Fréttablaðið - 27.08.2001, Blaðsíða 11
MÁNUPAGUR 27. ágúst 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
Formaður Sjómannafélags ísafjarðar:
Snýst allt
um peninga
fiskveiðistjórnun „Þeir sem eiga
mesta veiðireynslu vilja kvóta. Það
er vegna þess að þetta snýst allt
um peninga,“ sagði Sævar Gests-
son, formaður Sjómannafélags ísa-
fjarðar, um þá stöðu sem komin er
upp um veiði smábáta. Hann segir
hagsjnuni fjöldans og byggðanna
verða útundan.
Sævar segir dæmi þess að ein-
staka menn fái nú yfir 300 tonn af
steinbítskvóta og það henti slíkum
best að hafa kvóta .Hagsmunir
þeirra manna eru meiri þegar
kvótinn er þeirra og frjálst er að
selja hann, kjósi menn að gera það.
„Menn hafa hreinlega gert sig
að athlægi. Það var látið sem ver-
ið væri að berjast fyrir afkomu
allra á Vestfjörðum en það var al-
deilis ekki. Þeir sem fá mestan
kvótann gengust fyrir undir-
skriftum þar sem þrýst var á ráð-
herrann að hætta við frelsið og
koma á kvóta. Ég skil ekki um- hverjum og færa öðrum. Það er
ræðuna þegar menn eru að segja ríkið sem ræður yfir kvótanum og
að verið sé að taka kvóta frá ein- getur úthlutað honum að vild.“ ■
Pólskur ferðamaður
starfar við húsamálun
Býr á tjaldsvæðinu í Laugardal. Hefur ekki atvinnuleyfi. Vertaki segir að um
ATVINNULEYFI „Ég kom til Seyðis-
fjarðar með Norrænu ásamt félög-
um mínum og þaðan fórum við til
Reykjavíkur. Þegar hingað var
komið fórum við á milli bygginga-
fyrirtækja og báðum um vinnu sem
við svo fengum hjá málningaverk-
tökum,“ sagði tuttugu og þriggja
ára gamall pólskur námsmaður
sem var við málningarvinnu á fjöl-
býlishúsi í Breiðholtinu í gær. Sagð-
ist hann ekki hafa sótt um atvinnu-
leyfi þar sem það tæki allt of lang-
an tíma. Námsmaðurinn var ragur
við að svara spurningum blaða-
mannsins um vinnutilhögun sina af
ótta við viðbrögð yfirmanna sinna.
Aðspurður um hvort hann greid-
di skatta af launum sínum sagðist
sjálfboð;
FJÖLBÝLISHÚSIÐ UMRÆDDA
Námsmaðurinn sagðist taka allir þeirri
vinnu sem honum byðist og vílaði ekki fyr-
ir sér að vinna á sunnudegi þar sem hann
væri að safna fyrir námi sínu í Póllandi.
i sé að ræða.
hann enga vitneskju hafa þar um.
Námsmaðurinn er staddur hér á
landi á ferðamannapassa sem veitir
honum leyfi til þess að dvelja hér í
þrjá mánuði. Hann hefur dvalið á
tjaldsvæðinu í Laugardal og sækir
vinnu í Breiðholti og að hans sögn
fer hann á milli annað hvort hjólan-
di eða gangandi - en það tekur hann
um eina klukkustund. Sagðist hann
lifa sparlega til að geta kostað nám
sitt í Póllandi þar sem hann leggur
stund á jarðfræði. Samkvæmt lög-
um er hverjum manni óheimilt, fé-
lagi eða stofnun, sem rekur atvinnu
eða starfrækir fyrirtæki, hverju
nafni sem það nefnist, að ráða út-
lending til starfa, hvort heldur sé
um langan tíma eða stuttan, án at-
vinnuleyfis. Fréttablaðið spurði
Hilmar Ragnarsson, annan eiganda
fyrirtækisins sem sér um málning-
arvinnu á fjölbýlishúsinu, hvort
fyrirtækið hefði ráðið til sín útlend-
inga sem ekki hefði tilskilin leyfi til
að stunda atvinnu hér á landi. Hilm-
ar sagði svo ekki vera og bætti því
við að umræddir Pólverjar, sem
hann segir vera vini sína, hafa al-
farið starfað hjá sér í sjálfboða-
vinnu og því ekki hlotið neina
greiðslu fyrir. Hilmar þvertók í
fyrstu fyrir að Pólverjinn starfi við
málun. „Hann hefur verið að skra-
pa glugga og fer heim á morgun eða
hinn,“ sagði Hilmar. Meira vildi
hann ekki tjá sig um málið.
kolbrun@frettabladid.is
Fyrirtæki til sölu, t.d.:
• Glæsileg sólbaðsstofa. 13 Ijósalamp-
ar. 20 MKR velta á ári. Góður hagn-
aður. Pægilegir greiðsluskilmálar.
• Vel þekkt saumastofa með ágætum
tækjabúnaði í sérhæfðum verkefnum.
Langtímasamningur um verkefni.
Hentar vel til flutnings út á land.
• Einn af þekktustu pizzastöðum borg-
arinnar. Mjög mikil velta. Auðveld
kaup.
• Mjög falieg blómabúð í Grafarvogi.
Mikil velta og góður rekstur. Ein sú
besta í borginni.
• Sport-pub í góðu hverfi. Velta 2 MKR
á mánuði.
• Rótgróin Videoleiga og söluturn í
Breiðholti. 50 MKR ársvelta og góður
hagnaður. Auðveid kaup.
• Krá í miðbænum. Litil velta - lágt
verð. Miklir möguleikar.
• Þekkt og arðbært þjónustufyrirtæki
sem þarf að flytja+nýtt húsnæði.
Hentar sérstaklega vel fyrir aðila sem
hefur yfir að ráða a.m.k. 1000 fer-
metra skemmu með mikilli lofthæð.
• Gott veitingahús á þekktum ferða-
mannastað nálægt Reykjavík. Góð
velta allt árið.
• Lítið verktakafyrirtæki i föstum verk-
efnum á sumrin. Mikill hagnaður -
hagstætt verð.
• Einn af vinsælustu veitingastöðum
borgarinnar.
• Meðeigandi óskast að litlu matvæla-
fyrirtæki með mikla vaxtarmöguleika.
Viðkomandi þarf helst að hafa vit á
markaðsmálum.
Fyrirtæki óskast, t.d.:
• Heildverslun með hreinlætisvörur.
• Heildverslun með vörur fyrir apótek.
• Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin)
• Sími 533 4300 • Gsm 895 8248
i-
itegundum
Tilboð miðað við að PIZZA sé sótt
Op/ð alla virka daga frá kl,
um helgar frá kl. 11-03
Grensásvegi 12, sími: 53*