Fréttablaðið - 24.09.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.09.2001, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 24. september 2001 IVIÁNUDACUR LÖCRECLUFRÉTTIR Tveir voru teknir ölvaðir við akstur í Kópavogi aðfararnótt Kópavogs. Að sögn lögreglunnar var töluvert um ölvunarútköll, bæði í heimahús og eins vegna aksturs á götum úti. Lögreglan segir þó ekki hægt að segja að meira álag hafi verið um helgina en venja sé til. Fyrir utan næt- ureril var rólegt hjá lögreglunni um helgina. - —- Lögreglan í Kópavogi býst hins vegar við því að erillinn og starfsálag aukist verulega þegar Smáralindin opnar, sem verður 10. október eins og kunnugt er. „Það verður óhemju mikil um- ferð hér um bæinn og við sjáum jú um löggæsluna á þessu svæði,“ sagði lögreglumaður. RÚSTIR Rústir World Trade Center-byggingarinnar. Hrun tvíburaturnanna mældist á jarð- skjálftamælum i Bandaríkjunum. Hrun World Trade Center: Mældist á jardskjálfita- mælum árás Á ameríku Hrun World Trade Center-tvíburabygginganna sem varð skömu eftir hryðjuverka- árásina þann 11. september, mældist á jarðskjálftamælum á þónokkrum stöðum í norðurhluta Bandaríkjanna. Var skjálftinn sem við það skapaðist af svipaðri stærðargráðu og jarðskjálfti sem mældist 2,4 á Richter og gekk yfir austurhluta Manhattan og vestur- hluta Queens-hverfisins þann 17. janúar á þessu ári, að því er kom fram á fréttavef BBC. ■ Það voru bandarískir og pakistanskir forn- leifafræðingar sem fundu steingervingana. Talið er að þessir forfeður hvala hafi verið á stærð við úlf og hafi átt auðvelt með að hlaupa. Uppgötvun vísinda- manna: „Týndi hlekkurinn“ fundinn vísinpi Vísindamenn telja sig hafa fundið „týnda hlekkinn" á milli hinna frumstæðu hófuðu spendýra og hvalastofnsins, en 50 milljón ára gömul bein sem fundust fyrir tæpu ári síðan í Pakistan eru talin vera komin frá forfeðrum hvala sem gengu á landi. Dýr þessi eru talin hafa verið á stærð við úlf og áttu auðvelt með að hlaupa. Að því er kemur fram á fréttavef BBC telja vísindamenn að dýrin hafi þróað með sér áhuga á fiskmeti, hafi lært að synda og loks hafi þau farið að lifa í vatni. Vísindamenn hafa lengi vitað að forfeður hvala hafi verið landdýr með fjóra fæt- ur, en þetta er í fyrsta sinn sem steingervingar hafa fundist með leifum beggja dýranna. Rannsókn- in birtist í tímaritinu Nature. ■ Verkalýðsfélagið Hlíf: Skelfilegur málflutnin gur vextir Sigurður T. Sigurðsson for- maóur Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði segir að það sé alveg skelfilegt að heyra málflutning Seðlabankans um að það sé ekki hægt að lækka vexti nema að at- vinnuleysi muni aukast. Hann segist því vísa slíkum hugmynd- um út í hafsauga, enda sé það fá- heyrt að því skuli vera haldið að almenningi að ekki sé hægt að ræða einhverjar skynsemisað- gerðir í efnahagsmálum fyrr en fjöldi fólks sé búinn að missa vinnuna. Hann telur brýnt að vextir sem eru helmingi hærri en víða annars staðar, verði lækkaðir all verulega sem fyrst eða til sam- ræmis við verðbólgustigið. Hann vekur hins athygli á því að þeir sem tala hæst um nauðsyn á auknu atvinnuleysi séu þeir sem eru búnir að tryggja sig í góðar stöður og laun í ríkiskerfinu í gegnum pólitík. Hann segir að óbreytt ástand sé til marks um að ráðamenn hugsi aðeins um eigið skinn en ekki um hagsmuni al- mennings og það sé vítavert. ■ SIGURÐUR T. SIGURÐSSON FORWIAÐUR HLÍFAR Vísar málflutningi Seðlabanka út í hafsauga Ökumenn í Reykjavík: 11 teknir fýrir ölvun- arakstur lögreglumái Alls voru ellefu öku, menn teknir fyrir ölvun við akst- ur í Reykjavík aðfaranótt sunnu- dags. Að sögn lög- Wi reglunnar var fámennt í miðbænum en eigi að i síður var mikil ölvun. Samkvæmt nýrri reglu- gerð um viðurlög vegna brota á umferðarlögum, sem gekk í gildi 1. ágúst s.l., er lægs- ta fjársekt vegna ölvunaraksturs 30 þúsund krónur og hæsta sekt 100 þúsund. ■ Siglum í núll í hagvexti Fall krónunnar