Fréttablaðið - 27.08.2001, Síða 18

Fréttablaðið - 27.08.2001, Síða 18
18 FRÉTTABLAÐIÐ 27. ágúst 2001 MÁNUPAGUR HVERJU MÆLIR ÞÚ MEÐ? Björn Magnússon, starfsmaður Bílastæðasjóðs Ég mæli með málbandi. Af því að það er ein- faldlega best. Japanskt góðgæti: Loksins hægt að taka heim veitincastaðjb Japanski veitinga- staðurinn Sticks’n’Sushi hefur opnað „takeaway” veitingastað í Nýkaupi í Kringlunni. Nú er loks- ins hægt að sækja þangað óvið- jafnanlegt japanskt góðgæti og taka með heim eða borða það á staðnum. Boðið er upp á fjölda tegunda af sushi ásamt misó súpu. Einnig verður hægt að kaupa á staðnum fyrsta flokks hráefni sem notað er til japanskrar matar- gerðar. ■ Farfuglarnir hópast til hrottfarar: Kveðjast með djassi tónleikar Með haustinu eru það ekki bara farfuglarnir sem hópast saman og fara utan með fjaðraþyt og söng. Þeir Andrés Þór Gunn- laugson gítarleikari og Árni Heið- ar Karlsson píanóleikari eru að fara utan til náms í haust og munu halda kveðjutónleika á Húsi Mál- arans. Meðleikarar þeirra á tón- leikunum eru þeir Tómas R. Ein- arsson kontrabassaleikari og Erik Qvick trommuleikari. Andrés er á leið til Hollands, en Árni Heiðar til Bandaríkjanna. MÁNUDACURINN 27. ÁCÚST Siðustu forvöð___________________________ Á efri hæð Hafnarborgar stendur sýning á Ijósmyndum eftir Hans Malmberg frá því um 1950. Sýningin nefnist ísland 1951 og er í samvinnu við Þjóðminjasafn (s- lands. Sýningunni lýkur í dag. í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, stendur yfir sýning á Ijós- myndum sænska Ijósmyndarans Hans Malmberg, en hann var á sinni tíð í hópi fremstu blaðaljósmyndara Svía. Ljós- myndasýningin fsland 1951 sýnir íslend- inga við leik og störf jafnt í sveit sem í borg á árunum 1947-1951. Sýningin er í samvinnu Hafnarborgar og Þjóðminja- safns íslands. Sýningunni lýkur í dag. Margrét Reykdal sýnir málverk I Sverris- sal Hafnarborgar, menningar- og lista- stofnunar Hafnarfjarðar. Sýningunni lýkur í dag. Kristín Sigfríður Garðarsdóttir sýnir leir- verk í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, Reykjavík. Verkin á sýningunni eru úr postulíni steyptu í gifsmót, einnig hand- mótuð form úr postulini og grófum stein- leir. Opið virka daga frá 10 til 18 og laug- ardaga 11 til 16. Sýningunni lýkur á mið- vikudag. Ungur Norðmaður, Stian Rönning, sýnir nú í Gallerí Geysi við Ingólfstorg. Sýningin hefur yfirskriftina Sérð Þú það sem Ég sé. Hann sýnir Ijósmyndir sem eru teknar á Thailandi, Laos, Noregi og ísland á árun- um 1999 til 2001. Sýningin stendur út mánuðinn. fHeildarnám A - hluti 1. stig CRANIO nóvember FÉLAQ HÖFUOBEINA- OQ SPJALDHRYOGSJAfNARA www.cranio.simnet.is Gunnar Margeir 699 8064 867 7469 Flugslysið Skerjafirði. Söfnunarsímar Ef hringt er í eftirtalin númer gjaldfærist af reikningi símans, sem hringt er úr, sem hér segir: Sími 907 2007 - 1.000,-kr Sími 907 2008 - 2.500,- kr Sími 907 2009 - 5.000,- kr Bankar. er no. 1175-05-409940 SÝNINGAR______________________________ Forn tré í Eistlandi er yfirskrift sýningar á Ijósmyndum sem eistneski Ijósmyndarinn Hendrik Relve hefur tekið. í Norræna húsinu eru 18 Ijósmyndir til sýnis í and- dyri hússins. Sýningin er sett upp í tengsl- um við Menningarhátíð Eystrasaltsríkjanna á Norðurlöndum sem stendur yfir frá 1. september til 