Fréttablaðið - 27.08.2001, Blaðsíða 14
14
FRÉTTABLAÐIÐ
27. ágúst 2001 IVlÁNUPflGUR
ítalsa knattspyrnan:
Rui Costa
meiddur
knattspyrna Portúgalski miðvall-
arleikmaðurinn Rui Costa brotn-
aði á hendi í
fyrsta leik sín-
um með AC Mil-
an á sunnudag.
Costa, sem er 29
ára, lenti í sam-
stuði við mið-
vallarleikmann
Brescia og var
fluttur á spítala
þar sem meiðsl
hans komu í
ljós. Hann verður frá knattspyrnu
næsta mánuðinn eða svo. Leikur-
inn endaði 2-2. ■
Leikmannakaup:
Stam til Lazio
knattspyrna Jaap Stam, hollenski
varnarmaðurinn hjá Manchester
United, er genginn til liðs Lazio,
fyrir 18 milljónir punda. „Ég vil
ekki yfirgefa enska liðið en svo
virðist sem bæði lið séu á því að
ræða hugsanleg kaup. Ég verð því
að fara að hugsa minn gang,“
sagði Stam á laugardag.
Sergio Cragnotti, forseti Lazio,
staðfesti í gær að Stam væri orð-
inn leikmaður Lazio. „Stam er
okkar,“ sagði Cragnotti, en leik-
maðurinn skrifaði undir 4 ára
samning við liðið.
Stam gaf nýlega út ævisögu sína
og þar kemur margt miður fram
um Alex Ferguson, stjóra United.
Hollendingurinn segir m.a. að
stjórinn hafi farið á bak við for-
TIL ÍTALÍU
Jaap Stam, hollenski varnarmaðurinn hefur
ekki verið á náðinni hjá Alex Ferguson,
stjóra Manchester United í síðustu leikjum
og var seldur til Lazio.
ráðamenn PSV Eindhoven þegar
United keypti varnarmanninn frá
liðinu árið 1998. ■
Michael Schumacher:
Ók útaf á 200 km hraða
kappakstur Michael Schumacher,
ökumaður Ferrari, missti stjórn á
bíl sínum á æfingu á Ítalíu
fimmtudaginn, með þeim afleið-
ingum að hann ók útaf Mugello
brautinni á 200 km hraða og lenti
á öryggisvegg. Schumacher slapp
ómeiddur en þetta var annað
óhapp hans á tæpum mánuði.
Ohappið átti sér stað í beygju á
brautinni og er talið að einhvers-
konar vélarbilun hafi valdið því
að Schumacher missti stjórn á
bílnum. Bíllinn eyðilagðist mikið
og var æfingin strax blásin af.
Farið var með bílinn í höfuðstöðv-
ar Ferrari í Maranello en forsvar-
menn liðsins hafa ekkert viljað tjá
sig um málið. ■
Stoke City:
Thorne
fer hvergi
knattspyrna Pet-
er Thprne, fram-
herji íslendinga-
liðsins Stoke
City, átti góðan
leik í gær þegar
hann skoraði eitt
mark og lagði
upp annað í 0-2
sigri á Cam-
bridge. Stoke
situr því í sjö-
unda sæti ensku
2. deildarinnar,
með sex stig,
eftir þrjá leiki.
Stoke byrjaði leikinn ekki vel og
missti leikmann útaf, með rautt
spjald, strax í fyrri hálfleik. Liðið
hóf seinni hálfleik af miklum
krafti og skoraði áðurnefndur
Thorne fyrsta mark leiks áður en
hann lagði upp það seinna fyrir
Andy Cooke. „Peter sýndi það
hversu mikilvægur hann er lið-
inu,“ sagði Guðjón Þórðarson,
stjóri Stoke að leik loknum. „Þess
vegna viljum við halda í hann.“
Mörg lið hafa verið á höttunum
eftir Thorne en Guðjón hefur ít-
rekað neitað því að leikmaðurinn
sé til sölu. Mikil meiðsl hrjá her-
búðir Stoke en Ríkharður Daða-
son, Mikael Hansson og Brynjar
Björn Gunnarsson eru allir
meiddir. ■
mán ÍA-Fram
Símadeíldin kl. 17.40
mán Bolton - Liverpool
Enski boltinn kl. 20.00
mán Ensku mörkin
kl. 23.00
Þri IVIótorsport
kl. 19.30
mlð HMíralli
kl. 20.00
fös Alltaf i boltanum
kl. 19.30
fös Hestar 847
kl. 20.00
lau Þýskaiand - Enqland
Undankeppni HM 2002 kl. 17.00
aun Melstarakeppni Evrópu
Fréttaþátturkl. 18.00
Jafntefli hjá KR og Val
Spennan magnast í Símadeild karla, bæði á toppnum og botninum. KR og Valur skildu jöfn
í gær og FH og IBV unnu sína leiki örugglega.
