Fréttablaðið - 27.08.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.08.2001, Blaðsíða 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 27. ágúst 2001 MÁNUDACUR HRAÐSOÐID LAUFEY STEINGRÍMSDÓTTIR Manneldisráði Matur skiptir máli HVAÐ finnst þér lenskra barna? um mataræði ís- Það er sjálfsagt eins misjafnt og börnin eru mörg. Hins vegar óttast ég að þar sé oft ekki allt eins og best verður á kosið. Við vitum t.d. að syk- urneysla margra barna er blátt áfram gífurleg. Neysla gosdrykkja hefur aukist ár frá ári hér á landi og ástæða er til að ætla að börn séu þar stór neytendahópur. Einnig bendir ýmislegt til þess að heita máltíðin í heimahúsum sé á undanhaldi. Skólar hafa hins vegar komið til móts við þetta en nú er verið að bry- dda upp á þeirri nýbreytni á höfuð- borgarsvæðinu að bjóða, a.m.k. yngstu börnunum upp á heita máltíð í hádeginu. Margir skólar gera þetta eiginlega af veikum mætti vegna þess að það er léleg aðstaða til þess í skólanum. HVERNIG á nesti skólabarna að vera samsett að mati Manneldisráðs? Það fer auðvitað eftir því hvort um er að ræða nesti sem er millibiti um miðjan morgun eða nesti sem á að vera hádegismatur. Ef ekki er boðið upp á heitan mat í skólanum í hádeg- inu þá mælum við með samloku með góðu áleggi í nesti ásamt ávexti eða gulrót og hugsanlega jógúrt eða skyri. Það getur einnig verið gott að breyta til og hafa stundum kjúklingaleggi eða fiskibollur í nest- inu. Magnið fer náttúrulega eftir því hversu gamalt barnið er. Ef boðið er upp á heitan mat í skól- anum þá leggjum við til að börn borði ávexti í nestistímanum sem er á miðjum morgni. Við viljum helst að skólinn hafi ávextina í boði gegn miðum þannig að börnin þurfi ekki að taka þá sjálf með sér. HVAÐ með drykkjarföng? Við leggjum áherslu á að börn fái léttmjólk í skólanum eða vatn. Við getum ekki skipt okkur af því sem foreldrar senda börn sín með í skól- ann en bendum á að sykraðir svala- drykkir koma ekki staðin fyrir ávex- ti. Því var haldið fram í bréfi sem Vífilfell sendi foreldrum á dögunum sem er mikil ósvífni. Þar var líka tvisvar vísað í Manneldisráð og það þannig bendlað við bréfið sem við vorum mjög ósátt við. HVERSU mikilvægt er gott matar- æði börnum? Gott og reglulegt mataræði og hreyfing eru þættir sem skipta miklu máli fyrir þroska og heilsu barna. Offita barna er að aukast hér á landi. Það má eflaust rekja til þess að þau hreyfa sig miklu minna en áður. Þau spila mikið tölvuleiki, eru keyrð ferða sinna og borða óreglu- lega. Þetta hefur að sjálfsögðu áhrif á skólanám þeirra. Matur, hreyfing og svefn skipta miklu máli er kemur að andlegu atgervi. Laufey Steingrímsdóttir er forstöðumaður Manneldisráðs. Á heimasíðu þess, www.manneldi.is, er að finna ýmsar ráð- leggingar um mataræði, m.a. ætlaðar þeim sem útbúa mat í skólum. Framsóknarmenn: Ólafur í Reykjavík nyrdri framboðsmál Ólafur Örn Haralds- son, fyrsti þingmaður Framsókn- arflokksins í Reykjavíkurkjör- dæmi, hefur ákveðið að bjóða sig fram í hinu nýja Reykjavíkurkjör- dæmi nyrðra í næstu Alþingis- kosningum. Ákveðið hefur verið að skipta Framsóknarfélaginu í Reykjavík í tvennt í vegna kjör- dæmabreytinganna og verður að sögn Ólafs farið í þá vinnu með haustinu. Hinn þingmaður Fram- sóknarmanna í Reykjavíkurkjör- dæmi, Jónína Bjartmarz, tilkynnti ! FRÉTTIR AF FÓLKI “ Ingibjörg Sólrún Gísiadóttir kvað upp úr með það í vor hún vildi að það lægi fyrir þegar í september hvern- ig staðið yrði að framboðsmálum hjá Reykjavíkur- listanum fyrir borgarstjórnar- kosningar á vori komanda. Nú þykir vera ljóst að mjög ólíklega verði um að ræða sameiginlegt hólfaprófkjör hjá aðstandendum listans eins og fyrir síðustu kosningar, en þá tóku um 10 þús- und manns þátt í prófkjörinu. Miklu fremur er rætt um það að Framsóknarflokkur, Samfylking- in og Vinstri flokkurinn grænt framboð komi sér saman um skiptingu sæta á listanum en flokkarnir ráði síðan sjálfir hvernig þeir haga vali á fram- bjóðendum í úthlutuð sæti. Lík- legt er talið að þá verði lokað prófkjör hjá Framsóknarflokkn- um og Samfylkingunni en upp- stilling hjá Vinstri flokknum grænu framboði. Skipting sætanna milli flokk- anna er enn hitamál. Vinstri flokkurinn grænt framboð held- ur mjög fram fylgi sínu í skoð- anakönnunum, en aðrir vilja ganga út frá kjörfylginu í síðustu kosning- um. Deilt er um hvort flokkurinn eigi að fá tvö vænleg borgar- fulltrúasæti eða eitt vænlegt og annað varamannasæti með til- heyrandi loforðum um þunga pósta í nefndakerfinu. Þá er ein- nig um það deilt hvort borgar- stjórinn í baráttusætinu eigi að teljast utankvóta eða á kvóta Samfylkingar. Ekki hafa heyrst raddir um nýja einstaklinga sem sækjast eftir setu á R-listanum, nema hvað Stefán Jón Hafstein er nefndur eins og venjulega en heyrst hefur að hann stefni frek- ar á þingið um þessar mundir. Nýjustu tíðindin af fram- boðsvangaveltum Reykja- víkurlistans eru þau að um það sé rætt í alvöru að bjóða Frjáls- lynda flokknum sjöunda eða ní- unda sætið á Reykjavíkurlist- anum. Þá er verið að horfa til þess að Margrét Sverrisdóttir verði í framboði fyrir Frjáls- lynda flokkinn innan R-listans og telja margir að hún yrði feng- ur fyrir listann, enda forkur duglegur og fylgin sér eins og hún á ættir til. Það gæti einnig verið ákveðin lausn á sætahlut- fallinu milli flokka í flóknum samningaviðræðum. Er þá ein- ungis eftir að fullnægja utan- flokkafólki sem margt hefur stutt Reykjavíkurlistann en eins og samtöl flokkanna hafa gengið er ekki sýnt að pláss verði fyrir ÓLAFUR ÖRN HARALDSSON Mun biðla til Reykvikinga norðan Hring- brautar, Miklubrautar og Vesturlandsvegs fyrir næstu Alþingiskosningar. sl. vetur að hún myndi bjóða sig fram í Reykjavíkurkjördæmi syðra. Ekki eru framsóknarmenn farnir að huga að því hvernig valið verður á lista í næstu Alþingis- kosningum, enda tvö ár í þær að öllu óbreyttu. ■ Stuðningsmaður Duncans Smiths: Rekinn vegna tengsla við öfgaflokk LONPON. ap. Einn starfsmanna for- mannsframboðs, Iains Duncans Smiths, Edgar Griffin, var rekinn úr íhaldsflokknum á föstudag eftir að upp komst að hann tengdist breska þjóðarflokksins, BNR Griffin var rekinn úr teymi Duncans Smiths á fimmtudag eftir að í ljós kom að hann er faðir Nicks Griffins leiðtoga BNP. Sá flokkur er andsnúinn innflytjendum í Bret- landi og hefur m.a. verið sakaður um að eiga stóran þátt í kynþáttaó- eirðum í Bretlandi í sumar. Einnig kom í ljós að eiginkona Edgars Griffins var í framboði fyrir BNP í þingkosningunum júlí sl. Þrátt fyrir að Duncan Smith hafi ekki þekkt manninn þykir mál- ið hið vandræðalegasta fyrir hann. Griffin sagði í samtali við BBC að hann vonaðist þrátt fyrir allt