hefur einna mest áhrif á skuldir ríkissjóðs umfram áætlanir. Af 4,7 milljörðum sem eru umfram eru 2 milljarðar vextir af erlendum lánum. þessar tölur er að við séum mjög nálægt botninum," sagði hann en tiltók að nokkur óvissa væri um framhaldið m.a. vegna hryðju- verkanna í Bandaríkjunum. Bolli segist vongóður um að skatta- lækkunaráform ríkisstjórnarinn- efnahagsmál Bolli Þór Bollason, skrifstofustjóri efnahagsskrif- stofu fjármálaráðuneytisins, seg- ir útgjaldaaukningu ríkissjóðs umfram áætlanir skýrast af liðum sem ekki voru á fjárhagsáætlun. Hann nefnir kjarasamninga, ör- yrkjadóm, hækkun lífeyrisbóta og gengislækkun krónunnar sem dæmi. Kostnað vegna kjarasamn- inga metur Bolli á 3 til 4 millj- arða, en gengislækkun krónunnar segir hann koma fram víða, t.a.m. í auknum kostnaði vegna ferða- laga erlendis. „Svo kemur hún þungt fram hjá sendiráðunum, en öll útgjöld til þeirra eru í krónum talin. Þá kemur gengislækkunin fram í vaxtakostnaði af erlendum lánum. Af þessum 4,7 milljörðum, sem eru frávik frá áætlun, eru tveir milljarðar bara í vöxtum," sagði hann og bætti við að gengis- lækkunin kæmi einnig óbeint fram í hærra verðlagi. Ástæðu þess að ekki var að fullu gert ráð fyrir áhrifum kjara- samninga í áætlanagerð ríkisins segir Bolli vera að þeir hafi færst yfir áramót. „S.l. haust, þegar samningar voru lausir, var gert ráð fyrir ákveðnum hækkunum, en vegna þess að þeir færðust yfir áramót kemur í raun inn tvöföld áfanga- hækkun sem ekki var gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarp- inu.“ Bolli segir það mat ráðuneytisins að frekar sé ástæða til að óttast sam- drátt í hagkerfinu en þenslu. Hann vill þó fara var- lega í að spá fyrir um hvenær við- snúnings sé að vænta í efnahags- lífinu því hagfræðingar spáðu hvað oftast vitlaust fyrir um tímasetningu viðsnúnings. „Til- finningin eftir að hafa horft á BOLLI ÞÓR BOLLASON Bolli segir tímabil vaxtalækkunar nálgast enda sé botninum að verða néð I hagsveiflunni. ar hefðu góð áhrif á væntingar í efnahagslífinu, gengju þau eftir. „Svo eru menn almennt sammála um að tímapunktur vaxtahækkun- ar, sé hann er ekki þegar kominn, nálgist mjög hratt. Eina vísbend- ingin sem ekki styður vaxtalækk- un er staðan á vinnumarkaði." Bolli sagði þó varhugavert að ein- blína á atvinnuleysisskráningu sem mælikvarða á þenslu því fólki væri ekki sagt upp fyrr en allt annað þryti. „Það er mjög hratt að draga úr eftirspurn og við túlkum þetta þannig að við séum jafnvel að sigla niður í núll í hagvextinum, og þá fer nú að nálgast tímabil vaxtalækkunar," sagði hann. oli@frettabladid.ís Uppgötvun bandarískra vísindamanna: Bóluefni gegn hrotum heilsa Bandarískir vísindamenn segjast nú hafa þróað ódýrt og sársaukalaust bóluefni sem koma á í veg fyrir hrotur. Er bóluefninu sprautað í mjúkt svæði gómsins í aftanverðum hálsinum, en hrotur eiga sér stað þegar loftstreymi titrar í gómnum, sem er í afslöpp- un á meðan menn sofa. Bóluefnið gerir það að verkum að aftanverð- ur gómurinn stífnar upp með þeim afleiðingum að hann titrar ekki eins mikið og þ.a.l. dregur úr hrot- unum. Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið á virkni bóluefn- isins getur það dregið úr hávaðan- um sem stafar af hrotum úr 11 desibilum niður í tvö. Mun kostn- aður við bóluefnismeðferðina nema um 3500 krónum. Formaður Svefnfræðistofnunar Bretlands, Neil Douglas, tekur þessu nýju bóluefni með fyrirvara og segir að oft áður hafi svipaðar meðferðir komið fram á sjónar- sviðið og hefðu þær flestar einung- is verið skammtímalausnir. í við- HROTUR Bóluefnið gæti gagnast mörgu fólki, en samkvæmt opinberum tölum í Bretlandi hrjóta 50% karla og 40% kvenna. tali á fréttavef BBC segir hann að gi og notkun sérstaks tannvarnar- hefðbundnar aðferðir eins og að góms, séu mun árangursríkari losa sig við aukakíló, forðast áfen- leiðir til að vinna bug á hrotum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.