1. nóvember 2001. Sýningin er opin daglega kl. 9 til 17, nema sunnu- daga kl. 12 til 17. Sýningin stendur til 23. september. í Byggðasafni Hafnarfjarðar standa yfir sýningarnar Blóðug vígaferli og Götulíf víkinganna í York. Um er að ræða tvær sýningar, annars vegar endurgerð á götu í víkingaþorpi og hins vegar sýningu þar sem má sjá beinagrind og hauskúpur vík- inga sem féllu í bardögum. Sýningarnar eru opnar alla daga frá 13 til 17 og standa til 1. október. Á ferð um landið með Toyota er yfirskrift sýningar Fókuss, Ijósmyndaklúbbs áhuga- manna. Sýningin er í salarkynnum nýrra bíla Toyota við Nýbýlaveg í Kópavogi. Ljós- myndir á sýningunni voru teknar á ferð klúbbsins um Suðurlandshálendið, í Þjórs- árdal, Veiðivötnum, Dómadal, Land- mannalaugum og viðar. Sýningin er opin á opnunartíma söludeildar Toyota. Áhaldafimleikar, almennir fimleikar, hóp- fimleikar og íþróttaskóli. Innritun verður 27., 28. og 29. ágúst frá kl: 16:00 til 19:00 í símum: 561 2504, 698 8824, 862 0065 eða á staðnum Góð fimleika aðstaða og reyndir þjálfarar. Æfingar hefjast 3. september Andrés segir að þeir hafi spilað saman bæði tveir saman og með fleirum, bæði meðan þeir voru saman í Tónlistarskóla FÍH og eins eftir að því námi lauk. Andr- és segir að efnisskráin sé hefð- bundinn djass. „Við verðum þarna með frumsamið efni eftir okkur báða og einnig gamla húsganga djassins. Svo gerist alltaf eitthvað óvænt þegar menn koma saman.“ Tónleikarnir verða eins og áður segir í Húsi málarans í kvöld kl. 21. ■ Listasafnið á Kjarvalsstöðum: Minningar um ey myndlis Kanadíski listmálarinn Louise Jonasson opnar sýningu í miðrými Listasafns Reykjavíkur Kjarvalsstöðum í dag kl. 17.00. Sýningin ber yfirskriftina Minn- ingar um ey eða Island Souvenir. Tilefni sýningarinnar má rekja til heimsóknar forsætisráðherra Manitóba, Gary Doer, til íslands en að hans ósk sýnir Louise verk sín hér á landi sem fulltrúi þeir- ra íslendinga sem flutt hafa vestur um haf. Myndir Louise eru sterk sjálfstæð listaverk og fer hún ótroðnar slóðir við gerð verka sinna. Lpuise kemur í fyrsta skipti til íslands í tilefni sýningarinnar. Sýningin stendur til 9. september. ■ Páll Ásgeir Ásgeirsson hefur gefið út tvær bækur í sumar: Líkar bækur en ólík viðfangsefni bækur Óhætt er að fullyrða að Hálendishandbók Páls Ásgeirs Ásgeirssonar sé metsölubók sumarsins enda mun vera langt síðan bók hefur selst jafnmörg- um eintökum utan vertíðar. Páll Ásgeir er umsjónarmaður helg- arblaðs DV og hefur gefið út all- nokkrar bækur. Á dögunum kom út önnur bók sumarsins eftir hann, Fóst- bræðralag, saga Karlakórsins Fóstbræðra í níutíu ár. „Það er sérkennileg tilviljun að bækurn- ar skuli koma báðar út sama sumarið,” segir Páll Ásgeir en Fóstbræðralag skrifaði hann fyr- ir nokkrum árum þótt útgáfan hafi dregist fram á þetta ár. „Það er skemmtilegt að sagan skuli koma út á þessu ári þegar kórinn hefur unnið merka sigra,“ segir Páll en kórinn hefur þrisvar tek- ið þátt í alþjóðlegum kórakeppn- um og nú í sumar vann hann gull- verðlaun í keppni í Prag. Hálendishandbókina skrifaði Páll Ásgeir á árinu 2000. „Ákvörðunin um að skrifa bókina var tekin í ársbyrjun. Við notuð- um veturinn til þess að lesa og sumarið til að ferðast en erum þarna að draga saman áratuga ferðareynslu.” Páll segir að í Hálendishand- bókinni sé gengið út frá því að drifkraftur ferðalangsins sé að skoða náttúruna og koma á merka sögustaði en ekki löngun- in til að geta sagst hafa farið langan og torfarinn slóða á jepp- anum sínum. „Markmið bókar- innar er öðrum þræði að reka fólk út úr bílunum og fá það til að skoða sig um.