Fréttablaðið - 24.09.2001, Page 10

Fréttablaðið - 24.09.2001, Page 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 24. september 2001 MÁNUDACUR f RETTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vfsir.is Fféttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingatkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðíð áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins I stafrænu fotmi og (gagnabönkum án endurgjalds. 1 BRÉF TIL BLAÐSINFT BORCARLEIKHÚIÐ Vonum að slíkur afglapaháttur endurtaki sig aldrei Klámið harmað Yfirlýsing frá Borgarleikhúsinu:_ leikhús Borgarleikhúsið er lánað og leigt til ýmissa uppákoma og hefur það ekki verið vani að ritskoða það sem þar fer fram enda efnið á ábyrgð viðkomandi leigutaka og talið sjálfsagt og eðlilegt að siðgæð- is sé gætt og landslögum fylgt. Miðvikudaginn 19. september voru haldnir tónleikar á Litla sviði leikhússins á vegum Magnúsar Þor- steinssonar, tónlistarmanns. Þrjár efnilegar hljómsveitir komu þar fram og myndum eftir myndlistar- manninn Sigursson var varpað á vegg. Fyrst var frumsýnd ný stutt- mynd, en seint um kvöldið mun ein- staklega ógeðfelldu myndefni hafa verið varpað á vegg fyrir ofan svið- ið þar sem ein hljómsveitanna var að spila. Efnið var sýnt í nokkrar mínútur áður en upp komst og stöðvaði tónleikahaldari sýninguna samstundis. Borgarleikhúsið harmar þessi ósköp. Við vonum að slíkur afglapa- háttur sé einsdæmi sem endurtaki sig aldrei, og að við getum haldið áfram að fá fólk til liðs við okkur til þess að skipuleggja fjölbreyttar uppákomur í húsinu. Málið er til meðhöndlunar hjá lögmönnum Borgarleikhússins. ■ Hreint hneyksli Ályktun frá teikskáldafélagi íslands: sjónvawp Aðalfundur Leikskálda- félags íslands lýsir furðu og vandlætingu á því að nú sé hvergi hægt að leita eftir styrkjum til handritsgerðar, þróunar eða framleiðslu á leiknu íslensku sjónvarpsefni og krefst þess að úr verði bætt nú þegar. Samkvæmt áhorfskönnunum er það staðreynd sem ekki verður hrakin, að leikið, innlent efni er vinsælasta sjónvarpsefni á ís- landi. Auk þess er ekkert sjón- varpsefni mikilvægara í menn- ingarlegum skilningi vegna gríð- arlegs framboðs á erlendu efni af því tagi. Þrátt fyrir þetta hefur Menningarsjóður útvarpsstöðva nú verið lagður niður án þess að nokkur sjóður tæki við hlutverki hans hvað varðar leikið sjón- varpsefni. Það er mikið fagnaðarefni að styrkir til allrar annarrar kvik- myndagerðar hafa verið stór- auknir, en um leið ekkert annað en hneyksli að jafn mikilvægum jjætti í menningarlegri sjálfstæð- isbaráttu þjóðarinnar og ieiknu ís- lensku sjónvarpsefni skuli nú hvergi ætlaður fjárhagslegur stuðningur. ■ Állar leiðir liggja í Smáralind MáLmanna Eins og bílar geta verið fallegir gripir einir og sér, þá er merkilegt hvað yfirfull bílastæða- flæmi eru forljót í borgarlands- lagi. Þetta er fyrsta hugsunin þeg- ar komið er að Smáralind. Sem 101 maður úr Reykjavík lít ég á þetta verslanamall í miðjum Kópavogi sem skipulagsslys á höfuðborgarsvæðinu. Líklegt til að gera okkur að enn meiri bíla- þrælum og offitusjúklingum en við erum. Það eru því allir brodd- ar úti þegar ég fer í kynnisför um 63 þúsund fermetrana. En segja má að ég hafi komið, séð og verið sigraður. í nálægð verður sjálf bygging- in snotur og þegar inn er komið blandast engum hugur um að hér er um hugvitsamlegan og glæsi- legan arkitektur að ræða. Dags- birtan að ofan og utan, mild lýsing og ljósir litir munu lokka margan til þess að hafa þarna vetursetu. Yfirsýn yfir allt húsið, bæði nánd og mikil hæð, lyftur og rúllustig- ar, munu draga marga að. Og Vetrargarðurinn, Veröldin okkar fyrir börnin og 5 salir fyrir bíó og ráðstefnur, munu slá út sýningaraðstöðu í Laugardalshöll og Perlu og