Fréttablaðið - 24.09.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.09.2001, Blaðsíða 22
HRAÐSOÐIP KRISTÍN EINARSDÓTTIR framkvæmdastjóri miðborgar: Miðvikudagar í miðbænum HVER verður staða miðborgarinnar þegar Smáralindin opnar og tvær stórar verslunarmiðstöðvar verða komnar á höfuð- borgarsvæðið? Þegar Kringlan opnaði var greini- legt að það hafði mikil áhrif á mið- borgina. Þetta var mikið nýnæmi enda fyrsta stóra verslunarmiðstöð- in sem opnaði þannig að það var eðlilegt að fólk væri forvitið og vildi skoða það sem þar væri á boðstól- um. í Smáralind bætist auðvitað við heilmikið verslunarrými og það er ljóst að okkur hefur ekki fjölgað svo mikið að það hlýtur að koma ein- hvers staðar niður ef fólk fer að ver- sla þarna í stórum stíl. Ég held að þótt áhrifin verði einhver hér í mió- borginni þá bendi ýmislegt til þess að þau verði ekki eins mikil og þeg- ar Kringlan opnaði vegna þess að miðborgin hefur allt annan sess í hugum fólks. Óformlegar skoðana- kannanir og reynsla annars staðar frá bendir til að miðborgin haldi sínu að minnsta kosti að einhverju leyti. HVER er sérstaða miðborgarinnar? Miðborgin hefur annað upp á að bjóða en verslunarmiðsstöðvarnar og mun meiri fjölbreytni en þær. Hún hefur menningarstofnanirnar og mjög mikla fjölbreytni í veitinga- húsum og verslun. Verslunin í mið- borginni hefur mikla sérstöðu. Þar er mikið af sérverslunum og vönd- uðum verslunum. Fólk fer ekki út að versla bara til að versla heldur líka til að njóta og það nýtur miðborgar- innar á annan hátt en með því að vera inni í húsi. Þess vegna hef ég trú að því að þrátt fyrir hugsanleg tímabundin áhrif þá muni miðborgin fljótlega rétta úr kútnum. Ég finn á rekstraraðilum hér að það er hugur í fólki og trú á miðborgina er að aukast mjög mikið. Maður finnur það líka alls staðar, sérstaklega með- al yngra fólksins, að miðborgin er öðruvísi, þangað vill fólk koma og það er stærri og fjölbreyttari hópur en við gerum okkur grein fyrir sem sækir hingað. HVERNIG verður brugðist við auk- inni verslun utan miðbæjarins? Það er verið skipuleggja hér og byg- gja upp og fólk hefur trú á því að miðborgin eigi eftir að standa sig. Menningarnóttin hefur til dæmis slegið algerlega í gegn og sýnir hvað fólk hefur miklar taugar til miðborg- arinnar og Þorláksmessa er orðin al- ger miðborgarhátíð. Við erum svo með áform um að vera með opið lengur á miðvikudögum, að minnsta kosti einu sinni í mánuði, þannig að fólk geti komið með fjölskylduna í bæinn eftir vinnu. Þá geta sumir farið á bókasafn eða í bíó meðan aðr- ir fara að versla og svo geta allir hist á veitingahúsi á eftir. Ég finn hvað er mikill hugur í fólki í undir- búningnum á þessu og ég á von á að þetta byrji strax í október. Ég held að miðborgin haldi áfram að vera með þetta fjölbreytta mannlíf sem verið hefur og það muni frekar efl- ast. B Böm geta lært að lesa fyrr Helga Sigurjónsdóttir starfrækir lestrarskóla þar sem meðal annars er lögð áhersla á lestr- arkennslu barna á leik- skólastigi. Hún segir of algengt að nemendur komi illa læsir úr skól- um. Munur á getu ein- staklinga til náms er ekki eins mikill og skólakerfið vill vera FRÉTTABLAÐIÐ 24. september 2001 IVIÁNUDAGUR Breski íhaldsmaðurinn Kenneth Glarke: Ætlar ekki að sitja árs- þing Ihaldsflokksins láta, að hennar jmati. iestrarnAm „Börn geta lært að lesa miklu fyrr en hefðbundið er að byrja að kenna þeim og það hefur sýnt sig í gegnum árin. Það er alltaf eitthvað af