Fréttablaðið - 27.08.2001, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 27.08.2001, Blaðsíða 13
MÁNUPAGUR 27. ágúst 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 13 Hópar á biðilsbuxum um samstarf í vor borgin Margrét Sverrisdóttir framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins vísar á bug þeim þráð- láta orðrómi að R-listinn hafi rætt þann möguleika að bjóða henni ör- uggt sæti á framboðslista sínum við næstu sveitarstjórnarkosning- ar. Hún útilokar þó ekki að um eitthvert samstarf gæti orðið að ræða við einhverja hópa þegar Frjálslyndi flokkurinn: línur fara að skýrast í framboðs- málum flokksins þegar nær dreg- ur undirbúningi að framboði hans í borginni. Hún vill þó ekki nefna hvað hópar það séu sem hún vill meina að hafi biðlað til flokksins um hugsanlegt samstarf. Hún segir aftur á móti að það sé í sjálfu sér mjög eðlilegt af hálfu R-listans að reyna að fá sig til liðs við þá, enda segist hún hafa gert það í þeirra sporum til að reyna að koma í veg fyrir að flokkurinn byði fram. Margrét telur fulla ástæðu fyrir R-listann og raunar einnig fyrir Sjálfstæð- isflokkinn að hafa áhyggjur af framboði Frjálslynda flokksins í borginni næstkomandi vor. ■ MARGRÉT SVERRISDÓTTIR FRAM- KVÆMDASTJÓRI FRJÁLSLYNDA FLOKKSINS Segist hafa orðið vör við að orðrómur hafi flogið fyrir Eitraður grautur: Tuttugu og fimm létu lífið ABIDJAN. FÍLABEINSSTRÖNDINNI. AP Eitraður maísgrautur varð 25 manns að bana í Labokro, litlu þorpi á Fílabeinsströndinni í Vest- ur-Afríku nú um helgina. Áttatíu manns að auki þurfu að fara á sjúkrahús eftir að hafa borðað grautinn, sem er hefðbundin morgunverðarfæða þar í landi. Fólkið fór fljótlega að finna fyrir heiftarlegum magaverkjum eftir að hafa borðað grautinn, sem kona ein þar í þorpinu eldaði. Meðal hinna látnu voru eiginmaður, móð- ir og tvö börn konunnar sem eld- aði grautinn. ■ als sonar hennar hefur hlotið dóm fyrir að hafa haft fíkniefni í vörslu sinni. Vinsældir konungsfjölskyld- unnar fóru jafnt og þétt dalandi í skoðanakönnunum allt þangað til örfáum dögum fyrir brúðkaupið, þegar Mette-Marit kom fram í fjölmiðlum, játaði bernskubrekin með tárin í augunum og baðst af- sökunar á framferði sínu. Vinsældir hennar tóku sam- stundis stökk upp á við í skoðana- könnunum og augljóst virðist að henni hefur verið fyrirgefið, þar sem fjórðungur Oslóarbúa lagði leið sína niður í miðbæ til þess að fagna brúðhjónunum og megnið af hinum sem heima sátu fylgdust með í beinni útsendingu. Um það bil 800 gestir voru við athöfnina í fagurlega skreyt- tri dómkirkjunni, þar á meðal býsna stór hópur af kóngafólki frá öðrum ríkjum Evrópu. Þarna voru bresku prinsarnir Karl og Játvarður, Filipus krónprins á Spáni og kóngar og drottningar frá Svíþjóð, Danmörku, Belgfu og Lúxemborg, að ógleymdum Ólafi Ragnari Grímssyni og heitkonu hans Dorrit Moussai- eff. Fyrir þrjátíu og þremur árum var síðast haldið brúðkaup í norsku konungsfjölskyldunni, en þá lék Haraldur konungur sama leik og sonur hans nú, að kvænast Sonju Haraldsen, sem eins og Mette-Marit er ekki af neinum að- alsættum. ■ KOSSINN Hákon og Mette-Marit