á Austur- Tímor til þess að sýna stilli hver svo sem niðurstaða kosninganna næstkomandi fimmtudag verður. Gusmao tilkynnti um framboð sitt á laugardaginn, rétt tæpri viku fyrir kosningarnar, en hann var einn helsti leiðtogi sjálfstæðisbar- áttunnar undanfarna áratugi. „Stórir eða litlir, við verðum að virða hverjir aðra,“ sagði Gusmao á pólitískum útifundi í Dili, höfuð- borg Austur-Tímors. A fimmtudag verður kosið til 88 manna stjórnlagaþings sem semur stjórnarskrá fyrir Austur- Tímor. Indónesía sleppti hendinni af eyjarhelmingnum árið 1999, fáum vikum eftir að eyjaskeggjar samþykkti sjálfstæði í kosning- um. ■ Vesturbyggð um tilboðið í Orkubú Vestfjarða: Viljum frjálsa saminga FÓLK orkubú „Við höfðum hugsað okkur að ganga með 400 milljóna hlut okk- ar af kaupverði Orkubúsins til frjálsra samninga við alla lána- drottna sveitarfélagsins, en ekki að einn yrði tekinn umfram aðra,“ seg- ir Haukur Már Sigurðarson, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, um tilboð ríkisins í Orkubú Vestfjarða. Hann segir að gert sé ráð fyrir að of mikið af fjármunum sveitarfé- lagsins renni til íbúðalánasjóðs, en skuldirnar nema 270 milljónum. Hann segir að skuldirnar við rík- ið séu að stórum hluta tilkomnar vegna reglna um fulla endur- greiðslu á lánum Ibúðalánasjóðs vegna félagslegra íbúða, sama hvert raunverðmæti íbúðanna sé. „Við munum láta gera lögfræðilega úttekt á lögmæti innlausnarskyldu sveitarfélaga eftir uppboð á félags- legum íbúðum. Jafnræðisreglan er brotin vegna þess að 1.100 íbúar Vesturbyggðar eru látnir tryggja íbúðalánasjóði fulla endurgreiðslu af sínum lánum, sama hvað í raun fæst fyrir íbúðirnar. Eftir að búið er að færa eign sveitarfélagsins inn í félagslega kerfið verður ekki mik- ið eftir af kaupverði Orkubúsins," segir Haukur Már Sigurðarson. ■ Lífsgœða- kapphlaupið kom SÍÐA 17 ÍÞRÓTTIR Jafntejli í vesturbœ 1 ÞETTA HELST | Flugumferðarstjórar eru ósátt- ir við að upptökur af samtöl- um þeirra hafi komist til fjöl- miðla. bls. 2 Deilur eru um hvernig rétt sé að vernda bæ Ingólfs Arnar- sonar í Aðalstræti. bls. 2 Ekki vitað hvort Kjötumboðið er að selja ólöglegt kjöt. Ari Teitsson segir hug bænda. bls. 7 Ferðamenn á Hornströndum urðu innlyksa í heila viku. Syntu á móti fiskibát í von um björgun. bls. 12

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.