Fréttablaðið - 27.08.2001, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.08.2001, Blaðsíða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 27. ágúst 2001 WIÁNUDACUR Y\\l' l'TABl AÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: IP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgaisvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins I stafrænu formi og 1 gagnabönkum án endurgjalds. | BRÉF TIL BLAÐSINST SKRÚÐCANCA Ég komst ekki í skrúðgöngu homma og lesbía, segir bréfritari. Ef Guð tekur í taumana ÓLl ÖRN ATLASON 5KRIFAR: KYNHNEICÐ Sem svar við bréfi Einars Yngva Magnússonar mið- vikudaginn 22. ágúst vil ég segja þetta: Það hefur nú löngum verið sann- að að nokkrir gallar eru á hinni heilögu ritningu, sem Einar vitnar stöðugt í. Adam og Eva eignast tvo syni, (minnir mig) og svo allt í einu eru þeir komnir með konur og börn. Byrjar vitleysan eða kynvillan þar? Hvaðan komu þessar konur? Eru þetta daetur Adams og Evu, og þar með systur þeirra, eða birtast þær bara af einskærum hentugleika? Ég er eins gagnkynhneigður og þeir gerast, en mér finnst alveg sjálfsagt að hommar og lesbíur fái að vera það sem þau vilja, og sænga hjá þeim sem þau vilja. Mér finnst það bara ekki koma mér við, burt- séð frá því hvort að þau fari í skrúð- göngu einu sinni á ári eða ekki. Ég hefði viljað fara í þessa skrúðgöngu en komst ekki. Þó svo að ég sé ekki mjög trúað- ur, þá hugsa ég að ef Guð „tekur í taumana" í Reykjavík þá hittum við Jesú og hann fyrirgefur þeim fyrir „kynvilluna" og jafnvel þér fyrir þínar syndir! (sá sem er syndlaus kasti fyrsta steininum). Það er nú einu sinni réttur minn að trúa því sem ég vil, burtséð frá því hvað Guð gerði seinast! ■ Færeyingar að verða olíuþjóð Olía gerir ríki rík - sum skyndi- rík. En gerir hún þjóðir ham- ingjusamar? Leysir hún öll þeirra vandamál? Þannig spyr blaðamað- urinn Staffan Heimerson í sænska síðdegisblaðinu Aftonbla- det. Hann kemst að þeirri niður- stöðu að betra sé að hafa góðan efnahag en slæm- an. En svarta gul- lið sé ekki eintóm blessun. í Saudi- Arabíu treystir olían einræði kon- ungsfjölskyldunnar í sessi. í Bru- ney, sem er soldánaríki á Borneo, hefur olíauðurinn skapað land sem samanstendur af umferðar- eyjum sem iðjulaus þjóðin keyrir stanslaust hringinn í kringum á niðurgreiddum Toyota Corolla. í írak, sem var vel á veg komið að verða ríkasta land í heimi, fyllti olían einvaldinn af stórmennsku- brjálæði, sem leiddi til þess að hann ætlaði að leggja undir sig arabaheiminn. í Mexikó urðu gríðarlegar ríkistekjur af olíunni til þess að herða á spillingarvenj- um einsflokksræðisins. I Lýbíu urðu olíumilljarðarnir til þess að harðstjórinn gekk af göflunum. Hann tók að fjármagna uppreisnir og hryðjuverk um allan heim. Og jafnvel í Noregi eru menn ekki allskostar ánægðir með olíuna. Hún gerir þá lata. Og þeir láta hjá líða að iðnvæða landið. Þessi lýsing sænska blaða- Mál manna Einar Karl Haraldsson fjallar um svarta gullið og Færeyjar mannsins ætti að verða frændum vorum Færeyingum umhugsunar- efni. Nú líður að því að tilkynnt verði um fyrstu niðurstöður af til- raunaborunum á færeysku haf- svæði. Níu af hverjum tíu Færey- ingum hafa bjargfasta trú á því að í september verði kveðið upp úr með það að framvegis verði Fær- eyjar flokkað sem olíuland. Sú trú