Fréttablaðið - 27.08.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.08.2001, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 27. ágúst 2001 MÁNUPAGUR Starfsmenn Rauða krossins: Fengu að hitta fangana átta LOKUÐ SKRIFSTOFA Þessi afganski drengur gengur þarna framhjá skrifstofum hjálparstarfs samtakanna Shelter Now í Kabúl í Afganistan, en skrifstofunum var lokað og starfsfólk samtakanna handtekið fyrir þremur vikum. Tælenskir ferðamála- fulltrúar: Bjóða ferða- mönnum upp á kynskiptiaðgerð bankok.ap Ferðamálafulltrúar á Tælandi ætla á næstunni að kynna fyrir erlendum ferðamönnum sér- stakt pakkatilboð til eyjarinnar Phuket þar sem boðið verður upp á útsýnisferðir auk möguleika á kynskipta- og lýtalæknisaðgerð- um, en slíkar aðgerðir hafa aukist gríðarlega á eyjunni undanfarið. Þegar hefur verið ákveðið slagorð fyrir ferðir á eyjuna; „Ef þú ert að íhuga kynskiptiaðgerð, komdu þá til Phuket.“ ■ kabÚl. afcanistan. ap Starfsmenn Rauða krossins fengu í gær að heimsækja átta erlenda hjálpar- starfsmenn sem Talibanastjórnin í Afganistan hefur haft í haldi í þrjár vikur, en þeim er gefið að sök að hafa notfært sér aðstöðu sína sem hjálparstarfsfólk til þess að boða Afgönum kristna trú. Erlendu hjálparstarfsmennirn- ir átta voru handteknir ásamt sextán afgönskum starfsmönnum, en ekki er vitað hvar Afganirnir eru niður komnir. „Þeir voru ánægðir að sjá okk- ur,“ sagði Robert Monin, formaður nefndar Rauða krossins sem fékk að heimsækja fangana. „Við áttum mjög gott samstarf við stjórnvöld Talibana," sagði hann enn fremur, en sagði ekkert um ástand fang- anna. Nefndin fékk að ræða við þá og athuga heilsufar þeirra. í Afganistan er með öllu bann- að, að viðlagðri dauðarefsingu, að boða aðra trú en íslam, og skal ís- lamskur Afgani sæta dauðarefs- ingu en refsing útlendinga við þessum glæp er fangelsi og brott- rekstur úr landi. ■ Vél sem líkir eftir mannslíkama: Nýrað gekk í sólarhring CHICACO. BANDARÍKJUNUIVI. AP Vél sem Iíkir eftir hlýjum mannslík- ama hefur haldið nýra gangandi i nærri sólarhring, en vísindamenn við háskólasjúkrahúsin í Chicago telja að þessi tækni geti auðveld- að læknum alla meðferð gjafalíf- færa vegna þess að hún haldi þeim gangandi lengur en hingað til hefur verið mögulegt. Þeir telja einnig að þessi tækni geti nýst við að prófa hvort gjafa- líffæri séu nothæf, þegar vafi leikur á því. Gjafalíffæri hafa til þessa verið geymd í ís, en not- hæfni þeirra hefur minnkað jafnt og þétt eftir því sem þau bíða ígræðslu lengur. ■ Ilöcreglufréttir Ekið var á 11 ára stúlku á reið- hjóli í Fannarfold í Grafar- vogi um sexleytið á laugardag Stúlkan var hjálmlaus en hlaut ekki högg á höfuðið. Hún meidd- ist hins vegar á hné og var flutt með sjúkrabíl á slysadeild. Leit var gerð að manni á laug- ardag sem farið hafði einn út á Þingvallavatn á litlum báti með utanborðsmótor. Hafði leitin stað- ið yfir á annan klukkutíma þegar maðurinn fannst heill á húfi á vatninu. Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um þrjúleytið frá félögum mannsins að hans væri saknað. Var því kallað til að- stoðar björgunarsveita og þyrlu- sveit Landhelgisgæslunnar sem fór á TF-Sif til leitar. Þrjár lögreglustöðvar í rúst ísraelsher hefnir í kjölfar dauða fimm ísralsmanna. Ehud Barak hrósar Bandaríkjaforseta. Palestínumenn segja hiutdrægni Bandaríkjamanna augljósa. caza, ap ísraelski herinn varpaði i gær sprengjum á þrjár palestínsk- ar lögreglustöðvar og lögðu þær gjörsamlega í rúst. Um er að ræða lögreglustöðvarnar í Gazaborg, Dir al-Balah, sem er sunnarlega á Gazasvæðinu og Salfit, sem er þorp á Vesturbakkanum. Israelski herinn notaði banda- rískar flugvélar til þessara verka og sagði