knattspyrna Þrír leikir fóru fram í
15. umferð í Símadeild karla í gær-
kvöldi. KR og Valur skildu jöfn í
Frostaskjóli 0-0, FH bar sigurorð af
Breiðabliki, í Kaplakrika og Eyja-
menn sóttu þrjú stig til Keflavíkur.
Spennan eykst en tveir leikir fara
fram í kvöld.
Leikur KR og Vals í botnbarátt-
unni einkenndist af mikilli baráttu
en heimamenn voru sterkari aðil-
inn í fyrri hálfleik en svo misstu
þeir dampinn í þeim seinni. Vals-
menn misstu Fikret Alomerovic
útaf, með rautt spjald, á 67. mínútu.
Á lokamínútum leiksins fengu KR-
ingar tvö upplögð færi til að gera út
um leikinn. Guðmundur Benedikts-
son fiskaði vítaspyrnu sem var
vægast sagt umdeildur dómur.
Sergio Ommel, tók spyrnuna en
Þórður Þórðarson varði af miklu ör-
yggi. Þorsteinn Jónsson, skallaði
síðan framhjá úr dauðafæri á loka-
sekúndum leiksins. KR situr enn í
næstneðsta sæti deildarinnar með
15 stig, einu stigi á eftir Fram sem
spilar í dag.
FH tók á móti Breiðabliki, neðs-
ta liði deildarinnar. Heimamenn
voru sterkari aðilinn og réðu lögum
og lofum í leiknum. Jónas Grani
Garðarsson skoraði fyrsta markið
eftir fimmtán mínútna leik og
Freyr Bjarnason, varnarmaðurinn
sterki, bætti við öðru marki rétt
fyrir hlé eftir góða rispu Hilmars
Björnssonar upp kantinn. Jón Þor-
grímur Stefánsson, skoraði þriðja
markið og öruggur sigur heima-
manna í höfn. FH-ingar eru þar
með komnir í þriðja sæti deildar-
innar með 28 stig. Kópavogsbúum
bíður ekkert nema fall ef þeir spila
áfram eins og þeir gerðu í gær en
liðið situr á botni deildarinnar með
tíu stig.
Eyjamenn byrjuðu leikinn í
Keflavík af miklum krafti og áður
en fimmtán mínútur voru liðnar af
leiknum höfðu þeir skorað tvö
mörk. Tómas Ingi Tómasson skor-
aði fyrst á 11. mínútu og Gunnar
Heiðar Þorvaldsson það seinna.
Keflvíkingar vöknuðu aðeins til
lífsins í seinni hálfleik en náðu ekki
að setja mark sitt á leikinn.
í kvöld mætast ÍA og Fram uppá
Skipaskaga og Fylkir og Grindavík
mætast í Árbænum. Báðir leikir
hefjast klukkan 18.00. ■
HÖRKURIMMA
KR og Valur skildu jöfn í Frostaskjólinu í
gær. Spennan magnast á botni deildarinn-
ar sem og toppnum. Svo virðist sem
meistaraheppnin sé búin að yfirgefa KR
liðið sem fékk þó nokkur tækifæri til að
gera út um leikinn.
ítalska knattspyrnan:
Chievo sigraði Fiorentina
knattspyrna Liðið Chievo, sem lék
sem áhugamannalið fyrir fimmt-
án árum, sigraði Fiorentina 2-0 í
fyrsta leik sínum í Serie A á
sunnudag. Liðið vann sér sæti í
efstu deild á síðasta tímabili.
Simone Perrotta og Massimo Mar-
azzina skoruðu mörk liðsins, sem
eru þau fyrstu í efstu deild. Fior-
entina hefur verið eitt sterkasta
lið Ítalíu síðasta ár og er núver-
andi bikarmeistari. Liðið hefur átt
í fjárhagsörðugleikum og þurfti
að selja marga ef bestu leikmönn-
um sínum.
