Fréttablaðið - 24.09.2001, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.09.2001, Blaðsíða 24
Bakþankar Þráins Bertelssonar Útsala! Allt á að seljast! Ekki skil ég afhverju fjárfestar nenntu ekki að kaupa Símann þegar kompaníið var auglýst í síð- ustu viku. Að vísu var soldið drauga- legt hvað mikið var talað um ein- hverja „kjölfestufjárfesta" en það virðast vera dularfull fyrirbæri sem á að vera hægt að særa fram á skyggnilýsingarfundum efnishyggju- manna eins og selshaus upp úr bað- stofugólfi. Svona töfrar geta haft áhrif á taugar viðkvæmra fjárfesta. En fjárfestir er maður sem fé festist við með yfirnáttúrulegum hætti. Þeir voru auðþekkjanlegir hér áður fyrr þegar þeir klæddust svonefndum „skollabuxum"; það var áður en Armani-vaðmálið komst í tísku. ÞAÐ FAUK VITASKULD í sam gönguráðherrann við það tómlæti sem þjóðin sýndi þegar henni gafst loksins tækifæri til að kaupa hluta- bréf í sínu eigin fyrirtæki. í staðinn fyrir að skamma nautheimska þjóð- ina valdi Sturla að skamma Sólon í Búnaðarbankanum fyrir að standa sig ekki við sölumennskuna og Sólon svaraði á móti að það væri plagsiður stjórnmálamanna að kenna öðru fólki um eigin heimskupör. ALLT ER ÞETTA hið athyglisverð- asta mál og nú verður örugglega far- ið að nota betri söluaðferðir við að selja hlutabréf í framtíðinni. Kannski verður farið að nota hlutabréf til að vefja utan um ýsuflök í fiskbúðum eins og var gert til að nýta gömul dag- blöð áður en hollustuverndin fattaði að prentsverta getur verið varasöm fyrir meltinguna ekki síður en skiln- ingarvitin. ÉG HEF ALLTAF HAFT MIKIÐ ALITá bæði Sólon og samgönguráð- herranum. Sólon (síðan hann var sundkappi) og samgönguráðherran- um (síðan ég heyrði hann útskýra í sjónvarpsviðtali að leggja þyrfti vegi bæði að og ekki síður frá flugvöílum, vegna þess að fólk þyrfti jú bæði að koma og fara). Ég er því ekki í nokkrum vafa um að takast muni með góðu eða illu að losna við það sem þjóðin á sameiginlega og einhver get- ur grætt á og hvet samgönguráðherr- ann til að halda áfram að hotta á Sól- on við söluna og Sólon að láta ráðherr- ann ekki kaffæra sig - en gæta þó stillingar svo að Búnaðarbankinn með manni og mús verði ekki galdraður vestur í Stykkishólm. En þar er reyndar ágætis sundlaug. ■ SPARAÐU 1.500 Kr „ áan Ef þú skr.íir þif’ í Netreikníng.i Síntans og greiðii með boð- eða beingreiðslum, þá færðti simreiknlnginn ekki sendan heim, heldur fylgist þú með símnotkun þinni á Nnum síðum .t Netínu. Þannig sparar þu t.500 kr. á ári. Kostir Netreíknínga eru ótviræðir: • Þú sp.ti.it 1.500 ki ,1 ,tri (ckkert st'dilgjald og ío kionui 1 afsiitt n m.inuði) • Urrthverfisvænt • Betri yfirsýn yfir símnolkunini • Ökeypis sunclurliðun simtala • 1*11 skuðii '.inm-iktttnginn ,t Þinum siðum j þegit jii'i ttent.u tcosu Íúnaðurfy'g,r Eí þu skráir þig fyrir 1. október, gætir |)u unnið vegleg.in vinnirtg: • afhitjii oaíriMiý (wtC'tvu ADSl-bðnndi • \ fhijfiunmd krvim gjaftkurt í vet ihuuitri thigkenifM HAGKAUP I ri 1 ektobei leggst <>«, ki ' edílgjiid i ftvem heimsenif.in sjnm'ikním þínarsíður simmn.is Skráðu þig á Þínurn síðurn á siminn.is (þú finnur lykilorðið á símteikningnum) eða 1 verslunum Símans um allt land. SIMINN FRETTABLAÐ SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00 Ritstjórn: 515 7515, símbréf: 515 75 06, rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - símbréf 515 75 16 - rafpóstur auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20 VlÐ SEGJUM FRÉTTIR Fréttavefurinn á VfslV.IS Fyrstur með fréttirnar Aáde^mt * Kr. 1090 Grensásvegur 10 Sími 553 88 33 j h ti s i n OfficelSuperstore Skólatiiboð á fartöfvum HP OmniBook XE3 Cel750 HP OmniBook XE3 Pl11 800 Intel C750 MHz örgiörvi. 1 28 MB SDRAM minni. Intel Plll 800 MHz örgjörvi. 1 28 MB SDRAM minni. 10 GB harður diskur. 3,5" disklingadrif. DVD drif. 13,3" SVGA TFT skjár. 20 GB harður diskur. 3,5" disklingadrif. 8 x DVD. 14" SVGA TFT skjár. 8 MB 2x AGP skjákort. SB16 samhæft hljóðkort. Innbyggt 56 K mótald. 8 MB 2x AGP skjákort. SB16 samhæft hljóðkort. Innbyggt 56 K mótald. USB tengi. Lithium rafhlaða. Windows 2000. 2 ára ábyrgð. USB tengi. 10/100 Ethemet netkort. Lithium rafhlaða. Windows 2000. Innifalin taska og fartölvutrygging í eitt ár. 2 ára ábyrgð. Innifalin taska og fartölvutrygging i eitt ár. kr. 182.700 stgr. i.".TTTfrTlL kr. 240.800 »tgr. I’l HNINN SMlll Sigi UMAHKABU Ml <! li I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.