Fréttablaðið - 27.08.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.08.2001, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 27. ágúst 2001 MÁNUPAGUR AFRÍSKUR SKÓGARFÍLL Þessi fertugi fill heitir Coco og er til heimil- is í dýragarði rétt hjá París. Erfðarannsóknir á fílum: Tvær tegundir fíla í Afríku washington. ap Nýjar rannsóknir á afrískum fílum leiða í ljós að í álfunni eru tvær erfðafræðilega aðskildar tegundir fíla, en ekki ein eins og hingað til hefur verið talið. Rannsóknirnar sýna fram á að afrískir skógarfílar og afrískir gresjufílar eru jafnóskyldir erfðafræðilega eins og ljón og tígrisdýr. Gresjufílarnir eru með stór, skörðótt eyru og bognar tennur en skógarfílarnir eru held- ur minni, með tiltölulega beinar tennur og kringlóttari eyru. Rann- sóknin er byggð á erfðaefnis- greiningu 195 afrískra fíla og sjö fíla frá Asíu, en niðurstöður rann- sóknarinnar birtust í tímaritinu Science á föstudag. ■ LÖGREGLUFRÉTTIRl Lögreglan stöðvaði akstur flutningabifreiðar á Reykja- nesbraut við Mjódd í Breiðholti um hádegisbil á fimmtudag. Bif- reiðin dró festivagn sem innihélt 22.500 lítra af hreinni tjöru. í ljós kom við skoðun lögreglu að hættumerkingar vantaði á bif- reiðina og einnig varúðarmerk- ingar á festivagn. Þá vantaði bæði slökkvitæki í bifreið og á festivagn. Ökumaðurinn haföi auk þess ekki ADR-réttindi sem tilskilin eru til að flytja hættuleg- an farm. Ökumaðurinn má vænta sektar. Slökkviliðinu barst tilkynning um eld í geymsluskúr við gamla bóndabæinn Lund við Ný- býlaveg í Kópavogi um klukkan þrjú í fyrrinótt. Þegar slökkvilið- ið kom á staðinn var skúrinn al- elda en greiðlega tókst að slökk- va eldinn. Var talin hætta á að eldurinn bærist í önnur hús. Skúrinn er talinn ónýtur. Alblóðugur erlendur ferðamað- ur leitaði til lögreglunnar í Reykjavík í fyrrinótt. Að sögn mannsins hafði ókunnugur maður slegið hann í höfuðið með flösku. Maðurinn var fluttur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans. Árásarmaðurinn er enn ófundinn. Fangageymslur: Fækkun fangaklefa ekki Vcindamál ÚTTEKT Á NÝTINGU FANGAKLEFA Á TÍMABILINU 1. SEPTEMBER 2000 TIL 10. FEBRÚAR 2001: Fjöldi daga með 16 fanga aðfararnótt laugardags: ............2 Fjöldi daga með 16 fanga aðfararnótt sunnudags:..............1 Fjöldi daga með 17 fanga aðfaranótt laugardags: .............1 Fjöldi daga með 17 fanga aðfaranótt sunnudags: ..............0 fangageymslur Lögreglan í Reykjavík hefur breytt hluta af fangaklefum í skrifstofuhúsnæði. Eins og kunnugt er gagnrýndi fé- lagsmálaráð borgarinnar þær að- gerðir fyrir þær sakir að heimilis- lausum yrði vísað frá vegna pláss- leysis. Lögreglan hefur sent frá sér tilkynningu þar sem aðgerð- irnar eru útskýrðar og kemur m.a. fram að hagvæmnisástæður hafi ráðið og að réttlætanlegt hafi ver- ið að breyta fangaklefunum þar sem nýting þerra er ekki mjög mikil. Fram kemur að embættið hafi 14 fangaklefa yfir að ráða eft- ir breytingar í fangageymslu auk tveggja í kjallara samtals 16 klefa. Skoðaðir voru 88 helgidag- ar og voru aðeins í fimm skipti fleiri en 16 fangar vistaðir í fangageymslum. Þykir því ljóst að fækkun fangaklefa skapi engin vandmál. Hins vegar geti fanga- geymslan orðið full eina og eina nótt og þá þurfi að bregðast við því hverju sinni. Lögreglaii segir fangaklefa fyrst og fremst þjóna þeim til- gangi að hýsa menn sem teknir hafa verið höndum. Ekki á að koma til þess að fleiri en einn sé settur í klefa þrátt fyrir að nota þyrfti alla fangaklefana. Hugsan- lega kæmi þá upp sú staða að vísa þyrfti frá heimilislausum sem óskuðu gistingar. Lögreglan vísar algerlega á bug þeim fullyrðing- um að heimilislausum hafi verið úthýst. ■ FRÆÐSLUMÁLIN KYNNT Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs, og Cerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri þær breytingar sem hafa