Fréttablaðið - 24.09.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.09.2001, Blaðsíða 4
SVONA ERUM VIÐ FRETTABLAÐIÐ 24. september 2001 MÁNUPACUR Mosfellsbser: SELVEIÐAR Hér að neðan má sjá hversu margir sel- ir hafa verið veiddir við ísland á síðustu árum. LD LO co 01 o 01 Ol Ol 01 01 o 01 01 Ol Ol 01 o P“ r— r— r— r— (N Fjöldi íbúða mun þre- faldast svæðaskipulac í tillögum að gerð sameiginlegs svæðaskipulags á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2024 er gert ráð fyrir að byggðar verði 3.260 íbúðir í Mosfellsbæ. Þröstur Karlsson formaður bæjarráðs segir ef þessi uppbygging gengur eftir sem menn eru hóflega bjartsýnir um, þá mun fjöldi íbúða þrefaldast á þessu tímabili, en þær voru um 1600 um sl. áramót. Þetta þýðir að árleg fjölgun íbúða verði um 4,4%. og íbúum fjölgi úr rúmlega 6 þús- und í 15 þúsund. Stefnt er að því að kynna endanlega niðurstöðu þessa sameiginlega svæðaskipulags í Ráðhúsi Reykjavíkur í byrjun næsta mánaðar. Tímamót urðu í umhverfisvænum samgöngum í Mosfellsbæ á bíllausa deginum sl. laugardag þegar formleg opnun var á hjólreiða- og göngustígum sem unnið hefur verið að um skeið. Með tilkomu þeirra geta íbúar bæjarins gengið og hjólað út á Seltjarnarnes en búið er að malbika um 10 kíló- metra af göngu- og hjólreiðastígum í bænum. ■ —— Leikur í A og ÍBV: Margir misstu af leiknum KNATTSPYRNfl Fjöldi stuðningsmanna ÍA, rúmlega 75 manns, komst ekki til Eyja í gær til að fylgjast með leik ÍBV og ÍA þar sem ekki var flogið til Vestmannaeyja vegna veð- urs. Fjöldi Skagamanna safnaðist saman á Skagabarnum á Akranesi til að fylgjast með leiknum og ein- hverjir fóru á Playersbarinn í Kópavogi. Svartaþoka var í Eyjum í gær og lá allt flug niðri auk þess sem slæmt var í sjóinn. Knatt- spyrnulið ÍA fór með Herjólfi til Eyja á laugardag en dómarar leiks- ins fóru ásamt forráðamönnum með flugi. ■ — Þingkosningar í Póllandi: V instrimenn unnu meiri- hluta vflRSJÁ.PÓLLflNDi.flP Þingkosningar fóru fram í Póllandi í gær. Sam- kvæmt útgönguspám náði Lýðræð- islega Vinstribandalagið meirihluta í kosningunum með aðstoð Verka- mannabandalagsins. Þetta er í fyrs- ta sinn frá því kommúnisminn hrundi árið 1989 sem samsteypu- stjórn verður ekki við völd í Pól- landi. Úrslit kosninganna eru mikið áfall fyrir Samstöðuflokkinn, því samkvæmt útgönguspám fær flokkurinn engan þingmann. ■ Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs: Israelar hætta við vopnahlésviðræður JERÚSALEM.AP ísraelar hættu í gær við þátttöku í vopnahlésviðræðum við Yasser Arafat, leiðtoga Pajest- ínumanna, sem fyrirhugaðar voru í gær. Sögðu þeir að Palestínu- menn hafi ekki hætt ofbeldisverk- um sínum þrátt fyrir bráðabirgða- vopnahlé sem komið var á í síð- ustu viku. Yasser Abed Rabbo, ráðherra í ríkisstjórn Palestfnu- manna, sagði ákvörðunina vera „óábyrga" og kvartaði yfir því að Palestínumönnum hafi ekki verið greint formlega frá henni. „Þess- ar viðræður geta ekki farið fram fyrr en öllum ofbeldisverkum ljúki,“ sagði Ariel Sharon, forsæt- arabaríkja í baráttunni gegn hryðjuverkum. „Ég er ennþá von- góður um að viðræður muni fara fram innan skamms," sagði Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna í gær í viðtali á sjón- varpsstöðinna ABC. Israelar sögðust í gær hafa handtekið tvo meðlimi úr frelsis- hreyfingu palestínumanna þann 7. ágúst sem grunaðir eru um að hafa fyrirhugað að sprengja upp bíl við tvær af hæstu skrifstofu- byggingunum í ísrael, sem standa hlið við hlið í Tel Aviv. Átti sprengingin að vera lokahnykkur í fjölmörgum árásum á ísraela. ■ ANDSPYRNA Meðlimir Norðurbandalagsins í Afganistan hlusta á útvarpið og ræða saman á herflugvelli við Panjshir-dal í Afganistan, um 160 km norður af Kabúl, höfuðborg landsins. Mikil átök áttu sér stað í gær milli bandalagsins og hersveita Talibana. Segjast ekki vita hvaj* bin Laden heldur sig Bandaríkin vísa ummælunum á bug. Bandaríkjamenn