Annars voru flest úrslit eftir
knattspyrna Meistarar Manchest-
er United voru heppnir á móti
Aston Villa þegar liðin mættust á
Villa Park í ensku úrvalsdeildinni.
Heimamenn komust yfir strax á
fjórðu mínútu með marki frá
Darius Vassell og stefndi allt í
óvæntan sigur þegar Alpay varð
fyrir því óláni að setja boltann
framhjá Peter Smeichel í eigið
mark eftir hornspyrnu, þegar
venjulegur leiktími var liðinn.
Newcastle og Sunderland
gerðu jafntefli á Tyneside leik-
vanginum í bráðfjörugum leik.
Arsenal fór létt með Arnar
Gunnlaugsson og félaga í Leicest-
er, 4-0, þar sem Patrick Viera og
Dennis Wise voru reknir af leik-
FOGNUÐUR
Leikmenn Chievo fagna hér Simone Per-
rotta, sem skoraði fyrsta mark liðsins í
efstu deild.
velli. Hermann Hreiðarsson og fé-
lagar í Ipswich töpuðu 0-1 fyrir
Charlton United.
Guðni Bergsson og félagar í
Bolton taka á móti Liverpool í dag
og verður um hörkuslag að ræða
en Bolton er á mikilli siglingu. ■
ENSKA ÚRVALSPEILDIN
3.umferð
Newcastle United - Sunderland 1-1
Aston Villa - Man. Utd. 1-1
Arsenal - Leicester 4-0
Blackburn - Tottenham 2-1
Everton - Middlesbrough 2-0
Fulham - Derby County 0-0
Ipswich - Charlton Athletic 0-1
Southampton - Chelsea 2-0
West Ham - Leeds United 0-0
bókinni, Juventus sigraði Venezia
með 4 mörkum gegn engu og skor-
uðu framherjarnir David
Trezeguet og Alessandro Del Pi-
ero tvö mörk hvor. ■
SERIA A
1 .umferð
Bologna- Atalanta 1-0
Brescia- AC Milan 2-2
Fiorentina- Chievo 0-2
Inter- Perugía 4-1
Juventus- Venezia 4-0
Lazio- Piacenza 1-1
Lecce- Parma 1-1
Udinese- Torino 2-2
ÚTAF!
Patrick Vieira fær hér að líta rauða spjaldið
I leik gegn Leicester. Dennis Wise fór ein-
nig sömu leið.
Enska tírvalsdeildin:
Heppnissigur hjá Man. Utd.
Úrslit
og staða
SIMADEILD KARLA
ÚRSLIT:
Keflavik- ÍBV 0-2
KR- Valur 0-0
FH- Breiðablik 3-0
STADAN:
Lið Leikir U J T Mörk Stig
ÍA 14 9 2 3 23 : 11 29
ÍBV 15 9 2 4 16 : 11 29
FH 15 8 4 3 20 :13 28
Fylkir 14 7 4 3 23 : 12 25
Keflavik 15 5 4 6 21 :23 19
Grindavík 14 6 0 8 19 : 25 18
Valur 15 5 3 7 16 : 21 18
Fram 14 5 1 8 21 :21 16
KR 15 4 3 8 12 : 19 15
Breiðablik 15 3 1 11 14 : 29 10
NÆSTU LEIKIR:
27. ágúst lA- Fram kl. 18.00
27 ágúst Fylkir- Grindavik kl. 18.00
1. DEILD KARLA
ÚRSLIT:
KA- Leiftur
Stjarnan- ÍR
Tindastóll- Þór Ak.
Vikingur- KS
Dalvík- Þróttur
STADAN:
Lið Leikir U J T Mörk Stig
KA 15 11 3 1 39 : 14 36
Þór Ak. 15 10 2 3 45 : 17 32
Stjarnan 15 8 5 2 35 : 17 29
Þróttur 15 8 4 3 25 : 17 28
Víkingur 15 5 4 6 30 : 24 19
Leiftur 15 5 2 8 20 : 26 17
Dalvik 15 5 1 9 20 : 35 16
Tindastóll 15 4 3 8 22 :35 15
ÍR 15 2 8 5 25 : 37 14
KS 15 0 2 13 10 : 49 2
3-2
7-2
1-4
7-2
1-2