Fréttablaðið - 27.08.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.08.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTABLAÐIÐ 27. ágúst 2001 MÁNUDAGUR Við byrjum Nató gefur upp vopnafjöldann: Telur vopnin vera 3.300 september á fimm stöðum í borginni Haustdagskrá Planet Pulse hefst af fullum krafti mánudaginn 3. september. Fjölbreytt úrval námskeiða og hóptíma við allra hæfi. Bcxiy Pump Planet Sport/Ranet Pump * Pallatímar Planet Sport/Planet Pump * Næringarráðgjöf Pianet City/Planet Esja * Grenningamámskeið Planet Sporl/Planet Pump * Bermúdahringur Planet Gym 80 * Einkaþjálfun Planet Clty/Planet Esja * Spinning Planet Gym 8o/Planet Pump/Planet Sport * Dansnámskeið Planet Pump, Unglingatímar Planet Sport * Kraftakariar Planet Gym 80 * Body Combat * Planet Pump Ptanet City Planet Esja Planet Gym 80 Ptanet Pump Planet Sport Austurstræti 8 Suðurlandsbraut 2 Suðurlandsbraut 6 Frostaskjóli 6 Faxafeni 12 sími 5111640 sími 588 1702 sími 588 8383 sími: 561 3535 sími 588 9400 20% afsláttur fýrir hjón og fjölskyldur Upplýsingar og stundaskrár á www.planetpulse.is /^M /.V <2* I C E L A N D skopje. ap Atlantshafsbandalagið skýrði í gær frá því hversu mörg- um vopnum hersveitir þess í Makedóníu ætla að safna saman á næstu fjórum vikum. Gunnar Lange hershöfðingi sagði á blaða- mannafundi í Skopje að Nató hyggist taka í sína vörslu 3.300 vopn frá albönskum uppreisnar- mönnum, en það er mun lægri tala heldur en makedónsk stjórnvöld telja að uppreisnarsveitirnar hafi í fórum sínum. Stjórnvöld í Makedóníu telja að uppreisnarmennirnir hafi yfir að ráða um 85.000 vopnum, en upp- reisnarmennirnir hafa hins vegar fullyrt að þeir séu ein- ungis með um 2.000 vopn. Fulltrúar stjórnvalda segja ekkert hafa verið ákveðið um það hvort þessi tala, sem Nató birti í gær, verði ofan á eða hvort stjórnin fallist á hana. Vopnasöfnunin átti að hefjast í dag, en fullvíst þykir að Nató hefjist ekki handa fyrr en allir málsaðilar hafa komið sér saman um hversu mörgum vopnum eigi að safna. ■ GÍSLAR LÁTNIR LAUSIR Romeu Zivic faðmar tvo syni sína, en hann var í gær látinn laus ásamt þremur öðrum gíslum sem albanskir uppreisnarmenn höfðu haft i haldi í Makedóníu. NÝJA PRINSESSAN OG SONUR HENNAR Mette-IVIarit veifar til mannfjöldans á svölu konungshallarinnar í Osló með Maríus son sinn í fanginu. Hann fékk vænan skerf af athygl- inni á brúðkaupsdaginn. Brúðarmeyjarnar tvær veifa líka. Brúðkaup 21. aldarinnar: Norðmenn fagna nýju prinsessunni osló. ap Nýja prinsessan í Noregi hefur verið kölluð nútíma ösku- buska. Einstæð, útivinnandi móð- ir úr venjulegri fjölskyldu giftist norska prinsinum á laugardaginn og verður væntanlega drottning Norðmanna þegar þar að kemur. Og Norðmenn hafa greinilega óskaplega gaman af tilstandinu. Þegar Mette-Marit Tjessem Hoiby sagði jáið sitt við hlið Há- konar Magnúsar krónprins í dóm- kirkjunni í Osló á laugardaginn bergmálaðu í kirkjunni fagnaðar- óp fjöldans sem fylgdist með beinni útsendingu á stórum sjón- varpsskjá fyrir utan. Sumir gátu ekki varist tárum. „Mér finnst hún yndisleg. Þau eru konungspar okkar kynslóðar," sagði Ingeborg Theiman, 21 árs, en hún var í f jöldanum og fylgdist með eins og meira en hundrað þúsund manns, flestir af yngri kynslóðinni. Sumir Norðmenn hafa þó átt erfitt með að sætta sig að öllu leyti við nýju prinsessuna, vegna frétta af fíkniefnaneyslu hennar áður fyrr. Faðir fjögurra ára gam- Dulin verðbólga í Brasilíu: Klósettrúllurnar styttast sao paulo, brasilíU- ap Vörufram- leiðendur í Brasilíu hafa gripið til gamalkunnugs ráðs þar í landi til þess að hækka vöruverð án þess að íáta það sjást. Nýlega tóku neyt- endur þar í landi eftir því að kló- settrúllur voru orðnar 30 metra langar, í staðinn fyrir 40 metra eins og löng hefð er fyrir. Pakkn- ingarnar breyttust hins vegar nán- ast ekkert og verðið hélst óbreytt. Fleiri vörur tóku í kjölfarið áþekkum breytingum. Ostur, kex og sápur voru allt í einu komnar á markaðinn í sams konar pakkn- ingum og áður, en innihaldið var orðið rýrara þrátt fyrir sama verð. Alvarlegur samdráttur í efna- hagslífinu veldur þessum undar- legu tilfæringum framleiðenda, en aðfarirnar minna Brasilíubúa óþægilega á gömlu óðaverðbólg- una sem var ein sú alversta sem þekkst hefur í heimi hér. Þrátt fyrir þessar aðgerðir mælist verðbólgan í Brasilíu um 20%. ■ ÖFUG VERÐBÓLGA Hún Maria Brasileira er þarna að kaupa sér klósettpappír í stórverslun í Sao Paulo. í stað þess að hækka verðið ákváðu fram- leiðendurnir að stytta salernisrúllurnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.