fólki sem verður læst mjög snemma og jafnvel án þess að því sé kennt mikið. Svo eru aðrir sem eiga af- skaplega erfitt með að læra að lesa. Ég held að það sé betra að byrja lestrarkennslu sem allra fyrst,“ segir Helga Sigurjónsdótt- ir kennari sem starfrækir lestrar- skóla í Kópavogi. Helga kenndi í barnaskóla og framhaldsskóla um langa hríð áður en hún ákvað að stofna eigin skóla í janúar í fyrra þar sem meðal annars er lögð áhersla á lestrarkennslu barna á leikskólastigi. í námskeiðunum hjá Helgu taka foreldrarnir þátt og þeim er kennt að kenna börn- unum sínum að læra að lesa. „Það er nauðsynlegt að þjálfa hljóðheyrnina hjá börnum. Að lesa er í raun að ná valdi á mál- hljóðunum. Að skilja hvað er á bak við stafina sem eru tákn fyr- ir málhljóðin. Erfiðleikarnir hjá þeim sem eiga í basli með lestur- inn stafa einkum af því að þeir hjálms verið aftur- kölluð, nokkuð sem hann sættir sig ekki við og hef- ur ráðið sér lög- mann, Sigurð G. Guðjónsson, til að fara með sín mál. Þetta finnst Jóni vera heldur klént, enda hafi Vilhjálmur fyrst eftir að málið komst í hámæli óskað eftir að ritgerðin yrði afturkölluð. Við- brögð Vilhjálms segir Jón Þór vera lágkúruleg. „Það var jú laganem- inn fyrrverandi sem lagði til þessa meðferð til að byrja með, ekki satt? Kanski ritþjófurinn haldi að hann fái uppreisn æru og embætt- isprófið til baka í næsta Coco Puffs pakka ef hann getur hrakið úr- skurð Lagadeildar sjálfrar á laga- tæknilegu atriði. Hér er náttúru- lega á ferðinni einkabrandari lög- fræðinga sem engir aðrir geta brosað að.“ vita ekki fyrir hvaða hljóð stafirnir standa," segir Helga, en kennslan hjá Helgu byggist á svo- kallaðri hljóðlestraraðferð. Hún segir gott að foreldrar byrji að kenna börnunum nöfnin á bók- stöfunum strax á máltökuskeið- inu og enginn munur sé á því og að kenna barni nöfn á hinum ýmsu hlutum. Hún segir íslendinga vera lán- sama hvað tungumálið varðar þar sem einn bókstafur standi svo að segja fyrir hvert hljóð. í ensku séu hins vegar 25 stafir í stafróf- inu en málhljóðin rúmlega fjöru- tíu. Helga segir of algengt að nem- endur útskrifist úr grunnskóla illa læsir og ólæsir einstaklingar eigi oft á tíðum erfitt uppdráttar þegar komið sé út á vinnumark- aðinn. AÐ LÆRA AÐ LESA Helga prófaði lestrarþjálfunina fyrst á 4 og 5 ára börnum í einum leikskóla Reykjavíkur áður en hún stofnaði Skóla Helgu Sigurjónsdóttur í janúar í fyrra. Árangurinn lofaði mjög góðu strax frá byrjun. Hún segir mjög mikilvægt að ung börn fái notið markvissrar málþjálf- unar strax á unga aldri. „Fyrir 20 árum gat þetta gengið atvinnulega séð. En and- lega og sálarlega séð fyrir fólkið er þetta auðvitað ekki gott. Það er mikið af hálfniðurbrotnu fólki úti í þjóðfélaginu sem kemur hálfskaddað út úr skólakerfinu þó ekki sjáist á því. Fólk sem náði ekki tökum á grunninum, hvorki í lestri né skrift. Þetta fólk ber harm sinn í hljóði en hefur ekki beinlínis verið að gefa sig fram og er ósátt.