Fréttablaðið - 24.09.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.09.2001, Blaðsíða 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ Flutriingur sjóslysanefndar í Stykkishólm: tilkostnaður SPURWfHC PACSINS f Ætlar þú í hdgarferð til útlanda I haust? Nei ég ætla ekki í helgarferð til útlanda. Aftur á móti ætla ég i mánaðarferð til Bandaríkjanna. ■ Jóhann Waage, grafískur hönnuður rIkisstofnanir Ingi Tryggvason, formaður rannsóknarnefndar sjó- slysa, segir ekki mikinn tilkostnað fylgja flutningi nefndarinnar úr Hafnarhúsinu í Reykjavík í Flug- stöðina á Stykkishólmi. Þá segir hann ekki komna endanlega dag- setningu á flutninginn en það verði væntanlega fyrir áramót. „Nefndin hefur leigt skrifstofu- húsnæði í Hafnarhúsinu," sagði hann og áréttaði að þótt einhverj- ar endurbætur hafi þurft að gera á flugstöðvarbyggingunni á Stykkishólmi við að koma þar fyr- ir fundaherbergi og skrifstofum hafi sá kostnaður ekki verið mik- ill. „Hugsanlega kemur svo líka á móti einhver sparnaður, ódýrara húsnæði, eða eitthvað slíkt,“ bætti hann við og vísaði þar með til þess að flugstöðvarbyggingin heyrði í raun undir Samgönguráðuneytið. Ingi segir að fundað sé að jafnaði 24. september 2001 MAWUPACUR Rannsóknarnefnd sjóslysa fundar að jafnaði mánaðarlega. mánaðarlega í nefndinni en „Þannig að það breytir í sjálfu sér starfsmaður hennar sjái yfirleitt ekki miklu hvar nefndin er til um skýrslutökur og annað slíkt. húsa,“ sagði hann. ■ Kópavogur: Lát unga- bamsí rannsókn rannsókn Rannsóknardeild lögregl- unnar í Kópavogi hefur nú til rann- sóknar andlát níu mánaða gamals drengs sem lést á Landspítalanum í Fossvogi 4. maí síðastliðinn. Niður- staða krufningsskýrslu, sem skilað var 6. september, bendir til þess að barnið hafi látist af völdum hrist- ings, tilfelli sem kallast einnig „shaken baby syndrom.“ í kjölfar skýrslunnar beindist grunur lög- reglu að þeim sem önnuðust dreng- inn 2. maí, sem voru karlmaður og kona sem önnuðust daggæslu í heimahúsi. Fólkið var handtekið þann 10. september. Konan var látin laus daginn eftir en karlmaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjaness til 17. september. Kröfu lögreglunnar um framlengingu þess var hins vegar hafnað og maðurinn var látinn laus. Játning á meintu broti liggur ekki fyrir. Að því er fram kemur í fréttatil- kynningu rannsóknardeildar lög- reglunnar í Kópavogi var drengur- inn fluttur meðvitundarlaus á spít- alann 2 maí, sl. Við rannsókn lækna komu fram einkenni sem gáfu vís- bendingu um að skemmdir á heila gætu stafað af utanaðkomandi áhrifum, t.d. hristings. Vegna þessa var farið fram á ítarlega rannsókn á dánarorsök barnsins. ■ IlöcreclufréttirI Brotist var inn í tvo sumarbú- staði í Öndverðarnesi í Árnes- sýslu á laugardagsmorgun. Þjófarnir höfðu m.a. á brott með sér hljómflutningstæki og annað lauslegt. Svo virðist sem veislu hafið verið slegið upp í öðrum bú- staðnum. Lögreglan á Selfossi vinnur að rannsókn málsins. Lögreglan í Reykjavík stöðvaði hjólreiðamann á Suðurlands- brautinni í fyrrinótt. Maðurinn var ölvaður og lagði lögreglan hald á hjólið. Lögreglan vill minna á að hún lítur jafn alvarlegum augum jegar menn hjóla eins og þegar )eir aka er undir áhrifum. Tilboð Barnamyndatökur Verð frá Líknarsjóður stofnaður rir utangarðsmenn Siðfræðilegar klípusögur: Tilfinningar ráða meiru en rökhugsun kr. 5.000 Innifalið 1 stækkun 30x40 cm í ramma, aðrar stækkanir að eigin vali, með allt að 50% afslætti Ljósmyndastofan Mynd sími 565 4207 Ljósmyndastofa Kópavogs sími 554 3020 Stofnar sjóðinn til minningar um son sinn sem lést fyrir aldur fram. Segir marga foreldra hafa svipaða sögu að segja. washincton. ap Flestu fólki finnst réttlætanlegt að bjarga fimm mönnum, sem standa grandalaus- ir á járnbrautarteinum, með því að beina járnbrautarlest af braut sinni yfir á aðra braut þar sem líknarsjóður „Ég hef forgöngu um stofnun þessa líknarsjóðs því ég hef trú á að margir vilji leggja honum lið og eins til