til þess að verða framboði Duncans Smiths að liði. Hann sagði einnig að fjölmargir flokksmenn íhalds- flokksins styddu þá stefnu BNP að innflytjendur fái fjárstuðning til að flytjast aftur til síns heima. ■ Er ein fyrir utan draugana Bjartar nætur Kristínar G. Magnús hafa verid fastur liður í reykvísku menningarlífi á sumrin í 30 ár. I kvöld er síðasta sýningin í bili. leiklist í rúmlega þrjátíu ár hef- ur sýning Kristínar G. Magnús, leikkonu, Light Nights verið fastur liður í borgarlífinu. í kvöld er síðasta sýning Kristín- ar í sumar en hún mun taka upp þráðinn næsta sumar ef að lík- um lætur. „Ég byrjaði á þessu 1970 fyrir hvatningarorð vin- konu minnar. Ég lærði leiklist í Englandi og er jafnvíg á ís- lensku og ensku og því lítið mál fyrir mig að semja á ensku en á þessum tíma var lítið um að vera fyrir ferðamenn á sumrin." Sýning Kristínar leitar fanga í íslenskum þjóðsögum og sagnaheimi. Hún hefur tekið miklum breytingum síðan hún var sýnd fyrst. „Eg væri nú orð- in alveg brjáluð ef að þetta hefði alltaf verið eins,“ segir Kristín sem í sumar hefur verið eini leikarinn í sýningunni( ólíkt því sem oft hefur verið. „Eg er auð- vitað ekki alveg ein, því fjöl- margir eru mér til aðstoðar en ég er eini leikarinn, fyrir utan draugana," segir Kristín og hlær við. Hún segist nefnilega sprella nokkuð í leiksýningunni, ekki síst þegar sagan um Djáknann á Myrká er flutt, en kannski er betra að segja sem minnst frá því. Kristín segir erlenda ferða- menn hafa verið í meirihluta áhorfenda í gegnum tíðina en fs- lendinga ávallt hafa slæðst með. í fyrrasumar gerði hún hlé á sýningarhaldinu í bili en tók upp þráðinn í sumar og verða sýn- ingarnar í ár alls nítján. „Aðsóknin var ekki nægilega góð í byrjun," segir Kristín sem telur skýringu þessa vera margs konar, m.a. séu starfsmenn í ferðaþjónustu ekki nægilega duglegir að benda á sýninguna. Ágústmánuður kom þó betur út en júlí að sögn Kristínar sem segir skýringu þess m.a. vera þá að sýningin spyrjist vel út með- al ferðamanna . Eins og margir íslendingar hefur blaðamaður alltaf vitað af sýningunni Light Nights en aldrei séð hana og veit raunar ekki hvað hún gengur út á. Krist- ín segir tilkomumikla skyggni- sýningu vera hluta af sýningunni auk leikna hlutans. „Ég er leik- kona og spinn út frá þjóðsögun- um sem margar hverjar eru mjög dramatískar og ég bý til látbragðið líka.“ Þeir sem vilja fá meira að heyra og sjá ættu að bregða sér í Iðnó í kvöld, það er ekki seinna vænna. sigridur@frettabladid.is beina aðkomu þess, enda hafa ekki margir viðrað hagsmuni þessa hóps upp á síðkastið. Afdráttarlaus ummæli helstu ráðamanna þjóðarinnar um niðurstöðu Skipulagsstofnunar vegna Kárahnjúkavirkjunar hefur vakið athygli. Það verður ekki and- skotalaust fyrir Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra eða dómstóla að fjalla um skýrsluna á eðlilegan hátt eftir allar þær ádrepur sem hún hefur fengið. Hvað sem má segja um þetta mál allt saman - má leiða getunj að þyí að hygr sem niðurstaða émbættismanna hefði orðið - þá hefði 'allfaf vérið virkjað. Það sem er kannski forvitnilegast er að eftir áð DaviðDddsson reiö á vaðið með sínar umvandanir hafa aðrir ráðherrar komið á eftir og jafnvel haft uppi stærri orð en for- sætisráðherrann.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.