“ Fólk hefur tekið Hálendis- handbókinni fagnandi og greini- legt er að mikil þörf var fyrir bók sem þessa. „Við trúðum auðvitað á hugmyndina en við reiknuðum alls ekki með að hún myndi ganga eins og hún hefur gengið." Fjöldi jeppa á landinu mun vera um 25.000 þannig að markhópur Hálendishandbókarinnar er vissulega stór. Af sjálfu leiðir að markhópur Fóstbræðralags er af annarri stærðargráðu. „Eigum við ekki að segja að ég treysti því að hún muni njóta mikilla vin- sælda í þröngum hópi,“ segir Páll Ásgeir. Páll segir bækurnar í raun vera líkar. „Það er verið að fjalla um fyrirbæri sem býður upp á ít- arlega umfjöllun og sparðatíning en við kjósum að velja úr og segja ekki allt,“ segir Páll Ásgeir Ásgeirsson. steinunn@frettabladid.is MYNPLIST__________________________ Gluggasýning Ingibjargar Þ. Guðmunds- dóttur stendur í Gallerí Sneglu. Sýningin ber heitið Himinn og jörð og stendur til 7. september. Sýning Bjarna H. Þórarinssonar sjónhátt- arfræðings stendur nú í ReykjavíkurAka- demíunni í JL-húsinu Hringbraut 121 en hann er meðal þeirra listamanna sem hljóta starfslaun Reykjavíkurborgar á þessu ári. Bjarni sýnir úrval af verkum sín- um undanfarin ár. Sýning Bjarna er opin kl. 9 til 17 virka daga og stendur til 1. október. Gunnar Gunnarsson sálfræðingur og myndlistamaður sýnir í Lóuhreiðrinu í Kjörgarði. Sýningin er opin virka daga frá kl. 9 til 18 og stendur út september. Árni Rúnar Sverrisson opnaði um helg- ina málverkasýningu í Galierí Reykjavik sýningarsal Skólavörðustíg 16. Yfirskrift sýningarinnar er Land og landbrot. Á sýningunni eru olíumálverk, unnin á síðastliðnum tveimur árum, nokkur þeirra máluð í vinnustofu í Palermo á Sikiley. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 10 til 18 og laugardaga frá kl. 11 til 16. Sýningin stendur til 5. september. ■ 101 Reykjavik genr víðreist: Góðar viðtökur kvikmynpir Kvikmyndin 101 Reykjavik eftir Baltasar Kormák var frumsýnd í Danmörku á dög- unum. Myndin var sýnd á hátíð- inni A Taste of Iceland og fékk einróma lof gagnrýnenda. Mynd- in er sýnd í Kaupmannahöfn, Ár- ósum og Óðinsvéum og hefur fengið góða aðsókn. Danskir blaðamenn hafa sýnt myndinni og leikstjóra hennar mikinn áhuga. Myndin var einnig frumsýnd um helgina í Los Angeles og hafa gagnrýnendur tekið henni vel. ■ Light Nights: Draugar og forynjur leikhús í kvöld verður síðasta sýn- ing sumarsins á Light Nights í Iðnó. Á efnisskránni eru 14 atriði byggð á íslensku efni. Draugar og forynjur og margs konar kynja- verur koma við sögu og síðari hluti sýningarinnar fjallar að stór- um hluta um víkinga. Skyggnur eru sýndar milli atriða og tengjast þær leikhljóðum, tónlist og tali. Kristín G. Magnús leikur öll hlutverkin í sýningunni að undan- skildum ónafngreindum draugum sem birtast í Djáknanum á Myrká. Sýningin er flutt á ensku og hefst kl. 20.30. ■ VÖLVAN Kristín G. Magnús leikkona í hlutverki völvunnar f Ragnar- rökum Völuspár.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.