Fréttablaðið - 27.08.2001, Blaðsíða 6
| SPURNING DACSiNS~| Í
FRÉTTABLAÐIÐ
27. ágúst 2001 MÁNUPAGUR
Á að leyfa sölu á léttvíni
í matvöruverslunum?
Já. Það auðveidara manni að nálgast iétt-
vínið ef svo ber undir og jafnvel myndi úr-
valið aukast.
Ingi B. Ingason, nemi hjá Tækniskóla Islands
HERMAÐUR
Munu hermenn framtíðarinnar fá lyfja-
skammt í formi koffins og efedríns áður
en þeir halda i orrustur til að þola
álagið betur?
Bandarísk rannsókn:
Koffín og
efedrín til
hjálpar her-
mönnum
washíngton. ap Réttir skammtar
af koffíni og efedríni gætu
hjálpað hermönnum að öðlast
aukna orku við erfiðar aðstæð-
ur, að því er segir í niðurstöðum
nýrrar rannsóknar bandarískra
vísindamanna. Telja þeir að slík
lyfjagjöf geti talist siðleg þrátt
fyrir að lyfin séu á bannlista
íþróttamanna. „Þær breytingar
sem verða á líkamsstarfsemi
manna við inntöku lyfjanna
myndu auka styrk hersins,"
sagði Ira Jacobs, sem vann að
rannsókninni. „Þetta gæti orðið
enn eitt vopnið í fórum hersins
sem hægt verður að nota í neyð-
artilfellum," bætti hann við.
Niðurstöður rannsóknarinnar
voru birtar í tímaritunum Amer-
ican College of Sports Medicine,
Medicine og Science in Sports
and Exercise. ■
Nýjustu tölur bresku hagstofunnar:
Einhleypir karl-
menn deyja yngri
heilsa Karlmenn sem búa einir
eru líklegri en aðrir til að deyja úr
hinum ýmsu sjúkdómum. Þetta
kemur fram í nýjustu tölum
bresku hagstofönnar. Samkvæmt
þeim eru einhleypir karlmenn
sem eru 45 ára eða eldri 23% lík-
legri en aðrir til þess að deyja
ótímabærum dauðdaga. í sama
aldurshópi eru þeir sem eru frá-
skildir í 30% meiri hættu en aðrir
á að deyja fyrr. Þessar nýjustu
tölur eru í fullu samræmi við aðr-
ar rannsóknir sem gerðar hafa
verið um hversu heilsusamlegt
það er að vera giftur. í einni
bandarískri rannsókn kemur
fram að þeir karlmenn sem voru
giftir voru 70% líklegri til að
stunda líkamsrækt en einhleypir
auk þess sem mun minni líkur
voru á að þeir reyktu. Að því er
segir á fréttavef BBC voru þeir
sem voru giftir auk þess mun lík-
legri til að borða morgunverð og
fara reglulega í læknisskoðun. ■
FRÆGUR PIPARSVEINN
Leikarinn George Clooney er frægur piparsveinn. Hann þarf að hafa hraðan á ætli hann
sér ekki að eiga á hættu á að deyja ótímabærum dauðdaga.
Vandi heimilislausra
mikill og fer vaxandi
Um 60 manns án heimilis. Margir samverkandi þættir. Sífellt fleiri að loka á þennan hóp.
Húsnæði fyrir hendi en þarfnast lagfæringar.
HELGI HJÖRVAR FORMAÐUR FÉLAGSMALARAðS REYKJAVÍKURBORGAR
Segir að verið sé að vinna að tillögum um ný úrræði fyrir útigangsfólk
félagsmálaráð Helgi Hjörvar for-
maður félagsmálaráðs Reykja-
víkurborgar segir að vandi heim-
ilislausra í borginni og raunar á
öllu höfuðborgarsvæðinu sé mik-
ill og fari vaxandi. í lok síðasta
árs hefði fjöldi heimilislausra
verið um 50 en í mars sl. hefði
þeir verið um 60. Hann bendir á
að æ fleiri séu að loka á þennan
hóp og m.a. hefur dregið úr þeim
neyðarúrræðum sem einkum
hafa verið tengd heilbrigðiskerf-
inu og meðferðarstofnunum sem
hafa gert þessi mál verri en áður.