helst í hendur við það, að þvert ofan í alla spádóma er nú mokveiði við eyjarnar og hátt fiskverð á heimsmörkuðum. Allar leiðir virðast því vera að opnast Færeyingum - hvort sem þeir ákveða að sigla sinn sjó til sjálf- stæðis úr styrkjakló Dana, eða láta sér nægja að setjast upp í nýj- ustu bílamódelin og keyra um ný sjávargöng til Klakksvíkur, sem kosta eiga rúma þrjá milljarða ís- lenskra króna. Gangi þeim allt í haginn með olíumilljarðana! —*— „Og jafnvel í Noregi eru menn ekki ánægðir með olíuna." —#.— Mannréttindasamtök breyta um áherslu: Horft til félagslegra mannréttinda mannréttindi Á síðustu árum hafa alþjóðleg mannréttindasamtök í auknum mæli verið að snúa sér að baráttu fyrir félagslegum og efna- hagslegum réttindum í staðinn fyr- ir að einbeita sér að borgaralegum og stjórnmálalegum réttindum ein- göngu. Þetta á m.a. við mannréttinda- samtökin Human Rights Watch og ýmsar af stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindasamtökin Amnesty International, sem eru fertug á þessu ári, samþykktu einnig á ársfundi sínum, sem hald- inn var í Dakar í Senegal og lauk um helgina, að taka félagsleg og efnahagsleg réttindi með í baráttu sinni fyrir mannréttindum, þótt ekki hafi verið gengið jafnlangt í þeim efnum og margir vonuðust til. Amnesty International hefur lengst af beitt sér fyrir réttindum svonefndra samviskufanga og ekki síst barist gegn pyntingum og mannshvörfum. Nú ætla þau að berjast gegn hvers konar mismun- un gagnvart fólki, einnig þegar á því eru brotin félagsleg og efna- hagsleg réttindi. ftarleg úttekt var á þessari þró- un í síðasta hefti tímaritsins Economist, þar sem reifaðir voru ýmsir kostir og gallar á þessari þróun. Tímaritið telur hættu á að samtökin geti átt erfiðara með að njóta jafn víðtækrar viðurkenning- ar og verið hefur ef þau fara að ein- beita sér að félagslegum og efna- hagslegum réttindum, sem hafa verið umdeildari og mörgum þykja þau ekki vel rökstudd. ■ HVERSU EINHLÍT ERU MANNRÉTTINDI? Meðal félagslegra réttinda telst rétturinn til þess að njóta heilbrigðis. Þúsundir flótta- manna frá Afganistan búa nú við erfiðar aðstæður i Pakistan, þar sem verið er að bólusetja þetta barn gegn mænuveiki. Ragnar Aðalsteinsson: Ohjákvæmileg og sjálfsögð þróun mannréttindi Ragnar Aðalsteins- son lögmaður hefur árum saman hvatt til þess að lögð verði jafn mikil áhersla á félagsleg og efna- hagsleg réttindi eins og pólitísk og borgaraleg réttindi. „Mér þykir þetta óhjákvæmi- legt og alveg sjálfsagt," segir Ragnar um áherslubreytingu sem er að verða hjá alþjóðlegum mann- réttindasamtökum í þessa veru. „Ég er alveg sammála því viðhorfi Sameinuðu þjóðanna að það sé ekki hægt að flokka mannréttindi og segja að sum séu réttari en önnur.“ Ragnar bendir á að hluti af átökunum sem urðu veturinn 1994- 95 þegar íslensku stjórnarskránni var breytt snerist um orðalag í greinargerð með frumvarpinu, sem var frá öllum stjórnmála- flokkunum. „Þar var verið að lýsa félagslegum réttindum sem ein- hvers konar óæðri réttindum mið- að við pólitísk réttindi og borgara- leg réttindi. Þetta orðalag fór mjög í taugarnar á mannréttindasam- tökum sem létu það óspart í ljós þá,“ segir Ragnar. En hvers vegna skyldu þessar áherslubreytingar vera að gerast núna? Er eitthvað sérstakt sem kallar á þœr? „Ég held að mönnum