Fréttablaðið - 27.08.2001, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.08.2001, Blaðsíða 16
16 FRÉTTABLAÐIÐ 27. ágúst 2001 MflNUDACUR BESTA PLATAN ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR starfsmaður reykjavik.com Gerir daginn skemmtilegri „Ég er að hlusta ILO þessa stundina. Þetta er listamaður sem heitir Óli Breiðfjörð og Thule gefur diskinn út. Mjög svo áhugaverð og hugguleg tón- list, sem líður í gegn og gerir daginn skemmtilegri. Maður á alltaf að hafa hann í." ■ AÐ JAFNA SIC Carey er að jafna sig og vonast til að geta fylgt nýju smáskífu sinni eftir sem ber nafnið Never Too Fast/Don't Stop og kem- ur út 24. september. Mariah Garey opnar sig: Tekst sjálf á við vandann Mariah Carey, söngkonan knáa, hefur loks ákveðið að tjá sig opin- berlega um sjálfsmorðstilraun sem hún gerði fyrir nokkrum vik- um. Hún bað aðdáendur að ör- vænta ekki, hún væri að vinna í sínum málum og sagðist takast sjálf á við vandann. „Eg vil þakka ykkur fyrir stuðningin, öll bréfin sem þið hafið sent mér og allt sem þið hafið gert fyrir mig,“ sagði Carey m.a. í yfirlýsingu sinni. „Um leið og ég læt þessi orð falla horfi ég á fallegasta regnboga í heimi sem klýfur himininn á stór- kostlegan hátt, og ég vil að þið vit- ið að ég elska ykkur öll.“ Carey sendi þessi skilaðboð til aðdáenda sinna á heimasíðu sinni. Hún var útskrifuð af spítala fyrir tveimur vikum og þetta er í fyrsta skipti sem hún tjáir sig um málið opin- berlega en talið er að hún hafi fengið taugaáfall. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Carey reynir sjálfsmorð því slúðurtímaritið The Sun lýsti því hvernig hún hefði reynt að skera sig á púls fyrir þremur árum þeg- ar hún hætti með kærasta sínum Luis Miguel. Henni var bjargað af móður sinni sem hringdi í skelf- ingu á sjúkraliðið. ■ LOFTPRESSUR MIKIÐ ÚRVAL HAGSTÆTT VERÐ HÁSKÓLABÍÓ ÁLFABAKKft 8. SÍMI 587 8900 ______________________________________www.samnim.is Sýnd m/ ensku tali kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd m/ íslensku tali kl. 4 og 6 íkiss of the dragotT Sýnd kl. 3.45, 6, 8 og 10.10 ki.Bos lo-r'u jJURASSlC PARK 111 kl. 4, 6, 8 og 10 SHREK m/islensku tali kl.4og6jj BRIDGET JONES DIARIES Lífsgæðakapphlaupið kom aftan að þeim Hópurinn sem sneri baki við lífsgæðakapphlaupinu og kennir sig við Lítinn heim, hefur búið í Lundúnum í tvo mánuði. Lífsgæðin komu aftan að þeim þegar þau fengu fékk lánað 300 m2 hús með öllu. ÁNÆGÐUR MEÐ LÍFIÐ Hálfdán er ánægður með lífið og tilveruna í Lundúnum. Hann vill hvetja alla sem eiga leið um borgina að koma í heimsókn enda leigan sama og enginn, aðeins eitt sígar- ettukarton. Áhugasamir geta sent póst á litill@strik.is. FRÉTTIR AF FÓLKI Robbie Williams hefur fengið gömlu meðlimi hljómsveitar- innar sem spilaði með Frank Sinatra til að koma aftur saman og taka upp lagið Swing When You're Winning. Lagið inniheldur m.a. hljóðbúta úr lögum Sinatra og frá öðrum stór- sveitum. Robbie vinnur nú hörðum höndum í Capitol hljóðverinu þar sem Sinatra tók upp fyrstu lög sín. „Ég hef elskað þessa tónlist frá því ég var smástrákur í Stoke,“ sagði Robbie. „Að fá að syngja með sömu hljómsveit og Sinatra, í sama hljóðveri, er sannarlega heiður fyrir mig.