Fréttablaðið - 27.08.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 27.08.2001, Blaðsíða 15
MÁNUPAGUR 27. ágúst 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 15 Cole ekki til Newcastle: Shearer til í slaginn KNATTSPYRNA Bobby Robson, framkvæmdastjóri Newcastle, segir að liðið hafi aldrei gert Manchester United tilboð í Andy Cole, en á fimmtudaginn greindu breskir fjölmiðlar frá því að hann væri hugsanlega á leiðinni til Newcastle fyrir tæpar 10 milljónir punda. „Þessar sögusagnir komu mér mjög á óvart - það er ekkert hæft í þeim,“ sagði Robson. „Alan Shear- er verður tilbúinn í slaginn á næstu dögum og Carl Cort er topp- leikmaður." Shearer kom inná sem varamaður í gær gegn Sunderland. Coca-Cola bikarkeppni kvenna: Breiðablik og Valur í úrslitum knattspyrna Breiðablik og Valur eru komin í úr- slit í Coca-Cola bikar- keppni kvenna. Valur fór í heimsókn til Hafn- arfjarðar og mætti FH í Kaplakrika á föstudag. Um sannkallaðan bikar- leik var að ræða þar sem hart var barist. Gestirnir voru betri að- ilinn í leiknum en það tók þær 67 mínútur að skora fyrsta markið, en Soffía Ásmundsdóttir kom boltanum yfir STÁLIN STINN Erkifjendurnir í KR og Breiðablik mættust i Kópavogi á laugardaginn og höfðu heimastúlkur betra að þessu sinni. Þær mæta Völsurum í úrslitum. marklínuna. Þar með opnuðust all- ar flóðgáttir og á 17 mínútna kafla skoruðu gestirnir þrjú mörk til við- bótar og voru þar að verki Kristín Yr Bjarnadóttir, Vilborg Guðlaugsdóttir og Dóra Stefánsdóttir. Guðrún Sveinsdóttir minnkaði muninn fyrir FH en þar við sat. Breiðablik tryggði sér einnig sæti í bikarúrslita- leiknum með því að sigra KR, 1-0, í Kópavogi. Bryndís Bjarnadóttir skoraði sigurmarkið á 64. mínútu. KR var betri að- ilinn í leiknum en Dúfa Ásbjörnsdóttir átti stór- leik í marki Breiðabliks. Úrslitaleikurinn fer fram þann 15. september. ■ Góður kostur að fara til Hollands Fylkir mætir hollenska liðinu Roda JC í fyrstu umferð í Evrópukeppni félagsliða. „Reynum að ná hagstæðum úrslitum þar ytra,“ segir Bjarni Jóhannsson þjálfari Fylkis. TIL HOLLANDS Fylkir sigraði Pogon frá Póllandi i undankeppni fyrir Evrópkeppnina. Næst liggur leiðin til Hollands þar sem liðið mætir Roda JC, sem endaði í fjórða sæti í hollensku deildinni í fyrra. knattspyrna Fylkir dróst gegn hol- lenska liðinu Roda JC í fyrstu um- ferð Evrópukeppni félagsliða. Auk Roda átti Fylkir möguleika á að dragast á móti ítalska stórlið- inu Inter Milan, sem og Slavia Prag, AEK Aþenu, Bröndby, Crvena Zvezda, Halmstad, Inter Bratislava. Víst er að Roda var ekki svo slæmur kostur fyrir Fylki fyrst liðið dróst ekki á móti Inter Milan. „Á þessari stundu veit ég afar lítið um Roda liðið. En mér líst ágætlega á þennan drátt,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Fylk- is, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það voru tvö lið sem maður hefði helst viljað fá, Inter Milan og AEK Aþena, en það er alltaf gott að vera laus við að fara til Austur-Evrópu í löng ferðalög, þannig að þetta er góður kostur." Bjarni segist vita lítið um lið Roda annað en að þetta sé hol- lenskt atvinnumannalið sem end- aði í fjórða sæti á síðustu leiktíð. „Það hefur farið mjög illa af stað í deildinni í ár. En það gerði jafn- tefli við ekki ómerkara lið en Ajax. Ég held að leikmannahópur- inn þeirra sé frá fimmtán þjóð- löndum en ég er ekki alveg viss. Þetta er fjölbreytt flóra sem er þarna til staðar.“ Bjarni segir að Fylkir muni reyna að ná hagstæðum úrslitum í fyrri leiknum sem leikinn verður úti, eftir tæpan hálfan mánuð, og þar muni liðið spila öflugan varn- arleik. Aðspurður hvaða möguleika hann teldi Fylki eiga á að komast í aðra umferð svaraði Bjarni: „Meðan staðan er 0-0 eigum við alltaf helmingsmöguleika." Roda lenti í fjórða sæti holl- ensku deildarinnar á síðasta leik- tímabili á eftir PSV, Feyenoord og Ajax. Liðinu hefur hins vegar ekki gengið sem skyldi á þessari leik- tíð, hefur leikið fimm leiki, tapað þremur, gert eitt jafntefli og unn- ið einn. Nokkrir góðir leikmenn leika með liðinu m.a. nígeríski vinstri kantmaðurinn Garba Lawal, sem hefur leikið fjóra landsleiki með Nígeríu, kamer- únski landsliðsmaðurinn Bernard Tchoutang og Grikkinn Ioannis Anastasiou, sem skoraði 18 mörk í 34 leikjum á síðasta tímabili. ■ Evrópukeppni félagsliða: Alltaf hætta á vanmati knattspyrna Gunnar Einarsson, varnarmaður úr KR, var eitt sinn í herbúðum Roda JC. „Ég var keypt- ur til liðsins tímabilið '96-'97, en var síðan lánaður frá því ég kom til ársins 1998. Síðan var ég lánaður til WWJ árið 1999 og spilaði með Roda í eitt ár. Ég spilaði þó nokkra leiki með þeim en aldrei í deildinni, spilaði að- allega með varalið- inu og æfingaleiki. gunnar Ég held að ég hafi einarsson setið svona fjórtán leiki á bekknum. Það var hrika- legt,“ segir Gunnar um dvöl sína hjá liðinu. Hann segir hollenska lið- ið vera sterkt. „Þetta er mjög takt- ískt lið eins og flest lið í hollenskum fótbolta." Gunnar segir liðið hafa skorað flest mörk, tvö síðustu leiktímabil, úr föstum leikatriðum. „í liðinu er grískur framherji sem var keyptur frá Anderlecht. Hann var þriðji markahæsti leikmaður deildarinn- ar. Hann er' mjög hættulegur, hleypur ekki mikið en fær boltann í lappirnar og snýr á menn á staðn- um.“ Gunnar segir erfitt að spá um úrslitin. „Roda er með þannig lið að það á að klára leikinn en það er alltaf hætta á vanmati í þessu. Ef Fylkismenn halda jöfnu úti, 0-0, verður mjög erfitt fyrir Roda að koma hingað og vinna■ / Geqnheitar útifíisar frá kr. 990. - m Afqanqar frá kr. 600.- m2 Knarrarvogi 4 » S. 568 6755

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.