kyssast utan við dómkirkjuna í Osló að brúðkaupinu loknu. Hópslagsmál í Reykjavík: Hópur hvítra og svartra í átökum lögreglumál Til átaka kom milli tveggja hópa manna við Þjóðleik- húsið um sexleytið í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar var um að ræða hóp hvítra manna og hóp dökkra manna. Ekki er ljóst hver kveikjan að slagsmálunum var en talið er að síðarnefnda hópnum hafi fundist að sér vegið. Fimm voru handteknir og fluttur á lög- reglustöðina en var síðan sleppt að loknum viðræðum við varðstjóra. Að sögn viðmælanda Frétta- blaðsins hjá lögreglunni er ekki al- gengt að svona mál komi til kasta lögreglunnar og ekkert sem bendir til að um skipulagða öfgahópa sé að ræða. ■ Hollensku pari bjargað: Höfðu verið innlyksa í heila viku björgun Hollensku pari var bjai'gað af bátnum Skutli frá ísa- firði í gærdag en þau höfðu þá verið innlyksa í Rekavík á Horn- ströndum frá 18. ágúst. Þegar parið fannst var það oi’ðið matar- lítið og hrakið en kalt var búið að vera á þessum slóðum undan- farna daga. Báturinn Skutull hafði vei’ið að veiðum í námunda við Rekavík þegar parið varð hans vart og gat látið vita af sér. Þi’átt fyrir að vera orðin köld ákváðu þau að synda áleiðis til hans af ótta við að missa af hon- um annars. Pai’ið var flutt til ísa- fjarðar og að sögn Alberts Ósk- arssonar sem skaut skjólshúsi yfir það er það við bestu heilsu og afskaplega ánægt að vera komin í hlýjuna. Parið lagði í ferð um Horn- sti'andir frá Hesteyri 15. ágúst. Höfðu þau farið um Hlöðuvík og niður í Rekavík. Þegar þau hugð- ust fara til Hafnar dettur konan í HORNSTRANDIR Ferðafólkið gerði þær varúðarráðstafanir að skammta við sig I mat þar sem þau voru óviss skriðu sem þar er á leiðinni og virðist sem þau hafa orðið skelk- uð við að halda áfram. Þá var ákveðið að fara til Hlöðuvíkur en vegna vonskuveðurs urðu þau frá að hverfa. Um það leyti sem þau gátu gert vart við sig voru þau að búa sig undir að ganga yfir i Hlöðuvík og fara í skála sem þar er. Að sögn Alberts átti parið pantað far úr Aðalvík til ísafjarð- ar á fimmtudag en engar athuga- semdir voru gerðar þegar það skilaði sér ekki en það mun ekki vera óvanalegt að ferðamenn séu ekki á áætlun á Hornströndum. ■ 100% Komdu í Brimborg og gerðu góð kaup Frábærar viðtökur Frábærttilboð Nú höfum við afhent á annað hundrað Citroénbíla og í tilefni af þvi bjóðum við þér frábært verð á Citroén. Komdu og gerðu frábær kaup. Citroen Xsata Sérlega glæsilegur 5 dyraijölnotabill með kraftmikilli 1,81 og 16 ventla vél. Kaupir þú Citroén Xsara eða Xsara Picasso fylgja álfelgur, litaðar rúður, vindskeið og króm á pústið með í kaupunum. Spáðu í verðið. Frábærir aksturseiginleikar og þétt veg- grip. 1,61 og 16 ventla vél. 1.579.000kr A- brimborg Reykjavík Brimborg Bildshöfða 6 Sími 515 7000 Akureyri Brimborg Tryggvabraul 5 Sími 462 2700 Reyðarfjörður Biley Búðareyri 33 Sími 474 1453 Selfoss Betri bllasalan Hrísmýri 2a Sími 482 3100 Rcykjancsbær Bíiasalan Bílavik Njarðarbraut 15 Simi 421 7800 www.brimborg.is HORFÐU í NÝIA ÁIT-SJÁÐU OTROÉN citroen

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.