“ Helga segist trúa því að mun- ur á getu einstaklinga til náms sé ekki eins mikill og skólakerfið geri ráð fyrir. Allir hafi það sem til þarf til að ná almennri færni í lestri, skrift og reikningi. Hins vegar þurfi sumir einstaklingar talsvert lengri tíma til að ná þeir- ri færni. Uristjangeir@frettabladid.is stjórnmál Breski íhaldsmaðurinn Kenneth Clarke, sem tapaði fyrir Ian Duncan Smith í kosningum um formannsembætti íhalds- flokksins í síðustu viku, hyggst ekki sitja ársþing breska íhalds- flokksins sem haldið er í Black- pool í ár. Margaret Thatcher var á meðal þeirra sem studdi andstæð- ing hans í kosningunum og var John Major fyrrum forsætisráð- herra í hópi þeirra sem gagnrýndi Thatcher fyrir stuðningsyfirlýs- inguna. Clarke hlaut 39% atkvæða en Duncan Smith 61%. Síðan þá hefur Duncan Smith skipað and- stæðinga Evrópusambandsins í öll helstu embætti skuggaráðu- neytis síns. Clarke hefur neitað að starfa með fyrrum andstæðingi sínum en ólíkt við Duncan Smith er hann einn helsti stuðningsmað- FRÉTTIR AF FÓLKI ur Evrópusamvinnu úr röðum íhaldsmanna og Ijóst að skugga- ráðuneyti hans hefði haft á sér annan blæ. Þetta er í annað skipt- ið sem Clarke tapar í kosningum um formannsembætti flokksins. Árið 1997 tapaði hann fyrir Willi- am Hague. b KENNETH CLARKE Skuggaráðuneyti hans hefði haft á sér annan blæ en hjá Duncan Smith. Aðalfundur Heimdallar fer fram í kvöld og er búist við miklum átökum og spennu á honum. Sitj- andi formaður Björgvin Guð- mundsson, blaðamaður Frétta- blaðsins, hefur nefnilega fengið^ mótframboð og heitir sá Andri Ótt- arsson og er laganemi við Háskóla íslands. Ekki hefur verið kosið um embætti formanns Heimdallar síð- an 1989 þegar Birgir Ármannsson hafði betur í slag við Svein Andra Sveinsson. Mikil smölun er á fundinn sem búist er við að verði sá fjöl- mennasti í sögu Heimdallar og hef- ur félagið víst stækkað mikið und- anfarna daga. Búist er við að á milli 600 og 1000 manns muni taka þátt í kosningunum. Auk formanns er í raun verið að kjósa stjórn Heimdaílar en 11 frambjóðendur fylgja formannsefnunum og fær sigurvegari allt eða ekkert. Töluverður munu er sagður á þeim Björgvini og Andra en sá síðarnefndi þykir ekki vera jafn harður frjálshyggjumaður og Björgvin. Iljósi komandi borgarstjórnar- kosninga er ljóst að meiri hags- munir eru í húfi en eingöngu for- mannsembætti Heimdallar. Líklegt er að Sjálfstæðismenn efni til próf- kjörs í Reykjavík og munu borgar- fulltrúar hafa tekið þátt í barátt- unni á bak við tjöldin enda gæti stuðningur formanns Heimdallar skipti máli í prófkjörsslag í borg- innni. Björgvin hefur áður sagt að hann vilji að ungt fólk bjóði sig fram í auknum mæli og hyggst beita sér hart fyrir því innan Sjálf- stæðisflokksins. Atökin í Heimdalli koma í fram- haldi af átökum á þingi ungra Sjálfstæðismanna, SUS. Þórlindur Kjartansson náði ekki kjöri í SUS og styður nú Andra gegn Björgvin. Björgvin nýtur aft- ur á móti stuðn- ings Ingva Hrafns Óskarssonar, for- manns SUS, en þeir hafa starfað mikið saman. Það er allt að verða vitlaust í Smáralindinni þar sem verið er að leggja lokahönd á allan undir- búning áður þessi risastóra versl- unarmiðstöð opnar. Við höfum áður sagt frá því hér að spænsku versl- unarkeðjurnar Mangó og Zara opna búðir í Smáranum. ítölsku verslanirnar Benetton og Sisley verða einnig í Smáranum. Að því er frá greinir í fréttatilkynningu Benís, sem rekur búðirnar, var um auðugan garð að er gresja eigend- ur völdu úr starfsumsóknum í verslanirnar. Sigrúnar Karlsdóttur, einn eigenda Benís ehf., segir mót- tökurnar hafa verið „ótrúlegar," en yfir 60 umsóknir munu hafa borist í þau fimm stöðugildi sem um er að ræða. Jón Þór Sturluson, Kremlverji, fjallar um ritstuld Vilhjálms Vil- hjálmssonar í kandidatsritgerð sinni í Lagadeild Háskóla Islands. Sem kunnugt er hefur ritgerð Vil- Hvernig litist þér á að þrífa tvo fugla með einum steini? ÞRUÐA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.