Hann segir að það séu margir
samverkandi ástæður fyrir því að
svona sé komið fyrir þessum fjöl-
da. Hann segir að margt af þessu
fólki eigi við vanda að stríða
vegna neyslu ýmissa efna auk
þess sem mörg illa farin hús sem
þetta fólk hafði áður aðgang að
hafi verið gerð upp.
Helgi vekur athygli á því að
félagsmálaráð hafi ákveðið fyrr á
árinu að koma á fót tveimur
heimilum fyrir þennan hóp til
þess að bæta úr ástandinu. Það
var gert þegar fyrir lá að gisti-
skýlið annaði ekki lengur þessum
fjölda. Hann segir að það séu til-
tækar íbúðir fyrir þetta fólk sem
borgin keypti í sumar af skipu-
lagsástæðum. Þótt húsnæðið sé
fyrir hendi þarfnast það lagfær-
ingar auk þess að ráða þarf
starfsfólk fyrir þessa starfsemi.
í ljósi ákvörðunar lögreglunnar í
Reykjavík að „úthýsa" þessum
hópi með þeirri ákvörðun sinni
að breyta helmingi fangaklefa í
lögreglustöðinni við Hverfisgötu
í skrifstofur sé ljóst að borgin
verður að ganga enn lengra í
þessum efnum en áður hafði ver-
ið ákveðið. Helgi bendir á að í ár-
anna rás hafa lögregluþjónar að-
stoðað þetta ógæfufólk sem hver-
gi hefur átt höfði sínu að halla
með því að útvega því gistingu í
fangaklefum. Hann segir að í
ljósi þessarar stefnubreytingar
hjá lögreglunni í Reykjavík hafi
félagsmálaráð falið félagsmála-
stjóra að hraða vinnu við ný úr-
ræði fyrir útigangsfólk og að
frekari tillögur um aðgerðir
verði lagðar fyrir ráðið áður en
langt um líður.
grh@frettabladid.is
ný hárstofa
Sorpmálið á Heiðarfjalli:
Hvert á að fara með sorpið?
sorp „Ég er lengi búinn að vera
hneykslaður á þessu fólki að láta
sér detta í hug að vera með svona
vitleysu," sagði Kristinn Péturs-
son fiskverkandi á Bakkafirði um
eigendur jarðarinnar Eiði á
Langanesi en þeir hafa farið fram
á það að Varnarliðið á Keflavíkur-
flugvelli hreinsi upp sorp sem
urðað var á Heiðarfjalli fyrir
fjörutíu árum síðan. „Hver lætur
sér detta í huga að fara að grafa
upp fjörutíu ára gamalt sorp sem
ekki er sjáanlegt og löngu gróið
yfir og hvert á síðan að fara með
það?“
HEIÐARFJALL Á LANGANESI
Kristinn hefur lýst áhuga á að kaupa jörð-
ina og njóta náttúrunnar.
Kristinn hefur lýst yfir áhuga
sínum á því að festa kaup á jörð-
inni, með skrifum sínum í fjöl-
miðlum, og segir: „Maður hlýtur
að geta fengið svona hrikaíega
mengaða jörð á kostakjörum ef
svæðið er eins hryllilegt og lýs-
ingar eigenda í fjölmiðlum gefa
tilefni til.“ Kristinn var spurður
að því hvað hann hygðist gera við
jörðina ef svo bæri undir. „Ekki
nema það að hafa það bara gott í
náttúrunni." Kristinn sagðist hafa
viljað með skrifum sínum vekja
athygli almennings á fáránleika
málsins og sýna fram á misnotkun
á fjölmiðlum en að hann telur fjöl-
miðla hafa viðhaft ákveðið
ábyrgðarleysi með fréttaflutningi
um málelni sem að hans áliti sé
ekki frétt. B