af- þreyingarmöguleika víða annars staðar í Stór-Reykjavík. Mér er sagt að ég muni koma 25 sinnum á ári í Smáralind og eyða þar amk 65 þúsund krónum. Ég trúði því ekki áður en ég skoð- aði staðinn en reynslunni ríkari Einar Karl Haraldsson lætur leiða sig um Smáralind gæti ég trúað að ég æki mér þang- að einu sinni í mánuði - og eyddi jafnvel meir. Meðan borgarfulltrúar tala um að efla miðbæinn hefur kapítalið afgreitt málið með Smáralind og flutt verslanamiðju höfuðborgar- svæðins frá Reykjavík. Skipulag mun miðast við að allar bílaleiðir liggi þangað, en í gamla bænum verðum við í friði með menningu, bjór, berar stelpur og pólitík. Ekki er það slæmt hlutskipti þegar ofan á það bætist að við fáum að hafa okkar skipulagsslys áfram 1 um ókomna tíð - Reykjavíkurflug- völl, þótt við höfum kosið hann burt - vegna þess að stjórnmála- menn borgarinnar vita betur en kjósendur! ■ Ráðherra svari fyrir verðmatið á Uppsölum Stóralvarlegt ef hefð hefur skapast um það í landbúnaðarráðuneyti að gæta ekki almannahags- muna. Ráðherra getur ekki yfirfært ábyrgðina á Ríkiskaup þrátt fyrir einhliða ákvörðun um að fara eftir verðmati Ríkiskaupa, segir Lúðvík Bergvinsson. Umboðsmaður Alþingis og "Hæstiréttur hafa gagnrýnt framkvæmd ríkisjarðasölu. uppsalir „Samkvæmt lögum ligg- ur forkaupsrétturinn hjá ráðu- neytinu og þar hlýtur ábyrgðin einnig að liggja,“ segir Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Sam- fylkingar á Suðurlandi, um sölu ríkisins á jörðinni Uppsölum til ábúenda fyrir tvær milljónir. Lúðvík gefur lítið fyrir það sem skilja hefur mátt af ummælum Guðna Ágústsson- ar, landbúnaðar- „Kjamaatriði í ráðherra, að við málinu að Ríkiskaup sé að lagaákvæðið sakast þyki sölu- sé ekki nýtt til verð ríkisjarða of að afhenda lágt. „Reglur sem eignir ríkisins ráðuneytið setur langt undir sér um að fara eft- markaðsvirði" ir verðmati ákveð- —+— ins aðila veita þeim ekki heimild til að yfirfæra ábyrgð vegna sölu jarðarinnar á hendur þess aðila.“ Sagt var frá því í Fréttablað- inu að landbúnaðarráðuneyti hafi átt forkaupsrétt að Uppsölum og því verið heimilt að ganga inn í kaupsamning fyrrum ábúenda við ísólf Gylfa Pálmason. Laga- heimild til þessa er í lokamáls- grein 38. greinar jarðalaga: „Sé áformuð sala á jörð eða jarðar- hluta, sem seldur hefur verið af ríkissjóði samkvæmt grein þess- ari á ríkissjóður forkaupsrétt fyrir hlutfallslega sama verð og jörðin var seld á ..." Lúðvík gagn- rýnir ummæli ráðherra um að hefð hafi skapast um að nýta ekki forkaupsrétt í málum af þessum toga. „Það er stóralvarlegt ef það hefur skapast hefð um að gæta ekki almannahagsmuna. Frá því fyrst var fjallað um málið í fjöl- miðlum hefur mér þótt það kjarnaatriði í mál- inu að lagaákvæð- ið sé ekki nýtt til að afhenda eignir ríkisins langt und- ir markaðsvirði," segir Lúðvík. Komið hefur fram að 38. grein lúðvík jarðalaga veitir BERGV.N550M íeiguliðum heim- Raouneytinu er .1 * 1 ■ frjálst að leita að- lld \ú ad ,s^ stoðar hjá ýmsum um haup a abuð- aðilum. Ábyrgð arjörðum sínum. vegna þess að Lögfræðingar Uppsalir voru sem blaðið hefur rætt við telja seldir á undirverði h'SRÁh"5vegar ákvæðið'flokkast h a ráðherra, segir , , , þingmaður Sam- undlr Undaþagua- fylkingar á Suður- kvæði sem sam- landi. kvæmt megin- reglum laga beri að skýra þröngt. Þannig hefði ráðuneytið mátt líta til þess að ábúendurnir höfðu flutt á elli- heimili um ári áður en að kaupum þeirra kom. Einnig hefði það mátt líta til þess Isólfur Gylfi hafði veg og vanda af greiðslu ábúendanna til ráðuneytis. Þá benda þeir á að hvergi komi fram í jarðalögum að söluverð ríkis- jarða sem seldar eru með þessum hætti skuli vera verulega undir markaðsverði. Ráðuneytið hafn- aði í byrjun árs 17 milljóna króna tilboði