vígbúast af kappi. Andspyrnuhreyfing í Afganistan stækkar ört. iSLflMABflD.PAKiSTflN.flP Leiðtogar Talibana í Afganistan sögðust í gær ekki vita hvar Osama bin Laden, sem grunaður er um að hafa staðið á bak við hryðjuverkin í Bandaríkjunum, væri niðurkom- inn. Sögðu þeir að reynt hafi verið að hafa upp á honum til að til- kynna honum ákvörðun klerka- ráðsins um að hann skuli yfirgefa landið, en án árangurs. Ráðamenn í Bandaríkjunum vísuðu ummæl- unum hins vegar á bug og sögðu þau vera lélega aðferð til að kom- ast undan ábyrgð vegna kröfu Bandaríkjamanna um að bin Laden verði framseldur. Bandaríkjamenn undirbúa nú hernaðaraðgerðir í Afganistan. Fulltrúar bandaríska varnarmála- ráðuneytisins komu í gær til Islamabad í Pakistan. Ætla þeir að fullklára áætlun í samvinnu við Pakistana sem felur í sér að Bandaríkjamenn geti nýtt sér pakistanska lofthelgi, að þjóðirn- ar getir skipst á upplýsingum, auk þess sem Bandaríkjamönnum yrði veitt hernaðaraðstaða sem notuð yrði í fyrirhuguðum hern- aðaraðgerðum. í síðustu viku samþykktu Pakistanar að heita Bandaríkjunum fullri samvinnu í baráttunni gegn hryðjuverkum þrátt fyrir mótmæli heima fyrir. Norðurbandalagið, afgönsk andspyrnuhreyfing gegn stjórn Talibana í landinu, átti í hörðum átökum við hersveitir Talibana í norðurhluta Afganistan í gær. Sagðist bandalagið hafa lagt undir sig Zari-svæðið í Balkh-héraðinu og hafi að minnsta kosti 80 tali- banskir hermenn látist í átökun- um. Norðurbandalagið segist hafa verið í sambandi við Bandaríkja- menn og vilji hjálpa þeim í fyrir- huguðum aðgerðum gegn stjórn Talibana í landinu. Að sögn Bandaríkjamanna gætu nákvæm- ar upplýsingar Norðurbandalags- ins reynst bandarískum hersveit- um ómetanleg aðstoð í fyrirhug- aðri árás gegn bin Laden og fylg- ismönnum hans. ■ Kosningaskrifstofa vegna pólsku þingkosninganna í Ánanaustum: ♦ 1 1 J1 X* /1 nicUiiis greiuuu d.LKVct:ui kosnincar Sjötíu og sjö pólskir ríkisborgarar, sem búsettir eru hér á landi, nýttu sér tækifærið og greiddu atkvæði í pólsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Kosningaskrifstofa var sett upp í húsnæði Vélasöl- unnar í Ánanaustum en þetta er í fyrsta skiptið sem slíkt fyrir- komulag er haft á hér á landi. Að sögn Friðriks Gunnarssonar, kjörræðismanns Póllands, fóru kosningarnar fram með hefð- bundnum hætti og eins og tíðkast í þingkosningum. Sjö Pól- verjar eiga sæti í kosninga- nefnd, sem sér um framkvæmd kosninganna, enl02 manns höfðu skráð sig til þátttöku. Meðal þeirra sem nýttu sér kosninga- rétt sinn voru Karmelsystur í Iíafnarfirði. Fyrirfram var talið fullvíst að Lýðræðislega vinstri- bandalagið, sem er skipað fyrr- um kommúnistum, færi með sig- ur af hólmi í kosningunum og gæti jafnvel náð meirihluta á þingi ásamt litlum stuðnings- flokki, Verkalýðsbandalaginu. Samkvæmt tölum frá Hagstofu íslands eru tæplega 1500 Pól- verjar búsettir hér á landi og eru þeir langfjölmennasti hópur er- lendra ríkisborgara á Islandi. Sendiráð Pólverja á íslandi er í Osló og þar hefur sendiherra ís- lands í Póllandi, Kristinn Árna- son, einnig aðsetur. ■ Á KJÖRSTAÐ Samkvæmt tölum frá Hag- stofu íslands eru tæplega 1500 Pólverjar búsettir hér á landi. Sendiráð Pólverja á is- landi er í Osló en hér á landi er aðeins einn kjörræðis- maður og fulltrúi Pólverja. isráðherra ísrael. Hefur hann lýst því yfir að ekkert verði af vopna- hlésviðræðum nema 48 klukku- stunda ró komist á á svæðinu. Bandaríkjamenn hafa undan- n farið hvatt ísraela og Palestínu- | menn til að hefja viðræður, sem \ myndi gera það að verkum að auð- veldara yrði að koma á bandalagi ARAFAT Yasser Arafat Jeiðtogi Palestínu- manna, glaður i bragði eftir að hafa skipað löndum sínum að leggja niður vopn sín í síðustu viku. Ekkert varð í gær af fyrirhuguðum vopna- hlésviðræðum hans við flriel Shar- on, utanríkisráðherra Israels.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.