orðið á fræðslumálum borgarinnar frá því sem var á síðasta ári. Meðal þess sem kom fram var að einsetning skóla gengur stónrel og einungis tveir af 40 skólum borgarinnar eru enn tvísetnir. Allir skólar Reykjavíkur verða einsetnir á næsta ári. Með Sigrúnu og Cerði er á myndinni Runólfur Birgir Leifsson forstöðumaður fjármálasviðs Fræðslumiðstöðar. F ás er fróðum vant Fjárveitingar til grunnskóla Reykjavíkur auknar um 1,8 milljarð frá síðasta skólaári. Stefnt er að því að hver nemandi fái sitt eigið netfang. Nemendur skortir í Ingnnarskóla í Grafarholti. suva. fípjíeyjum. ap Innfæddir eyja- skeggjar á Fídjí-eyjum og íbúar af indverskum uppruna eru þessa dagana að greiða atkvæði um nýtt þing, en kosningarnar hófust síð- astliðinn laugardag og sþanda fram á næsta laugardag. í gær var þó gert hlé á þeim á hvíldar- deginum. Spenna hefur verið lengi milli innfæddra eyjaskeggja og að- fluttra Indverja, en fyrstu ríkis- stjórninni sem mynduð var með meirihluta Indverja var steypt af stóli í valdaráni þjóðernissinna vorið 2000. Leiðtogi valdaránsins var George Speight, sem tók for- sætisráðherrann og ríkisstjórnina í gíslingu en situr nú í fangelsi sakaður um landráð. Engu að síð- ur er hann í framboði, þar sem ekki hefur enn verið dæmt í máli hans og hann hefur því hreint sakavottorð. Mahendra Chaudhry, forsætis- ráðherrann sem Speight steypti af stóli, vonast til þess að endur- heimta embættið. Herinn setti Laisenia Qarase í embætti forsætisráðherra eftir að uppreisn Speights var afstað- in. ■ Netvæðing skóla í höfuð- borginni gengur prýðisvel og eru nú allir skólarnir tengdir ljósleiðarakerfi sem hundrað- faldar flutningsgetu tölva miðað við það sem áður var. Inn í skól- ana voru keyptar 662 nýjar tölv- ur og eru nú um 10 nemendur um hverja vél. Að sögn Sigrúnar Magnús- dóttur, formanns fræðsluráðs, er stefnt að því að einungis fimm nemendur séu um hverja tölvu fyrir næsta skólaár. Þá sagði Sigrún að stefnt væri að því að hver nema í grunnskólum borg- arinnar fái sitt eigið netfang og nú þegar hafa nokkrir skólar hafið útdeilingu netfanga til nemenda sinna. Fjárveitingar til skólanna í höfuðborginni hafa verið auknar um 28,2 prósent frá því í fyrra og nemur það 1,8 milljarði í krónum talið. Stærsti hluti upp- hæðarinnar er veitt í launa- greiðslur samkvæmt nýjum kjarasamningi kennara. Alls er velta grunnskóla Reykjavíkur um 10 milljarðar og skiptist upphæðin á milli rek- strar, byggingaframkvæmda, kaupa á búnaði og viðhalds. omarr@frettabladid.is menntun Töluverðar breytingar verða í grunnskólum Reykjavík- ur á skólaárinu sem gekk í garð á föstudag. Nem- endum hefur fjölgað um 400 frá síðasta ári, meðal annars vegna þess hver- su margir hafa flutt til höfuðborgarinnar á ár- inu. Sérstaka athygli vekur að þrisvar sinnum fleiri börn flytja til bor- garinnar frá útlöndum en utan af landi. Kennur- um fjölgaði einnig á skólaárinu. Þeir eru nú Stefnt er að því að einung- is fimm nem- endur séu um hverja tölvu fyrir næsta skólaár. Þá er stefnt að því að hver nem- enda í grunn- skólum borg- arinnar fái sitt eigið netfang. — 1.425 og er það fjölgun um 36 kennara frá því á síðasta skólaári. Tveir nýir skólar voru teknir í notkun á föstu- daginn, Ingunnarskóli í Grafarholti og Víkur- skóli. Heldur óvenjulegt ástand hefur skapast í Ingunnarskóla þar sem þar skortir í raun nem- endur - nokkuð sem aldrei hefur áður gerst í sögu fræðslumála Reykjavíkur. Skólann sækja nú um 30 nemend- ur í átta árgöngum. Vika eftir af kosningum á Fídjí: Prófraun lýðræðis LEIÐTOGI VALDARÁNSINS George Speight, t.v., heilsar bróður slnum og kosningastjóra á föstudag. Speight var þarna að koma úr réttarsal þar sem hann fór fram á leyfi úr fangelsinu til þess að geta farið í kjördæmi sitt að greiða atkvæði. AP/ROB GRIFFITH

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.