í Kvoslæk, sambærilega jörð í sömu sveit, sem á vordög- um seldist fyrir 24 milljónir króna. Guðni Ágústsson, landbúnað- arráðherra, sagði í blaðinu sl. föstudag að í maí árið 1999 hafi ráðuneytið sett sér þá reglu að fara í einu öllu eftir verðmati Ríkiskaupa við sölu ríkisjarða. LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ Ríkar ástæður þurfa að vera fyrir hendi til að víkja frá reglum stjómsýslulaga um jafnræði þegnanna þegar ríkisjarðir eru seldar. Lögfræðingar telja að ábúendaákvæði jarðalaga hafi ranglega verið skýrt rúmt. GUÐNI ÁGÚSTSSON Segir Ríkiskaup verða að gæta að vinnubrögðum sínum. Hann sagði einnig að hefð væri fyrir því að neyta ekki forkaupsrétts. Um söluna á Upp- sölum í Hvol- hreppi tók hann fram að Ríkis- kaup verði að gæta að því að hafa ávallt bestu forsendur til að vinna út frá. Jón H. Ásbjörnsson, deildarstjóri útboðsdeildar Ríkis- kaupa, tók það skýrt fram í sam- tali við blaðið fyrir nokkrum dög- um að ábyrgð vegna söluverðs liggi hjá ráðuneytinu, enda sé ráðuneytið söluaðili en ekki Rík- iskaup. „Okkar verðmat er aðeins tillaga og það er ráðherra sem tekur lokaákvörðun. Ráðuneytið er alls ekki bundið af okkar tillög- um,“ sagði Jón. í jarðalögum er þess getið að verðið sé „endan- lega ákveðið af landbúnaðarráð- herra eða samkvæmt matsgerð dómkvaddra manna.“ Á undanförnum árum hafa meðal annars umboðsmaður Al- þingis og Hæstiréttur fjallað um sölu landbúnaðarráðuneytis á rík- isjörðum. Bent var á það í hæsta- réttardómi í fyrra og álitsgerð umboðsmanns frá árinu 1997 að ríkar ástæður verði að vera fyrir hendi til að víkja frá reglum stjórnsýslulaga um hagkvæmni ráðstafana og jafnræði þegnanna þegar kemur að sölu ríkisjarða. matti@frettabladid.is ORDRÉTT Hryðjuverkamenn eru synir heimsvœðingarinnar ÁRÁS Á AMERÍKU Hvert heldur þú að pólitíska markmiðið með þessum aðgerðum geti verið? Þetta er auðvitað stóra spurn- ingin. Persónulega held ég ekki að hryðjuverkamennirnir geri sér neinar grillur um það að þeir geti lagt bandaríska heimsveldið í rúst. Hins vegar vita þeir að þeir geta grafið undan pólitísku ástan- di sem er víðfeðmara og þegar nokkuð viðkvæmt. Ég er þeirrar skoðunar að raunverulegt mark- mið þeirra sé það að velta úr sessi hófsömum ríkisstjórnum við Persaflóann, fyrst og fremst stjórnum Sádí-Arabíu og arabísku furstadæmunum. Hryðjuverka- mennirnir hafa myndað nokkurs konar skuggaráðuneyti sem er til- búið að taka völdin á olíusvæðun- um. ... Sérstaklega held ég að hættulegasti miðpunktur þessar- ar kreppu verði Pakistan: ef Bandaríkin beita of miklum þrýst- ingi til að hljóta stuðning Islama- bad er ekki útilokað að almenn- ingur og hernaðararmur bókstafs- trúarmanna í Pakistan ræni völd- um. Þetta er nokkuð sem gæti sannarlega komið af stað styrjöld. Hefur þú trú á kenningunni sem gengur út á að hryðjuverka- starfsemi sé skilgetið afkvæmi fátæktar og óréttlætis? Það er enginn vafi á því að fá- tækustu þjóðir heims líta á það sem hefnd að tákn auðs og valda í Bandaríkjunum hafi verið eyði- lagt. En þeir hópar sem gera eitt- hvað eru allt annað en ávöxtur fá- tæktarinnar, og þeir láta enn síður stjórnast af henni. Hryðjuverka- mennirnir koma þvert á móti úr stéttum sem hafa það gott: oft eru þetta háskólastúdentar, við skul- um ekki gleyma því að þeir eru með flugmannspróf. Þeir eru sjálfir synir heiinsvæðingarinnar og það er henni að þakka að þeir hafa getað ferðast athugasemda- laust milli Yemen og Flórída." Úr viðtali vikunnar á vef Eddu.is sem er þýðing Friðriks Rafnssonar á viðtali úr ítalska blaðinu Republica við sagnfræð- inginn Eric Hobsbawm ERIC HOBSBAWM Raunverulegt markmið að velta úr sessi hófsömum ríkisstjórnum við Persaflóa.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.