“ Eins og áður hefur komið fram í Fréttablaðinu mun ástralska leikkonan Nicole Kidman syngja með Robbie á plötunni, í laginu Something Stupid. Snyrtivörufyrirtækið Estée Lauder neitar þeim ásökunum að þeir hafi sniðgengið fyrirsæt- una Elizabeth Hurley og ráðið Carolyn Murphy, stúlku sem er tíu árum yngri en Hurley. Fyrirtæk- ið segir að Hurley, sem eitt sinn var með leik- aranum Hugh Gr- ant, muni koma fram í auglýsing- um þess. „Estée Lauder er ekki hætt við samninginn sem það gerði við Elizabeth Hurley og við ætlum okkur að halda samstarf- inu áfram," sagði m.a. í yfirlýs- ingu frá fyrirtækinu. Hurley skrifaði undir nýjan samning sem metinn er á 2,15 milljónir punda á síðasta ári. Puff Daddy, P Diddy eða hvað hann nú heitir skýtur þungum skotum á bresku drottninguna í nýlegu viðtali við þýska tímaritið V. „Hún á að halda sig við jarðar- litina og gráa eða svarta tóna og hún þarf á klippingu að halda. En ég kann vel við hattana hennar," sagði hann m.a. i viðtalinu. Puffy er annálaður fyrir góða fatas- mekk sinnog hannar meira að segja sína eigin línu. líferni „Það var svolítið skondið að þegar við lentum þá settist ég niður og fór að hugsa. Þarna var ég með hóp af fólki, ekki með húsnæði, engan bankareikning og í raun ekki neitt,“ segir Hálf- dán Steindórsson, sem fór fyrir sjö manna hópi til Lundúna til að reyna eitthvað nýtt. Fréttablaðið hafði samband við Hálfdán og félaga áður en þeir lögðust í vík- ing, fyrir rúmum tveimur mán- uðum, en Hálfdán var þá ný hættur sem fasteignasali. Hann kom til íslands, um síðustu helgi, í stutta heimsókn en held- ur aftur út von bráðar, á vit æv- intýranna. „Ég varð svolítið smeykur. Við vorum með eitt hótelherbergi þar sem við bjuggum öll saman í einu rúmi,“ segir hann þegar hann rifjar upp fyrstu dagana í stórborginni. Svo mundi ég allt í einu eftir því að hafa hitt þennan breska mann þegar ég vann á fasteignasöl- unni. Hann lét mig fá nafn- spjaldið sitt og bað mig að hring- ja í sig þegar ég kæmi út.“ Hálf- dán tók þennan kunningja sinn á orðinu og hringdi í hann til að fá smá hjálp. „Hann tók líka svona vel á móti okkur og bauð okkur í mat í Waybridge, sem er svona sveitabær. Þegar við komum þangað kom í ljós að þessi karl er milljónamæringur, býr þarna við hliðina á Tom Jones, Cliff Richard og fleirum." Hálfdán bað þennan breska félaga sinn um að ráðleggja sér hvernig ætti að stofna banka- reikning og komst þá að því að það ekki hægt að leigja íbúð í London nema eiga bankareikn- ing og ekki hægt að stofna bankareikning nema hafa íbúð. „Þetta var því hálfvonlaus staða fyrir okkur en hann bauðst til að lána okkur litla íbúð sem hann á í London, á meðan við leituðum að einhverju öðru.“ Hálfdán og félagar ákváðu að taka tilboðinu og sáu ekki eftir því. „Síðan kom í ljós að þetta var bara 300 m2 penthouseíbúð, með sundlaug, heitum pottum, bryg- gju og ég veit ekki hvað. Þannig að þetta lífsgæðakapp- hlaupsconcept breyttist svolít- ið,“ segir Hálfdán hlæjandi. Hópurinn, bjó þar í mánuð en fann síðan íbúð í Melrose Avenue sem þau kalla Melrose Place. „Þetta er eiginlega svona lítill kaupstaður. Það búa bara Indverjar og svertingjar þarna, alveg yndislegt fólk,“ segir Hálfdán og ber fólkinu söguna vel. Hálfdán segir að nú sé komið að þeim tímapunkti að hópurinn þurfi að fara að leita sér að vinnu, en tvær af stúlkunum eru þegar byrjaðar að vinna. „Ann- ars erum við í raun búin að vera gera ansi lítið. Þetta er samt búið að vera eins og við vildum hafa það, draumurinn alla leið,“ segir Hálfdán. kristjan@frettabladid.is NABBI !

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.