minningar um son minn sem var í hópi utangarðs- manna,“ sagði Ása Gunnarsdóttir, um nýstofnaðan líknarsjóð sem hugsaður er til aðstoðar fólki sem orðið hefur undir í þjóðfélaginu og fengið á sig viðurnefnið utangarðs- maður. Ása segist hafa hugsað sér sjóðinn til þess að koma upp hús- næði fyrir fólk sem á hvergi höfði sínu að halla. Sér hún fyrir sér að þar verði til staðar fólk sem búi yfir sérfræðikunnáttu til aðstoðar. Þá væri möguleiki að nota sjóðinn til að styrkja stoðir Hlaðgerðar- kots, Byrgisins eða annarra hjálp- arstofnanir sem hingað til hafa hlúð að þessu fólki. Líknarsjóðurinn er stofnaður til minningar um son Ásu, Valgeir Magnússon, sem lést £ fyrra langt fyrir aldur fram vegna lifnaðar- hátta sem tengdust drykkju og fíkniefnum. „Valgeir komst snem- ma á lífsleiðinni í óreglu og var komin á fullan skrið um tvitugt. Hann tók aldrei neinu tiltali og agi var eitthvað sem honum var fjarri. Valgeir kom heim þegar hann var gjörsamlega búinn að vera en þess fyrir utan hafðist hann við í tjaldi í Öskjuhlíðinni, kofum og skúma- skotum. Hann kom hvenær sem var sólarhringsins til að sofa og ÁSA GUNNARSDÓTTiR „Þrátt fyrir að ekkert sé hægt að gera fyrir son minn í dag er sá möguleiki fyrir hendi að hægt sé að bjarga syni eða dóttur einhvers annars sem eru að ganga í gegnum það sama og ég gerði," nærast og lét sig hverfa jafnharð- skaddast á höfði í bílslysi og það an aftur.“ Ása sagði Valgeir hafa hafi breytt honum mikið. Hann hafi sífellt verið reiður og hefði verið svo komið að hún hefði hræðst hann. Þurfti hún oft að kalla til aðstoðar lögreglunnar og hann verið ósátt- an við þá með- höndlun og jafnan kennt henni um hvernig komið væri fyrir honum. Valgeir lést þrjátíu og fimm ára gamall eftir að hafa flúið af geðdeild Land- spítalans og fannst hann Iátinn á Snorrabraut vegna inntöku á of stórum lyfja- skammti. „Það eru margir for- eldrar sem hafa svipaða sögu að segja og ég. Þrátt fyrir að ekkert sé hægt að gera fyrir son minn í dag er sá möguleiki fyrir hendi að hægt sé að bjarga syni eða dóttur einhvers annars sem eru að ganga í gegnum það sama og ég gerði,“ sagði Ása að endingu. Þeir sem vilja leggja fjárfram- lag til líknarsióðsins er bent á að snúa sér til Islandsbanka, reikn- ingsnúmer 602350, Minningarsjóð- ur Valgeirs M. kolbrun@frettabladid.is VALGEIR MAGNÚSSON Valgeir taldist til hóps utangarðs- manna. Hann lést 22. desember árið 2000, 35 ára gamall. hún verður aðeins einum manni að bana. Flestum finnst hins veg- ar siðferðilega rangt að bjarga fimm mannslffum með því að hrinda einum manni fyrir járn- brautarlestina og ná þannig að stöðva hana áður en hún skellur á hinum fimm. Þessar niðurstöður hafa feng- ist út úr fjölmörgum spurninga- könnunum, sem siðfræðingar hafa lagt fyrir fólk. Siðfræðingar hafa hins vegar lengi spurt um rökin fyrir því, hvers vegna flest- um finnst fyrri atburðarásin sið- ferðilega réttmæt en sú seinni ekki. Vísindamenn í Bandaríkjunum þykjast nú hafa komist að því að rök ráði næsta litlu um svör fólks við þessum og ámóta spurningum, heldur ráði þar tilfinningarnar mestu. Niðurstöðurnar birtust í vísindatímaritinu Science á föstu- daginn var. Við háskólann í Princeton voru átján manns látnir svara sextíu spurningum um ýmis siðfræðileg eða rökfræðileg álitamál. Á með- an var fylgst með því sem gerðist í heila þeirra. í ljós kom að þau SKYNSEMI TILFINNINGANNA Eftir árásirnar á Bandaríkin í slðustu viku brutust tilfinningarnar vlða fram. Vlsindamenn telja sig loks hafa sýnt fram á að tilfinningar ráði meiru um mat okkar á siðfræðilegum álitamálum heldur en rökhugsun. svæði í heilanum, sem hafa með tilfinningar að gera, urðu mjög virk þegar siðferðilegu spurning- arnar voru lagðar fyrir. Þegar rökfræóilegar spurningar voru lagðar fyrir, var hins vegar lítið að gerast á þessum svæðum í heil- anum heldur var virknin mest á öðrum svæðum sem sinna kaldri rökhugsun. ■ |

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.