árásirnar vera í hefndar- skyni vegna þess að Palestínu- menn myrtu fimm ísraelsmenn daginn áður. Einn palestínskur lögreglu- maður lést og átján manns særð- ust í sprengjuárásunum á lög- reglustöðvarnar þrjár. Frekari átaka varð enn fremur vart í gær og urðu þau öðrum Palestínu- manni og einum ísraelsmanni að bana. Á laugardaginn höfðu tveir Palestínumenn ráðist á eina af bækistöðvum ísraelska hersins á Gazasvæðinu og myrtu þrjá her- menn áður en þeir sviptu sjálfa sig lífi. Þá lést ísraelskt par í skotbar- daga sem varð á Vesturbakkanum. Tvö ung börn þeirra særðust einnig litillega og annar ísraels- maður særðist alvarlega. Alls hafa'því sex Israelsmenn og fjórir Palestínumenn látist í átökunum um helgina, og verður það vart til þess að auka líkurnar á því að Jasser Arafat leiðtogi Palestínumanna og Shimon Peres utanríkisráðherra ísraels hittist á næstunni. Þeir höfðu nýlega sam- þykkt að hefja friðarviðræður að nýju, en engin ákveðin dagsetning var nefnd. Palestínumenn reiddust orðum wr > % RÚSTIR EINAR Palestínskir lögreglumenn virða tyrir sér rústirnar af höfuðstöðvum lögreglunnar í Gazaborg, sem israelsmenn eyðilögðu í gærmorgun. George W. Bush á föstudag, en hann krafðist þess að Arafat komi í veg fyrir frekari árásir Palest- ínumanna og virtist styðja kröfur ísraelsmanna um að ofbeldinu verði að linna áður en friðarvið- ræður geti hafist á ný. Hanan Ashrawi, málsvari palestínskra stjórnvalda, sagði aug- ljóst að Bandaríkin væru nú full- komlega óhlutdræg og bætti því við að stuðningur Bandaríkjanna við ísrael sé kominn á það stig að þau séu orðin „samsek um glæp“. Ehud Barak, fyrrverandi for- sætisráðherra ísraels, hrósaði hins vegar Bush fyrir að hafa sýnt fram á ótvíræða leiðtoga- hæfileika með því „beina spjót- um sínum að hegðunarreglum Arafats.“ ■ Aðstoðarleikskólastjóri og-delldarstjórar---- • Leikskólar Reykjavíkur óska eftir að ráða aðstoðarleikskólastjóra i leikskólann Barónsborg við Njálsgötu. UppLýsingar gefur Sjöfn Ólafsdóttir leikskólastjóri í síma 551 0196. Stöður deildarstjóra eru lausar í eftirtöldum leikskólum: • Brekkuborg við Hlíðarhús - UppLýsingar gefur Guðrún Samúelsdóttir Leikskólastjóri í síma 567 9380. • Öldukoti við Öldugötu Upplýsingar gefur Edda Magnúsdóttir LeikskóLastjóri í síma 551 4881. Laufskálum við Laufrima UppLýsingar gefur Lilja Björk Ólafsdóttir leikskólastjóri í sima 587 1140. Leikskólakennaramenntun er áskilin. Umsóknareyðublöð má nálgast á ofangreindum leikskólum, á skrifstofu Leikskóla Reykjavíkur og á vefsvæði www.teikskolar. is. J íLe Leikskólar Reykjavíkur |lögreglufréttir| Bíll var stoppaður í Breiðholti við hefðbundið eftirlit lög- reglunnar um eittleytið í fyrr- inótt. í bílnum fundust tæki og tól til eiturlyfjaneyslu, eitthvað magn af hassi og landa. Ökumað- ur bílsins viðurkenndi að eiga efnið og sagði það vera til einka- neyslu. Manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Lögreglan hóf að veita bíl eftir- för sem hafði neitað að sinna stöðvunarskyldu lögreglu. Bíllinn ók inn í Árbæjarhverfi og þá tók lögreglan eftir því að einhverju var kastað út úr bílnum. Við leit fannst hvítt efni en óvíst er hvað það er. Ökumaður bílsins stoppaði að lokum og var handtekinn. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Á heimili mannsins fundust kylfur, hnífar og önnur vopn. Að lokinni yfirheyrslu var manninum sleppt. Vörubifreið með tengivagn ók aftan á fólksbifreið á Suður- landsvegi við Rauðavatn um fjög- urleytið á laugardag. Við aðkomu leit út fyrir að um alvarlegt slys væri að ræða en betur fór en á horfðist. Ökumaður fólksbifreið- arinnar slapp lítið meiddur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.