hafi bara smám saman verið að verða ljóst að þær staðhæfingar að það að tryggja borgaraleg og pólitísk réttindi leiði óhjákvæmilega til þess að efnahagsleg og félagsleg réttindi verð tryggð, þær standast ekki. Það verður líka að gera sér- stakar ráðstafanir til þess að tryggja efnahagsleg og félagsleg mannréttindi. Og alla vega verður ekkert lýðræði nema menn tryggi hvort tveggja,“ segir Ragnar. Þér fmnst ekki neitt flóknara að rökstyðja þessi félagslegu og efna- hagslegu réttindi? „Nei, þeir sem eru á móti efna- hagslegum og félagslegum réttind- um segja venjulega að þau séu ódómhæf, það sé ekki hægt að fjalla um þau fyrir dómi. Ég er ekk- RAGNAR AÐAL- STEINSSON „Og alla vega verður ekkert lýðræði nema menn tryggi hvort tveggja." ert sammála þvi. Ég veit að það hef- ur reynst á sumum sviðum erfitt, en það á alveg það sama við um borg- araleg og pólitísk réttindi þannig að mér óar ekkert við því í sjálfu sér. Hins vegar veit ég að auðvitað verða alltaf átök milli dómstóla og hins vegar hlutverks löggjafarvalds í lýðræðisríki og dómstólar verða að fara varlega í að taka ákvarðanir í þessum málum þegar um er að ræða stefnumarkandi dóma. En þegar kemur að því að tryggja jafn- rétti allra til þessara gæða, þá eiga dómstólarnir ekki að hika.“ ■ Nú færðu 20% afslátt af Skólaosti í sérmerktum kílóastykkjum í næstu verslun. Islenskir ostar - hreinasta afbragð www.ostur.is ORÐRÉTT Beðið eftir félagsmálaráðherra iBÚÐALÁN „En tíminn líður og ekk- ert heyrist úr ráðuneyti íbúðar- mála. Nema að mark sé takandi á fréttum Ríkis- sjónvarpsins og Stöðvar 2 í gærkveldi. Þar á bæ töldu menn sig hafa heimildir úr ráðuneytinu fyrir því að áfram yrði stuðst við brunabótamat- ið sem lánsviðmið en hlutfallið hækkað úr 65%, eins og núverandi reglur mæla til um (70% við fyrstu kaup) í 80- PÁLL PÉTURSSON Félagsmálaráðherra hlýtur að miða lán við kaupverð íbúða, segir maddaman.is 90%. En brunabótamat skyldi það áfram verða. Ljótt er ef satt er. Maddaman hefur áður fært rök fyrir því hve brunabótamatið er óheppilegt lánsviðmið. Hækkun hlutfalls þess breytir því ekki. Fé- lag fasteignasala hefur þegar brugðist við orðrómnum og bent á þá einföldu staðreynd að bruna- bótamat tekur ekki tillit til stað- setningar, sem hefur mik- ið að segja um verðmynd- un fasteigna. í gömlum og rótgrónum hverfum í höfuðborginni, þar sem brunabótamat er lágt en verð í mörgum tilfellum hærra en annars staðar, verða íbúðir svo til óselj- anlegar sé áfram stuðst við brunabótamat þegar veita á húsbréfalán. Eðli- legast er að miða lán við kaupverð íbúða og má hugsanlega lækka lánshlutföllin óttist Seðla- bankinn svo mjög þenslu. En við kaupverð á að miða. Félagsmála- ráðherra hlýtur að komast að þeirri niðurstöðu.“ Jörundur Valtýsson á maddaman.is 25. ágúst 2001 leiðrétting Ranghermt var í Fréttablaðinu á miðvikudag að kröfu Dalsnestis um að uppsögn Visa ísland á kortaviðskiptum við verslunina væri dæmd ólögmæt hefði verið vísað frá í Hæstarétti. Hið rétta er að varakröfu um að uppsagnarákvæðum samninga um móttöku korta verði vikið _til hliðar og til þrautavara að Visa Is- land verði gert skylt að ganga tii samninga við Dalsnesti um mót- töku korta að viðlögðum dagsekt- um. Krafa um að uppsögnin verði dæmd ólögmæt verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.